Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 17
UM HRAFNKELSSÖGU hefur meira verið rætt og ritað en nokkra aðra fornsögu að Njálu einni undanskilinni, sem eðlilegt má teljast þar sem hún er talin standa nærri hátindi heimsbók- mennta. Það mætti því ætla að hér væri verið að bera í bakkafuilan læk- inn. En svo virðist þó ekki vera, þótt höfundur óneitanlega færist mikið í fang. En hann segir: „Leiðarstjarnan hefur verið að Hrafnkelssaga hefur orðið til við ákveðnar sögulegar aðstæð- ur. Reynt er að skýra að nokkru stöðu Hrafn- kelssögu í íslenskri ritvæðingu og rithefð. Þung- amiðja þessara athugana er samanburður á Hrafnkelssögu og lögbókum 13. aldar.“ Fyrst ræðir höfundur almennt um skrif og rannsóknir innlendra og erlendra fræðimanna, en rekur síðan allar fyrri tíma rannsóknir á Hrafnkelssögu þar sem „Hrafnkatla“ Sigurðar Nordals er veigamikili þáttur og var jafnvel af sumum talin sem lög um þessi fnál. En mesta umijöllun fær þó Þjóðverjinn Otto Opet fyrir tímatals- og réttarsögulegar upplýsingar í sögunni. Hann bendir á hvernig söguhöfund- ur blandar saman norskum hirðlögum, Járnsíðu og Jónsbókarlögum við Grágásarlögin fornu. Og meinlegt sé segir Sveinbjörn að fyrri fræði- menn, Björn M. Ólsen og Sigurður Nordal, hafi ekki þekkt þessa ritgerð. En dómur Svein- björns er á þessa leið: „Grein Opets markaði tímamót í Hrafnkelssögurannsóknum . . . Með grein Opets var Hrafnkelssaga tímasett til síð- asta fjórðungs 13. aldar.. . En Opet fylgir ekki gagnrýni sinni eftir á jákvæðan hátt, þ.e. hann rekur ekki að hve miklu leyti sagan fylgi eftir lögum lögbóka 13. aldar.“ Við þessi leiðarmörk í rannsókn tekur Svein- björn við, byggir á fyrri rannsóknum og kafar dýpra en áður hefur verið gert að marka sög- unni bás sem heimild til íslenskrar sögu. Annað er það sem augljóslega vegur þungt í huga Sveinbjarnar, en það er lipurð og ritun sögunnar, sjónarmið sem ekki hefur áður kom- ið fram í dagsljósið. Hann getur þess í riti sínu „Byggðaleifar í Hrafnkelsdal og á Brúardöl- um“. Að Valþjófsstaðarmenn hafa í krafti valds síns eystra staðið fyrir ritun hinna austfirsku sagna. Og ferðalög þeirra Sáms og Þjóstarsona til Alþingis um hálendið, væru miðuð við ferða- lög sem lýst er í Sturlungu á 13. öld. Það væru fyrst og fremst ferðir Þorðvarðs Þórarins- sonar og sendimanna hans, ferð hans suður um iand til Borgarfjarðar, allt norður í Eyja- fjörð sumarið 1255. Og Sveinbjörn segir orð- rétt: „Virðist eðlilegt að telja herför Þorvarðs Þórarinssonar 1255 marka Hrafnkelssögu tíma. . . Þessar pólitísku hneigðir Hrafnkels- sögu virðast augljósar." - Svo hugstæð eru honum þau ferðalög, að hann rekur öll meiri- háttar ferðalög Þorvarðs og höfuðpunktana í ferli hans um landið. Að hans dómi hefur þá ferill Þorvarðs haft víðtæk áhrif á ritun Hrafn- kelssögu. Höfundur gagnrýnir aðferð Barða Guðmundssonar og Hermanns Pálssonar að leita höfunda sagna með því að tengja saman fortíðar- og samtíðarsögur með samanburði, þótt hann e.t.v. ómeðvitað