Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1996, Blaðsíða 16
KVÖLDLOKKUR OG ÚTGÁFUTÓNLEIKAR BLÁSARAKVINTETTS REYKJAVÍKUR UM HELGINA
MUSICA Antiqua, Steef van Oosterhout slagverksleikari, Camilla Söderberg blokkflautu-
leikari, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir sem leikur á viola de gamba og Snorri Örn Snorra-
son lútuleikari, ásamt gestum sínum, söngvurunum Sverri Guðjónssyni og Mörtu G.
Halldórsdóttur.
fólki sem er að gefa út efni upp á eigin spýt-
ur. „Hugmyndin er ekki eingöngu að færa
fólki góða tónlist heim í stofu heldur jafnframt
að kynna íslenska tóniistarmenn hér heima og
erlendis enda hlýtur það að vera hlutverk stétt-
arfélags á borð við FÍH að stækka markaðs-
svæðið. Vonandi eiga Klassís-plöturnar því
eftir að fá kynningu sem víðast en með þeim
fylgja kynningartextar á ensku og þýsku.“
Plata Blásarakvintettsins er ekki eina Klass-
ís-platan sem kemur út fyrir þessi jól en Musica
Antiqua, „upphitunargrúppan frábæra" í Lista-
safninu, svo sem Einar orðar það með bros á
vör, er í sviðsljósinu á Amor, sem hefur að
geyma veraldlega tónlist frá endurreisnar- og
barokktímanum. „Öll tónlistin á diskinum á
það sameiginlegt að textar laganna tengjast
skemmtunum þess tíma sem þau eru samin á
og fjalla gjarnan um átök mannsins við ást-
ina. þannig er þessi fjögur hundruð ára gamla
dægurtónlist tengd viðfangsefnum dægurtón-
listar dagsins í dag,“ segir í kynningu frá
Musica Antiqua. ÖIl tónlistin er leikin á upp-
runaleg hljóðfæri en upptökur fóru fram í
Oddsstofu í Skálholti. Verkin á plötunni verða
vitaskuld leidd til öndvegis í Listasafni íslands.
BLÁSARASVEIT Reykjavikur og félagar munu fylla Reykholtskirkju
og Listasafn íslands af tónum um helgina.
TOKU TONLISTAR-
GAGNRÝNANDA
MORGUNBLAÐSINS
Á ORÐINU
KVÖLDLOKKUR á jólaföstu,
árlegir tónleikar Blásarak-
vintetts Reykjavíkur og fé-
laga, verða á tveimur stöðum
að þessu sinni: í Reykholts-
kirkju í dag, laugardag, kl.
16 og í Listasafni íslands á
morgun, sunnudag, kl.
21.30. Sérstakir gestir á síðamefndu tónleik-
unum verða Musica Antiqua en tónleikamir
eru öðrum þræði hugsaðir sem útgáfutónleikar
í tilefni af útgáfu ísdiska á nýjum geislaplötum
með leik kammerhópanna tveggja.
Blásarakvintett Reykjavíkur fagnar fímmt-
án ára afmæli sínu um þessar mundir en Kvöld-
lokkumar hafa fylgt honum frá upphafi. Hefur
tónleikunum verið fundinn vettvangur í mörg-
um kirkjum en hin síðari ár hafa þeir verið í
Kristskirkju. Nú kom kvintettinn hins vegar
að luktum dyrum þar á bæ, þar sem húsráðend-
ur hafa ákveðið að leyfa eingöngu flutning á
trúarlegri tónlist í kirkjunni, nokkuð sem Ein-
ar Jóhannesson klarinettuleikari segir að valdi
sér vonbrigðum. Á liðnu ári teygðu Kvöldlokk-
umar anga sína í fyrsta sinn út fyrir höfuð-
borgarsvæðið, þegar Blásarakvintettinn kvaddi
sér hljóðs í Bessastaðakirkju. Þótti sú ný-
breytni hafa heppnast vel og nú verður kvint-
ettinn, sem fyrr segir, á ferð í Reykholtskirkju.
Meginviðfangsefni Blásarakvintettsins á
tónleikunum þetta árið er verkið sem prýðir
geislaplötuna, blásaraserenaðan Gran Partitta
Kv. 361 eftir Wolfgang Amadeus Mozart fyrir
þrettán blásara og einn kontrabassa. I Reyk-
holtskirkju mun kvintettinn jafnframt taka
' nokkra „slagara“ úr Töfraflautunni eftir sama
tónskáld, svo sem Einar kemst að orði.
Mikilffenglegasta blásaraserenada
klassiska timabilsins
Að sögn Einars er Gran Partitta mikilfeng-
legasta blásaraserenaða klassíska tímabilsins
- og hugsanlega allra tíma. í verkinu sé með-
al annars að finna „menúetta, rómönsu, eldfjör-
ugt finale og ekki síst undurfagurt adagio sem
án efa er eitt hans [Mozarts] þekktasta lag“.
