Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 5
IHNHfiii'iii 4439 (~ lai. ne sollicitus sis Vulg lReg 9,20); iterti: Thom2 413 2 (~lat. Vulg Matth 6,34) Gloss.: CIV -st; Suppl2; Fr -st; NO -st; (Bl -st> á hyggju fcnginn adj. □ [um e-t] bekymreill concerncd, zuorried: Hvn hefvir verit ^áhyggivfeingin [var: ahyggiufull Holm perg 1 4° “E”] vm bravtfavr þina • MarA 34320 Gloss.: Suppll; Fr; ClVSuppl; Fr4; NO á hyggju fuilr adj. 1) [um e-t] opmærksom, pdpasselig ff careful, painstaking: Hann var i sifcllu ahyggiufullr um ord guds MEg' 48212; verit vm þat mest ahyggivfvllir, at þit varðveitið gvðs boðorð Ant 1182S (~ lat. solliciti VitAnt 167,a); (hann) var þegar áhyggiufullr um hcrsýsluna Rómv1 636 (~ lat. sollertissumus SallustJ 12711 (96,1)); item: BarlC 20838; var. Nik Holm perg 16 4° 19r31 > Nik AM 638 4°* 40r16 (~HMS" 84 V 2) [c-u / fyrir e-m / um e-t / af e-u] bekymret, ængste- lig, foruroliget ff troubled, concerned, anxious: Verit eigi miok ahvggivfvllir avnd yðarri, hvat þer mvnvð snœða, eða likam, hverssv þer mvnvð klæðaz Ant 825 (~ lat. Nolite solliciti esse animæ vestræ VitAnt 1479); hon gret þegar ahyggio full fyrir honum Streng 2033 (~fr. pluranz e pensivc LaisMar 1433); Konongrenn varð nv vglaðr. oc miok ryggr oc ahyggiu fullr. af þesso male BarlA 16319 (~ lat. tristis JDamBarl 112,s); þvi feginn, er hann vissi þá til fullz hið sanna ok hann sá, að borgin mundi þá vera háskalaus; en því áhyggiufullr, að hann vissi varla, hvað upp skylldi taka Rómv’ 951 (~ lat. anxius SallustC 6220 (46,2)); Mardocheus var ahyggio fullr um anauð þa er hann var i staddr oc israels folk allt Kgs 6926; var hann á hyoio fvllr of þat at égi bprisc sva at at hann óttaþisc Riddó23 31'7 (~ lat. timebat dc eo, ne forté trepidarct Milil 21b8); item: • Hómísl36(1993) 60v8; Parc 631; StjC 5261 (~lat. Vulg 2Rcg 15,6) Gloss.: CIV (áhyggja); Fr; Suppl4; NO; (Bl) á hyggju kostr sb. m. L: anledning lil bekymritig // cause for concern: Giórdist 'þeim þá mikill áhyggiukostur [var. þa ahyGÍu mikit þeim ÞBpB 32423] er hana skylldu annast j langre vanheilsu HLUTI af síðu úr orðabókinni. af verki brautryðjendanna. ONP endurspeglar hins vegar nýjar og betri útgáfur og enn frem- ur þá framþróun sem orðið hefur á þessu sviði á þessari öld. Notagildi Notagildi verksins er margháttað en til ein- földunar skal hér annars vegar rætt um hag- nýtt gildi þess og hins vegar fræðilegt. Fræðilegt gildi verksins felst m.a. í því að stór hluti efnisins (40%) er nýr í þeim skiln- ingi að hann er ekki að finna annars staðar. Það leiðir af sjálfu sér að í dæmunum er að finna margs konar upplýsingar sem málfræð- ingar og allir þeir sem láta sig þróun tungunn- ar varða geta nýtt sér. Þannig er dæmasafnið grundvöllur margháttaðra rannsókna á sviði beygingarfræði, setningafræði, merkingar- fræði og orðfræði almennt. Hér er því um að ræða grundvallarrit sem gagnast mun við rannsóknir á íslensku mali og málsögu. En verkið nýtist ekki eingöngu við rannsóknir á tungumálinu. Dæmin veita jafnframt einstaka innsýn í sögu skandínavískra þjóða, ekki síst menningarsögu þeirra. Sem dæmi má taka orð sem tengjast lagamáli eða búskagarhátt- uw. Verkið er því ekki aðeins orðabók