Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 15
DÓMHÚSiÐ við Lækjartorg. Lítið eftir af gamla íslandsbankahúsinu. Einarssonar arkitekts og Harðar Björnssonar tæknifræðings. Ofanábyggingin var í sið- fúnkísstíl og með tilkomu hennar hurfu end- anlega hin klassísku hlutföll gamla hússins. Einnig var húsinu mikið breytt að innanverðu þegar það var gert að dómhúsi. Húsið hefur því ekki lengur það byggingarsögulega gildi sem það ella hefði haft. Áhrif fúnkisstílsins Fúnkísstíllinn var góðra gjalda verður og átti sínar fínu hliðar ekki síður en aðrar stíl- tegundir, en hann var meira en stíll. Hann var lífsstefna, bein afleiðing vélvæðingar og tæknibyltingar nútímans. I eðli sínu var hann því yfirgangssamur og tillitslaus gagnvart öðrum og eldri stíltegundum. Þetta á ekki síst við hér á landi þar sem hann tróð á við- kvæmri flóru íslenskrar byggingarlistar, sem þá var í burðarliðnum og átti ekki langa sögulega hefð til að styðjast við. Hún var því auðveld bráð og má sjá merki þess víða um land. Hin gamla klassíska bygging Is- landsbanka ber þessu glöggt vitni og er lítið eftir af þess fornu frægð. Heimildir: Dóra Hafsteinsdóttir og Sign'ður Harðardóttir: íslenska Alfræðiorðabókin. Örn og Örlygur. Rvk. 1990. Gils Guðmundsson: Skútuöldin. Örn og Örlygur. Rvk. 1977. Gils Guðmundsson: Togaraöldin. Stórveldismenn og kotkarlar. Örn og Örlygur. Rvk. 1981. Guðjón Friðriksson: Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar. 1870-1940. Fyrri hluti. lðunn. Rvk. 1991. Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson: Kvosin. Byggingarsaga Miðbæjar Reykjavikur. Torfu- samtökin. Rvk. 1987. Páll Líndal: Reykjavík. Sögustaður við sund. Örn og Örlygur. Rvk. 1986. Teikningar: Byggingarfulltrúinn f Reykjavfk: Upphafi. teikningar að Islandsbanka. Kbh. 1905 Teikningasafn Listaháskólans f Kaupmannahöfn: Frum- teikningar að fslandsbanka. Kbh. 1905. Höfundur er arkitekt. BLOÐEITRUN? BRÁÐAVAKT SMÁSAGA EFTIR STEINGRÍM ST.TH. SIGURÐSSON Vakna um óttuskeið vió kvalir, óbærilegar þrautir. Fórnardýr meiðslanna - leiksoppur fótarmeins, reikunarmaóurinn X, verkamaður í víngarði drottins, sem óstundar listir sér til framdróttar að prófessjón gat ekki lengur ó sér setið og hringdi í neyðarvakt. . . ALLT í einu kenndi hann til logandi sársauka á vinstri fæti. Hann hafði skömmu áður- fyrir tveim-þrem dögum orðið var við óþæg- indi, sem stöfuðu af meidd- um tveim tám, á vinstra fætinum eftir hestreið með danskinum upp snarbratt íjall í átt að Hrauns- vatni undir dröngunum sem gnæfa eins og landvættir, þá horft er til þeirra frá þjóð- braut. Þarna í stöðuvatninu - þangað var ferðinni heitið - drukknaði forðum daga klerk- urinn síra Hallgrímur, faðir Iistaskáldisins, góða þegar hann var að silungsveiðum. Hann dó inn í fegurðinna. Danskurinn, gamall hnefaleikakappi og ladykiller frá Fredericia í Daníá, bóndi og hesta- maður af guðs náð, var leiðsögumaður, traust- vekjandi náungi með dæmigerðan danskan húmor - geðugur með góða nærveru. Hann reykti Camel-sígarettur eins og bandítto og ætti að vera dauður fyrir löngu úr kanser en lifir enn með hóstakjöltur. Hann hafði sett undir ferðalanginn gæðing háan. tíu vetra. Hesturinn sá hafði verið kosinn fegurðarkóng- ur í hestakeppni einhvers staðar á Suðurlandi. Það var erfitt að ríða upp íjallið svona snar- bratt - og ekki síður erfitt að ríða niður í móti niður slakkann með háum þúfum og stór- grýti. Um að gera var að halda sér á baki og þá byijuðu fýrstu óþægindi í fætinum. Eitthvað þrengdi að. Þetta var forleikur - aðeins forleik- ur að því sem koma skyldi. Daginn eftir lá leiðin vestur til ósnortna landsins fyrirheitna, þar sem náttúran er gædd hormónum og afli sem