Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 10
í aldarfjórðung mólaði Edvard Munch aðallega myndir af verkamönnum við störf. Þessar myndir eru mun minna kunnar en aðrar sem lýsa þjóningum, þunglyndi og einsemd. Greinin er í tilefni þess, að nú er opnuð í Listasafni Islands sýning ó verkamannamyndum Munchs. „NU ER ROÐIN KOMIN AÐ VERKALÝÐNUM" EFTIR AÐALSTEIN INGÓLFSSON OHÆTT er að segja að enginn norrænn myndlistarmaður hafi hlotið eins rækilega umfjöllun og Edvard Munch (1862-1944). Þessi umfjöllun, sem hófst löngu fyrir alda- mótin 1900, hefur haldið áfram nánast óslitið til þessa dags. Bækur um listamanninn nema nú mörgum tugum, ritgerðir um hann eru til í hundraðatali og varla líður svo mánuður að ekki sé efnt til sýningar á verkum hans ein- hvers staðar í heiminum. En til skamms tíma, eða langt fram á átt- unda áratuginn, var samt eins og allir Munch- spekúlantar heimsins leiddu hjá sér þá stað- reynd að í rúmlega aldarfjórðung, segjum frá 1910 og fram undir 1940, var listamaðurinn upptekinn af því að mála myndir af verka- fólki. Jafnvel þeir sem létu sig sérstaklega varða þetta tímabil í myndlist Munchs og fjöll- uðu í löngu máli um breytt viðhorf hans til lita og myndbyggingar forðuðust að brjóta til mergjar sjálft myndefnið, verkalýðinn. Lærðar greinar voru ritaðar um Lífsbríkina, hina miklu táknrænu veggmynd Munchs, en drög hans að Verkamannabríkinni, engu viðaminni verki sem listamaðurinn vildi láta koma fyrir í ráð- húsi Óslóborgar, voru að mestu sniðgengin, nema hvað einstakar myndir sem tengdust því voru til sýnis í öðru samhengi öðru hvoru. Það var ekki fyrr en 1977 að Verkamanna- bríkinni og annarri veggmynd listamannsins af verkafólki, sem máluð var fyrir matsal súkk- ulaðiverksmiðjunnar Freiu (en aldrei leidd til lykta), voru gerð verðug skil á umfangsmikilli Munch-sýningu í Stokkhólmi. Ári seinna, 1978, var sett upp í Þýskalandi fyrsta sýningin sem eingöngu tók til verkamannamynda lista- mannsins frá árunum 1910-30, en á henni voru 116 málverk, grafíkmyndir og teikning- ar. Þessi sýning naut umtalsverðrar hylli úti í Evrópu og vakti listáhugafólk til meðvitundar um þessa lítt þekktu „félagslegu" hlið á lista- manninum. Sýningin Á vængjum vinnunnar, sem nú stendur yfír í Listasafni íslands, er hins vegar fyrsta samantektin á verkamanna- myndum Munchs sem skipulögð er af norræn- um söfnum, og verður því að teljast talsverður viðburður í norrænni myndlist. Þrátt fyrir þetta langvarandi skeytingaleysi norrænna fræðimanna og safna um verka- mannamyndir Munchs er engan veginn hægt að halda því fram að þær hafi farið leynt; til dæmis hafa þær alla tíð verið aðgengilegar áhugamönnum á Munch-safninu í Osló. Félagsleg myndlist Ómaksins vert er að velta fyrir sér hvers vegna þessum verkamannamyndum Munchs hefur verið minni gaumur gefinn en eldri myndum hans. Strax árið 1944, rétt áður en Munch lést, segir vinur hans og velgjörðarmað- ur, Rolf E. Stenersen, fullum fetum: „Eftir- spurnin eftir myndum hans frá því fyrir 1908, sem uppfullar eru með þunglyndi og bölmóð, fer nú sívaxandi. Hins vegar virðast menn horfa framhjá nýrri og bjartari verkum hans.