heldur jafnframt uppflettirit (lexíkon). Hagnýtt gildi verksins fléttast auðvitað að nokkru leyti fræðilegu gildi þess. Áhugamenn um íslenska tungu finna þar t.d. margs konar hagnýtar upplýsingar er varða beygingu og notkun einstakra orða. Mörkin þar á milli eru því ekki ljós en hér skal staldrað við nokkur atriði sem ætla má að veki áhuga flestra. Fyrst er þess að geta að dæmin sjálf tala sínu máli, oftar en ekki er mjög skemmtilegt að skoða þau. En glöggur lesandi hefur ekki aðeins ánægju af að skoða dæmin. Með því að bera þau saman verður hann margs vísari um merkingarbreytingar, breytingar á notkun, breytingar á beygingu orða og notkun og uppruna málshátta svo að dæmi séu nefnd. Það er auðvitað ekki vinnandi vegur að gera efninu skil í stuttum pistli enda fer best á því að hver dæmi fyrir sig. Hér skulu þó nefnd nokkur dæmi. í nútímamáli merkir áhlaupamaður „vinnu- þjarkur" en í fornu máli vísar það hins vegar til manns sem er bráður, hleypur upp eða stekkur upp á nef sér við minnsta tilefni. Fornmálsdæmin sýna þetta glöggt og lesendur þurfa ekki að velta því lengi fyrir sér hvers vegna og hvernig vísunin eða merkingin hefur breyst. Annað dæmi af svipuðum toga er at- vinna. í nútímamáli er merkingin „starf, verk“ einhöfð en hún er ekki upprunaleg. í fornu máli vísar atvinna til „birgða, matar; hjálpar“ og atvinnulaus merkir því nánast „bjarga- laus“. Með því að skoða notkunardæmin í fornmálsorðabókinni verður lesandi margs vís- ari um merkingu og notkun orðsins og hann fær vísbendingu um aldur breytinganna með því að athuga heimildirnar og aldursgreiningu þeirra í Lykilbókinni. Málshættir eru merktir sérstaklega í bók- inni (proverb.) og þeir sem hafa áhuga á þess- um þætti geta með auðveldum hætti orðið margs vísari um uppruna, merkingu og notk- un málshátta. Sem dæmi má nefna að „ágæti“ merkir í fornu máli „frægð, orðspor," sbr. málshættina „Hefir hver til síns ágætis nokk- uð“ (Njála) og „Miklu ágæti fylgir jafnan mikil öfund (Rómv.). Svipuðu máli gegnir um málshættina Seint er afglapa að snotra, Eitt er afglapa títt og Omæt eru afglapaorð. í öllum tilvikum eru notkunardæmin til þess fallin að sýna notkun og merkingu málshátt- anna, auk þess sem heimildirnar gefa vísbend- ingu um aldur þeirra. Hér að framan hefur einkum verið fjallað um kosti ONP og það sem vel hefur tekist enda er það maklegt. Það segir sig hins vegar sjálft að í jafn umfangsmiklu vérki og hér um ræðir hljóta mörg álitamál að skjóta upp koll- inum. í slíkum tilvikum verða ritstjórar að höggva á hnútinn og í flestum tilvikum virð- ist mér vel hafa tekist til. í nokkrum tilvikum kann þó niðurstaðan að orka tvímælis en ekki verður það rætt á þessum vettvangi. Lokaoró Hin nýja fornmálsorðabók hefur mikið gildi fyrir íslenska menningu og við Islendingar stöndum í mikilli þakkarskuld við Dani sem hafa varið miklum fjármunum til að gera verk- ið sem best úr garði. Nú er það svo að sínum augum lítur hver á silfrið enda hafa heyrst gagnrýnisraddir sem telja kostnaðinn óhæfi- lega mikinn, vinnslutíma of langan og efast um notagildi verksins. Árið 1992 var skipuð sérstök nefnd á vegum danska menntamála- ráðuneytisins og var nefndinni ætlað að gera úttekt