Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1996, Blaðsíða 13
VESNA PARUN
ÓLÍFUR GRANATEPLI
OG SKÝ
Hjalti Rögnvaldsson þýddi
Þegar ég mæti honum hjá múrveggnum lít ég unclan til skýjanna
þótt ég hafi beðið þess þijá daga að hann færi hér um
Granateplin blómstra núna og hafið flæðir
Kvöldið svo hátíðlegt og stjörnurnar í augum hans
svo myndarlegur uppvið næturhimininn
tignarlegur eins og snekkja.
En meiraðsegja núna grípur mig óttinn um hvað sé í vændum
Meðan vindurinn vex yfir ólífuhæðirnar
Og hjarta mitt ólukkulegt
Titrar og hlustar
Þijá daga bíð ég, hlekkjuð af æsku minni
Bakvið múrvegginn eftir fótataki hans í dimmum ólífuiundinum
Vesna Parun er Króati, ríflega sjötug, barnabókahöfundur og Ijóðskóld með
fleiri en 20 Ijóðabækur ó bakvið sig. Þykir vera sérlegur boðberi óstarinnar.
Fyrir nokkrum órum valdi hún einsetulíf til að hugsa og starfa.
KRISTINN REYR
ÓHÆTT UM ÞAÐ
Hví er svo dimmt kringum hempunnar sál
í helkuldans viðjum? Er slokknað í Neðra?
Þar átti þó margur víst bólið við bál
að boðhætti skriftlærðra feðra.
Yljuðu í frosthörkum orð um þann stað
óhætt um það.
Dagurinn rís til að deyja inn í nótt
svo dæmist það kerfinu samkvæmt rétt vera
en skelfing er orðið um himnavist hljótt
í helgidagsræðum minn séra.
Ekkeit vill Skálholt með eilífan stað
óhætt um það.
Vér hyggjum þó mörg enn á himneska för
úr héi'vistarnepju og dýrtíðarráni
og dottum með slitur úr versi á vör
en vöknum svo niðri á Spáni.
Ekki er að lasta jafn áfengan stað
óhætt um það.
Vor undanrás þannig með Útsýnarferð
og innfluttur sólbruni vitni því bera
að til eru bjartari svið en þú sérð
minn séra minn séra minn séra.
Arason leit þau frá aftökustað
óhætt um það.
Fyrst þjóðsögur Gyðinga og þrenningin æðst
úr þankanum vígða í myrkheima sunka
þá gætirðu í staðinn um framlífið fræðst
á fundi með Hafsteini og Runka.
Ætli það kynni ekki að eiga sér stað
óhætt um það.
Sá kunningi dauðinn er kalt steypibað
á kófaða sálu og nærfataskipti.
Svo ríðurðu taumlaust og hnakklaust í hlað
á hæðum úr Skálaholtsstifti.
Alltént má kanna þann áningarstað
óhætt um það.
Því ævin er fokin á ómælishaf
sem uppflosnað duftkorn frá Iandinu mínu
á sekúndubroti er guð faðir gaf
til gamans af örlæti sínu.
Alltaf er maður á einhveijum stað
óhætt um það.
Höfundurinn er skóld í Reykjavík. Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók hans sem heitir
„Urvalsljóð ein" og er með úrvali úr 12 Ijóðabókum höfundarins fró órunum
1942-1991.
BRÉFFRÁ
JORGEN
BUKDAHL
JÖRGEN
Bukdahl
Danski rithöfundurinn og lýðskólamaðurinn Jörgen
Bukdahl var góður liðsmaður Islendingg í handritamál-
inu á sínum tíma. Þess er minnst nú, að 8. desember
eru liðin 100 ár frá fæðingu hans, en Bukdahl lézt
1982. Áriö 1960 skrifaði hann grein um íslandsför
sína, en hann kom tvisvar hingaó. Greinin var þýdd
°g birt' Andvara og hér skrifar hann Finnboga Guð-
mundssyni, þá landsbókaverói, í tilefni þess.
Askov. Vejen, 18.3.1971.
ÆRI Finnbogi Guðmundsson!
Þökk fyrir sérprent og Andvara. —
Þetta bergmál af íslandi gladdi mig
mjög.
Eg hef undanfarin 5-6 ár ekki heyrt
eitt einasta orð frá landi handritamálsins,
þessa þjóðlega höfuðmáls, er ég var viðrið-
inn allt frá 1944, er ég með vissum hætti
hreyfði því sem hinu fyrsta norræna máli
eftir stríð.
Hina löngu deilu, er síðan spannst um
það, kannizt þér við, hún var hörð og við
vorum fáir, einungis örfáir: C.P.O. Christ-
iansen (frá lýðháskólunum), (Björn M.)
Gíslason, Bent A. Kock og ég. Mótspyrnan
var öfgakennd (undir forystu Brondum-
Nielsens og þá einkum Westergaard-Niels-
ens) og gætir að nokkru enn í áköfum þrýst-
ingi á Hæstarétt, sem e.t.v. getur enn riðið
málinu að fullu; Ofstæki og sú þjóðernsi-
hyggja, sem hefur vísindin að yfirvarpi, fá
miklu áorkað. — Við urðum ofan á í fyrri
lotunni, unnum þjóðþingið tvisvar á okkar
band. Við gátum raunar ekki haft áhrif á
gang mála fyrir dómstólum, en lögfræðing-
arnir fylgdu okkur að málum á hvetju dóm-
stiginu af öðru.
En nú er bezt að sjá, hvernig fer: 25 ára
starf að þessu máli ætti þó að verðskulda
farsæl málalok.
