Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1996, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1996, Qupperneq 8
MALAR AF FINGRUM FRAM EFTIR EINAR ÖRN GUNNARSSON Samtal vió danska málarann Ejler Bille sem var einn af frumherjunum í danskri nútímalist og er nú 86 ára. MÁLARINN Ejler Bille ívinnustofu sinni. Hann erekkert sestur íhelgan stein þótt hann sé orðinn 86 ára. Ejler Bille er einn af merkisberum danskrar nútímalistar. Hann er sagður upphafsmaður ab- straktlistar í Danmörku ásamt Vilhelm Bjerke-Petersen en þeir sýndu verk sín í Kaup- mannahöfn árið 1933; Bjerke- Petersen málverk en Ejler Bille höggmyndir. Sýningin vakti almenna hneykslun meðal borgara og blöð á borð við Berlingske Tidende réðust harkalega á lista- mennina fyrir uppátækið. Á þessum árum barst straumur í nýlistum einkum frá Þýskalandi en Vilhelm Bjerke Pedersen hafði einmitt verið nemandi Vassily Kandinsky og Paul Klee sem kenndu við Bauhaus-skólann. Ejler Bille var í alþjóðlega listamannahópn- um Cobra sem starfaði á árunum 1948 til 1951. Nafnið var myndað úr Copenhagen, Bruxelles og Amsterdam en listamennirnir voru danskir, hollenskir og belgískir. Landar hans í Cobra voru Asger Jörn, Richard Morth- ensen, Egill Jakobsen, Carl Henning Peder- sen og fleiri. Af belgískum listamönnum má nefna teiknarann og rithöfundinn C. Dotrem- ont og af hollenskum meðlimum má nefna málarann K. Appel. Listamennirnir lögðu áherslu á sjálfsprottna abstrakt-expressjón- íska tjáningu. Þess má geta að Svavar Guðna- son kynntist og sýndi með mörgum þessara manna. Er það álit margra höfunda fræði- bóka að „nýi expressionisminn" eða „ab- strakt expressionisminn" hafi risið hæst með hreyfingu þeirri sem Svavar Guðnason og félagar mynduðu með Haustsýningunni, Höstudstillingen, er leiddi síðar til stofnunar Cobra. Ejler Bille er fæddur á Jótlandi árið 1910. Auk þess að sinna listsköpun hefur hann rit- að fjölda greina um myndlist fyrir dagblöð og tímarit. Einnig hafa komið út eftir hann bækur m.a. með frumsömdum ljóðum og má þar nefna Digte og vignetter (1975). Árið 1978 var honum boðið að sýna í Norræna húsinu ásamt SEPTEM 78 en þann hóp skipuðu listamennirnir Guðmunda Andr- ésdóttir, Jóhannes Jóhannesson, Karl Kvar- an, Kristján Davíðsson, Sigurjón Ólafsson, Valtýr Pétursson og Þorvaldur Skúlason. Á meðan dvöl hans stóð hélt hann fyrirlestur í Norræna húsinu sem bar heitið: „Kunstens betydning menneskeligt og socialt". Eg fór á fund þessa frumkvöðuls danskrar nútímalistar og spjallaði við hann. Ejler Bille var giftur listakonunni Agnete Therkildsen en hún lést árið 1993. Hann býr í húsi þeirra í smábænum Örby á Sjálandi. Á heimilinu er að finna safn fornra list- muna frá Balí og er Bille afar fróður um list frumþjóða en hún hefur verið mikill aflvaki í nýlistum. I Kaupmannahöfn og París komst Ejler Bille í kynni við nokkra íslenska listamenn. Má þar nefna Svavar Guðnason, Siguijón Ólafsson og Þorvald Skúlason en jafnframt hafði hann lítilsháttar kynni af Júlíönnu Sveinsdóttur. Ællaói mér aó veróa keramiker „Á unglingsárum átti ég mér enga drauma um að verða listamaður," segir Ejler Bille, „en að afloknu stúdentsprófi frá menntaskól- anum í Birkeröd innritaðist ég í Kunsthand- verkerskolen í Kaupmannahöfn. Ég ætlaði mér að verða keramiker en síðar hneigðist hugurinn að höggmyndalist og ég var tekinn inn í Konunglegu listaakademíuna. Það urðu mér mikil vonbrigði þegar ég uppgötvaði að listaháskólar og listaskólar henta ekki öllum og ég var í þeim hópi. Upp frá því hóf ég sjálfstætt listnám, fór til Þýskalands, las mikið og vann að gerð höggmynda." Þorvaldur Skúlason sagði einhveiju sinni að ef til vill væri Henri Matisse merkilegasti í VINNUSTOFU Ejlers Bille. MÁLVERK eftir Þorvald Skúlason, sem Ejler Bille „lagfærði". málarinn á öldinni. Hver er fyrir þér merkileg- asti málari aldarinnar? „Ég er sammála Þorvaldi um Matisse en Picasso var aftur á móti stórkostlegur kólor- isti. Á Statens Museum for kunst í Kaup- mannahöfn er að finna einstaklega gott safn verka Matisse en hann sagði einhveiju sinni: „Ég mála eins og ég syng.