á starfinu og gera tillögur um fram- vindu þess. Niðurstaða nefndarinnar var að vísu jákvæð í heild séð en ritstjórunum er ætlað að starfa innan ákveðins og þröngs tíma- ramma. Verkinu skal lokið árið 2025. Ekki skal dregið í efa að nauðsynlegt er að setja sér markmið og vinna eftir áætlun en jafn- framt er ljóst að hættulegt getur verið að negla niður ákveðinn tímaramma. Þá kann svo að fara að ekki reynist svigrúm til að athuga ýmis atriði eins og vert væri auk þess sem aukinn vinnuhraði býður þeirri hættu heim að fram komi misfellur og orðabókarfólk- inu verði á mistök. Það hlýtur að vera okkur íslendingum mik- ið hagsmunamál að sem best takist til við verkið enda varðar það einn snarasta þátt menningar okkar. Nú þegar fyrsta bindi verks- ins hefur séð dagsins ljós fyndist mér vel við hæfi að við sýndum að við kunnum gott að meta. Afstaða íslendinga hefur að vísu komið fram í áhuga íslenskra fræðimanna sem lagt hafa hönd á plóginn við undirbúning verksins auk þess sem samvinna hefur verið um ein- staka þætti á milli Orðabókar Háskólans og þeirra sem standa að verkinu. En betur má ef duga skal. Afstöðu sína geta íslendingar sýnt í verki með því að kaupa bókina (í Bók- sölu stúdenta) og nota hana enda er það eng- in neyð þar sem verkið er mjög gagnlegt eins og reynt hefur verið að sýna fram á í þessari grein. Orðabókin ætti að vera sjálfsögð hand- bók í öllum skólum landsins og sjálfsagt hjálp- argagn íslenskukennara. Það er einnig trú mín að allir þeir sem áhuga hafa á íslenskri tungu geti haft gagn og gaman af verkinu. Höfundur er prófessor vió Háskóla Islands. ÞORVARÐUR HJÁLMARSSON REIÐI ENGILLINN „Hyldýpið er allt hreyfing og draumar, tungumál, þrár!“ Veggjakrotið, brautarpallur 77. Þá sá ég á leið minni niður rúllustigann andlit Baudelaires innan um annað krot, mynd af mæddum manni, daufum og döprum, augnaráðið hiturt og frá annarri öld í göngunum liggur ungviðið rænulaust af vímu og dauði sölumaðurinn hans Arthúrs Millers lifnar galvaskur við á ný Heimur deyr og guðirnir birtast nýir á hverjum degi, gulu illskublómin ilma í kerunum hjá kránni, kókaín, krakk eða alsæla Auglýsingaskiltin bjóða skemmtanir, engan sársauka, bara hamingju. Komið! Sjáið! Þessi heimur er ekki okkar, hann var hér löngu áður en við urðum til! Hýldýpið fylgir okkur eins og skuggi af sólu. HIMINNINN YFIR BROOKLYN „Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð. “ Himinninn yfir Brooklyn er svo sannarlega fullur af pöddum; en ég sver að ég var þar ekki í holdinu ekki frekar en E.T. á tjaldinu í bílabíóinu en Hómer, hringekjan á Coney Island er kúnstugt tæki svona biluð og öllum gleymd og engin furða þó fólk flykkist ekki lengur í hana Trójuhestarnir minna á tungu í ævagömlum hundi! Veröld sem engan dreymir lengur. Eftilvill örlar samt á einhveiju löngu horfnu.. Rómantík, pylsaþyt.. Nei, engar rósfingraðar morgungyðjur lifa hér í landi allsnægtanna bara pylsusali sem bíður eftir því að lífið öðlist tilgang á ný en pöddurnar eru raunverulegar, að minnstakosti þangað tii eitthvað annað betra býðst Höfundurinn er skáld í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 9. NÓVEMBER 1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.