Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 9
CHRISTOFINA, kölluð Kito, háseti. leyti þyrrkingslegur savannagróður með lág- vöxnu kjarri, stökum mopantijám og ýmsum öðrum tijám sem einnkenna savannalönd Afr- íku. Austast ber mest á graslendi. Það er best að skoða Ethosia á veturna því þá er nær ekkert um tetse- eða moskitóflugur og vilji menn taka myndir, þá eru villidýrin í hópum á takmörkuðum slóðum umhverfis vatnsbólin. Búskmenn eóa Sanar Búskmenn eða Sanar, eins og þeir kalla sig sjálfir, eru taldir elstu frumbyggjar Suður-Afr- íku af þeim sem enn lifa. Okkur lék mikill hugur á að kynnast þeim eitthvað í réttu umhverfi. Slíkt er ekki auðvelt enda þeir ekki taldir vera nema um 2.000 þarna sem enn búa við frumstæða veiðimannahætti forfeðra sinna og hafa lengstum forðast öll samskipti við aðra menn - af illri nauðsyn. Sanar eru ekki svertingjar heldur tilheyra svonefndum Kapó- íta- eða Höfðakynflokki skyldir Khoismönnum, og tala mál óskyld negramálum, svonefnd Khoisan-mál. Einkenni þeirra mála eru sog- og blísturshljóð samhljóðanna sem aðeins fáum Vesturlandabúum, sem vilja læra tungutak þeirra, tekst að ná. Sanar eru lágvaxnir, ná- lægt 150 sm, grannvaxnir og húðlitur fremur gulur en dökkur. Fyrir þúsundum ára bjuggu Sanar um alla Suður-Afríku og voru safnarar og veiðimenn. Reyndar er umdeilt hvort Sanar eða forfeður þeirra skópu þá fornu menningu, sem leifar fínnast ennþá af, m.a. bergristur og myndlist af á eyðimerkursvæðum sem um eitt skeið - í lok síðustu ísaldar - voru fijóar lendur. Sanar hrökkluðust út á hijóstrugustu eyðimerkursvæði Kalahari og Namib undan Bantúakynflokkum svertingja sem fóru að sækja suður á bóginn í upphafi fyrsta árþús- undsins e. Kr. allt. til 1500. Bantúar voru komnir á hirðingjastig, þekktu málma og reik- uðu um með hjarðir sínar. Sanar áttu sem veiðimenn oft erfitt með að greina milli bú- smala svertingjanna og villtra veiðidýra, not- uðu eiturörvar til að leggja þau að velli og voru því hataðir og taldir réttdræpir af svert- ingjum. Þegar hvítir menn komu til Suður-Afríku tók ekki betra við því þeir töldu Sani réttdræpa hvar og hvenær sem var, líkt og var raun lengi með frumbyggja í Ástralíu. Þeir urðu því jafn- an að leynast, vera á faraldsfæti og þá kom sér vel hin ótrúlega færni þeirra sem veiði- manna að dyljast og þekking þeirra á náttúr- unni. Þeir hafa skilningarvit svo háþróuð og næm eða eitthvert yfírskilvitlegt innsæi til þess að finna vatnsæðar djúpt undir yfirborði í skrælnaðri eyðimörkinni og geta sogið jarðr- aka upp úr uppþornuðum brunnum með löngu bambusröri og spýta vatninu síðan í „ferða- flöskur" sínar sem eru skurn strútseggja. Sani í langferð eða á veiðum er léttbúinn, ein taska með hnífkuta, strútseggi undir vatn, varastrengjum í veiðbogann, homi undir örva- eitrið, kísilsteini eða tinnu til að slá eld, eða málmbút, eftir að þeir komust upp á lag með að hnupla járni frá negrum eða hvítum mönn- um, er þeirra farteski. Áður notuðu þeir aðferð steinaldarmanna að kveikja eld með því að núa saman spýtum með tundurmosa. Þekking þeirra á nytsemi jurta og leikni þeirra til að komast í návígi við styggustu veiðidýr er með ólíkindum. Þeir veiða dýr með afllitlum bogum sem draga sjaldan yfir 25 m en skjóta eitruðum örvar- oddi úr beini eða stolnum vírspotta, sem lam- ar og banar stórum dýrum án þess að kjöt þeirra verði óætt, nema á smábletti umhverfis skotsárið. Þessi eiturefni vinna þeir úr ýmsum jurtum og skordýrum og mér var sagt að þeir þekki og nýti yfir tvö hundruð jurtir. Litið