Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1996, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1996, Síða 9
NOKKRA REGLU ER AÐ FINNAÍ FÖGRU MÁLI Siguróur Kristófer Pétursson taldi þaó hafg verió hamingju sína aó veróa holdsveikur sjö ára gam- all; hefói hann ekki veikst hefói hann iíklegast aldr- ei fengió aó yrkja hæfileika sína sem greinilega lágu til hvers konar bóknáms. I spítalavist sinni skrif- aði Sigurður Kristófer mikið rit sem hann kallaði Hrynjandi íslenzkrar tunguen í því reyndi hann að komast fyrir um þær reglur og þau lögmál sem liggja hrynjandi tungunnartil grundvallar. ÞROSTUR HELGASON kynnti sér þetta rit og höfund þess í tilefni af því að það er nú endurútgefió, 72 árum eftir að þaó kom út í fyrsta skipti. hann í fyrsta skipti í kynni við fræði guð- IFORSPJALLI að bók sinni, Hrynjandi íslenzkrar tungu, segir Sigurður Kristófer að hann hafi uppgötvað það af glímu sinni við að þýða á ís- lenska tungu að „nokkra reglu v[æri] að finna í fögru máli“, og ennfrem- ur: „Fegurð þess var að miklu leyti undir því komin, að ekki væri ruglað liðum í setningum.“ Með þessa vissu að vopni lagði Sigurður Kristófer til atlögu við verkefni sem fáir, ef nokkrir aðrir, hafa lagt í; að rannsaka hrynjandi óbundins máls með það að markmiði að finna og skrá grundvallarreglur hennar. Ritið kom út árið 1924 og er mikið að vöxtum, 438 síður. Það verður að teljast merkileg tilraun og ritað af innsýn í ís- lenskt mál þótt það hafi ekki hlotið náð fyrir augum fræðimanna. Einn helsti málvís- indamaður þjóðarinnar á þeim árum sem bókin kom út, Alexander Jóhannesson, taldi til dæmis að vísindalegur grundvöllur kenn- inga hennar „væri veikur og að engu haf- andi“, eins og segir í aldarminningu sem Gunnar Stefánsson ritaði um Sigurð Kristó- fer í tímaritið Ganglera árið 1983. Spitalinn var menntasetur hans Sigurður Kristófer Pétursson fæddist 9. júlí 1882 í Klettakoti í Fróðárhreppi á Snæ- fellsnesi en ólst að mestu upp á Brimilsvöll- um í sömu sveit. Beinast lá við að Sigurður Kristófer legði fyrir sig búskap og sjósókn á Snæfellsnesi þegar hann hefði aldur til. Öll slík áform urðu hins vegar að engu þeg- ar uppgötvaðist að hann hafði smitast af holdsveiki aðeins sjö ára að aldri. Til sextán ára aldurs gat hann þó sinnt öllum hefð- bundnum störfum en þá var sjúkdómurinn farinn að leggjast svo þungt á hann að hann varð að yfirgefa æskustöðvarnar, en þangað átti hann aldrei afturkvæmt. Holds- veikraspítalinn í Laugarnesi var þá nýreist- ur. Þar varð Sigurður Kristófer meðal fyrstu sjúklinga en hann átti þar heima til æviloka. Spítalavistin var Sigurði Kristófer erfið í fyrstu en fljótlega breytt.ist viðhorf hans enda hafði hann nú tíma og næði til að sinna bóklestri og öðrum andlegum störfum sem hann hefði annars ekki getað, spítalinn varð honum eins konar klaustur eða menntaset- ur, eins og Gunnar Stefánsson bendir á í áðurnefndri grein sinni. Á spítalanum komst spekinga sem áttu eftir að verða hans helsta hugðarefni fyrir utan málvísindin. Einnig lagði hann fyrir sig tungumála-, söng- og hljómlistarnám en allt þetta lærði hann af sjálfum sér enda ekki neinir kennarar á spítalanum. Varð hann svo vel að sér um dönsku, ensku og þýsku að hann gat lesið sig til um ýmislegt á þeim tungum. Esper- anto lærði hann svo v.el að hann orti á því máli. Sjálfur gat hann ekki leikið á hljóð- færi vegna sjúkdóms síns en hann kenndi