Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Blaðsíða 10
WILLI MÚNZENBERG OG SÖGUFALSANIR Á TUTTUGUSTU ÖLD. 4. HLUTI. VALDATAKA HITLERS OG FLÓTTI MUNZENBERGS TIL PARÍSAR EFTIR SIGURLAUG BRYNLEIFSSON _____Eftir valdatöku Hitlers og ógngrstjórnina_ í Þýzkalandi eftir þinghúsbrunann virtist aóeins einn brimbrjótur gegn ofurvaldi Hitlers. Þaó var Stalín. ______Nú var hans tími kominn til þess aó etjg_ samgn Vesturveldunum og Hitler, milli þeirrg skyldi væntanlegt stríó hóó. FRIÐARÞINGIÐ í Amsterdam í ágúst 1932 var haldið að undir- lagi Stalíns og fjármagnað af Sovét-stjórninni og skiþuleggj- andi þess var Willi Munzenberg. Stalín hafði unnið gegn því að samstaða tækist gegn Hitler í Þýskalandi með jafnaðarmönnum og kommúnistum. Ákveðnustu samþykktir friðarþingsins voru gegn stríði og kapítalisma, gegn þeim stjómarháttum og samfélagsformi sem einkenndist af lýðræði og þingræði, „opnu þjóðfélagi“. Á sama tíma var hættan sem vofði yfir Evrópu með valdatöku þjóðemis- jafnaðarmanna öllum augljós, en beinskeyttar ályktanir þingsins beindust ekki að né vömðu við þeirri hættu sem meginógnvaldi. Friðar- stefna, gegn heimsvaldastefnu og gegn amer- ískum áhrifum vom meginfrasar friðarþings- ins á þeim mánuðum sem Hitler var að ná völdum á Þýskalandi. Það er staðreynd að pólitískir flokkar eru enganveginn samstæðar og samtvinnaðar heildir. Innan allra flokka á sér stað barátta um völd og áhrif, því ákveðnari sem pólitísk stefna er boðuð og því heillegri sem hugmyndafræði stefnunnar er, því meiri nauðsyn er fyrir heillega flokksmynd. Bar- áttan um völdin innan þeirra flokka, sem stefna að alræði má ekki vitnast, og alls ekki óbreytt- um flokksmönnum. Sá eða þeir sem fara með æðstu völd og ákvarðanatöku hverju sinni verða að hafa algjör tök á flokkslín- unni, þ.e. stefnunni, og jafnframt verða þeir að kveða niður öll frá- vik frá kórréttri stefnu, sem þeir móta. Þessi barátta um flokksvöldin fer fram fyrir luktum dyrum, en þegar andstæðurnar innan flokks- ins verða skarpar, þá verða þeir eða sá sem telst hafa völdin, að láta sverfa til stáls og brenni- merkja andstæðinga sína sem flokkssvikara og opinbera svik þeirra á sem augljósastan hátt. Bæði alræðisflokkar á Vesturlöndum og í Austur-Evrópu voru háðir arfleifð marxismans og syndikalismans. Þeir stefndu að algjörri forsjárhyggju og áttu það sameiginlegt að afneita rétti einstaklingsins til eigin lífs, af- neituðu einkalífi og þar með öllum rétti manna til að velja og hafna, og til einkaeignar og persónuréttar. En innan þessara flokka geis- aði harkaleg valdabarátta, vegna þess að maðurinn er ekki algjör hópvera, enda þótt það sé fyrsta staðhæfing marxismans og ófrá- víkjanleg krafa. Það gefur auga leið að þegar flokkur verð- ur að vera samannjörvaður og hafa heil- steypta ímynd, þá krefjast „flokkshagsmunir“ eins leiðtoga, sem ákvarðar stefnuna. Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna hafði þegar Stalín sem leiðtoga. Öll frávik frá flokkslín- unni sem hann ákvað voru flokknum og eining- unni hættuleg og hann hafði kveðið allt slíkt niður, með morðum og fangelsunum. Saga flokksins var frá upphafi blóði drifin, blóði milljónatuga fórnarlamba. Hitler stjórnaði 1932 flokki þjóðernisjafn- aðarmanna og hafði ekki fram að þessu þurft að taka til beinnar útiýmingarherferðar gegn keppinautum eða kveða niður róttæk fráhvörf frá flokkslínunni, en það leið senn að því. Nokkrum vikum fyrir valdatöku Hitlers sem kanslara 30. janúar 1933, var Munzenberg kallaður til Moskvu til skrafs og ráðagerða um ástandið í Þýskalandi. Áætlanir voru gerð- ar um flutning aðalstöðva hans til Parísar, ef „ástandið versnaði frekar“. Kvöldið þegar Hitler tók við embætti hvarf Múnzenberg úr glæsiíbúð sinni við Tiergarten og ók til nýs BUstaðar í verkamannahverfum Berlínar, þar sem honum var búinn samastað- ur. Emil, einkabílstjóri Múnzenbergs, ók Linc- olnum um hópa fagnandi SA manna og garg- andi múgsins sem söng nú ekki „Intemationa- linn“ heldur „Die Fahne hoch..." söng S.A. Rílcisþinghúsbruninn Ríkisþingúsið í Berlín brann nóttina 27.