Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Blaðsíða 6
KAREN BLIXEN: SKÁLD, MEISTARI, ÆÐSTIPRESTUR, FÓRNARLAMB? Nómstefng um dönsku skóldkonung Karen Blixen veróur haldin ó morgun, sunnudag, í Norræng húsinu í Reykjavík. Námstefnan hefst klukkan 14 og eru fyrirlesarar sex, þrír danskir og þrír íslenzkir. SOFFÍA AUÐUR BIRGISDQTTIR fjallar um dönsku fyrirlesarana og skáldkonuna. DÖNSKU gestimir eru rithöfundurinn Thorkild Bjömvig og dönsku fræðimennirn- ir Poul Behrendt og Charlotte Engberg. Óhætt er að segja að þau Thorkild Björn- vig (f. 1918) og Charlotte Engberg (f. 1956) séu hvort um sig fuiltrúar ólíkra kynslóða og ólíkra sjónarmiða meðal þeirra fræði- manna sem rannsaka og skrifa um líf og verk Karenar Blixen og nálgast þau verk hennar á ólíkan máta. Kannski má líka segja að Poul Behrendt (f. 1944) standi á milli þeirra, bæði ef tekið er tillit til aldurs og einnig hvað varðar bókmenntalega að- ferðafræði og túlkun. En öll eiga þau það sameiginlegt að hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir framlag sitt til rannsókna á verkum Karenar Blixen. Charlotte Engberg hefur opinberlega deilt á þann skilning á verkum Karenar Blixen sem tekur ætíð mið af lífi skáldkon- unnar; þar sem sögur hennar eru lesnar og túlkaðar sem einhvers konar lykilsögur eða táknsögur fyrir atburði úr hennar eigin lífsreynslu; skilning sem hún segir að eigi rót sína að rekja til túlkana ákveðinna herramanna: rithöfunda og bókmenntapáfa sem kynntust skáldkonunni persónulega og hafa mikið ritað og rætt um kynni sín af henni, líf hennar og verk. Hún vill nálgast höfundarverk Blixen sem hvern annan fag- urfræðilegan texta án þess að vera endilega bundin af ævisögulegum þáttum höfundar- ins eða skilningi þeirra fræðimanna sem á undan koma. Meistari Biixen og lœrisveinarnir Thorkild Björnvig tilheyrir þessum hópi manna sem voru ungir þegar þeir kynntust Karen Blixen persónulega á árunum milli 1930 og 1950. í þeim hópi voru einnig m.a. rithöfundamir Ole Vivel, Frans Lasson og Áge Hendriksen. Flestir þessara manna hafa skrifað bækur um kynni sín af Karen Blixen, og er bók Thorkilds Björnvigs, Pagt- en (Samningurinn), sem kom út 1974, að öllum líkindum sú frægasta. í Pagten Iýsir Björnvig því hvernig hann sem ungur maður kynntist Karen Blixen eftir að hún fluttist heim til Danmerkur aftur eftir búsetu sína í Afríku. Mikill vin- skapur tókst með Björnvig og Blixen, hún hafði mikla trú á bókmenntalegum hæfileik- um hins unga magisters og dáðist að þekk- ingu hans á heimsbókmenntunum. Sjálf var hún vel lesin, hafði óvenjulegt minni og í Björnvig fann hún mann sem hún gat rætt við um stefnur og strauma í bókmenntum á jafnréttisgrundvelli. En hún gerði miklar kröfur til hans, var stjórnsöm, og Björnvig segir á skemmtilega opinskáan hátt frá því sterka áhrifavaldi sem hún hafði yfir honum og hvernig hann varð að lokum að brjótast undar valdi hennar til að tapa ekki sjálf- stæði sínu og geðheilsu! Nokkurs konar meistara og lærisveins-samband ríkti á milli þeirra og sjálfur segir Björnvig að saga hennar „Ekko“, sem birtist í Sidste DANSKA skáldkonan Karen Blixen verður í brennidepli á námstefnu í Norræna húsinu á morgun. EDDA MEÐ ENDURGERÐUM HLJÓM Þýskur hópur hefur sett goðakvæði Eddu á svið. SIGRUN DAVIÐSDOTTIR hitti listamennina, sá sýninguna þeirra og hreifstaf. FYRST var það Guðrúnarkviða í þurrkvínni með tónlist Hauks Tómassonar. Nú var það þýski tónlistarhópurinn Sequentia, sem færði upp nokkur goðakvæða Eddu. í annað skipti á menningarárinu áttu Kaupmanna- hafnarbúar þess nýlega kost að sjá íslensk- ar fornbókmenntir færðar á svið. Hópurinn hefur sérhæft sig í flutningi miðaldaefnis og getið sér gott