Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Page 15
Morgunblaðið/Þorkell JIM Cartwright segist ekki taka upp málstað eins eða neins í verkum sínum, heldur fjalla um lífið og tilveruna; um hlátur og grát, ást og hatur hvunndagshetjanna. HLÁTUR OG GRÁTUR HVUNNDAGSHETJU Jim Cartwright, leikskáld, hefur notið mikillar hylli í leikhúsum landsins síóastlióin ár. Nú er verió aó sýna tvö verk hans í Borgarleikhúsinu, Barpar og Stone Free, og er hann kominn hingaó til aó sjá uppfærslurnar. ÞRÖSTUR HELGASON hitti Cartwr- ight aó máli og spjallaói vió hann um landnám verka hans hér á landi, um persónurnar í þeim sem eru sprottnar úr enskri verkamannastétt eins og hann sjálfur og um ástandið í breskum leikhúsheimi þar sem söngleikir vaóa uppi. LEIKRIT Jims Cartwrights hafa notið mik- illa vinsælda hér á landi síðustu ár en öll verk hans nema eitt, sem heitir Bed, hafa verið sýnd í íslenskum leikhúsum. Cartwright hafði starfað sem leikari um árabil áður en hann sneri sér að skrifum. Aður vann hann einkum verksmiðjustörf en hann er fæddur og uppalinn í litlum bæ fyrir utan Manchest- er á Norður-Englandi. Fyrsta verk hans, Stræti (Road), vakti mikla athygli á Eng- landi og sópaði til sín öllum helstu leikskálda- verðlaunum þar. Stræti hefur einnig hlotið góða dóma hér á landi og sömuleiðis verk hans Barpar (Two) og Taktu lagið Lóa (The Rise and Fall of Little Voice). Nýjasta verk Cartwrights, Stone Free, hef- ur verið sýnt í Borgarleikhúsinu við góðar undirtektir áhorfenda sem nú eru alls orðnir um 15.000. Verkið hefur hins vegar ekki hlot- ið mjög góða dóma gagnrýnenda en Cartwr- ight segir að fyrir öllu sé að fólk vilji koma að sjá verkið. „Þetta verk er annars gjörólíkt fyrri verkum mínum, bæði að efni og formi. í rauninni vil ég ekki kalla það leikrit, heldur atburð. Þetta er atburður sem áhorfendur geta komið og tekið þátt í. Ég samdi þetta verk einmitt vegna þess að ég saknaði sjálfur fjörsins sem einkenndi sjöunda áratuginn en verkið gerist einmitt þá; það var alltaf svo mikið húllumhæ í kringum hippana og ég vildi reyna að endurvekja þá stemmningu." Skrifa meó hjartanu Aðspurður segir Cartwright að það sé hlut- verk annarra að skilgreina stöðu sína í leikrit- un samtímans. „Það segir þó kannski eitthvað um stöðu mína að verk mín eru sýnd um all- an heim og ástæðan fyrir því er held ég sú að ég fjalla um líf fólksins, ég fjalla um lífið og manninn. Ég reyni að skrifa með hjartanu og þess vegna held ég að verkin nái til áhorf- enda. Ég tek ekki upp málstað eins eða neins, heldur fjalla um lífíð og tilveruna; um hlátur og grátur, ást og hatur hvunndagshetjunnar." Cartwright segist kunna að meta Tennessee Williams best af öllum leikskáldum vegna þess að hann skrifaði líka um hvunndagshetj- una. „Williams skrifaði um hið mannlega ástand. Hann skrifaði ekki um pólitík, samt er hún alls staðar nálæg í verkum hans, mað- ur getur lesið skoðanir hans á milli línanna. Vegna þessa er enn hægt að setja upp verk hans; þau skírskota til okkar veruleika ekki síður en til þess sem þau fjalla um.“ Cartwright þykir oft fara heldur harkaleg- um höndum um persónur í verkum sínum en fjalla þau um fólk sem hann þekkir eins og einhvers staðar hefur komið fram? „Nei, þvert á móti; persónur mínar eru allar skáldskapur frá rótum. En þær eru kannski sprottnar úr veruleika sem ég þekki, úr norður-enskri verkamannastétt. Það sem ég er að gera með þessum verkum er að gefa fólki rödd sem hefur ekki átt neina rödd í samfélaginu fyrr. Þessi rödd, eða tungu- mál, er samt mjög ýkt í verkunum enda lúta þau ekki hefðbundnum lögmálum raunsæis." Fólk þyrslir i ný leikverk Sú breyting hefur verið að eiga sér stað í leikhúslífí London undanfarin misseri að stóru leikhúsin á West End