Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1996, Blaðsíða 19
Morgunblaóió/Árni Sæberg
FiNNUR Arnar myndlistarmaður. „Ég er enginn brautryðjandi í að vera til.
ERTU Á LAUNUM?
Finnur Arnar veltir á sýningu sinni í Nýlistasafninu
upp spurningum um líf fólks úrýmsum stéttum þjóó-
félagsins. ÞORODDUR BJARNASON leit inn á sýn-
inguna og leit um leið í eigin barm.
ERTU á launum?,“ var það fyrsta sem
myndlistarmaðurinn Finnur Arnar
sagði þegar blaðamaður leit inn í Ný-
listasafnið. Þegar blaðamaður kinkaði
kolli bætti hann við: „Frábært að vera á laun-
um við að skoða myndlist." Þessi orð eiga vel
við þegar sýning Finns er skoðuð en á henni
veltir hann fyrir sér daglegu lífi skrifstofu-
fólks, hveiju það hefur áorkað í lífinu og í
leiðinni hvert það stefnir. Eins hefur hann
stækkað upp launaseðla hjá átta opinberum
starfsmönnum og sést þar svart á hvítu hversu
mikið þeir fá greitt fyrir vinnu sína. Svokölluð-
um „Skrappverkum" hefur hann einnig komið
fyrir víða í sýningarsalnum og fær maður það
strax á tilfinninguna að þessi eða hinn hafi
skropppið frá, upp eða niður, eins og titlar
verkanna segja til um. „Ég ætti nú eiginlega
að taka viðtal við þig, spyija hvað þér fínnst
um sýninguna,“ segir Finnur, „maður lifír svo
mikið fyrir viðbrögðin og hvort einhver átti
sig á hvað maður er að gera.“
Pólilisk myndlist
Hvað ertu að gera?
„Þessi íjögur skrappverk mín eru eins og
smásögur þar sem ég bý til einskonar forsögu
að verkinu. Verkin eru lík hlutum sem maður
sér oft á dag úm allan bæ en það er svo spenn-
andi að reyna að fá fólk til að sjá fegurðina
í þeim, til dæmis með því að setja þá hér inn
á Nýlistasafnið.
Ég reyni að orða hlutina skiljanlega og tak-
ast á við nútímann sem við lifum í. Mér finnst
spennandi að taka á lífinu í landinu og leyfa
mér að vera pólitfskur en mér finnst að mynd-
list eigi að hafa eitthvað til málanna að leggja,"
sagði Finnur Arnar. Hann segir að þrátt fyrir
að hlutirnir sem hann sýnir ættu að vera mjög
skiljanlegii' og nálægt daglegu lífi manna sé
eins og mörgum finnist þeir þeim mun óskiljan-
legri útaf samhenginu sem þeir eru í, það er
inni í sýningarsal. „Fólk er kannski ekki vant
því að myndlist snúist um brauðstrit."
En líta ekki margir á iist eingöngu sem
augnakonfekt?
„Jú, hún á að hafa eitthvað fegurðargildi,
það er að það sé fallegt að horfa á hlutinn
án þess að innihaldið skipti máli. Ég er alinn
upp við það að fegurð fólks komi að innan og
að mínu mati er það eins með hluti sem þrátt
fyrir að vera ljótir og slitnir að utan öðlast
fegurðargildi við kynningu og umgengni. Það
er þessi fegurð sem heillar mig.“
Finnur segir að hugmyndin að æviferlunum
og það að setja þá upp á vegg eins og hann
gerir á sýningunni sé sprottin af hugleiðingu
um feril iistamanna sem gjarnan er birtur í
sýningarskrám og í bókum. „Það var því gam-
an að fá þessa fimm skrifstofumenn til að
setjast niður og gera svona feril og sjá um
leið hvað það var sem varð þess valdandi á
endanum að þeir urðu skrifstofumenn. Fegurð-
arlega séð er þetta kannski ekki upp á marga
fiska en innihaldið býr yfir mikilli fegurð og
hvert atriði er mjög mikilvægt fyrir viðkom-
andi,“ segir Finnur og bendir á að öll séum
við að keppa að því sama og reyna svipaða
hluti, „ég er til dæmis enginn brautryðjandi í
því að vera til, þó margt sem hendi mig þyki
mér stórkostlegt og sérstakt."