á lifnaðarhsetti Sana Við fjölskyldan ákváðum að gera okkur ferð í júní sl. til að skoða m.a. Sanabústaði austan við Etosha saltsléttuna. Þessi saltslétta getur breyst einu sinni á ári í regntíðinni í stöðuvatn (okt/nóv/des) en er við komum var allt þurrt nema einstöku uppsprettulindir, ferskvatnsból sem villidýr safnast að til að svala þorstanum. Þar gafst okkur því einnig einstakt tækifæri til að ná ljósmyndum af dýralífi, þótt yfirvöld hvetji túrista ekki beint til þess. Og þarna var hægt að hitta Sani á lokuðum verndarsvæðum þar sem þeir búa við svipaða lifnaðarhætti og forfeður þeirra hafa gert frá ómunatíð, en sá er hængur að fyrrum gátu þeir flakkað um eftir vild og verið þar sem helst var veiðivon. Hér eru þeir bundnir við ákveðin svæði, ná því ekki að sjá sér nema að hluta fyrir nauðsyn- legu lífsviðurværi og því háðir hjálparstofnun- um eins og þeirri sem þýsk hjón komu á fót 1990. Þau tóku þá að sér fimm fjölskyldur en nú eru þar um 300 Sanar sem búa í tveim þorpum. Þar er þeim heimilt að byggja eigin kofa úr efnivið fengnum á staðnum og afla eldiviðar í skóginum. Eigandi þessa búgarðs var Klaus Maise-Rischer, fyrrum yfirmaður héraðsins á vegum Suður-Afríkustjórnar, og rak þá búskap meðfram. Hann hafði þá Sana í vinnu og eftir að Namibía varð sjálfstætt ríki leituðu Sanar til hans um ásjá. Hann tók þá stefnu að troða ekki Evrópumenningu uppá Sani frekar en þeir óska eftir, en setti á fót skóla á kostnað hins opinbera og vinnuaðstöðu þar sem Sanar mega framleiða listmuni á sína vísu til sölu fyrir ferðamenn. Klaus dó úr malaríu fyrir skömmu en ekkja hans Beate hefur haldið starfínu áfram. Allir fullorðnir karlmennn Sana þarna eru skyldugir til að vinna fjóra tíma á dag til þess að afla sér tekna fyrir matvælakaupum, læknisþjónustu og öðrum kostnaði sem af þeim leiðir. Það tekst að láta þá rækta u.þ.b. 'k til 3/4 sem þeir neyta á ári. Börn Sana eru bólusett fyrir fleiri smitsjúkdómum en almennt gerist í Namibíu en annars er ekki skipt sér af heilsu þeirra. Venjulegast leita þeir líka fyrst til töfralækna sinna, einn sá frægasti á meðal Sana bjó einmitt þarna. Þar eð við vorum gestir á býlinu gátum við rölt um þorp Sana að vild. Það var sérkenni- leg tilfinning að ganga þarna á milli kofanna, horfa á konurnar þreskja kornið með eins konar nýsteinaldarmortélum og elda matinn á glóð fyrir utan kofann. Búskmenn eru enn ekki mikið fyrir að safna veraldlegu góssi kringum sig né hafa stór hús, ég efast um að öll fjöldskyldan komist fyrir inni í kofum þeirra í senn, þrátt fyrir nægilegt byggingarefni á svæðinu. Rúmstæðin voru hjá mörgum aðeins bert moldargólf, sumir höfðu ekki fyrir því að gera kofana sína þéttari en svo að hægt var að horfa gegnum veggina, eða setja hurð eða hengi fyrir dyrnar, - kannski eins gott uppá loftræstinguna! Hænsni þeirra röltu þarna út og inn. Þorpin voru öllu rómantísk- ari að sjá á-kvöldin en á daginn. Eldur fyrir framan hvern kofa, pottur á löppum þar við hliðina, þar sem viðurinn var færður undir jafnóðum og hann varð að glóð. Fullorðna fólkið sat á hækjum sér og rabbaði saman og reykti. Á meðan hlupu börnin um og skemmtu sér. Þorpin voru bæði byggð í gisnu skóglendi í skjóli fyrir sólinni. Á daginn varð maður líka meira var við leiðinlegt, þurrt rykið og sandinn sem þyrlaðist upp við hvert fótmál. Yfír miðj- an daginn lágu flestir fyrir og hvíldu sig. Það sem eg veit eftir takmörkuð kynni af Sönum í stuttri dvöl þar syðra, minnir mig á lýsingar sem settar eru saman af fróðum mönnum um eskimóa eða