Segir klarinettuleikarinn að nokkur leynd hvíli
yfir tilurð verksins en talið sé að Mozart hafi
samið það í tilefni af brúðkaupi þeirra Cons-
tönzu. Lokaútgáfa þess hafi á hinn bóginn
verið flutt á góðgerðartónleikum fyrir hinn
keisaralega klarinettuleikara Anton Stadier,
sem lengi var undir vemdarvæng tónskáldsins.
Blásarakvintettinn hefur flutt Gran Partitta
þrívegis á tónleikum áður og eftir síðasta flutn-
ing „hrópaði Ríkarður Öm Pálsson tónlistar-
gagnrýnandi Morgunblaðsins í dómi sínum:
„Nú er nóg komið, þetta verður að fara á
disk““, svo Einari sé gefið orðið á ný. „Við
tókum hann vitaskuld á orðinu."
ísdiskar, útgáfufyrirtæki Félags íslenskra
hljómiistarmanna (FÍH), gefa geislaplötuna út
undir merkjum Klassís, sem er ný útgáfuröð
á þeirra vegum. Áður hafði Jazzís verið hleypt
af stokkunum. Segir Einar upptökur hafa
gengið hratt og vel fyrir sig en þær fóru fram
í Digraneskirkju í október. Stafræna hljóðupp-
tökufyrirtækið, undir forystu Sveins Kjartans-
sonar, hljóðritaði en tónmeistari var Bjami
Rúnar Bjarnason.
Hljóðfæraleikarar á plötunni em auk Ein-
ars, Daði Kolbeinsson, Peter Tompkins, Sigurð-
ur I. Snorrason, Kjartan Óskarsson, Oskar
Ingóifsson, Hafsteinn Guðmundsson, Brjánn
Ingason, Joseph Ognibene, Emil Friðfinnsson,
Lilja Valdimarsdóttir, Þorkeil Jóelsson, Rúnar
Vilbergsson og Richard Korn en um stjórntau-
mana hélt Bernharður Wilkinson.
Einar gerir góðan róm að samstarfínu við
fsdiska sem annast meðal annars alla kynningu
á geislaplötunni. Það hafí verið feikilega góð
tilbreyting að geta einbeitt sér alfarið að hinni
listrænu hlið útgáfunnar en hann þekki það af
eigin raun að umtalsverður tími og kraftar geti
farið í að koma plötu sem þessari á framfæri.
Þróunarverkefni
Pétur Grétarsson útgáfustjóri ísdiska segir
að Klassís sé, líkt og Jazzís, þróunarverkefni
undir vemdarvæng FÍH, þar sem tilgangurinn
sé að safna saman undir einn hatt tónlistar-
FJÖLBREYTT TÓNLIST
í LONDON
/ /
I desembermánuói þyrpast Islendingar gjarnan í
innkaupaleiðangra til höfuðborgar Englands, Lund-
úna. Þótt þessir skottúrar séu oft farnir til aó kaupa
jólagjafir á hagstæóu verði geta þeir einnig verió
tilvalió tækifæri til aó njóta þessarar mestu tónleika-
borgar Evrópu. OLAFUR ELIASSON skoóaði hvað
borgin hefur upp á aó bjóóa þessi jól.
AÐ fyrsta sem venjulegur
ferðalangur verður þó oft var
við í borginni eru óteljandi
söngleikir sem hafa margir
hverjir verið á fjölunum í við-
komandi leikhúsum í áraraðir
og mala gull. Það skyldi eng-
inn gera lítið úr skemmtana-
gildi siíkra leikhúsverka en vilji menn upplifa
það besta sem borgin hefur upp á að bjóða
verður að leita á önnur mið. Fyrir óperuunn-
endur hlýtur það að vera kærkomið tækifæri
að komast í Konunglegu óperuna í Covent
Garden. Óperan er einhver sú virtasta í heimi
og býður upp á ýmislegt bitastætt í kringum
þessi jól. Þar voru Valkyijur Wagners með
sjáifan Placido Domingo í aðalhlutverki 6.
desember. Domingo bregður sér reyndar í hlut-
verk stjórnandans í Toscu á einni uppfærslu
9. desember sem ætti að vera gaman að sjá.
Karl Bretaprins ætlar að bregða sér á Toscu
12. desember og er það reyndar sérstaklega
tekið fram í bæklingi fra Óperunni. Meðal
annarra athyglisverðra atburða í Covent Gard-
en í desembermánuði má nefna óperuna Tur-
andot eftir Puccini og ballettinn Öskubusku
við tónlist Prokovíevs.
English National Opera nýtur einnig mikill-
ar virðingar, en hún hefur þá sérstöðu að ail-
ur söngur sem fer fram í húsinu fer fram á
ensku. Það hjálpar þó varla áhorfandanum
að skilja innihald óperanna þar sem oft er
erfitt að nema hvert orð í söngnum. Þær upp-
færslur sem boðið er upp á í mánuðinum eru
Rigoletto eftir Verdi, Perlukafararnir eftir
Bizet, söngleikurinnMkac/o eftir Gilbert og
Sullivan og Die Soldaten eftir Zimmermann.