Aðspurður um hvað hann ætlist til að fólk
sjái út úr verkunum segir hann að fólk sem
sér þau fari kannski að skoða eigið líf á sama
hátt. „Sumir sem ákváðu að vera með í þessu
verkefni fengu vægt áfall þegar þeir riíjuðu
lífið upp og hvað hafði áorkast í því.“ Hann
sagði að allir hefðu tekið vel í að vera með
og ekki síst fólkið sem lánaði honum launaseðl-
ana enda hefur það ekkert að skammast sín
fyrir að hans sögn. „Það hefur bara sínat'
70.000 krónur í mánaðarlaun. Það var aftur
erfiðara þegar ég talaði við fólk sem vann í
einkageiranum, enda eru laun þar oft trúnaðar-
mál.“
Gáfwlegt forvarnarstarf
Hann segir að talan á launaseðlinum segi lítið
ein og sér um kjör fólks því líta verði á hvað
fólk vinni til að ná þessari tölu og það geta
sýningargestir séð svart á hvítu á sýningunni.
„Ég held að í sambandi við ástandið í þjóðfélag-
inu, unglingavandamál, eiturlyf, glæpi og þess-
háttar þá er það gáfulegasta forvarnarstarfið
að gefa fólki kost á að geta lifað af 40 stunda
vinnuviku. Eins og staðan er í dag þá á fólk
ekki kost á að sinna því sem mestu máli skipt-
ir, eins og fjölskyldunni til dæmis.“
Að lokum ræddu Finnur og blaðamaður um
stöðu myndlistarmannsins í samfélaginu og
hvort fólk bæri traust til hans, það er að segja
hvort það treystir honum til að vinna sína
vinnu.
„Það er að vissu leyti umhugsunarvert hvort
það sé ekki virðingarvert að til sé heil stétt
manna sem nennir að vera sífellt að setja fram
aðra sýn á hlutina og ýta við ýmsu sem betur
mætti fara í þjóðfélaginu. Mér fínnst að lista-
menn ættu að vera örlítið virtir fyrir það.“
Sýningin er opin alla daga frá 14-18 og
lýkur næstkomandi sunnudag.
>>?, ís <>e
<. ’ýf'jí)
to* Pifí**
■55**»
.... »„•
T^l
oJ099ó*50ö9?Þ
CiSVOO-iö0V96
fír:i iri 15 KlOÖOÍ
3A<Ieíl»Í ‘i ISU
lila
.cooo
C-1,0
+{., ð
j Skattílofr.
iSííkfiftiur jkattbr
j?>á Uírjór,..;,
piSSSl;;:-*'”"
AHOLD UM
ÚTGÁFU
Sænska útgófan BIS hefur meóal annars tekió sér
fyrir hendur aó gefa út verk Jóns Leifs. ÁRNI MATT-
HÍASSON tók tali eiganda útgófunngr, Robert von
Bahr, sem sagói honum aó framhald væri óljóst.
s
SÍÐASTA ári hófst útgáfa á heildar-
verkum Jóns Leifs hjá sænsku útgáf-
unni BIS. Út komu diskur með
píanóverkum Jóns, strengjakvartett-
ar og Sögusinfónían. Diskunum hefur verið
vel tekið, og þannig hlaut diskurinn með
strengjakvartettunum verðlaun á MIDEM-
stefnunni í Frakklandi sem kammermúsíkút-
gáfa ársins og Sögusinfóníunni hefur verið vel
tekið um heim allan og hún selst vel. BlS-stjór-
inn Robert von Bahr er reyndar vanur verð-
launum, því önnur útgáfuröð hans, heildarút-
gáfa á verkum Sibeliusar, er margverðlaunuð.
Eins og getið var eru þrír diskar komnir út
í Jóns Leifs-röðinni og snemma á næsta ári
kemur fjórði diskurinn út, verið er að vinna
upptökur frá því í júlí fyrir útgáfu í janúar.
Robert von Bahr segir að þó það sé diskur
væntanlegur séu áhöld um hve löng útgáfuröð-
in eigi eftir að verða og hve langan tíma eigí
eftir að taka að gefa út verkin öll. „Við viljum
gjarnan taka upp meira og segja má að við
séum bara að bíða Sinfóníuhljómsveit íslands,"
segir Bahr, en meðfram því að taka upp fyrir
BIS tekur Sinfónían líka upp fyrir Naxos-
útgáfuna og þá verk Sibeliusar, sem Bahr seg-
ir anga af því sem helst hijái útgáfuheiminn
í dag. „Til eru um 240 útgáfuraðir með verkum
Sibeliusar í heiminum, en ekki nema ein út-
gáfuröð með verkum Jóns Leifs,“ segir hann
ákveðinn. „Annar er finnskt tónskáld, en hinn
helsta tónskáld íslands. Ef Sinfónían vill frek-
ar taka upp Sibelius fyrir ódýra útgáfu en
standa að menningarlegri útgáfu með gæða-
útgáfu er það val hennar; hvort hún vill frekar
vinna að menningarefni eða óþarfa. Ég tek
svolítið stórt uppí mig en það er vegna þess
að það er engin ástæða fyrir Sinfóníuna að
taka upp Sibelius, það er engin þörf fyrir enn
eina Sibeliusarröðina," segir hann. Hann seg-
ist hafa velt því fyrir sér að notast við finnska
hljómsveit eða sænska til að þoka útgáfunni
á verkum Jóns Leifs áfram, en
honum finnist rétt að gefa Sinfó-
níunni tækifæri til þess að segja
af eða á áður en hann leitar ann-
að. „Mér finnst að þetta eigi að
byggjast á þjóðarstolti íslendinga.