inúíta eins og þeir kalla sig og athyglisvert er að bæði Sani og inúíti þýðir maður. Báðir þessir þjóðflokkar hafa hlotið þau örlög að lifa á hinum ystu mörkum náttúrunnar sem mannlíf getur þrif- ist. Eskimóinn á auðnum heimskautasvæðisins og Saninn á sóisviðnum sandauðnum snauð- ustu eyðimarka heimsins. Báðir þessir mann- lífshópar leystu vanda lífsafkomunnar á svip- aðan hátt í sambúð við fátæklegustu náttúru- skilyrði að breyttu breytanda. Umgangast náttúruna nteá gát Sanir við upprunalega lífshætti sína eru sagðir hafa mjög jákvæð viðhorf til náttúrunn- ar, gæta þess að umgangast fábrotin lífsgæði sín á vistvænan hátt og með gát. Mannfræð- ingar, kunnugir háttum Sana, segja að þeir trúi á eina almáttuga veru sem öllu ræður og þegar þeir, vegna nauðsynjar, þurfa að fella dýr eða hagnýta sér lífríkið hefji þeir réttlæt- ingarathöfn, biðji hið fallna fórnardýr að fyrir- gefa sér illa nauðsyn veiðanna og syngi um leið þakkargjörð til hins almáttka. Þessi trú kemur þó ekki í veg fyrir trú á töfra, forlög og spádóma enda fella Sanar blótspæni til þess skyggnast inn í framtíðina líkt og forfeð- ur okkar fyrir kristni. Ólíkt svertingjum eru Sanir einkvænismenn og ganga í hjónaband með pomp og prakt. Þeir ganga jafnan með litla boga á sér, töfra- tæki til þess að flæma burtu illa anda. Boginn kemur einnig að öðru gagni. Þegar ungur Sani vill kvænast og sér stúlku sem honum líst á, skýtur hann ör að fótum hennar. Ef hún tekur upp örina og fær eiganda hana jafn- gildir það trúlofun. En ef hún lætur sem hún sjái hana ekki er það hryggbrot. Öfugt við flestar aðrar þjóðir hafa stúlkubörn verið í meiri metum en sveinbörn. Móðirin sér ein um fæðingu og hún ákveður hvort barn skuli lifa með því að gefa því bijóst eða mat eður ei. Fæðist tvíburar, miskynja, og sé hart í ári er stúlkubarnið látið lifa. Sanir á sífelldu flakki sínu, nær aldrei með fasta búsetu, héldu barn- eignum mjög í skefjum ólíkt svertingjum og eignuðust sjaldan fleiri en tvö börn á nokk- urra ára fresti, algert hámark var fjögur. Listrænir hæfileikar Sana hafa vart fengið að njóta sín eða þroskast enda tæpast eðlilegt að meðfædd hæfni nái að þroskast hjá fólki sem jafnan var á faraldsfæti og í raun í sí- felldum feluleik og á flótta undan miskunn- arlausum óvinum. Þeir hafa þó hljóðfæri sem þeir hafa líklega fengið frá svertingjum og nota boga sína sem einstrengshljóðfæri. Auk þess gera þeir listmuni úr litskrúðugum stein- um, tré, beini og strútseggjum. Náttúruval miskunnarlausra lífsskilyrða hefur þróað meðal Sana hæfni til að finna bjargræði þar sem venjulegum sonum sið- menningar væru ailar bjargir bannaðar og þessir hæfileikar þeirra, sem eru löngu kunn- ir, vekja ætíð sömu undrun. Hæfni þeirra til að rekja með óskeikulum hætti ummerki, slóð- ir og spor manna og veiðidýra, þar sem venju- legur maður sér engan vott þess, - eða lesa aðrar dulrúnir náttúrunnar, nýta jurtir og annað úr lífríkinu er börnum siðmenningarinn- ar sífellt undrunarefni. Hvítir menn hafa oft nýtt sér þessa hæfni þeirra Sana sem fengust til þjónustu þeirra, bæði í góðum og illum til- gangi. í skæruliðaátökum milli svartra og hvítra urðu Sanir sem gengu til liðs við hvíta menn - oft án þess að vita hver fiskur lá undir steini, að sjálfsögðu ekki vinsælir hjá öðrum þeldökkum frumbyggjum og hafa oft fengið að kenna á hefndaraðgerðum eftir að hvítir misstu völdin. Rithöfundur einn, Wilbur Smith, kunnur fýrir skáldsögur sínar, sumar reyfarakenndar, sviðsettar í Afríku, sem lýsa eipatt átökum og örlögum sem