Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1996, Blaðsíða 20
Morgunblaóió/Árni Sæberg
LEIKFÖNG þriggja kynslóða eru til sýnis á Þjóðminjasafninu, hin elstu eru frá þvf um og fyrir síðustu aldamót svo sem brúða og fylgir henni rúm og rúmfatnaður frá fyrstu tíð
auk fatnaðar. Á sýningunni er einnig fágætt líkan af íbúðarhúsi á dönskum bóndabæ með tilheyrandi innanstokksmunum.
FYRRUM ÁTfl ÉG FALLEG GULL...
í GÆR, föstudag, var opnuð jólasýning í
Bogasai Þjóðminjasafnsins þar sem verða
til sýnis leikföng þriggja kynslóða. Leik-
föngin eru hluti af safni sem Elsa E. og
Þór Guðjónsson og fjölskylda afhentu safn-
inu að gjöf nýlega. Elsa starfaði um árabil
við safnið og var síðast deildarsljóri Text-
íl- og búningadeildar. Að sögn Elsu er þetta
leikfangasafn frá þremur kynslóðum. „Þau
eru öll úr minni fjölskyldu. Þarna eru leik-
föng frá móður minni, sem var dönsk og
fædd árið 1896, frá már sjálfri, Þór manni
mínum og börnum okkar sem fædd eru á
tímabilinu 1946 til 1950. Þarna eru brúður,
sú elsta frá árinu 1903 og fylgir henni rúm
og rúmfatnaður frá fyrstu tíð auk fatnað-
ar. Þá er á sýningunni fágætt likan af íbúð-
arhúsi á dönskum bóndabæ með tilheyr-
andi innanstokksmunum, járnbrautarlestir,
spil, raðþrautir, leikir, kubbar og fleira."
Sýningin veitir góða innsýn í það hvern-
ig börn léku sér fyrr á öldinni og má glöggt
skynja að það hefur breyst með tímanum
ekki síður en annað. Aðspurð hvort það
væru samt sem áður ekki nokkurn veginn
sömu hlutirnir sem krakkar væru að leika
sér að nú og áður sagði Elsa að það væri
ómögulegt að segja. „Það verða aðrir að
segja til um það; ég veit ekki hvernig krakk-
ar nú til dags leika sér með Barbie-dúkkur
og bíla.“
Minna má á að frá og með 12. desember
heimsækja gömlu íslensku jólasveinarnir
safnið daglega fram að jólum.
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. DESEMBER 1996
stjórn, og fluttist með honum til íslands.
Varð þeim fjögurra barna auðið.
Þegar Hannes Sigurðsson listfræðingur
fór þess á leit við Ara á liðnu ári að hann
héldi sýningu á Mokka langaði listamanninn
til að nýta tækifærið og heiðra minningu afa
síns og stuðla um leið að auknum samskipt-
um íslands og norðurhvelsþjóða. Þótti honum
rýmisverk, þar sem skinn væru í aðalhlut-
verki, við hæfi þar_ sem þau séu samofin
sögu beggja þjóða. Ýtti Ari því málverkinu,
sem hann hefur til þessa leitt til öndvegis,
til hliðar. „Skinn gegna óvíða stærra hlut-
verki en í Síberíu og sagan sem ég rek á
sýningunni er þegar afi vafði móður mína,
þriggja ára gamla, inn í holdrosann af kálfi,
sem hefur mikinn lækningamátt, og læknaði
hana með þeim hætti af húðsjúkdómi sem
hún átti við að stríða. Tengslin við ísland
eru því augljós en, sem kunnugt er, voru
handrit íslensku heimsbókmenntanna skrifuð
á kálfsskinn.“
Listamaðurinn fékk sútunarverksmiðjuna
Loðskinn hf. á Sauðárkróki til liðs við sig og
var skinnið sem prýða mun Mokka næsta
mánuðinn sérverkað með sýninguna í huga.
„Loðskinn tók beiðni minni af mikium áhuga
og kann ég þeim bestu þakkir fyrir.“
Málverkasýning í Jakútiu
Ari vitjaði ættar sinnar og uppruna í aust-
urvegi fyrst fyrir þremur árum en hann hafði
nokkrum sinnum komið til Rússlands áður.
