Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1996, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MIWIXG/IISTIH 39. TÖLUBLAÐ - 71. ÁRGANGUR r JOHANN A KROSSI UPPLJÓMUN Ingimar Erlendur Sigurðson þýddi EFNI María Callas hin útvalda dæmigerða diva steig upp á óperusviðið um miðja tuttugustu öldina. Gerði hún meira en að fylla út í þetta hugtak. María Callas varð að lifandi goð- sögn. Þúsundir manna lögðu á sig að standa í biðröð og sofa á götunum fyrir framan óperuhúsin í þrjá til fimm sólar- hringa til að fá aðgöngumiða þar sem hún átti að koma fram. I tilefni af frumsýn- ingu á leikriti Terrence McNallys, Master Class með Callas, í Islensku óperunni í gærkvöldi, fjallar Björn Jakobsson um þessa dáðu, grísku óperusöngkonu. Islensk náttúra er ekki einungis miðlæg í þjóðfé- Iagsumræðunni þessa dagana heldur jafn- framt á myndlistarsýningum þriggja kvenna sem opnaðar verða í dag. Ræðir hér um Ragnheiði Jónsdóttur og Þor- björgu Höskuldsdóttur sem sýna í Lista- safni Kópavogs - Gerðarsafni og Jóhönnu Bogadóttur sem sýnir i Norræna húsinu. Karen Blixen danska skáldkonan, lifði óvenjulegu og örlagríku lífi og hafði sjálf gaman af að sveipa það dulúð og gefa ákveðnum at- burðum úr lífi sínu táknlega merkingu. Þetta, ásamt kvikmyndinni um ævi henn- ar, sem gerð var eftir bókinni Jörð í Afr- íku, átti sinn þátt í að búa til mýtuna um Karen Blixen, sem virðist vera lífseigara viðfangsefni en sjálfur skáldskapur henn- ar. A sunnudag verður haldin námstefna um Karen Blixen í Norræna húsinu í Reykjavík. Fyrirlesarar verða sex, þrír danskir og þrír íslenzkir. Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Onnu Kristínu Arngrímsdóttur sem leikur Maríu Callas í Islensku óperunni. Björn Jónsson var gæddur sterkum vilja og miklu hug- rekki. Hann hófst líka til mikilla valda i stjórnmálalífi þjóðar sinnar. Samt er saga hans um margt mörkuð lögmálum harm- leiksins. Sveinn Skorri Höskuldsson rita.r um Björn í tilefni af því að um þessar mundir eru 150 ár liðin frá fæðingu hans. Um niðadimma nátt níst af heitri kærleiksþrá, (6, blessun veitist bráttí), brott er enginn sá frá húsi eg komst er kyrrð var á. Þá dimmudjúpu nátt ég dulinn stiga hulin sá, (ó, blessun veitist bráttí), um blánátt steig hann á; frá húsi komst, og kyrrð var þá. Ó, launhelg næturleið, svo leynd að fínnst ei nokkur átt, ei birta þar mín beið er beindi sálu hátt; en Ijós við heitan hjartaslátt. Ó, niðadimma nátt nákomnari en morgundýrð, ó, nátt er sálum sátt í sælugifting býrð, eina sál í aðra knýrð. Minn við blómabarm, sem beður aðeins Honum er, Hans hvílir ást á arm sem ekkert fegra ber; um blævæng yfír sedrus sér. Frá bijóstvöm stígur blær er blítt um lokka hönd mín fer; hans hlýja hönd er nær, á hálsi ben þó sér, sem vottar skyn er vék frá mér. Það Ijós mig leiddi um gátt, sem Ijómarmeiren hádags skeið, og Hans ég hitti mátt sem hjarta míns þar beið; en um þann stað ei annar leið. í dýrðargleymi dvel, drúpa læt mitt höfuð Þér, ekkert sjálf ég el, allt er horfíð mér, hjá liljum gleymd hver óró er. Höfundurinn heitir San Juan de la Cruz, 1542-1591, og var spaenskt skóld og munkur t karmelítareglunni. Ljóðið orti hann í orðastað nunnu. Forsíðunryndina tók Kristinn Ingvarsson af Önnu Kristínu Arngrímsdóttur sem leikur Maríu Callas í Islensku óperunni. TIÐSA RABB Einhvern tíma var undirritað- ur að nöldra út af því, að hjá ýmsu útvarpsfólki, og reyndar fleirum, gætti um of þeirrar hneigðar að fella niður viss málhljóð í fram- burði, svo sem áherzlulausa a-endingu orðs á undan sérhljóði eða á undan hái, og breyta áherzlulausu þorni í upphafi orðs í eð. Og enn er hann við sama heygarðshorn- ið. Þegar fluttur er saminn texti, er vita- skuld um að ræða tilraun til að gera hann „eðlilegan“, sem líkastan mæltu máli. Sú viðleitni er í sjálfu sérgóðra gjalda verð, þegar við á. En þá ber þess að gæta, að ekki fer alltaf saman snið talmáls og ritmáls, og mjög illa getur gefizt að þröngva ímynduðu talmáls- sniði uppá hreinræktaðan ritmálstexta. Ég mun hafa tekið það til dæmis úr útvarpi, að sagt var sem svo: „Þar kom einnig séra Jón og konans.