-28. febrúar 1933. Stephen Koch skrifar: „Hitler virðist ekki hafa átt neinn þátt í íkveikju þing- hússins, Og athugið vel, Múnzen- berg nefnir hann hvergi sem frumkvöðul að íkveikjunni. Hitler hafði dvalið á heimili Göbbels þetta kvöld og þegar síminn hringdi og Göbbels svaraði, skellti hann á þegar sagt var að þinghúsið brynni. Það var hringt aftur og fréttin endurtekin. Þá tóku allir við sér og kanslarinn sagði: „Nú hef ég þá“, eins og undrandi á óvæntri, gleðilegri frétt. Síðan lét hann aka sér til þinghússins." Hitler tók sér stöðu andspænis brennandi húsinu: „Hann var rauður og þrútinn í andliti og tók að öskra: Nú skulum við sýna þeim. Hver sem andæfir okkur verður mulinn. Þýska þjóðin hef- ur verið of mjúkhent hingað til, allt of lengi. Sérhver forustumað- ur kommúnista skal skotinn. All- ir þingmenn kommúnistar skulu hengdir nú í nótt. Allir vinir kommúnista skulu settir bak við lás og slá. Þetta tekur til jafnaðarmanna og annarra náinna þeim ... “. Daginn eftir lýsti Hitler yfír neyðarástandi, S.A. og lögreglunni var fyrirskipað að safna saman öllum andstæðingum Hitlers úr röðum kommúnista, fyrst og fremst, og handtaka þá án dóms og laga. Með valdatöku Hitlers mátti búast við öllu, en eftir þinghúsbrunann voru höfð hröð handtök, hraðinn var með ólík- indum og menn voru vanbúnir, þar á meðal Múnzenberg, sem slapp fyrir röð tilviljana. Ógnaröldin var hafin. Nóttina sem þinghúsið brann rakst lögregl- an á ungan mann sviðinn um hendurnar og jakkalausan, sem hrópaði þegar hann var handtekinn „Ég mótmæli, ég mótmæli," með hollenskum hreim. Þetta var Marinus van der Lubbe, enginn annar fannst. Hann hélt því fram að hann hefði verið einn í ráðum og hélt fast við þann framburð sinn allt til þess að hann var hálshöggvinn ári síðar með fallöx- inni í Leipzig. 1 r- RÍKISÞINGHÚSIÐ í Berlín brennur nóttina 27.-28. febrúar 1933. MARINUS van der Lubbe var gripinn og kennt um Þinghúsbrunann. Hann var sam- stundis hálshöggvinn en enginn veit hvort hann átti nokkurn þátt í brunanum. HITLER leit á Röhm sem mögulegan keppi- naut um völdin. Evrópskir stjórnmálamenn vissu um þessa togstreytu og allir vonuðu að Rfkisherinn hefði betur. Eftir valdatöku Hitlers og ógnarstjórnina í Þýskalandi eftir þinghúsbrunann virtist aðeins einn brimbijótur gegn ofurvaldi Hitlers. Það var Stalín. Nú var hans tími kominn til þess að etja saman Vesturveldunum og Hitler, milli þeirra skyldi væntanlegt stríð háð. Stalín áleit að sú styrjöld myndi endanlega verða dauðadómur borgarastéttarinnar og kapítalis- mans og að hann myndi síðan ráða niðurlögum fasistanna og hirða allt saman. Endurvopnun Þýskalands var góður undirbúningur undir styijöldina og friðarstefna Múnzenbergs og Amsterdam-fundurinn heppileg stefna til þess að auðvelda árásarstyrjöld Hitlers. Og auk þess sparaði Hitler ekki að heimta hefnd fyr- ir Versalasamningana. Stríðsáróður Hitlers jók ótta Vesturveld- anna, slagorðið „gegn stríði og fasisma“ náði eyrum æ fleiri eftir berserksgang SA liðsins eftir þinghúsbrunann. Flóttinn Stephan Kock skrifar: „Andstæðingar Hitl- ers vanmátu hann og snemma árs 1933 var það talið óhugsandi að honum tækist að rústa Weimar-lýðveldið á mánuði. Meðal þeirra sem vanmátu hann voru þýskir kommúnistar." Þegar handtökusveit nasista barði að dyrum í íbúð Willis í Tiergarten, var fuglinn floginn fyrir einum mánuði, einkaritarinn var einn í íbúðinni. Þinghúsbruninn gaf Hitler tækifæri til þess að gefa út tilskipun um handtöku allr- ar forustusveitar kommúnista og hópa hlið- hollra þeim. Múnzenberg var meðal þeirra efstu á handtökuskránni, en hann var í Frank- furt og daginn eftir þinghúsbrunann ætlaði hann að venju að drekka morgunkaffi og lesa blöðin, m.a. blöðin sem