“ Töldu menn að þessar síðari myndir Munchs stæðu þeim eldri að baki, væru ekki eins mark- verðar að inntaki, og yrðu því eftilvill til að slá á orðstír listamannsins ef farið væri að beina að þeim sjónum? Voru menn hræddir um að verkamannamyndimar yrðu vatn á myllu vinstrihreyfinganna á Norðurlöndum; að VETRARVINIMUSTOFAN byggð. Olfulitir á léreft, 1929. Munch yrði átrúnaðargoð vinstri róttæklinga? Getur verið að skilningi manna á því mynd- máli og þeim aðferðum sem Munch beitir í þessum verkamannamyndum hafí verið ábóta- vant? Allt eru þetta spurningar sem listfræð- ingar á Norðurlöndum, og þá einkum í heima- landi Munchs, hljóta að velta fyrir sér á næstu árum. í raun skai engan undra þótt margir hafi átt erfitt með að sætta sig við Munch sem „félagslegan málara". Mestan hluta starfs- ævinnar snýst myndlist hans klárlega um hið gagnstæða, nefnilega einstaklingsvitundina og þau öfl sem móta hana. Sitt í hvoru Iagi litu samtímamennimir, Munch og Sigmund Freud, á hið einstaka sjálf sem eins konar orustuvöll, þar sem ómótstæðilegum ástríðum lýstur í sí- fellu saman við óhagganlegar siðvenjur. í bók sinni, Shock of the New, kallar gagnrýnandinn Robert Hughes Munch „harmrænt myndskáld" þessara átaka í undirvitundinni, sem Freud skilgreindi í bókum sínum. En þótt umbrotin í undirvitund einstaklings- ins væru Munch hugleikið umfjöllunarefni framan af ævinni, var hann vel meðvitaður um það sem var að gerast í þjóðfélaginu í kringum hann. Til dæmis ber öllum heimildum saman um að Munch hafi yfirleitt lesið öll dagblöð af mikilli áfergju, hvar sem hann var staddur, jafnvel á heilsuhælinu í Kaupmanna- höfn þar sem hann dvaldi í kjölfar taugaáfalls- ins árið 1908. Munch var að sönnu ekki af alþýðufólki kominn, heldur menntaðri millistétt þar sem læknar og prestar voru í meirihluta. Munch- fjölskyldan var hins vegar þekkt fyrir fijáls- lynd, jafnvel róttæk, viðhorf til þjóðfélags- mála. Á þroskaárum sínum varð Munch einnig fyrir talsverðum áhrifum frá þeim róttæku oflátungum, bóhemunum svokölluðu, sem hann umgekkst í Kristjaníu. Árið 1898 lánaði hann dagblaðinu Sosialdemokraten teikningu af Ópinu til birtingar á forsíðu á degi verkalýðs- ins, 1. maí og við sarnbandsslitin árið 1905 fór hann ekki ieynt með þá skoðun sína að Noregur ætti að verða lýðveldi en ekki konung- dæmi. Til þess var einnig tekið að Munch hafði sýningar sínar opnar fram á kvöld, svo vinn- andi fólk hefði tök á að sjá þær. Ekki var Munch heldur að fela andúð sína á norskri borgarastétt, talaði oftsinnis og opinskátt um þröngsýni hennar, og uppskar í staðinn ómælda gagnrýni frá hægri pressunni þar í landi. I París og Berlín umgekkst Munch mest- megnis róttæklinga, meðal annars Walther Rathenau, iðjuhöld sem barðist fyrir réttindum verkafólks, og tók mjög nærri sér þegar hann var myrtur af ofstækismanni árið 1922. Hörm- ungar fyrri heimsstyijaldar fengu einnig mjög á listamanninn, eins og sést meðal annars á mynd sem hann gerði og nefndi Hlutleysi, en hún er ádeila á Noreg og Danmörku fyrir að maka krókinn á stríðsrekstri annarra þjóða. Það er líka athyglisvert