Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1996, Side 6
ÚR Ríkharði III íleikstjórn Richards Loncraine.
KENNETH BRANAGH OG
SKÁLDIÐ FRÁ STRATFORD
r
Irinn Kenneth Branagh er einn gtkvæóamesti kvik-
myndagerðarmaður á Bretlandseyjum um þessar
mundir. JONAS KNUTSSON skoóar hér glímu hans
vió höfuóskáldió William Shakespeare á hvíta tjald-
inu og ber saman vió aórar útgáfur af kvikimyndun
verka skáldsins.
LAURENCE Olivier ítitilhlutverkinu í mynd sinni Hinriki V sem gerð var árið 1944.
Fyrsta KVIKMYND Branaghs Hin-
rik fimmti var sannkallað höf-
undarverk. Branagh leikstýrði
myndinni sjálfur og lék aðalhlut-
verk. Laurence Olivier, ástsæl-
asti og virtasti leikari Breta á
þessari öld, kvikmyndaði leikritið
árið 1944. Þykir sú bíómynd ein-
hver besta útfærsla fyrir breið-
tjald sem gerð hefur verið á verkum Sha-
kespeares. Olivier var leikstjóri, auk þess sem
hann lék hlutverk Hinriks og gerði því
ógleymanleg skil. Framleiddi hann einnig
myndina og skrifaði handrit. Þegar kvisaðist
út að Kenneth Branagh, sem var nánast
óþekktur sem kvikmyndaleikari, hefði ákveð-
ið að leika þetta þrekvirki eftir Olivier komu
flestir gagnrýnendur á frumsýninguna til
þess að sjá hann verða sér til athlægis. Hin-
riki fímmti er hálfgert þjóðrembuverk og síð-
asta kvikmynd eftir leikritinu var gerð í seinni
heimstyijöld vegna áróðursgildis síns. Hafði
ekki hvarflað að nokkrum manni að kvik-
mynda verkið á friðartímum. Gagnrýnendum
varð ekki að ósk sinni því að Hinrik fimmti
var besta Shakespearemynd níunda áratug-
arins. Branagh vann mikinn sigur bæði sem
leikari og leikstjóri. Enginn gat sagt að hann
gæfi Laurence Olivier nokkuð eftir enda túlk-
un Branaghs á hlutverkinu svo gerólík leik
Oliviers að allur samanburður væri fjarri lagi.
Branagh skipaði réttum leikara í hvert hlut-
verk og gerði áhrifamikil og aðsópsmikil
bardagaatriði úr orrustunni við Agincourt
þótt hann hefði ekki miklar fjárhæðir til
umráða. Nýgræðingurinn tók tvær veiga-
miklar áhættur við gerð myndarinnar. Ann-
ars vegar lét hann sögumann vera í nútíma-
búningi þótt slík ákvörðun kynni hæglega
að orka tvímælis. Þetta stílbragð gaf góða
raun enda lék öndvegisleikarinn Derek Jacobi
(Bróðir Cadfael) hlutverkið og gerði það
glæsilega að vanda. Hins vegar kaus Bra-
nagh að túlka Hinrik fimmta án þess að temja
sér mjög konunuglegt fas. Reyndar er al-
gengt að leikarar í verkum Shakespeares
falli í þá gryfju að rembast við að vera „Sha-
kespearelegir“, hvað sem það nú er. Fellur
persónan þá oft í skuggann af einhvers kon-
ar látalátum sem eiga að undirstrika stétt
og stöðu hennar og koma til skila „anda“
leikritsins en ekki persónunni sjálfri. Áhorf-
endur tóku hinn ókonunglega en tignarlega
konung Branagh í sátt enda var hann holdi
og blóði klæddur í höndum leikarans. Breska
leikonan Emma Thomson, þáverandi eigin-
kona Branaghs, átti þar stórleik sem Katrína
prinsessa. Samt sem áður var Branagh orð-
inn gagnrýnenáum þyrnir í augum . Ef til
vill gramdist þeim það mest að enginn vafi
leikur á að Kenneth Branagh verður aðlaður
einn góðan veðurdag. Viðbrögð breskra fjöl-
miðla við velgengni Branaghs minna um
margt á öfundarorð Kassíusar í harmleik
Shakespeares um Júlíus Sesar:
„Ó tignu guðir, mér blöskrar að svo ve-
salt væskilmenni nær til að bjóða byrginn
öllum heimi og bera pálmann einn.“ (Júlíus
Sesar 1.2., þýðing H.H.)
Litillátur, Ijúfur, kátur
Ýmsum sárnaði framhleypni Branaghs er
hann dirfðist að feta í fótspor Laurence Olivi-
ers. Branagh sá sér leik á borði og gekk enn
lengra fram yfir mörk hófsemi og lítillætis
er hann gaf út sjálfsævisögu sína tuttugu
og átta ára að aldri. Ævisöguna nefndi hann
því yfirlætislausa nafni Byrjun (A Beginn-
ing), e.t.v. til þess að æra óstöðugan. Reynd-
ar hefur verið gefin út önnur ævisaga Bra-
naghs er nefnist Ken og Em (Ken and Em),
og kveður þar við annan tón. Blaðamenn og
gagnrýnendur biðu nú með reiddan brandinn
eftir því að þessi aðsópsmikli æskumaður
gerði fyrstu mistök sín.
Þúsundþjalasmióur
Branagh er hvorki glæsimenni né mikill
að vallarsýn. Hann hefur orðið að komast
áfram á leikhæfileikunum einum enda varla
maður sem tekið er eftir á götu. Árið 1987
stofnaði Branagh Endurreisnarleikhópinn.
Það er réttnefni þar sem Branagh er sannur
endurreisnarmaður, hefur skrifað tvö leikrit
og fjölda greina auk þess sem hann hefur
verið allt í öllu í kvikmyndum sínum.
Branagh vakti fyrst athygli fyrir þróttmik-
inn leik í hlutverki Hamlets á leiksviði. Valdi
hann þá leið að leika Danaprinsinn sem eins
konar amlóða, ógæfumann sem lætur stjórn-
ast af eigin hvötum, og lét hinn hikandi gáfu-
mann lönd og leið. Branagh er kraftmikill
leikari. Margir gagnrýnendur hafa neitað að
telja honum það til tekna. Þess í stað halda
þeir því fram að sá kraftur, sem hann býr
yfir, sé ekkert annað en tilraun til að breiða
yfir innantóman og ófágaðan leik.
Branagh ■ Veslurólfu
Næsta mynd Branaghs, Dauður aftur (De-
ad Again), var spennumynd í anda Phillip
Marlowsagnanna þar sem Branagh lék
bandarískan einkaspæjara. Að þessu sinni
vann hann ekki hug og hjörtu áhorfenda.
Þótt myndin væri slétt og felld þótti hún
engin Njála. Gagnrýnendur héldu að sér
höndum en þótti jafnframt lítið til myndarinn-
ar koma.
Branagh brá nú á það ráð að leita aftur
fanga í smiðju skáldjöfursins og leikstýrði
myndinni Ys og þys út af engu (Much Ado
about Nothing) eftir leikriti Shakespeares.
Branagh var hér á fornum slóðum og ærsla-
leikur Shakespeares fékk góða aðsókn í
Bandaríkjunum. Frægir bandarískir leikarar,
svo sem Denzel Washington, Keanu Reeves
og Michael Keaton komu fram í litlum hlut-
verkum. Bretar kalla ákveðnar tegundir bóka
kaffiborðsbækur og eiga við doðranta sem
menn láta liggja eftir á kaffiborðinu til að
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. DESEMBER 1996