hann stóð að, en með- al þeirra voru nokkur útbreiddustu blöð þýska- lands. Hann ætlaði að lesa um atburði gær- dagsins - þinghúsbrunann en hann komst aldr- ei til kaffíhússins. Af hreinni tilviljun var eiginkona einkarit- ara Múnzenbergs aðvöruð af lögreglumanni, sem þekkti hana af tilviljun þar sem hún stóð í forsal hótelsins sem hún bjó á. Hún hringdi í eiginmann sinn, sem kom skilaboðum lög- reglumannsins til Barbetta Gross: sem voru „Flýðu, aðvaraðu vini þína, flýið“. Einkabíl- stjóri Múnzenbergs, Emil, átti að hitta hann á kaffíhúsinu. Barbette hafði samband við hann og þau fóru bæði í áttina til kaffíhússins og vöktuðu leiðina þangað. Hér munaði fáein- um mínútum, Emil sá hvar hann kom, greip undir arm hans og leiddi hann beint að Lincol- nium og Barbette kom hlaupandi og inn í bíl- inn rétt á eftir. Emil ók af stað og nú hófst ferð, sem lauk í París. Vegabréfsáritunar var ekki krafist við landamæri Saar, en það þurfti vegabréf og hefði Múnzenberg haft vegabréf, þá var það sama og handtökuskipun. Vegabréf var aðeins hægt að fá í Frankfurt - falsað -. Emil og Barbette héldu þangað og skildu Múnzenberg eftir í útborg Mainz, á bökkum Rínar. Barbette fór til aðalstöðva Múnzenbergs í Frankfurt og þar fékk hún vegabréf, sem hægt var að laga. Þegar hún hugðist hitta Emil í kaffíhúsi, þar sem þau höfðu oft verið fastagestir, aðvaraði þjónn hana og sagði að handtökuhópur væri nýfar- inn þaðan, sem var að leita Múnzenbergs. Sama kvöld var haldið að landamærum Saar og vörðurinn þar leit á farþegana í skini vasa- ljóss og veifaði þeim síðan áfram, án þess að krefjast vegabréfs. Fyrsta „Valborgarmessunótt" nasismans var liðin og Willi, Barbette og Emil voru kom- in til Saar, þar sem dvalið var í felum í viku. Barbetta náði í fé og nauðsynlega pappíra til Berlínar og haft var samband við aðalstöðv- arnar í Moskvu. Skilaboðum var komið til flokksmanna í París um að Múnzenberg væri væntanlegur. Og þau voru sloppin og nú hófst baráttan gegn „stríði og fasisma“ gegn Hitl- er, Stalín skipaði öllum áróðursstofnunum að hefja áróður gegn Hitler. Sú stofnun sem Múnzenberg stjórnaði og var nú komin til Parísar frá Berlin, með Willi, átti mestan hlut að þessari andnasísku baráttu. Gegn slriöi og f asisma Nokkrum dögum eftir komu Múnzenberg til Parísar var þegar hafín menningarbaráttan undir slagorðinu „gegn stríði og fasisma". „Tout Paris“ - Öll París, í merkingunni blómi listamanna og skálda, hugsuða og leikstjarna, kom saman til að mótmæla atburðarásinni í Þýskalandi eftir valdatökuna og þinghúsbrun- ann. André Gide, Elsa Triolet, Louis Aragon, André og Clara Malraux og ótal fleiri fræg nöfn úr lista- og menningarheimi Parísar þyrptust á mótmælafundinn 23. mars 1933. Slíkir fundir voru endurteknir í París og um öll Vesturlönd, frá London til New York allt til loka spænsku borgarastyijaldarinnar. Ástæður hvers fundar voru mismunandi en tilgangurinn var að mótmæla yfirgangi fasis- mans. Múnzenberg hafði þræðina í hendi sér, hann þekkti allar aðstæður og með þessum aðgerðum fylkti hann ungu fólki, ekki síst háskólaborgurum og flest öllum listamönnum, undir merki andfasismans og um leið náði hann því að ánetja marga þá gáfuðustu til fylgis við „flokkinn". Sumir þessara manna gerðust síðan njósn- arar fyrir KGB eða sovéska apparatið - undir ýmsum nöfnum, á Englandi Cambridge- klík- an, í Bandaríkjunum og í flestum löndum Vestur-Evrópu. Þessir menn unnu í leyniþjónustunni og komu sér inn í ýmsar lykilstofnanir, fjölmiðla - útvarp, blöð og sjónvarpsstöðvar og síðast en ekki síst inn í skólakerfið, þar sem unnið var að „heilaþvotti" og ísmeygilegum áróðri til stuðnings sovétkerfínu. Apparatið kom sér Wilii Munzenberg. Þegar átti að hand- taka hann um leið og Hitler tók við emb- ætti, var fuglinn flog- inn. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. OKTÓBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.