hafa nánast ein- göngu sett upp söngleiki en lítinn gaum gef- ið að leikritum. Hafa menn haft áhyggjur af þessari þróun en hún hefur einnig átt sér stað í New York. „Já, það er synd að stóru húsin skuli ekki hafa áhuga eða þor til þess að setja upp fleiri leikrit. Þetta er bara spurn- ing um peninga - og söngleikirnir gefa óneit- anlega meira af sér. Þetta gæti hins vegar haft áhrif á framþróun í leikritun og leiklist. Söngleikir eru alls staðar eins. Maður sér Miss Saigon á West End og svo á Broadway og sýningarnar eru alveg eins. Þetta er eins og að fara inn á Macdonalds, maður veit að allt er eins og það á að vera. Nýsköpunin á sér frekar stað í leikrituninni. Leikritin eiga auðvitað athvarf sitt í smærri húsunum. Og nú er reyndar verið að flytja eitt þeirra inn á West End, Royal Court leik- húsið þar sem ég setti fyrsta verkið mitt ugp. Þetta hús leggur áherslu á ný leikverk. Ég mun til dæmis setja upp nýtt verk þar í vet- ur. Þetta hús hefur líka nýverið frumsýnt nýtt verk eftir Pinter. Á það hefur verið upp- selt á meðan aðsókn að Miss Saigon hefur verið heldur dræm. Þetta gæti því verið að breytast. Ég held að fólk þyrsti í ný leikverk.“ Leikrilunin og efnahagsástandió „Sagan sýnir okkur líka,“ heldur Cartwr- ight áfram, „að þetta gengur í bylgjum. Ég held að svipað ástand hafí verið í breskum leikhúsheimi á fímmta og sjötta áratugnum og nú. Léttvægir söngleikir voru þá vinsæl- astir á West End og leikverk í léttari kantin- um, til dæmis eftir Noél Coward og Terence Rattigan. Á sjöunda og áttunda áratugnum breyttist þetta. Eins konar eldhúsvaska- eða verkamannaraunsæi varð allsráðandi í hús- unum, þetta voru beitt leikrit og full af ádeilu. En á níunda áratugnum fór þetta aftur í sama horfið. Menri fóru að syngja. Mér virðist reyndar að þessi þróun haldist í hendur við efnahagsástandið. Þegar það er gott, eins og á fimmta og sjötta áratugnum, þá verða leikritin alvarlegri, raunsærri og ádeilukenndari en þegar syrtir í álinn í pen- ingamálunum, eins og á níunda áratugnum, þá fara menn að setja upp verk sem fjalla um glanslífið, þá setja menn upp söng og gleðileiki. Þegar vel árar vilja menn líka taka áhættu og hið nýja og frjóa fær að njóta sín en þegar illa árar halda menn að sér höndum og setja upp örugg kassastykki. Þetta er ofur eðlilegt. Á meðan harðærið gengur yfír bíða leik- skáldin bara, bíða eftir að batni í ári og tækifærið komi.“ FORBOÐIN LÖND SIÐUSTU LJOÐ RÖGN- VALDS FINNBOGASONAR LJÓÐABÓKIN Að heilsa og kveðja eftir séra Rögnvald Finnbogason er komin út. Bókin skiptist í fimm þætti sem hafa að geyma síðustu ljóð skáldsins auk fáeinna þýðinga. Yrkisefnin eru einkum minningar um stundir og staði heima og erlendis, atvik og augnablik sem kveikja ljóð um hverfulleika lífsins, efann, vonina og trúna. Að heilsa og kveðja er önnur tveggja ljóðabóka séra Rögn- valds, en sú fyrri, Hvar er land drauma, kom út árið 1995. Rögnvaldur Finnbogason fæddist árið 1927 í Hafnarfirði. Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1952 og var vígður til prests það sama ár. Hann var þjónandi Rögnvaldur Finnbogason prestur víða um land í rúma fjóra áratugi, en lengst sat hann á Staða- stað á Snæfellsnesi, frá árinu 1973 til dauðadags. Jafnframt sinnti hann ritstörfum, kennslu og félagsstörf- um og flutti fjölda erinda í útvarp. Frá lífí sínu sagði hann í bókinni Trúin, ástin og efinn sem Guðbergur Bergsson ritaði árið 1988. Séra Rögnvaldur Finnbogason lést í nóv- ember 1995. Utgefandi er Forlagið. Að heilsa og kveðja er 94 bls. í bandi. Bókina prýða teikningar Tryggva Ólafssonar listmál- ara sem einnig gerði mynd á kápu. Prent- smiðjan Grafík hf. prentaði. Bókin kostar 2.680 kr. MYNPUST Gallcrí Sólon íslandus BLÖNDUÐ TÆKNI Guðjón Bjarnason. Opið