mætt hafa á íbúum þessa heimshluta frá því nýlendutímabilið hófst og fram til síðustu ára, hefur í sumum þeirra dregið upp hugþekkar myndir af lífi, trú og háttum Sana. Hann virðist hafa mikla samúð með þeim og bera virðingu fyrir þessu sér- kennilega fólki, en enginn þeldökkur maður, sem ég ræddi við þarna var þó hrifinn af hon- um né öðrum hvítum rithöfundum, en bentu mér á aðra höfunda meðal kynbræðra sinna til betri fróðleiks um afríska menningu. Ekki kann eg .að spá hver verður framtíð sérkennilegrar og frumstæðrar menningar Sana, en flest bendir til að einungis sé tíma- spursmál hvenær „siðmenning" okkar tíma bindur enda á hana, líkt og eskimóa og ann- arra þjóða á útjöðrum heimsbyggðarinnar. Talið er að heildarfjöldi Sana í ríkjum um sunnanverða Afríku nái nú vart nema 40.000. En fari svo að þeir hverfi verður mannlífið á jörðinni einum sérkennilegum þætti fátækara. i brúókaupi Eitt sinn lentum við í brúðkaupi innfæddra sem haldið var í Svakopmund. Þá var vinnu- kona einnar íslenskrar íjölskyldu að gifta sig manni sem hafði unnið við hafrannsóknar- störf. Við vorum boðin vegna þess að við vor- um vinir vinafólks brúðhjónanna. Þetta var hið hátíðlegasta kirkjubrúðkaup og boðið til þess fjölda hátíðargesta, fimm brúðarmeyjar og fimm brúðarsveinar. Athöfnin í kirkjuni var mjög skemmtileg en tók ríflega tvo tíma, presturinn talaði lengi og á léttari nótunum, reitti af sér brandara og sagði skemmtisögur af bæði brúðguma og brúði og söngur kirkju- gesta mjög fjörugur en enginn sérstakur kór. Á eftir var hin ágætasta veisla, fjöldi rétta, ekki sist akfeitar nautasteikur að smekk Afr- íkumanna og nægilegur drykkur, dansað við undirleik hljómsveitar sem stillti svo hátt hátal- aragræjurnar að Rolling Stones hefðu verið fullsæmdir af. Allt fór þetta þó fram með háttvísi og skikk. En til þess að geta haldið jafnhöfðinglega veislu sem þessa, þarf venju- legur brúðgumi með hin lágu laun innfæddra að safna og nurla í mörg ár. Hjónavígsla er alvarlegt spor og vilji menn biðja sér konu formlega að sið innfæddra, þarf að semja við bæði föður og ættmenni brúðarinnar. Það getur orðið ærin fyrirhöfn og mikil útgjöld, því flesta nána ættingja þarf að blíðka með gjöfum áður en samþykki fæst. Þar eð aðeins fáir hafa efni á slíku er algengast að lífið hafi einfaldlega sinn gang og þau skötuhjú, sem ekki hafa fjármuni til þess að ganga í það heilaga með hefðbundinni rausn, taka ein- faldlega upp óvígða sambúð og hefja barneign- ir. Að vísu má auðvelda þetta brúðkaupst- ilstand með því einungis að fara til fógeta og fá þar borgaralega hjónavígslu, en innfæddum þykir lítið til þessháttar koma. Við íslendingarn- ar gerðum grín að því okkar á milli að það væri þó nokkur svipur með brúðkaupum í Áfr- íku og heima á Fróni, fólk giftir sig fyrst eftir margra ára sambúð og nokkrar barneignir. Höfundur er stýrimaður en starfar við rannsókn- ir hjó Hafrannsóknastofnun. Helstu heimildir um sögul. efni: Spectrum Guide to Namibia: 1994 Camerapix Publisher Intern.Kenya. World Almanac: 1993,N.Y. USA. Thomas Pakenham: The Scramble for Africa: Abacus, London 1995. Prof. F.M. Powericke: Bismarck and the Origin of the German Empire. Dodge Publ. & Co. London. J.D.Clark: The Prehistory of Africa, London 1970. Saga mannkyns: Ritröð Ab 1 b. 1988. E.J. Stardal ís- lenskaði. VEFARI að handvefa teppi úr karakúlull. Fermetrinn er seldur á um 15 þús. fsl. krónur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. NÓVEMBER 1996 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.