“ Um þetta er það eitt að segja, að svona talar sem betur fer ekki nokkur lifandi manneskja. Þarna yrði hugsan- lega sagt á talmáli: „séra Jón og konan hans.“ Greinirinn yrði látinn koma í veg fyrir að meira félli brott í framburði en í mesta lagi háið í hans, svo að atkvæð- ið héldi velli. En „kona hans“ er í þessu sambandi hreint ritmál og krefst þess að bæði orðin séu borin fram án undan- bragða, ef ekki á illa að fara. Þessi ímyndaða greiðasemi við málið, sem ég kallaði (samkvæmt dæminu) „konansisma", getur stundum orðið býsna hjákátleg. Sagt var í útvarpi um mann sem lenti í eldsvoða: „Það kvikn- aðí sængurfatnaðans.“ Fyrri samdrátt- urinn (-aðí) er vítalaus, því segja má að þar falli saman snið ritmáls og talmáls; en sá síðari (-aðans) er með öllu fráleitur. Ekki tók betra við þegar sagt var um myndasýningu þekktrar listakonu, að þar gæti að líta „úrval teikningennar". Ef „úrval teikninga hennar“, sem er ritmáí, ætti að samræmast talmáli, yrði líklega sagt: „úrval úr teikningum henn- ar,“ eða eitthvað í þeim stíl. Útyfir tekur þó, þegar úrfellingum af þessu tagi er beitt í flutningi bundins máls, eins og því miður heyrist oftar en skyldi. Einhvern tíma var sagt í útvarpi skýrt og skorinort: „Allar vildu meyjarn- ar eigann,“ enda þótt „eiga hann“ sé kirfilega formbundið í ljóðinu sem þrjú atkvæði með áherzlu á hann. Leikurum er að sjálfsögðu kennt að fara með óbundinn leiktexta sem tal- mál, enda er hann oftast nær saminn í þeim stíl. En þeir sem tileinka sér þann lærdóm, verða að gæta þess að beita honum með réttri gát, þegar þeir flytja ritmál, t.d. í útvarp. En svo virðist sem stundum sé talmáls-sniðið vísvitandi ýkt úr hófi fram. Sú var tíðin, að málsgrein eins og „Þetta varð til þess, að hann fór“ var í eðlilegu tali borin fram með nokkurri áherzlu á þess en engri á til. Og það hygg ég sé fyrir vanhugsaða framburð- ar-kennslu, að oftar en ekki heyrast í útvarpi höfð á þessu hausavíxl og áherzl- an að ófyrirsynju flutt fram á forsetning- arræfilinn. Virðist það gert í því skyni einu að geta sleikt út þomið í þess og sagt „tilðessað". Haft er eftir framburð- arkennara, að þarna væri að vísu full- langt gengið að segja „tiðsa“, en eð skuli þar eigi að síður vera og alls ekki þorn. Og þess minnist ég að hafa heyrt Þjóð- lag Snorra Hjartarsonar þannig flutt í útvarp, að ljóðlínan „þá fölna ég með þér“ var borin fram „þá fölna ég meðér“ með áherzlu á „með-“, endaþótt hrynj- andi bragarháttarins leggi áherzluna á þér, sem auk þess er rímbundið. Þarna var illu heilli fylgt framburðar-reglu, sem kennd hafði verið helzt til ótæpilega, svo að af hlauzt slys. Hér er því við að bæta, að oft hagar svo til í bundnu máli, að saman lendir tveimur sérhljóðum, sem kunna að leita á að renna saman í flutningi. Fer það þá mjög eftir bragliðum, hvort sporna þarf gegn þeim samruna eða ekki. Sam- runi gæti valdið því, að þar tapaðist at- kvæði sem hrynjandi ljóðlínunnar mætti ekki án vera. Þar getur orðið svo kallað „hljóðgap“, sem að vísu er sjaldan til prýði, en nauðsynlegt væri samt að halda opnu. Hins vegar kemur það oft fyrir í góð- um kveðskap, að þannig lendi saman sérhljóðum, að öðrum þeirra sé „ofaukið“ í hrynjandinni. Þá er það ósjaldan, að „auka“-sérhljóðinn bætir ljóðlínuna sem ofurlítið skart á bragliðnum, og væru því spjöll á ljóðinu að fella hann brott í flutningi. En það má því miður æði oft heyra, þegar ljóð eru lesin. Einhversstað- ar hef ég haft orð á því að í línu Jónasar, engil með húfu og rauðan skúf, ípeysu; sé mikil prýði að u-inu í húfu, enda þótt því sé bragfræðilega ofaukið. Það mýkir hrynjandina og gefur því, sem sagt er, líf og innileik. Þess vegna er til lýta að fella það niður, svo sem einlægt er gert í söng. Að sjálfsögðu verður það ævinlega smekksatriði, þegar svo stendur á, hvað bezt hæfir merkingu og svip ljóðlínu. Að öllu slíku ber að gefa náinn gaum, þegar flutt eru ljóð. En brýnast alls er að sporna við því eftir föngum, að talmálið og síðan ritmál- ið lendi inn á braut einhverrar tiðsa-þró- unar, sem gæti dregið dilk á eftir sér. HELGI HÁLFDANARSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. OKTÓBER 1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.