að árið 1918, þegar Munch sýndi málverkið Verkamenn á heimleið, sem finna má á sýningunni í Listasafni ís- lands, sá náinn vinur hans, Jappe Nilssen, í henni skírskotun til byltingarinnar í Rússlandi árið áður. Sú túikun byggist hins vegar á nokk- urri óskhyggju, því þetta málverk vatð til í Moss á árunum 1913-15. Samkennd meö verkamönnum Eg held hins vegar að þýski listfræðingurinn Felix Hatz, sem heimsótti Munch eitt sinn á Ekely, komist næst því að skilgreina viðhorf Munchs til stjórnmála, en það gerði hann í formála að sýningu á verkum Munchs sem haldin var í Malmö Kunsthall árið 1975: „Þankagangur Munchs var róttækur, en róttækni hans var af mjög svo persónulegum toga. Hann leit á sjálfan sig sem einn af verka- mönnum þessa heims. Hann var sannfærður um að nú væri komið að verkalýðnum að njóta þeirra lífsgæða sem borgarastéttirnar hefðu setið að fram að því. Þetta var á árunum 1928-29. Á hinn bóginn hafði hann ekki minnsta áhuga á að blanda sér í stjórnmál. Munch sagði mér að hvaða þvottakona sem er vissi meir um stjórnmál heldur en hann.“ Eins og fram kemur í þessum orðum á yfir- lýst samkennd Munchs með „verkamönnum þessa heims“ sér ekki pólitískar, heldur miklu fremur persónulegar rætur. Áðurnefnd vist hans á heilsuhælinu í Kaupmannahöfn árið 1908 kom í kjölfar langvarandi sálarþreng- inga, ekki síst sjúklegrar einmanakenndar og ofsóknaræðis. Annars vegar þótti Munch kon- urnar í lífi sínu vera að gleypa sig með húð og hári, hins vegar virtust landar hans hafa snúið við honum baki; myndir hans seldust illa í Noregi og ekki linnti árásum á persónu hans í hægri pressunni. Verkamannamyndirnar sem Munch hóf að gera upp úr 1909 urðu honum leið út úr þess- um ógöngum. í þeim tjáir hann samkennd sína með verkamönnum sem voru, líkt og hann, fórnarlömb borgaralegs samfélags, rétt eins og listamenn á 19. öld áréttuðu samkennd sína með alls konar utangarðsfólki, betlurum, drykkjumönnum, skemmtikröftum, jafnvel sál- sjúkum, með því að mála af þeim myndir, sjá „bláa tímabil" Picassos. „Veistu hver er þarna með í för?“ spurði hann vin sinn, Rolf E. Steinersen, og benti á myndina af Verkamönnum á heimleið. „Það er ég sjálfur. Borgarapakkið hefur líka reynt að traðka á mér. En því skal aldrei takast það.“ Andrúmsloft þessara fyrstu stóru verka- mannamynda Munchs er allt annað en í þorra þeirra verka sem hann gerði fyrir 1908. Það er engu líkara en stífla hafí brostið innra með listamanninum. Þessar myndir eru kröftugar í formi, frjálslega málaðar og, það sem mestu máli skiptir, álíka úthverfar og eldri myndir hans eru innhverfar. Fólkið í myndum hans MAÐUR á sláttuvél. Olú situr ekki lengur með hendur í skauti, eða (í stendur sem steinrunnið, lamað af angist, held- s ur tekur það frumkvæði, tekur til höndunum. n Með myndlist sinni eignast Munch hlutdeild í í lífi og starfí verkafólks, svo og ótal þjáningar- bræður og -systur, sem gerir honum kleift að bijótast út úr vítahring þrúgandi einsemdarinn- ar. Við Rolf E. Steinersen sagði hann eftirfar- e andi: „Alla tíð sem ég hef málað hér heima h 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.