Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 3
LESBÖK MORCUNBLAÐSINS - MI\\I\(./IISII1( 44. TÖIUBLAÐ - 71. ÁRGANGUR EFNI Munch er ekki aðeins frægasti myndlistarmaður Norðurlanda, heldur átt.i hann fleiri hliðar sem listamaður en oftast kemur fram. Sá kapítuli í list hans sem hvað minnst hefur verið kynntur, eru myndir hans frá 25 ára tímabili af vinnandi fólki. Nú hefur Listasafn Islands fengið afar gott úrtak úr þessum þætti Munchs og í tilefni sýn- ingarinnar skrifar Aðalsteinn Ingólfsson um Munch og verkalýðsmyndirnar. Upplýsinga- skáldsagan er vinsæl í Evrópu um þessar mundir. í grein segir Kristján B Jónasson, að upp- lýsingasögur séu fyrst og fremst settar saman úr hugmyndum sem snúast um Ieit að týndum lyklum í hugmyndasögu Vest- urlanda. Á síðastliðnum 10 til 15 árum hefur komið út ókjör af slíkum sögum. Margar þeirra hafa orðið metsölubækur og með vissri varúð mætti jafnvel segja að sumar séu orðnar klassískar. Krókódílar virðast ekki vera skepnur sem mikið gagn megi hafa af, en þó eru til krókódílabú í Namibíu. I seinni hluta umfjöllunar sinnar um þetta fjarlæga land, segir Inga Fanney Egilsdóttir m.a. frá því, svo Búskmönnum sem hafa yfirskilvitlega hæfileika til að finna vatn. r Islensk tónlist og tónskáld eru meðal efnis í nýrri sérútgáfu Gramophone. Höfundur er Guy Rickards, sem hefur iðulega fjallað um íslenska tónlist fyrir tímaritið. Hann segir m.a., að þrátt fyrir skamma tónlistarsögu og fólksfæð landsins hafi þó komið héðan hljóðfæraleikarar á heimsmælikvarða og þó ekki hafi enn komið frá Islandi Sibel- ius eða Nielsen standi íslensk tónskáld jafnfætis starfsbræðrum á hinum Norður- löndunum og reyndar á meginlandi Evr- ópu. er í flestum mynda Haraldar Bilson, eða Harry Bilson, eins og hann kallar sig, sem nú sýnir í gallerí Fold við Rauðarárstíg. I samtali við Þór- odd Bjarnason segist hann hafa hrifist af trúðum Cezannes og þeir hafi gefið honum innblástur. „Það þekkja allir trúða og þeir tala sama máli við allt fólk, þess- vegna er ég hrifinn af þeim.“ Bilson á íslenska móður en breskan föður. Þegar hann fluttist til Bretlands talaði hann ekki stakt orð í ensku og var barinn út á hreiminn. STEINN STEINARR AÐ FENGNUM SKÁLDALAUNUM Svo oft hef ég grátið og hannað mitt hlutskipti í leynum og horft inn í framtíð, sem beið mín þögul og myrk. Þetta fallega kvæði er ort í þeim tilgangi einum að óska mér sjálfum til lukku með skáldastyrk. Hér áður fyrr. Það er satt, ég var troðinn í svaðið. Hvar sáuð þið mannkynið komast á lægra stig? Ég var soltinn og klæðlaus og orti í Alþýðublaðið, og allur heimurinn fyrirleit blaðið og mig. Ég var úrkastsins táknræna mynd, ég var mannfélagssorinn, og mér var hvarvetna synjandi vísað á braut, en þijózkan, sem lágvöxnum manni í blóðið er borin, kom bágindum mínum til hjálpar, ef allt um þraut. í kulda og myrkri ég kvað og ég baðst ekki vægðar, og kvæðið var gjöf mín til lífsins, sem vera ber. Eg veit hún er lítil, og þó var hún aldrei til þægðar þeim, sem með völdin fóru á landi hér. Steinn Steinarr, 1908-1958, hót réttu nafni Aóalsteinn Kristmundsson og var brautryójandi í módernískri Ijóóagerð ó íslandi. Framan af orti hann vinstri sinnuó baróttuljóó, en sérstök kaldhæóni varó meó tímanum ein- kenni ó kveðskap hans. Forsíóumyndin: Mólverk eftir Edvard Munch, ein af verkalýósmyndunum, sem nú eru sýndar í Listasafni Islands. TILHOGUN SEM STUÐLA MUNDI AÐ SÁTT OG FRIÐI RABB VITURLEGAR þykja mér hugleiðingar Jóns Sig- urðssonar frá árinu 1841 um hver sé tilgangur allr- ár stjórnar og hvernig megi ná þeim tilgangi: Sá er tilgángur allrar stjórnar, að halda saman öllum þeim kröptum sem hún eryfirsett, og koma þeim til starfa til eins augnam- iðs, en það er velgengni allra þegnanna, og svo mikil framför bæði á andlegan og Iíkamlegan hátt sem þeim er unnt að öðl- ast. En eigi þessu að verða framgengt, þá er a uðsætt, að allir kraptarnir verða að vera lausir að nokkru en bundnir að nokkru. Enginn getur sá gjört fulltgagn sem ekki hefirfrelsi til þess, en hætt er einnig við, að sá sem hefir a 111 frelsi gjöri ekki frelsi annarra hátt undirhöfði, en þá má ekkert félag standast ef ekki er slakað til á ýmsar hendur sanngjarn- lega. Kraptarnir verða þvíað vera lausir þannig, að þeirgeti unnið allt það sem til