Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 20
ÞAÐ VERÐUR AÐ VERA LEIKUR í BARNABÓKUM LOUIS Jensen er fæddur árið 1953 og menntaður arkítekt en fæst nú eingöngu við að skrifa bækur. Hann segist hafa verið að fikta við að skrifa allar götur síðan í menntaskóla þar sem hann var í hópi áhugasamra ungskálda. Lou- is skrifar bæði fyrir börn og full- orðna þótt barnabækurnar séu orðnar fleiri. Frásagnaraðferð hans í barnabókunum hefur verið líkt við H.C. Andersen og Selmu Lager- löf en rauði þráðurinn í þeim er einhvers kon- ar leit að fjársjóði og þá í víðum skilningi, leit að tilgangi lífsins. Öll viljum við finna okkur sjálf og hvert annað, segir hann. Louis hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir rit- störf sín en fyrsta bók hans, Kristalmanden, kom út árið 1986. Fyrir skömmu hlaut hann barnabókaverðlaun norrænna skólabókasafna fyrir sögur sínar Skelettet pá hjul, Kari Kluge og ondskahen, Kari Kluges dobbelte skattejagt, ævintýrabókina Hundrede nye hi- storier og unglingabókina Nogen. Góó barnabók höfóar einnig til fulleróinna Louis segir að barna- og fullorðinsbækur séu ólík tjáningarform. „Það er hægt að segja ýmislegt í barnabók sem ekki er hægt að segja í fullorðinsbók og öfugt. í barnabókum hefur maður fijálsari hendur með ýmsar staðreynd- ir og það þarf ekki allt að vera yfirmáta skyn- samlegt. I fullorðinsbókum getur maður hins vegar iéð máls á ýmsu sem ekki þykir gott að fjalla um í barnabók, erótík til dæmis. Ég finn því oft fyrir löngun til að skrifa fyrir fullorðna þegar ég er að skrifa barnabók og öfugt. Þessi verkefni bæta því hvort annað __Mpp. Það gefur mér líka aukin kraft að geta skipt á milli þessara tveggja bókategunda; þær bjóða upp á svo ólíka möguleika." En er ekki hægt að sameina börn og full- orðna í sömu bókinni? „Jú, það held ég. Góð barnabók höfðar bæði til barna og fullorðinna, ef hún segir ekki fullorðnu fólki eitthvað þá er hún ekki góð. Það skiptir til dæmis gríðarlega miklu máli að sá sem les upphátt fyrir börn hafi gaman af því sehi hann ér að lesa, ef ekki þá endurspeglast það í lestrinum og börnin skynja það um leið. Það er hins vegar ekki hægt að gera sömu Danski rithöfundurinn Louis Jensen hefur skrifað bækur bæði fyrir fullorðna og börn en fyrir skömmu fékk hann barnabókaverólaun norrænna skólabókasafna. ÞRÖSTUR HELGASON ræddi við Louis um barnabækur og fullorðinsbækur en hann er staddur hér ó landi ó vegum Norræna hússins til að kynna verk sín. Morgunblaðið/Ásdís „ÞAÐ er ekkert sorglegra en barnabók sem er skrifuð eftir einhverri forskrift," segir danski barnabókahöfundurinn Louis Jensen sem mun kynna verk sín í Norræna húsinu í dag kl. 14. kröfur til bóka fyrir fullorðna; slíkar bækur myndi til dæmis gera Ódysseif eftir James þurfa ekki að höfða t.il barna líka. Slík krafa Joyce að vondri bók og margar fleiri.“ Óttast þú að börn séu hætt að lesa jafnmik- ið og þau gerðu? „Nei, það geri ég ekki. Menn rannsökuðu lestrarvenjur barna í Danmörku fyrir skömmu og öllum á óvart kom í ljós að þau lesa tölu- vert meira en menn höfðu ætlað. Börn lesa mikið miðað við allt og allt. Ég óttast ekki að bókin muni drukkna í allri þeirri tækni- menningu sem dynur á okkur. Hún hefur kosti sem skjárinn hefur ekki, maður getur haft bókina með sér hvert sem er í vasanum og haft hana með sér í rúmið. Bókin mun lifa. Ég er ekki í neinum vafa um það.