kl. 11-18 alla daga til 7. október; aðgangur ókeypis. Á STUNDUM eru listsýningar opnaðar án nokkurs atgangs, nánast í þögn og einrúmi listafólks og þeirra sem næst þeim standa. Fréttir af þeim berast ef til vill seint og takmarkað í gegnum fjölmiðla, þannig að listunnendur hafa varla næg tækifæri til að líta við og fylgjast með því sem um er að vera. Þannig hefur verið um þá sýningu á verk- um Guðjóns Bjarnasonar sem nú fer að ljúka í Gallerí Sólon íslandus. Guðjón hélt síðast stóra sýningu á verkum sínum í Hafnar- borg á síðasta hausti, en að þessu sinni tengist innihaldið öðru fremur athyglis- verðri samsýningu sem haldin var í vor sem leið í Henie-Onstad listamiðstöðinni í Hevik- odden utan Óslóar. Þar voru leidd saman verk fimm athyglisverðra norrænna lista- manna (Svíans Roj Friberg, Norðmannanna Odd Nerdrum og Patrick Huse og Danans Michael Kvium auk Guðjóns) undir yfir- skriftinni „í hinu forboðna landslagi“. Sú nöturlega ímynd af landi og lýð sem þar hefur komið fram hefur verið hvort tveggja í senn, fráhrindandi og heillandi, ef marka má sýningarskrá, en jafnframt vísað til þeirrar undiröldu dulúðar og van- máttar, sem einkennir alla okkar sýn á umheiminn. Landsmenn hafa nýlega haft tækifæri til að sjá verk Patrick Huse hér á landi, og myndir Guðjóns á sýningunni í Noregi sem og hér, fylgja nokkuð í sömu átt; andstæður birtu og myrkurs, elds og íss, lifandi holds og kalds málms, hins heila og hins sundurtætta, eru inntakið í þeim verkum, sem áhorfandinn fær augum litið. Líkt og til að auka áhersluna á þessar drungalegu sýnir eru verkin hér ýmist tengd nafnlausum eða óþekktum kenndum, hrær- ingum sem við höfum ekki stjórn á og vitum ekki hvaðan koma eða hvernig ber að skilja. Frævlar mannlífsins eru venjulega heitir og úr holdi og blóði, en steyptir í málm, líkt og hér, eru þeir líkari árásarvopnum. Málmhólkur getur verið tignarleg minning um hið fagra í náttúrunni, en sprengdur í tætlur verður hann líkari því limlesta fórn- ardýri, sem landið er oftar en ekki fyrir tilverknað mannsins. Þá málverkahluta sem Guðjón sýnir hér hefur hann áður notað í öðru samhengi, en þeir njóta sín ágætlega saman og vekja óþekktar kenndir, eins og þeim er ætlað; eyðilegt land, hulið dularfullum sveip, sem maðurinn er þrátt fyrir allt aðeins tíma- bundinn gestur T'. Þessi litla sýning veitir ágæta innsýn í þann nöturlega heim sem maðurinn skapar sér á stundum, enda list Guðjóns oftar en ekki vel til þess fallin að vekja menn til umhugsunar um tengsl þeirra við umhverfi sitt. Eiríkur Þorláksson. MÁLÞING UM ÍS- LENZK FRÆÐI MÍMIR, félag stúdenta í íslenskum fræðum við Háskóla íslands, heldur upp á hálfrar aldar afmæli sitt með málþingi „íslensk fræði í fortíð, nútíð og framtíð" dagana 12. og 13. október n.k.. Á málþinginu verður litið á stöðu íslenskra fræða í sem víðustum skilningi, meðal ann- ars á öllum skólastigum, í fjölmiðlum og í tengslum við aðrar fræðigreinar. Þinginu verður skipt upp í fimm málstofur, haldin verða um 20 fímmtán mínútna framsöguer- indi og að þeim loknum verða pallborðsum- ræður. Málþingið verður haldið í Háskólabíói og munu fyrirtæki, stofnanir, og félagasamtök kynna starfsemi sína í anddyri bíósins meðan málþingið stendur. Að þinginu loknu er ætlunin að gefa erind- in út í sérstöku afmælishefti tímaritsins Mím- is. SIÐASTA SYNINGAR- HELGI HULDU HÁKON UM helgina lýkur sýningu á nýjum lágmynd- um eftir Huldu Hákon í Ingólfsstræti 8. Hulda á að baki nær annan tug einkasýn- inga víða um heim, auk fjölda samsýninga. Ingólfsstræti 8 er opið frá kl. 14-18 mið- vikudaga til sunnudaga. Lokað er á mánudög- um og þriðjudögum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. OKTÓBER 1996 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.