Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Blaðsíða 11
snemma upp starfskröftum meðal rithöfunda og blaðamanna, sem ráku erindi þess, þeir voru nefndir „literati" á flokksmáli, aðrir voru ánetjaðir og notaðir sem óflokksbundnir höf- undar stefnunni til framdráttar. Andfastísk neðanjarðarhreyfing var skipu- lögð í aðalstöðvum Miinzenbergs í París. Vega- bréf voru fölsuð og njósnarar og starfsmenn sendir til Þýskalands, bæði til að halda sam- bandi við þær kommúnista-sellur sem enn störfuðu og afla upplýsinga og starfsmanna til ákveðinna verkefna. Upplýsingamiðlun úr Þriðja ríkinu var rekin af fullum krafti, frétt- ir af fangelsunum, aftökum og uppbyggingu fangabúða streymdu inn á borð Munzenbergs. Hann safnaði saman nýjustu upplýsingum um ógnarstjórnina og nýjum upplýsingum um þinghúsbrunann. Múnzenberg hafði farið með leynd til Moskvu í júní 1933. Hann sat þar ráðstefnu Cominterns og annara aðila að stefnumörkun og aðgerðum, alla áherslu skyldi leggja á andfasismann og harðan áróður gegn Þriðja ríkinu. Sérstakur skóli hafði verið stofnaður í útjaðri Moskvu, ætlaður njósnaraefnum. Skólinn bar opinbert heiti, sem var „Áttunda alþjóðlega íþrótta-miðstöðin". Nemendur fengu nýtt nafn og urðu að undirgangast harðan aga og uppfræðslu í marx-leninisma og heita flokknum eilífri tryggð. Nemendum var gerð ljós grein fyrir því, að ef þeir ryfu skyldugan þagnareið, yrðu þeir líflátnir, sama hvar þeir væru staddir í heiminum. Skóli þessi var ætlaður „elítu“ flokksins, eins og Vestur- skólinn og Lenínskólinn, en i þeim stofnunum voru meðal annarra þjóða nemenda íslenskir nemendur fyrir og eftir 1930. (sb. Liðsmenn Moskvu. Rv. 1992). Áróðurinn var enn hertur eftir að Múnzen- berg kom aftur til Parísar. En hveijum gagnað- ist þessi áróður? Stalín og sovétkerfinu og enn frekar Adolf Hitler (í baráttunni við Röhm). Eftir valdatöku Hitlers var aðalstoð hans og stytta í upprætingu kommúnismans og annarra andstæðinga, S.A. sveitirnar undir forustu Ernst Römhs. Röhm réð yfir 1.000.000 manna vopnuðu liði auk 3.500.00 manna var- aliði. Liðsveitir Röhms voru notaðar til hinna verstu verka, böðlar og pyndingameistarar hinna nýju herra Þýskalands. Ríkisherinn taldi 600.000 manns, undir forustu prússneskra junkæra og heraðals Þýskalands. Röhm heimt- aði nú að S.A. tæki við hlutverki Ríkishers- ins. Hitler leit á Röhm sem mögulegan keppi- naut um völdin og þegar frá leið hlustaði hann fremur á rök herforingjanna en byltinga- kenndar kenningar Röhms og félaga. Evrópsk- ir stjórnmálamenn vissu um þessa togstreitu og allir vonuðu að Ríkisherinn hefði betur. í „Brúnu bókinni" og annarri sem hét „Önn- ur brún bók um ógnarstjórn Hitlers", sem kom út 1934, var spjótunum fyrst og fremst beitt gegn S.A. og Röhm. Það fór ekki hjá því að áróðurinn hefði áhrif innan Þýskalands og almenningsálitið sveigðist gegn S.A. beint og óbeint. Og þar með gafst Hitler „sóknarfæri" til þess að hefja baráttu gegn Röhm fyrst innan instu flokksk- líku og síðan með almennari aðgerðum. Réttarhöldin í Leipzig voru hafin í þeim tilgangi að vettvangur fengist til þess að gera S.A. og Röhm tortryggilega, sem sannarlega varð, eftir að sýknudómur féll þannig að Dim- itrov og félagar hans voru sýknaðir sem brennuvargar. Sigurvegarar réttarhaldanna voru tveir menn, Stalín og Hitler. Þetta voru sýndarrétt- arhöld að dómi Stephens Kochs í Double Li- ves, forspil að réttarhöldunum í Moskvu 1936. En áður en til þeirra kom sýndi Hitler Stalín hvernig ætti að ganga á milli bols og höfuðs á fjandmönnum sínum innan flokksins. Sú sýnikennsla fór fram á „Nótt hinna löngu hnífa“ 30. júní 1934. Framhald á næstunni. „NU skulum vió sjna þeim. Hver sem andcefir okkur verbur mulinn. Þýzka þjódin hefur verió of mjúk- hent hingad tily allt of