orð fyrir. Hópurinn var stofnaður 1977 af Bandaríkjamönnunum Benjamin Bagby og Barböru Thornton og fá þau síðan ýmsa Iistamenn til að starfa með sér á sviði miðaldatónlistar. Nú beina þau sjónum sínum í hánorður. Og til að allt fái nú á sig sem trúverðugastan svip hefur hópurinn heimsótt Island, þar sem Heimir Pálsson deildarstjóri hjá Náms- gagnastofnun fræddi hópinn um sögulegan bakgrunn textanna og framburð þeirra. í nóvember leggja tónlistarmenn sýningar- innar leið sína til íslands til að taka Eddu- kvæðin upp fyrir þýska plötufyrirtækið Deutsche Harmonia Mundi. Island varð fyr- ir valinu sem upptökustaður bæði til að fá hinn rétta hljóm og eins af því þau hitta upptökumanninn á miðri leið, en hann er bandarískur. Sequentia gefur reglulega út tónlist hjá áðurnefndu fyrirtæki og hefur seit svo vel að hópnum hefur áskotnast gullplata í Frakklandi, sem er nánast eins- dæmi þegar miðaldatónlist er annars vegar. Eddu-sýningin hefur orðið til í samvinnu tónlistarfólks og leikara að sögn Joachims Kuhn framkvæmdastjóra sýningarinnar og hefur hópurinn áður staðið að svipuðum sýningum á miðaldaefni, til dæmis á Bjólfs- kviðu, forn-ensku hetjukvæði. Hugmyndin er að taka efni, sem til hefur verið í munn- legri geymd og færa það aftur á hið munn- lega stig með viðeigandi tónlist. Hópurinn hafði lengi haft áhuga á Eddu, eftir að samverkamaður Sequentia, leikstjórinn Franz-Josef Heumannskámper fékk auga- stað á kvæðunum. „Efni þeirra er þekkt í Þýskalandi í gegnum óperur Wagners", seg- ir hann,„en það er hins vegar ekki auðvelt að eiga við það vegna tengsla þess við hug- myndafræði keisaratímans og nasismans. Við vildum hins vegar leita að okkar skiln- íng á kvæðunum, án tillits til hvað aðrir hefðu gert.“ Tónlistin að Eddu eitt, eins og sýningin heitir, er byggð á norskri fiðlutónlist, fær- eyskum dönsum, íslenskum rímnalögum, miðaldatöktum og balkneskri tónlist. „Við segjum gjarnan að tónlistin sé ekki samin af okkur“, segir Kúhn kíminn, „heldur bara að hún sé þarna. Við hittum nýlega þýska tónskáldið Karlheinz Stockhausen og hann fór að spyrja okkur hver semdi tónlistina okkar. Hann vildi ekki samþykkja að tón- list, sem flutt væri, gæti verið annað en samin. Svar okkar var að hún væri eigin- lega ekki samin, heldur tölum við um endur- gerð, en auðvitað er rétt að einhver verður að taka ákvarðanir um hvernig hún skuli sett saman. Við höfum lesið okkur til um Eddukvæði og flutning þeirra og komist að því að það eru margar skoðanir á því og ólíkar útgáfur til af textanum. Hin eina rétta leið til að flytja kvæðin er ekki til, svo við leitum ekki sannleikans í þessum efnum, heldur leitumst við að koma efninu frá okkur á sannfærandi hátt.“ Sannfærandi flutningur Og hvernig lítur svo hinn sannfærandi háttur Sequentiu út í augum áhorfanda? Sviðsmyndin er fjarska einföld. í miðju er tijámastur, sem táknar Yggdrasil, í kring- um hann er fleki girtur vatni, er táknar Miðgarð og utan hans er Útgarður og Ás- garður. Lýsingin er áhrifamikið atriði í sýn- ingunni og búningar stilhreinir og tímalaus- ir. Leikarinn Steve Karier fer með þýskan texta sögumanns og fléttar inn í hann Eddu- kvæðunum. Þau Bagby, Thornton og Lena- Susanne Norin syngja kvæðin með þjálfun þeirra er vinna á sviði miðaldatónlistar. Tónlistin er einföld, flutt af fiðluleikaranum Elizabeth Gaver og fyrir þá sem þekkja til evrópskrar miðaldatónlistar hljómar tónlist- in í þá átt, auk þess sem kunnuglegum rímn- astrófum, Harðangurstónum og færeyskum dansstrófum bregður fyrir. Eins og alltaf í söng er stundum erfitt að henda reiður á 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. OKTÓBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.