aldrei dvín. Þetta var leiðin til lifandi lífs þar sem öllu er tekið með æðruleysi - öllu sem að höndum ber. Einn langur vondur kafli var á leiðinni. Það bezta í lífinu er ekki fyrirhafnarlaust. Þar á áningarstað beið heljar-slot - Villa Granda í indígo og kínahvítum lit plús örlitlu íhaldsbláu - einmitt á hættusvæðinu. Það hafði verið yfirgefið af myndarlegri fjölskyldu. Þarna undir snarbröttum fjöllunum kúrði Villa Granda steinsnar frá félagsheimilinu með ve- röndina þar sem lokkaprúð heimasætan hafði dansað flamingo og tangó oftar en einu sinni í tunglsljósinu. Villa Granda bauð upp á kraft og hreysti. Og nú var unnið á fullu, skrifað og málað undir tónum dixielands og tónum harmónikku. En svo - en svo allt í einu byijaði sársauk- inn í fætinum. Þetta var eins og hnífstunga beint inn í kviku. Skerandi sársauki læsti sig um allan líkamann hvernig sem á því stóð. Það var ógerlegt að stíga í fótinn - varla nokkur leið. Nú góð ráð dýr. Hringt í hospít- al. Tókst að ná í yfirlækninn - þýzk- eða amerískmenntaðan eða -þjálfaðan - ekki sænskmenntaðan. Talinn vera á heimsmæli- kvarða. Vill þó hvergi vinna annars staðar en innan um fólk seltunnar, alvörumenn og al- vörukonur, sem sækjast ekki eftir vindi - leita hins vegar sannleikans. Nóttin framundan, erfiður svefn. Vakna um óttuskeið við kvalir, óbærilegar þrautir. Fórnardýr meiðslanna - leiksoppur fótarmeins, reikunarmaðurinn X, verkamaður í víngarði drottins, sem ástundar listir sér til framdráttar að prófessjón gat ekki lengur á sér setið og hringdi í neyðarvakt, þessa glæsi- Iega sjúkrahús, sem almenningur var seinn að viðurkenna, að væri raunveruleg bygging- arlist og snilld, sem húsið er í raun og sanni, ef nánar er að gáð. Og beðið um aðstoð í hvelli. Ljúflingur svaraði. Hann er að ljúka læknanámi, hann sagði þeim meidda að þrauka Teikning: Stgr. ÞESSU næst var infúsjón eins og sagt er á lækna- máli. Fljótandi myglulyfi var dælt inn fjórum sinnum yfir sólarhring. og þrauka til morguns. Hann hvort eð er gæti ekki farið í aðgerð fyrr en eftir birtingu. Sá meiddi þraukaði fram til klukkan hálftólf næsta morgun - gjörði slíkt með kurt og pí. Hann mætti á spítalann - hálfskreið síð- asta spölinn. Drifinn í skoðun. Yfiriæknirinn, sem fórnardýrið leyfði sér að kalla Le Doc, geðþekkur maður með sálræna nærveru, sem flutti með sér ofan á menntablæ lífsreynslu og mannlegan skilning, tók til óspilltra mál- anna. Assistantinn, kornungur maður, varla meira en tuttugu og fimm - hann minnti á fiðluleikara í sögu eftir Romain Rolland. Hann hlaut að vera græðari af guðsnáð, en ekki slátrari eða aftökumeistari eða plebbi eða peningaskepna. Le Doc og asisstantinn þögðu, þá er þeir skoðuðu og nú var það ljótt, lagsi - lagsmað- ur golti eins og sagt var fyrir norðan á stund- um. Bjúgur hafði myndazt. Rauð rönd lá upp eftir fætinum vinstra. „Þú ert með bjúg,“ segir doksi „ertu hjart- veikur?" Það lá við að verkamaðurinn í víngarðinum reiddist. En honum líkaði hreinskiptnin og spurningin. „Ekki kom það í ljós við ítarlegustu skoðun í heimi fyrir fáum mánuðum," segir hann við lækninn, „meira að segja ósæðin, sem er sögð vera farin að gefa sig í flestum á mínum aldri, reyndist vera eins og í ungum, hraustum manni...