lengi. Sérhverforustu- maóur kommúmsta skal skotinn. “ Adolf Hitler eftir þinghúsbrunann. EFTIR BJORN JAKOBSSON / / I gær frumsýndi Islenskg óperan leikritió MASTER CLASS sem fjallar um hina dáóu, grísku óperusöngkonu Maríu Callas. Af því tilefni er fjallaó um feril þessarar einstæóu söngkonu. MARIA Callas í óperuhlutverki. EGAR konan gekk upp á óperu- sviðið og hóf þátttöku í þess- ari listgrein sem hún hafði að mestu verið útilokuð frá sam- kvæmt boði kaþólsku kirkj- unnar og staðnaðs tíðaranda barokktímans — þá hófst al- vöru óperan (opera seria) upp í æðsta veldi listgreina sem hún hefir haldið síðan. Þar með var afmáður sá smánarblettur af óperunni að kvenhlutverkin höfðu verið sungin af ungum mönnum (castrato) er höfðu sem drengir, margir nauðugir, gengið undir vönunaraðgerð til þess að þeir héldu sópran- og altröddum sínum. Upplýsinga- og mannúð- arstefnur átjándu aldar höfðu stuðlað að því að þessi óhugnanlega aðgerð væri bönnuð. Voltaire fordæmdi kröftuglega þetta athæfi sem kirkjan lét viðgangast og notaði opin- skátt til að útiloka konuna frá sönglistinni innan kirkjunnar. En nú fóru tónskáld eins og Mozart, Ha- ydn og Rossini að skrifa kvenhlutverk í óper- um sínum fyrir ákveðnar söngkonur. Sama gerði Bellini, ljúflingurinn frá Sikiley, eins og Wagner kallaði hann. Bellini innleiddi rómantíkina í ítölsku óperuna með dramtísk- um kvenhlutverkum - Norma í samnefndri óperu og Elvira í Ipuritani. Óperur hans flest- ar höfðu tragískan endi sem ekki hafði áður viðgengist. Síðar komu Donizetti, Verdi og Puccini með hin stór dramatísku kvenhlut- verk í óperum sínum, þar sem prímadonnan verður í ráðandi hlutverki á sviðinu Það mun hafa verið á seinni hluta nítj- ándu aldar sem hugtakið Diva (hin guðdóm- lega) mótaðist og átti við þær söngkonur sem höfðu listræna yfirburða stöðu á óperu- sviðinu. En það þurfti fleira að koma til en frábær sönghæfileiki - persónuleiki og lífs- stíll þurfti að að vera frábrugðinn því venju- lega til að fylla út i þetta hugtak. Sennilega voru það söngkonur á þessum tíma eins og Adelina Patti og Nellie Melba, sem með ferli sínum mótuðu þetta hugtak. Um miðja tutt- ugustu öldina - okkar öld, stígur svo upp á óperusviðið hin útvalda dæmigerða diva - María Callas sem gerði meira en að fylla út i þetta hugtak. Maria Callas varð að lifandi goðsögn. Þúsundir manna lögðu á sig að standa í biðröðum og sofa á götunum fyrir framan óperuhúsin í þrjá til fimm sólar- hringa til að fá aðgöngumiða þar sem hún átti að koma fram. Hver var Maria Callas? Þegar María Callas kom í þennan heim í New York 2. desember 1923 var ekki tekið á móti henni með gleði eða fagnaðarhrópum, eins og hún átti að venjast síðar á ævinni, þvert á móti. Móðir hennar neitaði að líta barnið augum fyrstu þijá sólarhringana. Ástæðan var sú að hinir grísku foreldrar Maríu, sem fluttu til Ameríku nokkru áður en hún fæddist, höfðu misst dreng á öðru ári. Vonbrigðin urðu því mikil þegar stúlku- barn fæddist. Þetta viðhorf átti síðan eftir að hafa var- anleg áhrif á samband Maríu og móður henn- ar sem aldrei greri yfír. Móðir Maríu sendi dætur sínar í tónlistarnám í New York og brátt kom í ljós að María hafði ótvíræða sönghæfileika. Móðir hennar gekk nú fram í því með miklu offorsi að koma henni á fram- færi, án þess að taka nokkurt tillit til tilfinn- ingalegra aðstæðna eða aldurs dóttur sinnar. María varð snemma feitlagin og hún trúði því, þegar hún bar sig saman við systur sína, að hún væri ófríð og vildi þess vegna helst aldrei líta í spegil. Það var henni því nær óbærileg áreynsla að fara í hæfileikaprófanir eða koma fram opinberlega eins og móðir hennar krafðist af henni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. OKTÓBER 199ó 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.