Þetta er flókið mál; annars vegar aðgerð-
ir þær, er við blasa, hins vegar allir hinir
innri þættir þess, ennfremur gagnkvæmur
skilningur, sem oft brast mikið á. Stundum
fannst mér ég sjálfur vera einangraður frá
hinum íslenzku samherjum, og kom þar til
hið norræna viðhorf mitt, þjóðlegt sjónar-
mið — e.t.v. einnig fræðilegt, þótt ég vissu-
lega sé ekki málfræðingur eða vísindamað-
ur í þeim skilningi — og hafi ekki fullt vald
á íslenzkri tungu.
Eftir að ég tók að sækja málið á hinum
fræðilega grundvelli varð ég var nokkurrar
efnagirni hjá sérfræðingum sem Sigurði
Nordal og Einar Ólafi Sveinssyni, menn
skildu naumast það, sem að baki bjó, að
það var danska þjóðin, sem þarna reis upp
og leiddi málið til lykta, að ég ekki tali um
Jón Helgason, sem sinnti aldrei tilmælum
mínum um, að hann miðlaði okkur af þekk-
ingu sinni.
Við urðum því sjálfir að bjargast sem
bezt við gátum og áttum þar í höggi við
ofstæki hinna dönsku vísindamanna.
Eg sendi sérprentað eitt þeirra rita, sem
við beindum m.a. til þjóðþingsins, sem tók
úrslitaákvörðunina (en þekkti vitaskuld ekki
ýkja mikið til málsins), þegar það var öðru
sinni lagt fyrir þjóðþingið fylgdi ég því eft-
ir með dálitlu riti „Fakta om de islandske
hándskrifter“.
Hvort tveggja hefur nú einungis sögulegt
gildi, en ég vil þó gjarnan, að þessi rit verði
tiltæk í safni á íslandi þann dag, sem aldar-
fjórðungssaga átakanna um íslenzku hand-
ritin verður vandlega rakin.
Ég minnist tveggja íslandsheimsókna
með gleði, komunnar að Reykholti á ártíðar-
degi Snorra Sturlusonar, vígslu dómkirkj-
unnar í Skálholti milli Vörðufells og Mos-
fells; en ekki sízt fundarins við fólkið. Ég
hitti fáa af frammámönnum þjóðarinnar,
þó vin minn Alexander Jóhannesson pró-
fessor, sem nú er látinn. — Að ógleymdri
heimsókn í Arnardal, þar sem Þormóður
fann Kötlu [og Þorbjörgu Kolbrúnu] forðum
og hjartað fer að slá örar í Fóstbræðra sögu.
En eftir það heyrði ég ekki framar frá
landinu, bréfasambandið rofnaði, þar sem
enginn svaraði mér. Gott og vel, ég hafði
nóg að sýsla í vestnorrænum fræðum. En
gjarnan hefði ég kosið að binda ísland
fastari böndum við þetta og efla gagnkvæ-
man skilning. Áhrifa frá Norræna húsinu
hef ég ekki orðið var.
Þannig liðu árin, unz ég fékk bréf yðar.
Þér fyrirgefíð, að ég svaraði því seint og á
hlaupum. Ég átti þá heima í Róm, fannst
að ég þyrfti að bijótast út úr því norræna
um stundarsakir og sökkva mér niður í
rómverska menningu, sem einnig er ís-
lenzk, ekki sízt á miðöldum, þegar menn
fóru til Rómar, páfarnir bjuggu í Later.
Ég hlaut að minnast þess, þegar ég reikaði
um Lateranhæðina, þar sem nokkrar rústir
páfahallarinnar standa enn. Ég minntist þá
nákvæms leiðarvísis Nikulásar ábóta, þar
sem segir um ferðina til Rómar og Róma-
borg sjálfa, þar var um 1150. ísland varð
á vegi mínum í hinni eilífu borg, þegar ég
var þar staddur átta öldum síðar. Ég rakst
þar einnig á Sighvat skáld, sem Ólafur (kon-
ungur) saknaði forðum á Stiklastöðum. En
Þormóður var þar þó og vakti herinn! Næst
komst ég samt hinu þögla íslandi í Þránd-
heimi, Niðarósi, þar sem ég hélt ræðu í
dómkirkjunni á Ólafsvöku. Hér hafði Einar
Skúlason flutt kvæði sitt, Geisla, fyrir 800
árum. Það er svo sem Islendinga að minn-
ast Niðaróss, t.a.m. Erkibiskupsgarðsins.
Þaðan barst það, er um síðir varð hinu foma
lýðveldi að falli. Hér var miðstöð hins kirkju-
lega og veraldlega valds. Ólafur hafði á
sinni tíð seilzt til yfirráða á íslandi, í Gríms-
ey, þar sem fæða mætti norskan her. Var
það ekki Einar Þveræingur, er að sögn
Snorra mælti gegn því, að nokkurs fang-
staðar yrði léð á landinu?
En ólafur helgi var íslendingum hugfólg-
inn löngu áður en Snorri samdi frásagnir
sínar um hann. Og í augum Snorra var
hann hetja, þá er hann viðaði að sér efni
úr Fóstbræðrasögu og lét Þormóð og Ólaf
konung fara saman til hinnar himnesku
vistar.
Ég sendi ræðuna sem kveðju frá Noregi
til íslands og þakka bréf, sérprent og And-
vara.
Með kveðju þvert yfir Norðursjó og Atl-
antsára, frá yðar,
Jörgen Bukdahl.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. DESEMBER 1996 1 3