Ef Sinfóníuhljómsveitin hefur ekki
metnað tii _að taka upp verk helsta
tónskálds Islands verður bara að
hafa það, en mér finnst að fyrst
íslendingar hafa á að skipa öðru
eins tónskáldi og Jóni Leifs sé það
menningarleg skylda þeirra að
gefa hann út.“
41 diskwr kominn wt af
Sibeliwsi hjá BIS
Robert von Bahr er sjálfur að gefa út Sibel-
ius, heildarverk Sibeliusar, og þegar er 41 disk-
ur kominh út í þeirri röð og fjölmargir diskar
eftir að hans sögn. Á diskunum hefur fjöl-
margt komið út sem ekki hefur áður heyrst
upptekið og jafnvel ekki heyrst yfirleitt. Á sín-
um tíma fékk BIS verðlaun fyrir útgáfu þar
sem flutt var frumgerð fiðlukonserts Sibeliusar
og á þessu ári hlaut fyrirtækið Gramophone-
verðlaun fyrir útgáfu á frumgerð fimmtu sinf-
óníu Sibeliusar, en útgáfa á Skógardís, áður
týndu hljómsveitarverki, fékk einnig marghátt-
aða viðurkenningu. Bahr segir að það sé mik-
ið mál að fá að gefa út áður óútgefið efni
eftir Sibelius. „Það tekur okkur yfirleitt nokk-
ur ár að fá leyfi til að gefa út og til að mynda
tók það okkur fjögur ár að fá að taka upp
frumgerð fimmtu sinfóníunnar, en við fengum
ekki leyfi til að gefa hana út að svo komnu.
Ég ákvað því að taka þá miklu áhættu að fá
ekki útgáfuleyfí og lét hljóðrita hana með það
í huga að kannski fengist ekki leyfi til að
gefa hana út fyrr en árið 2038, þegar ég verð
löngu dauður," segir Robert von Bahr og hlær
við, „eða endanlega genginn af göflunum.
Þegarerfingjar Sibeliusar svo heyrðu útkomuna
var auðsótt að fá að gefa hana út. Við gáfum
líka út á árinu Skógardísina en
það var annað mál, því nóturnar
að því verki fundust í háskóla-
bókasafninu í Helsinki, þar sem
þær höfðu verið skráðar undir
vitlausu nafni. Við vissum að
verkið væri til og það tók langan
tíma að leita það uppi.“ Robert
von Bahr segir að nokkuð sé enn
ófundið af verkum Sibeliusar, þó
ekki séu það stórvirki, nema átt-
unda sinfónían, sem sé líklega
glötuð að eilífu.
Bahr segir að það sé dýrt að
gefa út heildarverk Sibeliusar og
iðulega þurfí að kosta miklu til
við að búa verkin undir upptöku,
en það þurfí einhver að gera það. „Mig langar
til að gefa út allan Sibelius og læt kostnaðinn
ekki standa í veginum fyrir því. Þetta er helsta
verk lífs míns og þegar menn eiga eftir að
minnast BIS þá er það vegna þess að ég hafí
gefíð út öll verk Sibeliusar og vonandi Jóns
Leifs. Þegar ég verð fluttur á elliheimilið verð
ég ríkur í anda, en ekki að veraldlegum auði
og það skiptir mestu," segir Bahr og hlær við.
Bahr segir að upptaka BIS af Sögusinfóníu
Jóns Leifs hafi selst vel og pantanir berist úr
öilum heimshornum. „Að mínu mati á Jón
Leifs góða möguleika á að fá alþjóðlega viður-
kenningu fyrir einstaka tónhugsun sína og því
óþolandi að hugsa til þess að kannski verði
ég að hætta við að taka upp verk hans á ís-
landi vegna þess að menn eru að eyða orku í
óþarfa útgáfu á Sibeliusi."
Robert von Bahr fékk Fálkaorðuna fyrir
mánuði og segir að það hafí verið sér mikill
heiður. í kveðjuskyni fer hann með þakkará-
varp á nánast lýtalausri íslensku: „Ég er stolt-
ur, glaður og þakklátur fyrir þennan heiður.
Ég ætla líka í framtíðinni að beijast fyrir ís-
lenskri tónlist, íslenskum tónskáldum og tón-
listarmönnum,“ segir hann og skellihlær; „ég
á aldrei eftir að gleyma þessari ræðu“.
ROBERT von Bahr
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. DESEMBER 1996 19