Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Side 8
Jóhanna NÁTTÚRAN HEFURSÍN LÖGMÁL, MYNDLIST- INEINNIG VIÐFANGSEFNI mitt er að tjá lífið og tilveruna,“ segir Jóhanna Bogadóttir, myndlistarkona, sem opnar málverkasýningu í Norræna hús- inu í dag. „Efnið kemur til mín og svo reynir maður að skila því á strigann á sem ljósastan hátt. Náttúran veitir mér líka mikinn innblástur, bæði átökin í náttúrunni, fegurð hennar og lífsundr- ið sjálft sem birtist í stóru sem smáu í henni, jafnt í beijandi fossi sem agnar- litlu strái.“ Á sýningunni eru málverk og vatns- litamyndir frá síðastliðnum tveimur árum. Jóhanna hefur haldið fjölmargar einkasýningar, bæði hér heima og er- lendis. TiMstin Jóhanna segist fást við tilvistina í myndum sínum en getur myndlistin veitt svör við spurningum um hana? „Fyrst og fremst held ég að allar tilvistarspurningar séu eilífðarverk- efni. En fólk leitar að svörunum hvert á sinn hátt og þau geta verið mjög afstrakt í sjálfum sér. Þannig er ekki alltaf hægt að útskýra afstöðu sína á rökrænan hátt og þess vegna tel ég að myndlistin sé ekkert síðri miðill til að leita svara við þessum spurningum en til dæmis tungumálið. Myndlistin hefur sín lögmál eins og tungumálið, það er hægt að leita raka á myndræn- an hátt, í mynd. Og því er ekki nauð- synlegt að vera sífellt að reyna að þýða myndmálið yfir á eitthvert annað mál. Það er heldur ekki hægt eins og menn hafa rekið sig á, tvær manneskj- ur geta jafnvel átt í erfiðleikum með að skilja hvor aðra þótt þær tali sama tungumálið. En ég vona að fólk skoði og njóti verkanna óttalaust. Það er svo oft sem maður heyrir að fólk segist ekki skilja myndlistina. En það þarf ekki að skilja hana þannig að maður geti þýtt hana yfir í orð. Hver og einn tekur við lista- verkinu á sinn hátt og skilur það sínum skilningi." Blái Hturinn Blái liturinn er ráðandi í verkunum á sýningunni. „Síðustu tvö ár hefur mér einhverra hluta vegna verið það eiginlegt að vinna með bláa litinn. Þetta er mér ósjálfrátt.“ Fagurfrœóiiegt lögmál „Ég hef oft velt því fyrir mér hvaða lögmál búa á bak við fegurðina í list- inni. Við höfum náttúruna fyrir augum okkar daglega, síbreytilega en samt er eins og hún gangi alltaf upp, mynd- rænt séð. Á bak við þetta er eitthvert lögmál sem við getum ekki útskýrt. Og ég held að það sama eigi við um myndlistina, þar á bak við eru einhver fagurfræðileg lögmál sem er erfitt að útskýra. En samt ganga myndverk ekki alltaf upp. Hér kemur kannski hinn mannlegi þáttur til sögunnar, listamaðurinn er auðvitað mistækur. Galdurinn er hins vegar að mínu mati falinn í einlægn- inni. Listamaður getur haft tæknina og handbragðið á hreinu en ef einlægn- ina gagnvart viðfangsefninu vantar þá verður verkið yfirborðskennt." Sýning Jóhönnu stendur til 20. októ- ber og er opin alla daga frá kl. 14-19. Morgunblaðió/Ásdís JÓH ANNA Bogadóttir opnar sýningu í Norræna húsinu í dag. íslensk náttúra er ekki ein- ungis midlœg ípjódfélagsum- rceöunnipessa dagana heldur jafnframt á myndlistarsýning- um priggja kvenna sem opnaöar veröa á höfuöborgar- svæöinu í dag. AGNHEIÐUR Jónsdóttir myndlistarkona |C opnar sýningu á stórum kolateikningum í * austursal Listasafns Kópavogs-Gerðarsafns í dag. Er náttúran yrkisefni verkanna en sýn listakonunnar takmarkast þó ekki við ákveðinn stað, svo sem hún segir sjálf, heldur leitast hún við að túlka frumþætti og öfl sem takast á í náttúrunni með lausmótuðum formum og hreyfingarfullri teikningu. Ragnheiður segir að sýningin sé framhald af því sem hún hafi verið að gera undanfarin misseri og vísar til sýningar á Kjarvalsstöðum 1994 og Sjón- þings og yfirlitssýningar í Gerðubergi og Sjónar- hóli, fyrr á þessu ári, máli sínu til stuðnings. „Ég er undir miklum áhrifum frá náttúrunni og reyni að túlka hvernig náttúruöflin togast á og umbreyta umhverfinu. Allt er breytingum háð — það sem er í dag getur verið gjörbreytt á morgun,“ segir lista- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/IISTIR 5. OKTÓBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.