Kveðst hann þegar í stað hafa orðið fyrir
hughrifum, sem orð fái ekki lýst. „Móðir mín
hefur alla tíð lagt mikla rækt við frásagnir
af forfeðrum okkar, sem margar hvetjar eru
lygilegar, þannig að ég var vel undirbúinn
þegar ég kom til Jakútíu. Engu að síður kom
landið mér í opna skjöldu."
Að sögn Ara er sjálfsstjórnarlýðveldið Sak-
ha (Jakútía) jafnstór Vestur-Evrópu en íbúar
eru einungis um ein milljón. „Auðlindir lands-
ins eru miklar en sá auður hefur lengst af
runnið beint til Kremlar. Það mun þó eitthvað
vera að breytast, en eins og við vitum er
Rússland í heild sinni gjörsamlega óútreiknan-
legt.“
Listamaðurinn er nýkominn frá Jakútíu þar
sem hann efndi til málverkasýningar í boði
menningarmálaráðherra landsins í síðasta
mánuði. Hefur hann, svo sem fram hefur
komið, mikinn hug á að efla tengsl landanna
tveggja og er farinn að leggja dreg að menn-
ingardögum næsta haust, þar sem listamenn
frá Jakútíu muni verða meðal gesta.
Mokka er að mati Ara kjörinn vettvangur
fyrir sýningu af þessu tagi, ekki síst í Ijósi
skírskotunarinnar til fortíðar enda hafi „allar
helstu hetjur íslands setið þar inni“. Thor
Vilhjálmsson, „hinn eini sanni meistari“, ritar
formála í sýningarskrá og tónlistarmennirnir
Óttarr Proppé og Jóhann Jóhannsson hafa
unnið hljóðverk fyrir sýninguna sem nefnist
Leikið á úlfa. Segir Ari það nafn við hæfi
enda séu úlfar sérstaklega skæðir í Síberíu.
„Á þessari sýningu, sem víðar, er úlfur undir
niðri, sem minnir okkur á að þar sem fólk
er tekið úr samhengi við umhverfi sitt og
náttúru verður það úti.“
Morgunblaóió/Júltus
ARIALEXANDER Ergis Magnússon myndlistarmaður kveðst i senn vera að heiðra minningu
afa síns og stuðla að auknum samskiptum íslands og norðurhvelsþjóða.
SKINN í HÓLF OG GÓLF
MOKKA-KAFFI verður klætt skinn-
um í hólf og gólf næsta mánuð-
inn en tilefnið er sýning sem Ari
Alexander Ergis Magnússon
myndlistarmaður opnar í kvöld kl. 20.00. Ber
hún yfírskriftina HLÉ í minningu um afa minn
en sýningin, sem unnin er í samvinnu við
ísjaka, menningar- og vináttufélag íslands og
Jakútíu, og Hannes Sigurðsson listfræðing,
er tileinkuð minningu móðurafa listamannsins,
Gabriels Argunovs frá Jakútíu.
Gabriel Argunov var veiðimaður á sléttum
Síberíu, þar sem mælast mestu frosthörkur
á byggðu bóli. Var hann snauður, svo sem
flestir stéttbræður hans á sovéttímanum, og
þegar heimsstyrjöldin síðari teygði anga sína
til Sovétríkjanna, 1941, var hann sendur á
víglínuna, þar sem „veiðimenn máttu fyrstir
missa sín í því samfélagi sem var í uppbygg-
ingu í Sovétríkjunum", að því er fram kemur
í máli Ara. Átti Argunov ekki afturkvæmt.
Móðir Ara, Kjuregej Alexandra Argunova,
var barn að aldri þegar faðir hennar féll og
voru kynni hennar af honum því stutt. „Það
Morgunblaóið/RAX
FRÁ æskustöðvum móður Ara í Jakútíu en myndin er tekin
þegar listamaðurinn var þar á ferð árið 1993.
eina sem hann fékk tækifæri til að gefa henni settist á skólabekk í Moskvu þar sem hún
var lífið,“ svo sem Ari kemst að orði. Sleit kynntist föður Ara, Magnúsi Jónssyni, sem
Kjuregej barnsskónum í Jakútíu áður en hún lagði stund á nám í kvikmyndagerð og leik-