Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1996, Side 7
ÚR FYRSTU myndinni sem gerð var eftir leikriti Schakespears árið 1908.
Hér er dauði Mercutio sviðssetttur i Rómeó og Júlíu.
KENNETH Branagh er hvorki glæsimenni né mikill að vallarsýn. Hann hefur orðið að
komast áfram á leikhæfileikunum einum enda varla maður sem tekið er eftir á götu.
sýna að þeir séu víðlesnir og veraldarvanir
hvort sem þeir láta til leiðast að lesa þessar
bækur eða ekki. Má segja að Ys og þys út
af engu sé eins konar kaffiborðsmynd. Mynd-
in er fagmannlega gerð í alla staði og vel
heppnuð stílæfing en hefur allt of góð menn-
ingarleg skilríki til þess að nokkur lifandi
maður viðurkenni að honum finnist hún lang-
dregin.
Pétur og vinir hans
Branagh fór næst ótroðnar slóðir og gerði
kammerverkið og gamanmyndina Vini Péturs
(Peters Friends). Myndin er bresk útgáfa af
Kalanum mikla (The Big Chill) nema vinir
Péturs eru snöggtum skemmtilegri en vina-
hópur Kasdans. Branagh gat fengið þennan
söguþráð að láni með góðri samvisku því að
mynd Kasdans var í raun stæling á verki
eftir John Sayles, Sjömenningarnir frá Sýrak-
úsu snúa aftur (The Return of the Syracuse
Seven).
Vinir Péturs er hlý og skemmtileg gaman-
mynd þar sem allur leikhópurinn fer á kost-
um. Nægir þar að nefna Branagh sjálfan,
Emmu Thomson, Stephen Fry, Hugh Laurie
og alla sem að myndinni komu. Leikararnir
eru einkar samstilltir, eins og breskum leikur-
um er lagið, og enginn skyggði á annan.
Branagh lét hvergi bera meira á sjálfum sér
en öðrum leikurum myndarinnar svo að gagn-
rýnendur urðu að láta ásakanir um dramb
og hroka bíða betri tíma og bíta í sig gremj-
una um sinn.
Köttur i bóli bjarnar
Gamanleikarar á borð við Charles Chaplin,
Buster Keaton og Woody Allen hafa löngum
leikstýrt eigin kvikmyndum og slíkt þótt sjálf-
sagt. Hins vegar hafa gagnrýnendur almennt
verið tregir til að taka dramatíska leikara í
sátt sem kvikmyndaleikstjóra. Laurence
Olivier var lengi eina undantekningin sem
sannaði þessa reglu, að ógleymdum fjöllista-
manninum og hálfguðinum Orson Welles.
Brátt settust fleiri leikarar í leikstjórastólinn.
Robert Redford vann til Óskarsverðlauna
fyrir bestu leikstjórn árið 1981 fyrir myndina
Venjulegt fólk (Ordinary People). Árið 1995
vann annar leikari, Mel Gibson, sömu verð-
laun fyrir stórmyndina Hetjuna (Braveheart).
Heilbrigó sál i hraustum likama
Næsta mynd Branaghs, „Frankenstein“,
var barokkverk í anda samnefndrar skáld-
sögu eftir Mary Shelley. Þótt myndin væri
langbesta útgáfa af sögunni í áraraðir fékk
hún háðulega útreið hjá gagnrýnendum. Réð-
ust þeir allir sem einn á Branagh og ijölluðu
um myndina nánast eins og henni væri ætlað
að vera raunsæisverk. Veittust þeir óspart
að frammistöðu Branaghs í hlutverki Dr.
Frankensteins, sögðu hann hafa gert mynd-
ina til þess eins að hnykla vöðvana í ákveðn-
um atriðum og drógu hógværð hans mjög í
efa.
Því næst gerði Branagh svart/hvítu kam-
mermyndina Miðsvetrargráma (In the Bleak
Midwinter) sem sýnd var hér á kvikmyndahá-
tíð. Að þessu sinni lét Branagh sér nægja
að sitja í leikstjórastólnum.