geri stundum slíkt hið sama (samanber ferðalög). Mætti þar benda á að leppur í sögunni hafi að fyrirmynd Loðins lepps sendimanns konungs kunningja Þorð- varðs Þórarinssonar og einnig að nöfn úr Sturl- ungu, Sighvatur og Snorri, séu líka numin frá Þorvarði. En hvað sem því líður þá renna rann- sóknir Sveinbjörns, þótt aðferðin sé önnur, stoðum undir rannsóknir Barða Guðmundsson- ar varðandi Þorvarð Þórarinsson. Eitt er það sem Sveinbjörn telur víst, að höfundur sögunnar hafi þekkt Landnámu en rökstyður það ekki frekar. Á því hlýtur að leika vafi. Jón Jóhannesson segir það líka í formála fornritaútgáfunnar, en vitnar til Sig- urðar Nordals í ritgerð hans Hrafnkötlu, telur að hann hafi fært fyrir því fullnægjandi rök. Sigurður Nordal segir: „Þó að Landnámu og upphaf sögunnar greini mikið á er uppistað- an hin sama. - Öll frábrigðin í sögunni geta verið sjálfráðar breytingar höfundarins. - Það er miklu sennilegra en að sögusagnirnar um Hrafnkel hafi spillst þar eystra, eftir að Landn- áma var rituð, en höfundinum verið ókunnugt um hana.“ Hér byggist dómur Nordals á því, að hann lítur eins á og um nútíma skáldsögu sé að ræða og neitar öllum arfsögnum sem Barði Guðmundsson gerði ekki. Þótt trúin á sannfræðina hafi gengið langt út í öfgar þá koma aftur á móti öfgar að varpa henni alfar- ið fyrir borð. Hér virðist því miklu nær að um mismunandi arfsagnir sé að ræða og því sé dregin sú ályktun að höfundur Hrafnkelssögu hafi ekki þekkt Landnámu. Þegar greinarhöfundur ræðir um höfund (Svbj.), þá er ekki ljóst hvern hann álítur hann vera. Hann hefur margrætt um það, að sagan muni rituð á Valþjófsstað og ýmislegt varð- andi hana sótt í lífsferil Þoi'varðs Þórarinsson- ar. Það er ekki vitað hvernig staðið var að ritun sagnanna. Það liggur í augum uppi að höfðingjar og valdsmenn þeirra tíma stóðu fyrir ritun þeirra. Þótt þeir væru stjórnmála- menn gátu þeir líka verið rithöfundar svo sem NÝ RANN- SÓKNÁ HRAFNKELS- SÖGU EFTIR SIGURÐ SIGURMUNDSSON Hrafnkelssaga Freysgoöa hefur verið talin meö mestu snilldarverkum íslenskra fornbókmennta. Fyrri tíma fræðimenn hafa fjallaö ítarlega um Hrafnkelssögu, en nú hefur Sveinbjörn Rafnsson tekið vió, byggt ó fyrri rannsóknum og kafað dýpra en óður hefur gerst að mati greinarhöfundarins, sem fjallar hér um ritgerð Sveinbjarnar. Snorri Sturluson og Sturla Þórðarson. En eng- in von er til þess að þeir hafi getað skrifað allt sjálfir. Þeir hljóta að hafa haft skrifara og sagt þeim efnið fyrir. En nú verður það ekki mælt hvern þátt skrifarinn á í verkinu. Eftir ýmsar bollaleggingar um höfund telur Sveinbjörn að hann muni helst vera einhvei's konar þjónustumaður valdsmanns á Austur- landi, skrifari eða skósveinn. (Er þetta feluleik- ur?) eða hver er þá höfundurinn annar en Þorvarður Þórarinsson sjálfur? Eins og kunnugt er kom Barði Guð- mundsson á sínum tíma fram með þá kenningu að höf. Njálssögu væri Austfirðing- ur, Svínfellingurinn Þor- varður Þórarinsson. Sú kenning hefur ekki veirð hrakin (gangrök Einar Ó. Sveinssonar alveg haldlaus). Hann virðist ekki skorta nein fræðileg skilyrði til þess höf- undarverks sennilegri en nokkur annar samtímamanna hans. Barði sagði reynd- ar að engin líkindi væru til þess að höf. Njálu hefði skrifað nokkurt annað verk. En ef nú annað listaverk, Hrafnkelssaga, væri líka hans verk eða skrifað undir hans forsjá, horfir mál- ið óneitanlega öðruvísi við. Eins og kunnugt er hefur Hermann Pálsson haldið því fram að höf. Hrafnkelssögu væri Brandur ábóti Jónsson í Þykkvabæjarklaustri. En það gat engan veginn staðist tímans vegna, því að Brandur Jónsson lést biskup á Hólum 1264. En rannsókn og ábending Hermanns er þó langt frá unnin fyrir gýg, því að Brandur óbóti var mestur andlegur höfðingi Svínfellingaættar og auk þess talinn bera höfuð og herðar yfir EIMGIN von er til þess að rithöfundar sem jafnframt voru stjórnmálamenn svo sem Snorri Sturluson og Sturla Þórðarson, hafi getað skrifað allt sjálfir. Þeir hljóta að hafa haft skrifara og sagt þeim fyrir. aðra andlegrar stéttar menn að lærdómi og visku. En frægð hefur hann hlotið fyrir þýð- ingu sína á Alexenderssögu, viðurkenndu snilldarverki. Hermanni farast svo orð: „Það er enginn tiiviljun að bæði Njála og Hrafnkels- saga geyma atriði, sem bera glöggt vitni um kynni höfundar af Alexanderssögu, heldur mun sjálf rittækni þeirra hafa notið þessa snilidar- verks í ríkara mæli en flestir hafa gert sér grein fyrir. Ekkert einstakt verk hefur haft - jafn mikil áhrif á íslenska sagnaritun og Alex- anderssaga." Persóna Þorvarðs er Sveinbirni Rafnssyni mjög hugstæð sem valdsmanns og höfíngja og birtir liann í grein sinni öll höfuðatriði í ævi hans. Síðan segir hann orðrétt: „Ef þeir Þorvarð- ur og Oddur sonur hans hafa farið með völd á Austurlandi allan síðari hluta 13. aldar, sem þó eru aðeins líkur til, mætti ætla að Hrafnkels- saga sé skrifuð undir annars hvors valdi.“ — Þess má geta hér að af Oddi er engin saga, aðeins getið að hann hafi komið út hingað til lands „herraður" en hann iést ungur 1301. Frá honum kvað vera kominn mikill ættleggur. Úr því að hér hefur verið rætt um Þorvarð Þórarinsson sem mögulegan höfund Hrafnkels- sögu, verður líka að geta annars rits varðandi búsetu hans á Hofi í Vopnafirði. í formála Fornritaútgáfu austfirskra sagna getur Jón Jóhannesson þess að Þorsteins þátt- ur Stangarhöggs mundi vera ritaður litlu fyrir 1270 en getið er þar um Orm Svínfelling, d. 1241. Sérlega telur Jón athyglisvert að ættar- tala Sturlunga sé þar rakin og bendi það til kunnugleika á þeim. í því sambandi getur hann þess (til gamans), að á ritunartíma þátt- arins hafi búið á Hofi í Vopnafirði Þorvarður Þórarinsson og kona hans Sólveig Halfdánar- dóttir frá Keldum, systurdóttir Sturlusona. Þótt höf. (Jón) segi ekki meira ieynist þarna sú hugmynd að þátturinn kynni að vera frá þeim hjónum runninn. Úr því að jafn gagn- merkur fræðimaður lætur slíka hugdettu koma fram í vandaðasta fræðiriti, mætti ætla að hann væri þar að vísa öðrum