“ Nútimaævintýri En hvaða hlutverki gegnir hún í lífi barns- ins nú til dags? „Bókin hefur skemmtigildi rétt eins og sjón- varpið og tölvuleikirnir en hún hefur einnig það mikilvæga hlutverk að segja frá heiminum og um leið tilveru mannsins í honum. Ég held að meginhlutverk bókarinnar sé að hjálpa barninu að bjarga sér í heiminum, hún kennir barninu með alls konar dæmum, dæmisögum sem barnið getur samsamað sig.“ Hvernig gerir þú þetta? „Ég nota ævintýrið eins og menn hafa gert um aldir. Mínar sögur eru nútímaævintýri. Þetta eru ævintýri sem gerast í samtíð okkar, í veruleika okkar. Við getum ef til vill sagt að þær einkennist af töfraraunsæi." Skrifar þú kannski líka ævintýri fyrir full- orðna? „Bækurnar sem ég hef skrifað fyrir full- orðna eru ekki ævintýri. Ég hef verið að gera nokkrar tilraunir með texta. Þetta eru textar þar sem ég lýsi hlutunum eins og þeir birtast okkur, þetta eru hlutirnir áður en við förum að túlka þá, finna út úr þeim einhveija merk- ingu. Þetta eru fyrirbærafræðilegir textar; eins konar stillimyndir. Ég tel reyndar afar mikilvægt að barna- bókahöfundar geri tilraunir í sögum sínum líka. Það verður að vera einhver leikur í barna- bókum og í því samhengi má ekki vanmeta barnið. Það er ekkert sorglegra en barnabók sem er skrifuð eftir einhverri forskrift." Louis mun kynna verk sín í Norræna hús- inu í dag, laugardag, kl. 14. Mun hann flytja fyrirlestur og lesa úr verkum sínum. Kynning- in fer fram á dönsku og er öllum heimill að- gangur. BBÓK Norman Lebrecht, tónlistargagn- rýnanda The Daily Telegraph, um völd og peninga í tónlistarheiminum iiefur verið umræðu- og deiluefni allar götur síðan hún kom út. Bókin heitir Þegar tónlistin þagnar (When the Music Stops) og í henni rökstyður Lebrecht þá skoðun sína að áhrif peninga séu orðin svo mikil að þau séu að ganga af sígildri tónlist dauðri. Þeir fáu stjórnendur og einleikarar sem almenningur þekki til, verði æ fjarlæg- ari, taki æ meira fyrir sinn snúð og fleiri og fleiri sinfóníuhljómsveitir muni lenda í fjárhagsörðugleikum. Ef til vill liggi lausn- in í þeirri tillögu umboðsmannsins Ernest Fleischmann, að leysa upp sinfóníuhljóm- sveitir, þar sem þær séu úrelt listform. Þeirra í stað verði öll völd sett í hendur sljórnenda tónlistarhúsanna sem geti leyst hljómsveitirnar upp í minni sveitir, t.d. strengja- og kammersveitir, eða sameinað _ sh'kar sveitir, allt eftir þörfunum hveiju sinni. Lebrecht segir að þegar litið sé undir yfirborðið i heimi sígildrar tónlistar, komi í ljós að mikið vald hafi safnast á fárra hendur og að menn láti siðferðileg sjónar- mið lönd og leið til að hagnast sem mest. Lebrecht tekur sem dæmi að útgefandi einn hafi haldið hlifiskildi yfir ónefndum stjórnanda sem gerst hafi sekur um að leita á börn. Þá séu hinar fjölmörgu dægurlaga- og djassútgáfur á verkum tónskálda á borð við Bach og Beethoven dæmi um hnignun sígildrar tónlistar. Undir hælnum ó valdamiklum mönnum Lebrecht gerir að umtalsefni hversu mikil áhrif umboðsmenn og fyrirtæki, sem kosti tónleika, hafi á val á einleikrunum og stjórnendum en það hefur verið þekkt Ganga peningar af klassíkinni dauóri allt frá 19. öld. Dæmi um einn af valdamestu mönn- unum var Arthur Judson, sem réði lögum og lofum í bandarísku tón- listarlífi stóran hluta þeirrar ald- ar sem nú er að líða. Judson var forstjóri