Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1996, Blaðsíða 19
ALMODOVAR kann ekki að segja sögu. Framvinda í kvikmyndum hans er sila- leg eða nánast engin, háfl- velgjuleg skólafyndnin fremur þunn og aulaleg. Eiginlega er þetta sú teg- und gamansemi er höfðar mest til manna sem gersneyddir eru allri kímni- gáfu. í ofanálag er hver einasta tilraun til hótfyndni undirstrikuð og henni haldið á lofti svo að ekki er nóg með að maðurinn er alls ekkert fyndinn, heidur þurfa áhorfendur að horfa upp á hann hæla sér fyrir það hve skemmtilegur hann er við hvert fótmál. Þótt myndir Alomodovar séu mun lakari að gæðum en Carry On-myndirnar sællar minningar þrá- ast hann við og minnir á eigið ágæti. Þess vegna er öll gamansemi í myndum hans þving- uð. Almodovar er klessumyndaleikstjóri, notar mjög skæra liti í myndum sínum en hefur að sama skapi ekkert vald á þessum skræpóttu litbrigðum. Auk þess eru lýsing og myndbygg- ing yfirleitt hráar og falla illa að litadýrðinni svo að myndirnar eru ljótar auk þess sem klipp- ing og hreyfing myndavélar eru yfirleitt of viðvaningslegar til að litamynstrið samsvari öðrum listrænum þáttum. Einnig verður að segjast að Almodovar hefur ekki vald á þeim hárfínu tímasetningum sem ærslaleikir af þessu tagi krefjast. Akkilesarhæll Almodovar verður að teljast leikurinn í myndum hans. Það hlýtur mikið að vera að fyrst Antonio Banderas er efnileg- asti leikarinn í leikhópnum. Reyndar hefur leik- urinn verið helsti veikleiki spænskra kvik- myndagerðarmanna frá upphafi. Má rök að því leiða að kvikmyndir Almodovar séu slíkar að þær krefjist ákveðinnar tilgerðar í leik. Ollu má samt ofgera. Leikurunum til varnar má benda á að persónurnar í myndum Almodo- var eru svo kjánalegar frá hendi höfundar að enginn leikari er þess umkominn að gera þær trúverðugar eða skemmtilegar. Spænsk liskwsveifla Hver er þá skýringin á þeirri hylli sem PEDRO Almodovar leikstýrir Marisu Paredes við töku Huldublómsins. JIM Jarmusch við tökur á Dauðum. Næsta mynd Jarmusch var með fyndnari myndum síðustu ára. í Strokuföngunum (Down by Law) tefldi Jarmusch fram söngvaranum og lagasmiðnum Tom Waits, ítalska gaman- leikaranum Roberto Begnini og John Lurie sem gerði garðinn frægan í Furðulegri en paradís. Jazzmaðurinn Lurie þótti mjög efnilegur leik- ari en það kom á daginn að Jarmusch er eini maðurinn sem getur fengið hann til að léika af einhveiju viti. Þremenningarnir Lurie, Wa- its og Begnini voru óborganlegir í Strokuföng- unum og hver öðrum betri. Handrit Jarmuschs var meinfyndið á gersamlega áreynslulausan hátt. Fáir núlifandi handritshöfundar geta skrifað fyndnari og eðlilegri samtöl en Jar- musch. Strokufangarnir er hans besta mynd til þessa. Hann á enn eftir að gera vonda mynd, að sveinsstykkinu undanskildu. Quixote og Pnnza Ef Jim Jarmusch er eins konar Don Quixote bandarískrar kvikmyndagerðar er hollenski kvikmyndatökumaðurinn Robert Múller sann- arlega verðugur Sancho Panza. Hann tók Strokufangana á svarthvíta filmu og sýndi að hann gat blásið nýju lífi í þessa útdauðu list- grein sem svarthvít kvikmyndataka er. Tónlist Waits féll vel að efni myndarinnar en þrátt fyrir góða dóma var dreifing hennar takmörk- uð í Bandaríkjunum. Jarmusch var nú markað- ur bás í heimalandi sínu sem svokölluðum sjálf- stæðum kvikmyndagerðarmanni þótt myndir hans eigi erindi til mun breiðari áhorfendahóps en raun hefur orðið á. Myndir Jarmusch eru nokkuð frábrugðnar venjulegum Hollywood- myndum, bæði að efnistökum og innihaldi, og jafnvel sérviskulegur. Samt er ekki svo að skilja að þær séu hefðbundnar menningar- myndir. Sögur Jarmusch eru meinfyndnar og oftar en ekki kynnist áhorfandinn undarlegum en