veginn til athug- unar. Eftir þessu er engin goðgá að telja þátt- inn með ritum Þorvarðs. Sveinbjörn Rafnsson segir réttilega, að Þorvarður hafi borið ægis- hjálm yfir alla valdsmenn Austurlands um sína daga. Það þarf þá ekki að draga í efa, að hann hafi haldið þar öllum mannaforráðum til dauðadags og síðan Oddur sonur hans eftir hans dag. En þessi austfirski goði var nú ekki öldungis valdalaus á öðrum vettvangi. Sænsk- ur fræðimaður, Lars Lönnroth, segir í bók um^_ Njálu, að um það leyti sem hún (Njála) var skráð, hafi Þorvarður átt tilkall til gífurlegs erfðafjár - því að allir hans valdamestu ætt- menn hafi verið fallnir frá og enginn eftir til að keppa við hann. Þar af leiðandi atvikaðist það svo að hann átti eftir að fá öll völd bæði Oddaveija og Svínfellinga í sínar hendur. Síðan átti hann eftir að verða valdsmaður konungs yfir Sunnlendinga- og Austfirðingafjórðungi og sat þá í Odda og að Keldum. Eftir það að fara til Noregs um tíma, síðan að koma aftur með vald frá konungi og sat þá í Arnarbæli í Ölfusi. Gerðist þá foringi leikmanna í staðamál- um og hirðstjóri til dauðadags 1296. Það hef- ur nú verið farið yfir veraldlega stöðu Þor- varðs á tímabili því sem hér um ræðir. Það sýnir að hann hefur ráðið yfir og haft aðstöðu til að hrinda umræddum ritverkum í fram- kvæmd bæði hvað völd og fjármuni snerti. Og - það þrátt fyrir stjórnmálastörf. (Samanber Snorra og Sturlu). Hvað andlega mennt Þorvarðs varðar, liggur beint við að geta þess að föðurbróðir hans Brandur ábóti Jónsson í Veri, lærðasti maður landsins um sína daga, hefur verið lærifaðir hans. Þar hefur Þorvarður fengið þá menntun sem best var á landi hér. Og þótt Brandur ábóti geti ekki verið höfundur Hrafnkelssögu, þá hefur ritun hennar og Njálu verið á dag- skrá og legið í loftinu og hann getað lagt á ráðin um hvorutveggja. Þorvarður Þórarinsson hefur verið afburða málsnjall. Það sýna ræður hans í Þorgilssögu. Og eftir því ritfær samkvæmt bréfi hans að dæma í Árna sögu biskups. Sveinbjörn getur þess að bréfa- og dómabækur hafi verið lög- boðnar í veldi Noregskonungs, og ljóst sé af sögu Árna biskups að notuð hafi verið dóma- og bréfabók Þorvarðs Þórarinssonar a.m.k. á meðan hann hafði sýslu í Árnessýslu. Þorvarð- ur hefur án efa verið þá einn mestur lagamað- ur á íslandi. Annars hefði hann ekki verið kvaddur af konungi til samningar Járnsíðu við hlið Sturlu Þórðarsonar. Enda þótt hér verði ekki fallist á allt sem ritsmíð Sveinbjörns Rafnssonar hefur að færa, þá verðskuldar hún ekki þögnina. Hún verður að teljast grundvallað nýstárlegt framlag til nýrra rannsókna fornsagna, sem nú um skeið hafa verið dæmdar úr leik. Mætti segja að hún veitti nýja sýn inn á svið þessara mála. Hér sé rofín hin_ ramma skjaldborgar-þögn sem um Háskóla Islands hefur skapast. Höfundurinn er fyrrverandi bóndi í Hvitórholti, en nú fræóimaður og býr ó Flúðum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. NÓVEMBER 1996 1 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.