Aðainúmerið í húsinu um þessi jól telst þó lík-
legast vera heimsókn Kirov-ballettsins frá
Moskvu, en ballettinn mun flytja Hnetubrjót-
inn í húsinu frá 17. desember til 4. janúar.
Fyrir þá sem hafa meiri áhuga á að hlusta
á tónleika en óperur er ekki erfitt að finna
athyglisverða atburði í Lundúnum um jólin. I
Royal Festival Hall eru margir tónleikar haldn-
ir daglega i þremur sölum, aðalsalnum, Queen
Elisabeth Hall og Purchell Room. Fílharmóníu-
sveit Lundúnaborgar er þar með fast aðsetur
og kemur hún reglulega fram í aðalsalnum.
Staðurinn býður upp á fjöldann allan af tón-
leikum í mánuðinum og ber þá kannski hæst
tónleika píanósnillingsins Pollini í aðalsalnum
föstudaginn 13. desember. í Queen Elisabeth
Hall eru einnig athyglisverðir tónleikar með
hljómsveitum á borð við barrokhljómsveitina
Orchestra of the Age of Enlightment“ 12.
desember og „Academy of St. Martins in the
Fields" 17. desember. Þegar nær dregur jólum
verða ýmsir tónleikar á dagskrá sem eiga að
höfða til jóianna og keppast hljómsveitir og
aðrir flytjendur um að ná til almennings með
því að blanda við dagskrána verkum sem
hægt er að tengja jólunum á einhvern hátt.
Barbican Center keppir við Royal Festival
Hall á svipuðum nótum og virðist hafa vinning-
inn í ár hvað varðar áhugaverða dagskrá.
Sinfóníuhljómsveit Lundúnaborgar er þar til
húsa og kemur hún fram í aðalsalnum dagana
10., 11., 15., 19., 20., 21., 22. og 31. desem-
ber og einnig á nýárstónleikum 1. og 2. jan-
úar. Hljómsveitin er talin einhver besta sinfó-
níuhljómsveit í heimi og ætti að vera gaman
að bregða sér á tónleika með henni eftir þreyt-
andi búðaráp á Oxfordstræti. En Sinfóníu-
hljómsveit Lundúna er ekki sú eina sem kem-
ur fram í Barbican Center. Hljómsveitir eins
og Royal Philharmonic Orchestra, English
Chamber Orchestra og London Consert Orc-
hestra ieika allar í húsinu í mánuðinum ásamt
öðrum minna þekktum hljómsveitum. Fyrir
áhugamenn um barroktónlist er óhætt að
mæla með tónleikum sveitarinnar „Les Arts
Florissants“ frá Frakklandi undir stjórn Will-
iams Christie 18. desember og uppfærslu
„English Baroque Soloists“ á B-moll messu
Bachs undir stjórn Johns Elliots Gardiners 9.
desember. Hvoru tveggja athyglisverðir at-
burðir, jafnvel á Lundúnamælikvarða. Jólatón-
leikar verða á svipuðum nótum og í öðrum
tónleikahúsum.
Minni tónleikasalir borgarinnar bjóða einnig
upp á ýmislegt fyrir þessi jól. Wigmore Hall,
sem er líklega einhver virðulegasti staðurinn
af þeim minni, býður upp á tónleika nánast á
hveiju kvöldi. Wigmore Hall er þekktur fyrir
að bjóða upp á einleikara í hæsta gæðaflokki
og verður engin undantekning þar á um þessi
jól. Fram koma nöfn eins og söngkonan Ann
Sophie Von Otter og píanóleikarinn Alfredo
Pearl. Sérstaklega athyglisvert við staðinn er
að þar halda margir efnilegir einleikarar sína
„debut“-tónleika í Lundúnum og fylgir því
talsverð upphefð að hafa leikið í salnum. Stað-
urinn er þægilega staðsettur í Wigmore Street.
sem er örskammt frá Oxford Street. í sama
flokki og Wigmore Hall má nefna staði eins
og St. John’s Smiths Square sem einnig verð-
ur með fjöldann allan af tónleikum í mánuðin-
um. Það er vel þess virði að fylgjast með því
hvað þar er á seyði.
St. Martins in the Fie/d-kirkjan sem stendur
við Trafalgar Square er auk þess vinsæll tón-
leikasalur og er hún nú orðin þekkt fyrir tón-
leika haldna við kertaljós sem gerðir eru út á
túrisma. Þótt gaman geti verið að bregða sér
á slíka tónleika er ekki hægt að mæla með
þeim fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Flest-
ar hljómsveitir sem þar koma fram eru oftast
settar saman einungis í þeim tilgangi að leika
á tilteknu kvöldi og er oftast aðeins æft einu
sinni á undan tónleikunum til að spara laun
hljóðfæraleikara. Til þess að kynna sér nánar
hvað í boði er í borginni er líklega best að
kaupa eintak af vikuritinu Time Out. í blaðinu
eru allir helstu tónleikar nefndir, hvar þeir eru
til húsa og símanúmer til að bóka miða.
*
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. DESEMBER 1996