öðrum sjúklingum að leika fjórraddað á org- el. Sigurður Kristófer var virkur í guðspeki- hreyfingunni og liggja eftir hann nokkur rit og þýðingar um þau málefni; stærst verka hans var Hrynjandi íslenzkrar tungu en kannski er hann kunnastur á meðal almenn- ings fyrir sálm sem hann orti og hefur ver- ið tekinn upp í sálmabækur íslensku kirkj- unnar síðustu ár, en hann heitir Drottinn vakir. Verk hans voru ef til vill ekki víða lesin á sínum tíma en svo virðist sem hann hafi haft mikil áhrif á þá sem honum kynnt- ust. Sigfús Daðason segir um hann í ann- arri útgáfu indverska fornkvæðisins Bhagavad-Gíta sem Sigurður Kristófer þýddi á sínum tíma: „Rit hans, frumsamin og þýdd, hafa varla verið mjög víðlesin á sínum tíma og þó væntanlega sýnu fálesn- ari æ síðan. Samt virðist svo sem nafn hans hafi aldrei sokkið í djúp gleymskunnar, held- ur ævinlega verið á sveimi meðal lifenda; svo djúp og óútmáanleg áhrif hafði hann á þá sem þekktu hann í lifanda lífi, og héldu minningu hans á lofti.“ Sigurður Kristófer lést 19. ágúst 1925. Sjálfur taldi hann að hamingjan hefði kom- ið til móts við sig þegar hann sýktist af holdsveiki; hefði hann ekki veikst hefði hann líklegast aldrei fengið að yrkja hæfileika sína sem greinilega lágu til hvers konar bóknáms. Reglan i twngunni Megintilgangurinn með Hrynjandi ís- lenzkrar tungu var að komast fyrir um þær reglur og þau lögmál sem lægju hrynjandi tungunnar til grundvallar. Taldi Sigurður Kristófer að röng hrynjandi í setningum lýtti íslenskt lausamál hvað mest; meginá- hersla í málvöndun hefði hins vegar verið SIGURÐUR Kristófer Pétursson spáði fyrir um formbyltinguna í íslenskri Ijóðlist í bók sinni, Hrynjandi istenzkrar tungu, sem kom út árið 1924. lögð á að gera landræk ýmisleg orðskrípi og hortitti. „En lyppumergðin, hröngl, hryn- bijótar og margs konar annar ófögnuður veður uppi í mörgum ágætum ritum og veldur miklum lýtum,“ segir hann í formála að bók sinni. Ástæðu þessa taldi hann ljósa: „Meiri brögð verða að þessu, fyrir þá sök að fleiri nema nú útlendar tungur, en áður hefur þekst. Þess er ekki að vænta, að allir sé svo sterkir á svelli, að þeir standist er- lend áhrif, án þess að kúgunarmerkin sjáist á málinu. Afleiðingin verður sú, að glund- roðabragur er á máli margra, er þeir rita.“ Athyglisvert er hversu mikla áherslu Sig- urður Kristófer lagði á að regla væri í tung- unni og á bak við alla fegurð. Mikill hluti formálans fer í að styðja þá hugmynd rök- um, einkum með því að líkja eðli málsins við náttúruna og rannsóknum á því við nátt- úruvísindin. „Fegurð er sigurtákn lífsins, en regluleysi er merki dauðans,“ segir Sig- urður Kristófer og ennfremur: „Fyrirmynd allra frumlista er að fínna í verkum náttúr- unnar.“ Frummynd hinnar reglulegu hrynj- andi lausamálsins taldi Sigurður Kristófer sig hafa fundið í fornritunum og væri auð- velt að sanna það; mótbárurnar væru hins vegar augljósar einnig, því einu heimildirnar fyrir þessari kenningu væri að finna í forn- ritunum sjálfum: „Fornmenn hafa hvergi skýrt frá þekkingu sinni í þessum efnum.“ En þessi mótrök hrekur Sigurður Kristófer með tilvísun til náttúruvísindanna: „En hér er um sams konar heimild að ræða, sem jarðfræðingar hafa, er þeir hafa rannsakað jarðlög og fundið þar steinrunnar leifar jurta og dýra. [...] Og vitnisburður jarðlaga verð- ur tekinn gildur, þótt engar séu skráðar heimildir, er skýri frá þróun lífs á þessum tíma. Frágangur feðra vorra á ljóðum þeirra og lausu máli, er sem steinrunnu leifarnar. Setningar og braglínur sýna, að þekking þeirra var í þessum greinum önnur og meiri en alment gerist nú á tímum.