Shakespeare i Hollywood
Leikskáldið Shakespeare hefur átt fremur
brösótt samskipti við þennan unga miðil frá
upphafi kvikmyndasögunnar. Framleiðendur
í Hollywood leituðu snemma í smiðju skálds-
ins en vissu vart hvað gera skyldi við verkin.
Árið 1927 gerðu Bandaríkjamenn þögla mynd
eftir leikritinu Skassið tamið (The Taming
of the Shrew) . Léku þekktustu kvikmynda-
stjörnur samtímans Mary Pickford og Dou-
glas Fairbanks aðalhlutverk. í þessari kvik-
mynd kemur fyrir frægasta titilspjald kvik-
myndasögunnar: „Handrit eftir William Sha-
kespeare, önnur samtöl eftir Sam Taylor."
Þótti sprenghlægilegt að þeir væru nefndir
í sömu andrá, þeir Sam og Bill.
Rómeó og Júlia
Max Reinhart gerði kvikmynd eftir Jóns-
messunæturdraumi árið 1935. Þótti verkið
gríðarvel heppnað. Leslie Howard lék Rómeó
fertugur að aldri árið 1936 en stórstjarnan
Norma Shearer gekk að hlutverki Júlíu
dauðu. Bandaríkjamenn hafa ekki reynt að
kvikmynda leikritið síðastliðin sextíu ár og
segja má að Shearer hafi næstum gert hlut-
verkinu endanleg skil þar í landi. Ný útgáfa
af Rómeó og Júlíu hefur nú farið mikla sigur-
för um Bandaríkin. Leikur Leonardo Di
Caprio Rómeó. Capprio er með efnilegri
bandarískum leikurum af yngri kynslóðinni
um þessar mundir.
Macbeth og Óþelló
Undrabarnið Orson Welles reið fyrstur
manna á vaðið í Bandaríkjunum og reyndi
að gera einhveija alvöru úr því að gera bíó-
myndir úr harmleikjum Shakespeares. Welles
kvikmyndaði Macbeth árið 1948. Framleiddi
hann myndina sjálfur en naut ekki stuðnings
stóru kvikmyndaveranna. Síðan festi hann
Óþelló á filmu í Frakklandi. Sú mynd var
einnig gerð af vanefnum. Örlögin réðu því
að Welles fékk aldrei tækifæri til að spreyta
sig á verkum Shakespeares svo að vel færi
þótt hann hefði alla burði sem listamaður til
þess að gera glæsilegar kvikmyndir úr leikrit-
um skáldsins.
Shakespeare i Volgubökkum
Rússar kvikmynduðu Hamlet og Lé kon-
ung á sjötta áratugnum. Slavneskur drungi
þessara verka hæfði efninu vel. Myndirnar
voni í alla staði vel gerðar en vöktu því mið-
ur ekki mikla athygli á vesturlöndum.
Blikur á loffti
Framúrstefnumaðurinn sálugi Derek Jar-
man gerði eins konar pönkútgáfu af Óviðrinu
eða Storminum (The Tempest) eftir Shake-
speare í lok áttunda áratugarins. Skrautlegur
vinahópur leikstjórans skipaði helstu hlut-
verk. í sögulok var gamli slagarinn „Stormy
Weather" eða Blikur á lofti kyijaður. Þessi
furðulega og ódýra mynd hlýtur að teljast
besta kvikmyndaútgáfa þessa verks. Unnu
þeir Jack Birkett og Heathcote Williams mik-
inn leiksigur í hlutverki Calibans og Prospe-
ros auk þess sem söngkonan Toyah Wilcox
virtist fædd til að leika Míröndu.
Lér i Danaveldi
Breski leikstjórinn Peter Brook. kvikmynd-
aði Lé konung í byijun áttunda áratugarins.
