Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 11
KRISTIAN GUTTESEN HVER GET- UR ORT UM VINDINN? hver getur ort um vindinn sem vökunóttinni heilsar ef allir lífsins draumar dylja mér nýjan morgun veit ég hvar í fjarska fuglanna söngur ómar undir háloftanna dali deyja blikin aldrei hver getur ort um vindinn og vængi skírra nótta sem í gulri dimmu kasta kveðju inn um gluggann er máninn strýkur vanga stúlkunnar sem ég unni AUGNABLIK eilífa nóttin þekur dimmglóð farinna daga á svip þess liðna dofna augnanna blik um skóga myrkursins liggur sólarinnar slóð inn svarthol víðáttunnar þangað vil ég fara Höfundurinn býr í Wales. MÁR ELÍSON SLÁTTUMAÐUR. Olfulitir á léreft, 1916. ■litir á léreft, 1916. í Noregi), hef ég stöðugt þurft að sýna and- tæðingum mínum í fulla hnefana. Þess vegna lálaði ég mynd af manni með kreppta hnefa stóru myndinni minni af verkafólki.“ Áhrif á íslendinga En verkamannamyndirnar voru honum ekki inasta haldreipi í persónulegum þrengingum, leldur urðu þær til þess að hann neyddist til „Skyldu dagarlítilla olíu- málverka ekki vera taldir? Verk afþví tagiy med sín- um mikilfenglegu römm- umy eru í edli sínu ekkert annaö en borgaraleg skrey- tilisty framleiddfyrirstáss- stofur. Þetta er list list- höndlarannay sem óx ás- megin í kjölfar sigra borg- arastéttanna í frönsku bylt- ingunni. Nú er rödin kom- in ad verkalýönum. Held- uröu aö listin veröi ekki almenningseign á nýy fái ekki aö njóta sín á veggjum opinberra bygginga?“ (Edvard Munch - Bréf til Ragnars Hoppe, febrúar 1929.) að taka til endurmats hugmyndir sínar um hlutverk listaverksins í samfélaginu. Hví skyldi hann halda áfram að gera myndir til að þókn- ast þeim sem áttu peninga og veggpláss, í stað þess að vinna myndir sem væru öllum, og þá ekki síst verkafólki, aðgengilegar? I framhaldinu snerust hugsanir Munchs í æ rík- ara mæli um veggmyndir á almannafæri. Lífs- bríkin frá 1893 hafði að sönnu verið hugsuð sem heildstætt verk, en þó ekki endilega „opin- bert“ í þeim skilningi sem Munch lagði í orðið síðar meir. Óþreyja Munchs kemur fram í viðbrögðum hans við hugmyndum um að skreyta hátíðar- sali Óslóarháskóla, því löngu áður en efnt var til samkeppni um slíkar skreytingar, árið 1911, var hann búinn að leggja að þeim drög. Hann hélt síðan ótrauður áfram vinnu við þessi drög þótt háskólinn hafnaði þeim. Veggmyndimar fyrir súkkulaðiverksmiðjuna Freiu (1922) vann Munch nánast kauplaust og nokkru síðar, um 1928, þegar fréttist af því að skreyta ætti hið nýja ráðhús Óslóar með veggmyndum, hófst hann óumbeðinn handa við að gera formyndir að slikum verkum, sem hann byggði alfarið á verkamannamyndum sínum. Hins vegar tókst Munch ekki að snúa baki við „rammamyndum fyrir stássstofur", því þær sköpuðu honum tekjur sem gerðu honum kleift að halda áfram tilraunum með veggmyndir. Sýningin í Listasafni íslands, A vængjum vinnunnar, hefur sérstaka þýðingu fyrir okkur íslendinga, því hún leiðir í ljós hve mikil áhrif verkamannamyndir Munchs höfðu á íslensk listamannsefni sem stunduðu nám í Ósló á fjórða áratugnum; fyrst og fremst Jón Engil- berts, en einnig Snorra Arinbjarnar og Þor- vald Skúlason. Höfundur er listfræðingur. HÚS MITT í FJÖRUNNI og hafið og fjaran börðust um athygli mína sem og kráin í kringlunni bauð mér andakt sína — og ég fylltist andakt verk mín uxu í baráttunni við hafið og fjöruna og ég gladdist á kránni í kringlunni þar til andaktin — varð að engu þegar upp var staðið höfðu hafið og fjaran náð athygli minni og kráin í kringlunni beið í andakt — en ég fylltist ilmi hafsins og fjörunnar — í andakt Höfundur er tónlistarmaður LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. NÓVEMBER 1996 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.