nytsemdar horfir, ogsé hveijum heim- ilt að segja meiníngu sína um sérhvert mál sem alla varðar, en hvorki fáieinn táhnaðþvísem tilgánginum má verða til framgaungu, né eptir sjálfs síns geðþótta breytt þvísem stjórnarreglum viðvíkur, nema það sé með rökum sýnt að breyta þurfi, og flestir fallist á það. Ég fæ ekki betur séð en Jón Sigurðs- son sé með þessum orðum ekki aðeins að fella harðan dóm yfir einræði, heldur líka því einfalda meirihlutavaldi sem lengi hefur verið tíska að kalla aðalsmerki lýð- ræðis, hversu naumt sem það er. Hann segir ekkert félag mega standast ef ekki er slakað til á ýmsar hendur sanngjarn- lega. Og hann hnykkir á með því að stjórn- arreglum megi ekki breyta nema flestir fallist á það. Undir þessa reglu hlýtur lagasetning að falla. Annars kæmi reglan að mjög takmörkuðum notum. Flestir hljóta að viðurkenna að þessi tilhögun mundi stuðla að meiri sátt og friði í þjóðfélaginu. Átök stjórnar og stjórnarandstöðu yrðu ekki eins heiftarleg, ekki heldur flokkadrættir annarra hags- munahópa. En þá vaknar spurningin hvort reglan um samkomulag sem flestra sé fram- kvæmanleg, hvernig unnt sé að komast að niðurstöðu sem flestir fallast á án þess að leiði til stjórnleysis. Ein aðferð væri sú að krefjast aukins meirihluta í atkvæðagreiðslum. Það mundi oftar en ekki leiða til sanngjarnari mála- loka. Þennan möguleika þyrfti því að meta meira en gert er. Sífellt ber meira á því hér á landi og víðar, að hagsmunaárekstrar verði vegna búsetu. Þarf ekki annað en minna á ólíka afstöðu til fiskveiðistjórnunar eða land- búnaðar. Margir halda því fram að „lands- byggðin“ hafi til þessa haft tögl og hagld- ir í stjórn og löggjöf, en aðrir óttast að nú stefni í það að dæmið snúist við og þéttbýlið sitji yfir hlut stijálbýlismanna. Hvort tveggja er slæmt. Annars staðar er það ekki síður þjóðerni og trúarbrögð sem skiptir í fylkingar eftir héruðum, svo sem í gömlu Júgóslavíu. Ef til vill er hérað- arígur erfiðasta vandamál stjórnenda í nútíma þjóðfélögum. Til þess að fást við þennan vanda hygg ég að ástæða sé til að líta til þess fordæm- is sem stjórnarskrá Bandaríkjanna hefur gefið í 200 ár. Hvað sem um stjórnarfar í Bandaríkjunum má segja að öðru leyti verður að viðurkenna að þar er góð sam- búð fylkjanna, allt frá Alaska til Kalífor- níu. Þar er í stjórnarskrá gætt þeirrar reglu Jóns Sigurðssonar að „kraptarnir verða að vera lausir að nokkru en bundn- ir að nokkru". I Bandaríkjunum er þinginu skipt í tvær deildir. Til öldungadeildar eru kjörnir tveir fulltrúar úr hveiju fylki, en til fulltrúa- deildar er kosið í hlutfalli við fólksfjölda. Landsbyggðin, fámennu fylkin, fær þann- ig tiltölulega mikið vægi í öldungadeild, en lítið í fulltrúadeildinni. Ef hagsmunir dreifbýlis og þéttbýlis rekast á hlýtur því að koma til samninga milli deilda, svo að sanngjarnri málamiðlun verði náð. Til þess kjósa deildirnar sameiginlegar nefnd- ir ef þörf gerist, og ekki ber á öðru en það hafi tekist vel. Með þessu vinnst það að hver kjósandi hefur jafnan rétt til að eiga sér fulltrúa á þingi, en jafnframt er þess gætt að hagsmunir fámennra land- svæða séu ekki fyrir borð bornir. Svipað er stjórnarfar einstakra fylkja. Flestum þingum þeirra er skipt í tvær deildir, í neðri deild eftir fólksfjölda hér- aða, en hins vegar fá öll héruðin jafn marga fulltrúa í efri deild. Einhveijir munu segja að sú nýlega til- högun hér á landi að hafa þingið í einni deild hafi gefist vel. Ekki tel ég svo vera. Undanfarin ár hefur það gerst mun oftar en áður að lög hafa verið meinlega gölluð vegna þess að ekki hefur verið lögð nógu mikil alúð við undirbúning þeirra. Meðferð í tveimur deildum ætti að bæta verulega úr þeim missmíðum. Betur sjá augu en auga. Hér er ekki verið að leggja til að taka upp stjórnskipan Bandaríkjanna óbreytta. Til dæmis er líklegt að hér yrði stefnt að því að stjórnmálaflokkar fengju fulltrúa í hvorri deild í hlutfalli við atkvæðafjölda. Því væri auðvelt að koma í kring, þó að samtímis séu tryggð réttindi einstakra kjósenda, byggðarlaga og atvinnuvega, í sem mestri sátt og samlyndi. Það væri í anda viturlegra umrnæla Jóns Sigurðsson- ar. PÁLL BERGÞÓRSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. NÓVEMBER 1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.