“ Og nú reyndi hann að gefa lækninum skýr- ingu á þessum asskotas bjúg. Hann hafði aldrei náð sér að fullu á vinstra fæti eftir hremmingar, sem hann lenti í, þeg- ar hann var í bíói. Hann stökk ofan af efsta þrepi á tröppum innanhúss í sýningarsalnum við inngöngudyrnar. Ástæðan fyrir þessari ofsagleði var sú, að hann hafði vikum saman verið undirlagður af þeirri tilhugsun, að hann væri kominn með AIDS - sakir þess að hann hafði orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu ungmiðaldra glæsikonu, örlítið ölvaðrar, sem var í heimsókn í vinnustofu hans. Endaði með samförum eftir ögrun konunar, sem út af fyrir sig var alls ekki vont á bragð- ið. Hins vegar neikvætt vegna ótta, sem greip um X vegna hættu á AIDS. Loks farið í skoð- un hjá sérfræðingi sérfræðinganna, sem úr- skurðaði algjört hættuleysi. Og þá greip gleð- in um sig eins og að finna til stjórnalausrar lífsgleði. Og farið í bíó til að finna eitthvað hreint og saklaust, sem skemmti um leið, og þá brosti veröldin við á ný. Og þá var það, sem hann tók undir sig stökk eins og fressarar gera. Hins vegar kom hann ekki rétt niður eins og fresskötturinn með sín níu líf. Fóturinn bögglaðist undir honum og sársaukinn skerandi eins og eftir hnífstungu. Og eins og meiddur köttur skreið hann úr bíóinu og við illan leik komst hann að bíl sínum. Og inn í hann, setzt og startað, og ekið beint á slysavarðstofuna. Þar var hann röntgenskoðaður og greindur með illyrmislega tognun, en ekki brot eða slitin liðbönd. Og stuttu síðan næstu daga og nætur upphófust allskyns flækjur, sem stöfuðu af því, að heimskulegur sjúkraliði með vanmetakennd hafði margvafið öklann, svo fast, að blóð- rás stöðvaðist. Enn einn mistök í heimi læknis- listarinnar vegna þjálfunar og upp- eldisleysis - ekki sízt vegna skorts á kunnáttu. Svo þétt var vafið, að það ætlaði X lifandi að drepa og hann varð að styðjast við hækjur. Kannski var þetta ástæðan fyrir ijandans bjúgn- um, ekki veikt hjarta eða bilaður mótor!! Nú tók yfirlæknir af skarið og fyrirskipaði, að hann legðist inn og halda yrði fætinum strax hátt uppi. Var gert í hlýðni. Þetta var á laugar- degi. Síðdegis þann dag var jarð- arför nafntogaðs Dons í athafna- plássi þar í grennd. Hafði hann ver- ið máttarstólpi byggðarlagsins háa herrans tíð. Því miður var ekki hægt að mæta við jarðaförina sem hafði verið fögur. Hvítklæddu hjúkkurnar voru eins og engl- ar, María pólska kaþólikki, sem talar íslensku ótrúlega vel og vinnur eins og hún væri að flytja músík, ein úr Breiðafirði; ein, sem er hvort tveggja í senn ljósmóðir og hjúkka af Mattíhasar- og Saurbæjarætt, frænka X, al- gjör donna. Svo má ekki gleyma þeirri rauð- hærðu skapstóru úr Dýrafirði, sem var atriði að fara vel að - og í ofanálag við hjúkkuger- ið voru orkumiklar sjúkraliðastúlkur, sem stjönuðu við X þann blóðeitraða, svo að hann hefur örugglega verið hamingjusamasti sjúkl- ingur undir sólinni á snyrtilegsata spítala á Fróni. Liðið, staffið var alltaf á hreyfingu um göng spítalans, sem gaf húsinu sérstakan þokka - minnti ekki á sjúkdóma, vesöld eða dauða, heldur líf og birtu og kjark og nú að- gerðin sjálf eldsnöggt eins og í áhlaupi eða aðgerð á dekki. Gröftur spýttist langa vegu og annarleg lykt gaus upp. Achtung, Achtung. Það er kominn gröftur í þetta, segir doksi og það er komin eitrun, sjá, segir hann og bendir á fótinn. Ég verð að leggja þig inn í tvo til þijá daga. Og nú var skankinn vafinn mjúklega af konu ættaðri frá Skagaströnd og úr Isa- fjarðardjúpi, hún minnti á málverk eftir Reno- ir. Þessu næst var infúsjón eins og sagt er á læknamáli. Fljótandi mygluiyfi var dælt inn fjórum sinnum yfir sólarhringinn. Algjörum hrossaskammti. „Fær maður ekki vítamín?" spyr X svo myglulyfin eyði ekki nauðsynlega efnaforð- anum í flóru líkamanns. „Það skaltu fá,“ segir Le Doc. Fótarmeinið greri á undan áætlun. X var útskrifaður með láði tveimur til þremur dögum eftir innkom- una. Nú var aftur mætt á vígstöðvum lífsins til að beijast til sigurs. Höfundurinn er listmálari og rithöfundur. F LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. NÓVEMBER 1996 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.