Aðalleikarinn Paul Scofield átti að vísu stór-
leik, sem endranær. Myndin var hins vegar
grámygluleg, enda tekin í Danmörku. Leik-
myndin nánast riðaði í hverju atriði. Vantaði
bæði bein og merg í þessa mynd þrátt fyrir
góða frammistöðu leikara.
Meistarinn
Laurence Olivier er sá maður sem kvik-
myndað hefur verk Shakespeares oftast og
farist það best. Árið 1944 gerði hann téða
mynd um Hinrik V. Árið 1948 leikstýrði
hann Hamlet og lék jafnframt aðalhlutverkið
af mikilli snilld. Árið 1955 gerði hann Rík-
harð þriðja. Olivier lék sjálfur kroppinbakinn
og var óviðjafnanlegur í því hlutverki. Árið
1965 lék hann Óþelló en þar var frekar um
kvikmyndað sviðsverk en bíómynd að ræða.
Fór hann með helstu hlutverk í verkum Sha-
kespeares í sjónvarpsmyndum fyrir BBC, þar
á meðal Kaupmanninum í Feneyjum.
Oró og gjöróir
Olivier sagði eitt sinn í viðtali að það væri
gott og blessað að kvikmynda leikrit Shake-
speares sem raunsæisverk en fyrr eða síðar
hlyti áhoifandinn að spyija sig að því hvers
vegna fólkið talaði svona skringilega.
Góð samtöl í bíómyndum snúast oftast um
það sem ósagt er látið, undanskilið. I leikrit-
um Shakespeares kynnumst við sögupersón-
um út frá því sem þær segja, í gegnum yfir-
lýsingar þeirra en ekki gjörðir og hátterni.
Þegar bókmenntaverk eru kvikmynduð felst
tilhögunin einmitt í því að breyta orðum í
einhvers konar athafnir. Þessi umbreyting
er nánast útilokuð þegar verk Shakespeares
eru fest á filmu.
Kvikmyndalinsan er hlutlausari en manns-
augað og erfiðara að útiloka umhverfi sög-
unnar á breiðtjaldi en í leikhúsi. Af þessum
sökum skiptir umhverfi sköpum í bíómynd.
Hins vegar er staðsetning verks nánast auka-
atriði í leikriti. Helsingjaeyri og Feneyjar
skipta litlu máli í Hamlet og Kaupmanninum
í Feneyjum.
italskur Shakespeare
Franco Zeffirelli tókst snemma að gera
aðgengilegar og heilsteyptar kvikmyndir úr
verkum Shakespeares. Myndir hans, Skassið
tamið, Rómeó og Júlía og Hamlet þóttu ekki
nógu leiðinlegar og drungalegar, þ.e.a.s.
menningarlegar. í ofanálag er Zeffirelli ítali
en guð og Shakespeare breskir. Zeffirelli
hefur verið sakaður um örgustu menningar-
spjöll eftir gerð hveijar einustu Shakespeare-
myndar hans hversu vel sem honum tekst
til. Önnur ástæða til þessara viðbragða er
sú að Zeffirelli hefur lagt mikla áherslu á
fallega kvikmyndatöku og valið stórstjörnur
á borð við Richard Burton, Elizabeth Taylor
og Mel Gibson í helstu hlutverk. Sú tilhögun
virðist á skjön við hugmyndir margra um
hvernig menningarmynd eigi að vera. Leikrit
Shakespeares eru ævintýri, harmleikir, gam-
anleikir og ástar- og spennusögur. Því getur
vart verið goðgá að gera þau þannig úr garði
að sem flestir geti notið þeirra.
Tilefnislaus illska
Branagh leikstýrir ekki nýjustu Shakespe-
aremyndinni, Óþelló. Aðalhlutverk er í hönd-
um blökkumannsins Laurence Fishburne sem
ekki hefur fengist við Shakespeareleik áður.