hlýjum og stórskemmtilegum persónucn^ Venjuleg Jarmusch-mynd er hægari en menn eiga að venjast í bandarískum kvikmyndum. Hins vegar eru myndir hans aldrei langdregn- ar eða leiðinlegar. Næstu myndir Jarmusch, Leynilestin (Myst- ery Train) og Nótt á jörðu (Night on Earth) eru í raun smámyndasöfn. Að þessu sinni vori EINN OFLOFAÐUR OG ANNAR EINSTAKUR Pedro Almodovar var fyrir nokkrum árum einn at- kvæðamesti nýliðinn í evrópskri kvikmyndagerð og gagnrýnendur héldu því fram að hann væri sam- bland af Oscar Wilde og Orson Welles. JONAS KNUTSSON segir þessar fullyróingar ekki styðjast við nein rök, heldur hrósi menn Almodovar að tilefn- islausu. Hins vegar eigi Jim Jarmusch, sem leikstýrði Dauðum, hrós skilið, en hann bindi bagga sína ekki sömu hnútum og starfsfélagar sínir. myndir Almodovar hafa átt að fagna? Hvers vegna hafa gagnrýnendur lofað hann í hást- ert? Myndir Almodovar fylltu í ákveðið skarð á sínum tíma. A áttunda áratugnum var allt of lítið um gamanmyndir og ríkisstyrkt kvik- myndagerð í Evrópu steinrunnin sem enda- nær. Myndir hans voru sem vin í eyðimörkinni innan um drepleiðinlegar menningarmyndir á kvikmyndahátíðum um heim allan. Almodovar er hluti af spænskri tískusveiflu í menningarheiminum. Hann varð frægur um svipað leyti og suður-amerískar skáldsögur komust í tísku. En Almodovar stendur ekki undir þessu. Hávaði, skrækir og læti koma í stað raunverulegrar gamansemi í myndum hans. Leikstjórinn veit aldrei hvenær hann á að halda að sér höndum svo að myndir hans eru of einstrengislegar. Oftast bera þær athygl- isgáfu áhorfandans ofurliði löngu fyrir hlé. Frægasti leikstjóri Spánveija, Luis Bunuel, ól aldur sinn í Frakklandi enda litlir kærleikar með honum og stjórnarmönnum einræðisherr- ans Francos. Bufiuel var sannur skurðgoða- bijótur og án efa merkasti kvikmyndagerðar- maður sem Spánveijar hafa átt. Frægustu myndir hans eru Andalúsíuhundurinn og Gull- öldin sem hann gerði í félagi við Salvador Dali og Dagdrottningin (La Belle de jour). Spánveijar hafa því aldrei átt eiginlega þjóð- hetju á sviði kvikmynda. Almodovar virðist fylla það skarð í augum margra. Samt er ekki um að villast að spænsk kvi- myndagerð er i mikilli sókn. Undanfarin ár hafa ýmsir efnilegir leikstjórar skotið upp kollli. Nægir þar að nefna Bigas Luna, sem er mun fyndnari en Almodovar og hefur mun meira vald á forminu. Hann gerir miskunnarlaust grín að löndum sínum án þess að klappa þeim um leið á kollinn eins og Almodovar. Einn af fáum kostum Almadovar er sá að honum er ekkert heilagt. Samt kemst hann ekki í hálfkvisti við stjórnleysingjann og landa sinn Bunuel. Háðið í myndum Almodovar er einhvern veginn bitlaust enda má segja að Almodovar velji sér fremur auðveld skotmörk, sjónvarp, íjölmiðla, nunnur, Spánveija o.s.frv. Sem ádeilumaður kemur Almodovar nokkuð spánskt fyrir sjónir. Hann rembist einfaldlega of mikið við að vera fyndinn. í myndum Almodovar eru ekki alvarleg eða róleg atriði inni á milli svo að áhorfandinn fær aldrei að hvíla sig á fimmaurabröndurum. Aðdáendur hans fá því að hlusta á nokkrun veginn sama brandarann í hálfa aðra klukkustund. Ef menn vilja upplifa þessa reynslu er þeim bent á nýjustu mynd Almodovars, Huldublóm- ið, sem sýnd er í Háskólabíói um þessar mund- ir. Nú fer hver að verða síðastur að sjá þessa mynd. Sjálfur ætla ég hins vegar að sitja heima og horfa á Gög og Gokke í sjónvarpinu. Jarmusch - engum likur, nema sjálf um sér Kvikmynd Jim Jarmusch, Dauður, var sýnd á kvikmyndahátíð í Reykjavík og vegna fjölda áskorana sýnd áfram eftir að hátíðinni lauk. Jarmusch vakti fyrst athygli með myndinni Furðulegri en paradís (Stranger than Para- dise), sem segir frá