“ Þessa hal- dreipis, sem lögmál náttúruvísindanna voru Sigurði Kristófer í byrjun aldarinnar, hafa hugvísindamenn æ oftar gripið til á síðari árum, bara með öðrum hætti. Boóaói frjálsl form Þótt kenningar Sigurðar Kristófers um reglulega hrynjandi íslensks lausamáls hafi ekki markað straumhvörf í málvísindum, þá vöktu þær mikla athygli á meðal ungra skálda fyrr á öldinni. Þessi bók má þannig hafa orðið hinum svokölluðu formbyltingar- mönnum í ljóðlist mikil örvun, en í henni er spáð fyrir um þær breytingar sem urðu á ljóðformi síðar á öldinni. „Hugsanlegt er,“ segir Sigurður Kristófer, „að þegar þekking á hrynjandi er orðin almenn, vaxi hér upp ný grein skáldskapar, er mun hvergi þekkj- ast annarsstaðar. „Ljóð“ þau, er væri þann- ig ort, yrði að hafa fasta hrynjandi, svo að hvergi skeikaði, og samræmi á hendingum, bæði um hátt og lengd, líkt og er í ljóðum. Stuðlar þyrfti ekki að vera frekar en verk- ast vildi, og stiklur engar,“ en stiklur merk- ir hér rím. MEGAS Ég veit ekki ég veit ekki hvað ég vil og vil ekki giska á það helst væri að hamra járnið meðan heitt er og taka báða en ljósið sem lýsir það lætur sumt vera því er tæpt að treysta og tilgangslaust neitt að gera margur hefur haldið í hégómleik sínum sig mig pað varir enga eilífð þeir ná áttum og þekkja á ný sig en Ijósið sem lýsir það lætur sumt í friði því er tæpt að treysta og kemur að takmörkuðu liði allt er í heiminum holt menn hafa þó þá viðmiðun því ekkert er tómt hvorki tómið né tæmandi sundurliðun en Ijósið sem lýsir það lætur sumt kyrrt liggja því er tæpt að treysta og tilgangslaust á því að byggja ég sagðist ætla að segja þér sitt lítið af hverju þvísem henti og bar fyrir augu í borginni er á bísanum ég lenti en Ijósið sem lýsir lætur sig fæst varða trauðlega má því treysta þegar tekinn er rúntur um garða lífið er greiðar og gæði og það gerir vel við sig en þó engan finnirðu orminn - ókei hann finnur þig Megas er höfundarnafn Magnúsar Þórs Jónssonar dægurlagasöngvara. HÓLMSTEINN EIÐUR HÓLMSTEINSSON MANNSLÁT Harpa mín er harmi slegin, hljóður geng ég áfram veginn. Sólin leggst að svefni fegin, sigla heim þín gömlu tár. Að landi sigla lúnir fætur, lífsins þroski, dagar, nætur. Forðum saman festum rætur í föðurlandsins djúpu sár. Vatnið skilur vinaböndin, víst hún bíður allra ströndin handan fjallsins, himinlöndin hefja söng um liðin ár. Dómsins þungi, dýrt skal gjalda. Dynur á mig regnið kalda. Þrár og sorgir þúsundfaldar, þyrpast að mér hryggum svein. Einn ég stend og einn ég kalla út í soitans kytrur allar. Dimmir skjótt og degi hallar, daprir vindar nísta bein. Einmana þar yfir dalinn áfram reika sár og kvalinn. Bíður mín þar bikar falinn bak við háan álfastein. Lof mér hugsa látni vinur, lífsins þraut mig yfir dynur. Borgin sem ég byggði hrynur, brautin vetrar yfir skín. Búa með þér bernskudagar, börn við hlupum fjörð og skaga. Angistin mig auman nagar, ó nú grætur harpa mín. Svíf á braut þá sofnar treginn, svanir leiða rétta veginn. Hún þín bíður hinu megin, hjartakæra móðir þín. Höfundurinn er nemi i Hóskólo íslands. IESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. DESEMBER 1996 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.