Columb- ia-útgáfunnar og sagt var að stjórn- endur gætu ekki gert ráð fyrir að fá nokRurs staðar verkefnifyrr en þeir hefðu bugtað sig og beygt fyrir Judson. Fáeinir hafi reynt það, svo sem Eugene Goosens og Arthur Rodzinsky, sem báðir hafi endað ferilinn á því að flakka á milli hljómsveita sem gestastjórnendur, án þess að eiga sér nokkurn fastan samastað í tónlistarheiminum. Einu mennirnir sem komist hafi upp með að hunsa Judson hafi verið stórstirni á boð við fiðluleikarann Isaac Stern og sljórnandann Leonard Bern- stein. Lebrecht segir að hvað svo sem segja megi um Judson hafi hann þó að minnsta HINAR fjölmörgu dægurlaga- og djassútgáfur á verkum tónskálda á borð við Bach og Beethov- en eru dæmi um hnignun sígildrar tónlistar, að mati Norman Lebrecht, tónlistargagnrýnanda The Daily Telegraph. kosti haft sannar- legan áhuga og skilning á tónlist en að það sama verði ekki sagt um þá sem nú ráði ferðinni þegar peningahlið tón- listarinnar sé annars vegar og að það geíi hæg- lega gengið af henni dauðri. Bilió breikkar Lebrecht full- yrðir að launakr- öfur stjórstjarn- anna hafi náð út yfir allan þjófa- bálk og að bilið á milli þeirra og „hinna“ tónlistar- mannanna breikki stöðugt. A sama tíma og tenórarnir þrír þiggi tugi milljóna dala, hundruð milljóna ísl. kr. fyrir að koma fram, svelti þeir næstbestu og að fjölmarg- ar sinfóníuhljómsveitir rambi á barmi gjald- þrots. ítölsku óperuhúsunum sé lokað hveiju á fætur öðru, tvær þekktar sinfóníu- hljómsveitir í London berjist nú í bökkum, fjölmargar bandarískar borgir hafi orðið að sjá á bak sinfóníuhljómsveitum sínum og að ástandið hjá mörgum hljómveitanna sé þvílíkt að eina sparnaðarleiðin virðist í því fólgin að hætta að spila. Lebrecht kennir græðgi stórstirnanna um og nefnir Austurríkismanninn Herbert von Karajan sem stjórnaði Berlínarsinfó- niunni sérstaklega í því sambandi, segir hann hafa varðað leiðina með gríðarlegum launakröfum. Nú séu hljómsveitarstjórar á borð við Zubin Metha og Lorin Maazel með 300-400 milljónir ísl. kr. í árslaun. Þetta verði til þess að ekki sé hægt að standa að tónleikum eða upptökum með hæst launuðu tónlistarmönnunum án þess að fjársterkir aðilar veiti fjárstuðning. Þetta ástand vindi stöðugt upp á sig. Sígild tónlist sé i raun líkust tertu, menn gæði sér ein- göngu á ijómanum en skilji botninn eftir. Sigild tónlist borgar sig ekki Niðurstöðuna segir Lebrecht þá að í heildina borgi sígild tónlist sig ekki. Ætli menn á ná athygli verði þeir að hafa æ hærra. Dæmi um það sé að eftir dauða Karajans hafi Sony-útgáfan ætlað að skáka keppninautinum Deutsche Grammophone með upptöku á óperunni Borís Godunov eftir Mussorgskíj, undir stjórn Claudio Abbado. Kostnaður við upptökuna var yfir ein milljón dala, tæpar 70 milljónir ísl. Óperan hefur selst i yfir 15.000 eintökum sem telst ekki slæmt en miðað við hinn óheyrilega kostnað, tekur það út.gáfuna um fimmtíu ár að hafa inn fyrir honum. Á yfirfylltum markaði virðist aðeins ein lausn, að veðja öllu á stórstirnin. Gegn þessu beijast „ódýru“ útgáfurnar, svo sem Naxos, sem hefur náð þriðja sæti í útgáfu- heiminum á eftir Polygram og EMI. Telur Lebrecht að eina lífsvon sígildrar tónlistar liggi í starf slíkra útgáfa. O Byggt á Politiken 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LI5TIR 9. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.