hversdagslegu brambolti tveggja furðufugla í úthverfum New York- borgar. Myndin þótti sprenghlægileg á yfirlæt- islausan hátt og Jarmusch var talinn minna um margt á smásagnahöfundinn og minimal- istann Raymond Carver. Jim Jarmusch er Bandaríkjamaður. Hann stundaði háskólanám og kaffihúsabrölt í París, nam síðan kvikmyndagerð í hinum víðfræga New York-háskóla. Hann er því skólabróðir ekki ómerkari manna en Martins Scorseses, Olivers Stones, Spikes Lees, Chris Columbus og Cohen-bræðra þótt hann virðist fátt eiga sameiginlegt með þeim. Langar tökur og takmörkuð hreyfing myndavélar eru þau stílbrögð, sem peninga- leysi og aðstæður þröngvuðú upp á Jarmusch í byijun. Þau eru fyrir löngu orðin sterkustu höfundareinkenni hans. Furðulegri en paradís var svarthvít og gerð nánast án fóékkurs til- kostnaðar. Verk Jarmusch sveija sig í ætt við svokallaðar sjálfstæðar myndir í Bandaríkjun- um, þ.e.a.s. kvikmyndir sem eru óháðar stóru myndverunum á vesturströndinni. Alls kyns furðufuglar prýddu Furðulegri en paradís. Minimalísk stílbrögð og fyndið og skemmtilegt handrit settu einnig sterkan svip á myndina. Jarmusch er ólíkur öðrum kvik- myndagerðarmönnum af sinni kynslóð að því leyti að hann virðist sækja mikið til bók- mennta jafnt sem annarra kvikmynda. Eini kvikmyndagerðarmaðurinn sem hann hugsan- lega minnir á er Chaplin þeirra Frakka, Jacqu- es Tati. Jarmusch átti eina mynd í fullri lengd að baki er hann gerði Furðulegri en paradís. Það verk nefnist Eilífðarfrí (Permanent Vacati- on). Sú mynd var lítið annað en stílæfing. myndirnar teknar í lit. Persónur í þessum myndum voru látlausari en furðufuglarnir í fyrri myndum Jarmuschs. Einn aðalleikarinn í Leynilestinni er enginn annar en Masotoshi Nagase sem lék aðalhlutverkið í Á köldum klaka. Báðar eru myndirnar stórskemmtilegar en hvorug jafn fyndin og kraftmikil og Stroku- fangarnir. Jarmusch bregður oft fyrir í smáhlutverkum í myndum annarra kvikmyndagerðarmanna. Hann leikur oftar en ekki furðufugla sem érn jafnvel skrýtnari en hans eigin sögupersónur. Þessi gestaleikur er jafnan' bráðskemmtilegur þótt það væri oflof að segja að Jarmusch væri leikari af guðs náð. Jarmusch fjallar jafnan um hliðar á banda- rísku þjóðfélagi sem Hollywood-myndir láta afskiptalausar eða skrumskæla. Ekki er svo að skilja að Jarmusch hafi þjóðfélagslegan boðskap fram að færa. Margar af sögupersónum hans eru svokallaðar andhetjur eða undirmálsmenn. Samt gerist hann aldrei sekur um ræfladýrkun. Ekki fellur hann heldur í þá gryfju að tala nið- ur til sögupersónanna, því síður að hann sé að velta sér upp úr eymd og volæði. Ólikir mennlngarheimar Höfundur þessara mynda er af tékkneskum, þýskum, frönskum og írskum ættum. Það er því ekki að furða þótt stefið um árekstur ólíkra menningarheima gangi eins og rauður þráður í gegnum verk hans. Furðulegri en paradís segir frá stúlku sem kemur frá Mið-Evrópu til Bandaríkjanna. í Strokuföngunum er hinn glaðvitlausi ítali Roberto Begnini gerólíkur Bandaríkjamönnunum Waits og Lurie í háttum og hegðan. Japanska parið í Leynilestinni nem- ur land í Bandaríkjunum og er engu líkara en það sé komið til annarrar plánetu. Nótt á jörðu fjallar um leigubílstjóra af ýmsu þjóðerni. Jar- musch lætur þá alla vera skemmtilega ólíka farþegunum svo að andstæðumar eru oft líka persónulegar og þjóðfélagslegar. í Dauðunrueru þessar andstæður heimur hvíta mannsins og veröld indíánans. Dauður hefur fengið bæði góða og slæma dóma. Svo mikið er víst að hér er um allt annað en hefðbundinn vestra að ræða enda óhefðbundinn maður að verki. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. NÓVEMBER 1996 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.