“ Hver er helsti áhrifavaldur þinn? „Það er ekki hægt að tala um neinn einn áhrifavald í listsköpun minni. Ég er í öllu falli ekki undir áhrifum frá neinum mér vitan- lega. Ég reyni bara að vera ég sjálfur og það er mest um vert. Myndir mínai koma af sjálfu sér; ég mála þær af fingrum fram. Umhverfi hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á listsköpun. Það má til dæmis glögglega sjá ákveðinn mun á verkum norskra málara, það er að segja, hvort þeir eru frá nyrðri eða syðri hluta landsins. Ég dvel gjarnan á Balí þar sem er litskrúðugt umhverfi og þá nota ég sterkari liti en þegar ég mála í Danmörku. Einu sinni tók ég bók um list Paul Klee með mér í skóla og þegar kennarinn sá hana ráðlagði hann mér að láta það vera að stúd- era list annarra manna því slíkt gæti aðeins eyðilagt mig. Mér þótti þetta afar heimsku- legt. Síðar sá ég verk þessa manns og þá minntu þau ískyggilega á list Matisse en voru bara ekki jafn góð. Að mínu mati þarf listamaður ætíð að vera gagnrýninn og félagslega meðvitaður. Avant-garde er ekki til í dag og því er ekki hægt að ganga fram af fólki með uppákom- um í listinni en það var einmitt einna skemmtilegast." Þú hefur skrifað töluvert um myndlist. Hvernig myndir þú skilgreina list þína? „Þegar ég rita um list þá lýsi ég listrænni upplifun. Ég skrifa aldrei um eigin verk en ef ég ætti að gera það myndi ég einungis fjalla um hvernig ég skynja hvert verk út af fyrir sig. Ég hætti mér ekki út á þær brautir. Þegar þú spyrð svona þá minnir það mig á kínverska dæmisögu um skógarottu sem spurði þúsundfætlu að því hvernig hún færi að því að stjórna öllum fótum sínum. Þúsundfætlan hafði aldrei leitt hugann að því heldur bara gengið eins og henni var eðlilegt. Henni varð svo mikið um spurning- una að hún féll niður og gat aldrei gengið framar." Hver voru kynni þín af súrealistanum Wilhelm Freddie? „Við áttum enga samleið, heilsuðumst en ekki meira en svo. Freddie var utangarðs í listinni og var ekki mannblendinn. Lífshlaup hans var nokkuð sérstakt og hann átti erfitt uppdráttar. Einni af sýningum hans var meðal annars lokað, hann dæmdur fyrir klámlist og þurfti að afplána dóminn í Ves- tre-fangelsinu. Síðar var hann gerður að pró- fessor við Akademíuna sem hann fékk aldrei inni í sem nemandi." Nú stendur yfír á Statens Museum for Kunst sýning undir yfirskriftinni 100 mester- værker en þar er að finna verk eftir þig. Hvað finnst þér um þá sýningu? „Ég sé ekki að slíkar sýningar hafi nokkra þýðingu. Valin eru verk úr ólíkum áttum og þau standa ekki í neinu samhengi hvert við annað. Þarna er á ferðinni tilraun til að lokka fólk á söfn og auka með því aðsókn en það er í reynd tilgangslaust. Listrænt gildi sýningar vex ekki þó að aðsókn sé mikil. Eins og einn listgagnrýnandi benti réttilega á þá er góð aðsókn engin trygging fyrir góðri list; það er til dæmis góð aðsókn í Tívolí.“ Hvað ertu að fást við núna? „Ég tek tarnir í að mála en þess á milli vinn ég í grafíkinni. Undanfarna daga hef ég fengist við fimm grafíkmyndir sem eru nú á lokastigi." Hvað finnst þér um Svavar Guðnason sem málara? „Hann var góður listamaður og í listsköp- un hans gætir einstaklega ríkrar og frjálsrar tjáningar. Ég tók strax eftir því þegar ég sá verk Svavars að í þeim var sérstakur tónn; tónn sem var alis ekki danskur. Verk hans eru að mínu mati rómantískari og hann málar undir sterkum áhrifum frá Islandi. Mér finnst ákveðinn skyldleiki með verkum hans og Kjarvals. Halldór Laxness hefur gert Svavari og list hans góð skil í skrifum sínum. Hvar kynntist þú Svavari? „Það var í París. Við bjuggum í Elisia, stórri byggingu þar sem listamenn víða að úr heiminum leigðu vinnustofur. Þetta var skemmtilegt umhverfi þar sem margir ólíkir mðnn söfnuðust saman. Fyrsta heimsókn mín til Svavars og Ástu er mér ógleymanleg. Ég vissi að hann var að fást við að mála og mig langaði að sjá verk hans þannig að ég spurði hvort það væri mögulegt. Svavar bauð mér þá í mat og þegar ég mætti voru aðeins tveir diskar á borði. Á þessum tíma var Svavar einstak- lega rólegur og þögull. Eftir að við höfðum skoðað verkin settumst við hvor sínum meg- in við borðið en Ásta færði okkur matinn, gekk síðan frá og stóð álengdar. Ég var dálítið hissa á þessu og spurði Svavar hvort þetta væri íslenskur þjóðsiður en þá svaraði hann: „Nei, við eigum bara tvo diska." Þegar ég spurði Ejler hvort hann ætti verk eftir einhvern íslendinganna bauð hann mér inn á vinnustofu sína og sýndi mér lítið olíumálverk með undarlegri áferð. „Þegar ég fékk þessa mynd fannst mér hún að mörgu leyti falleg," sagði málarinn, „en það var eitt sem stakk mig í augun. Þorvaldur hafði sett skærrauða sól sem braut upp myndflötinn en var einnig í algjöru ósam- ræmi við litasamsetninguna. Ég ákvað að laga hana ögn til, límdi og málaði yfir gall- ana. Ég er sannfærður um að ef Þorvaldur hefði séð þessa mynd aftur þá hefði hann gert það sama. Ég gerði það bara fyrir hann. Hún er miklu betri svona.“ 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. DESEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.