Branagh leikur hins vegar eina undarlegustu
sögupersónu Shakespeares, óvildarmanninn
Iagó. Sérstaða þessa hlutverks í leikbók-
menntunum er í því fólgin að ástæðan fyrir
svikum og undirferli Iagó er hvorki könnuð
né skýrð. Hann er bara svona.
Aó vera eóa vera ekki
Branagh hefur leikið sama leikinn og í
Ysi og þysi út af engu og fengið fræga banda-
ríska leikara til að leika aukahlutverk í Ham-
let. Sjálfur fer hann að sjálfsögðu með aðal-
hlutverk og fetar á ný í fótspor Laurence
Oliviers sem aðalleikari og leikstjóri. Myndin
verður tekin á 70 mm filmu og ekkert til
hennar sparað. Herma sögur að Branagh
hyggist kvikmynda leikritið óstytt. Ef þetta
er rétt verður myndin fjögurra klukkustunda
löng eða lengsta Shakespeareuppfærsla sem
gerð hefur verið fyrir kvikmyndahús í hinum
enskumælandi heimi.
Shakespeare á skjánum
Segja má að þær Shakespearemyndir, sem
best hafa heppnast á undanförnum áratug-
um, séu myndir sem breskir sjónvarpsmenn
hafa gert eftir verkum þjóðskáldsins. Nægir
þar að nefna Lé konung og Hamlet. Laur-
ence Olivier lék Lé. Átti hann þar síðasta
leiksigur sinn og sýndi þar vald sitt á þeirri
tækni sem pentametri Shakespeares krefst
af leikaranum. Laurence túlkaði persónuna
óaðfinnanlega í allri reisn sinni og smæð.
John Hurt lék fíflið af mikilli snilld. Það hlut-
verk er jafnan talið eitt hið erfiðasta í vest-
rænum leikbókmenntum. Þessi sjónvarps-
mynd hlýtur því að teljast besta mynd sem
gerð hefur verið eftir leikritinu fyrr eða síð-
ar. Ekki má gleyma frábærri uppfærslu BCC
á Hamlet þar sem Derek Jacobi lék hlutverk-
ið og hver einasti leikari sýndi Óskarsverð-
launaleik. Sjálft leikritið er löngu útjaskað,
nánast hver lína í textanum orðin að tuggu
í ensku máli. Samt var engu líkara en hver
setning væri sögð þarna í fyrsta sinn. Var
það allt innlifun og valdi leikarana á bundnu
máli að þakka. Pentametri Shakespeares er
nauðalíkur hrynjandi enskrar tungu. Derek
Jacobi er einn af þeim leikurum sem gert
geta texta skáldsins lifandi og eðlilegan án
þess að missa tök á þeirri list sem framsetn-
ing á bundnu máli er.
Vondi kónguftnn
Myndin Ríkharður þríjji var sýnd hér á
kvikmyndahátíð og liljtur að teljast stór-
virki. Ian McKellen leikur aðalhlutverk : þess-
ari nýju útgáfu. McKellen er einn virtasti,
og besti, sviðsleikavi Breta um þessar mund-
ir og helsti Shakespeareleikari síðustu ára-
tuga þótt hanr, hafi hingað til ekki fengið
kvikmyndahlutverk við sitt hæfi. Helgi Skúla-
son var ógUymanlegur í hlutverki Ríkharðs
á fjölum Þjóðleikhússins.
Myndiu Þrettándakvöld (The Twelfth
Night) hóf nýlega göngu sína á Bretlandi.
Alls hata níu bíómyndir eftir verkum Williams
Shakespeares verið frumsýndar nýlega eða
eru í smíðum. Jafnvel Quentin Tarantino
hefur hótað að gera Shakespearemynd. Ef
William Shakespeare væri á lífi gæti hann
sagt farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti sín
við kvikmyndaheiminn. Samt hafa kvik-
myndagerðarmenn sýnt verkum hans meiri
áhuga en sögum nokkurs annars höfundar,
lífs eða liðins.
Höfundur er kvikmyndageróarmaður
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. DESEMBER 1996 7