Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1996, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1996, Síða 11
'ÍIMAFELLSJÖKULL er næst á myndinni en Hvannadalshnjúkur efst til hægri. Jensen lengst LANDMÆLINGARNAR voru ekki alltaf teknar út með sældinni. m. Hér brjótast mælingamenn yf ir jökulf Ijót. ala og bar ekki mikið meira en fóðrið sitt. Ég hugleiddi alvarlega hvort ekki væri best að skjóta hestinn þegar hann hefði étið þennan eina heypoka sem við höfðum við tjaldið. Ef til vill hefði ég framkvæmt þetta ef tilviljun hefði ekki komið í veg fyrir það. Olíubrúsinn fór að leka, og við urðum að ná í nýjan brúsa frá byggð. Það varð Glasgow okkar til lífs. Frá tjaldinu var auðveldara að fara til byggð- ar en til birgðastöðvar okkar því að þangað var tveggja daga ferð. Auðvitað þekkti ég aðeins leiðina frá Hvannadalshnúki um Hvannadal til byggðar eftir lýsingu Jóns Sig- urðssonar, þó ég vonaði að ég kæmist samdæg- urs að Svínafelli þrátt fyrir þokuna sem grúfði yfir. Hins vegar efaðist ég um að mér tækist að koma hestinum ofan sömu leið, en eins og á stóð gat ég eins vel reynt það. Morguninn eftir héldum við Þorsteinn af stað með Glasgow suður og austan við Hvanna- dalshnúk og ofan með snarbröttum hrygg. Við komum brátt að brattri snjóbreiðu sem við sáum ekki útyfir vegna þokunnar. Var þetta Hvannadalur? Hér voru engar hvannir sem dalurinn gæti borið nafn af. Við komum að ófærri brekku og urðum að leita annars staðar að færri leið, sem við fundum brátt, og þar gekk framar öllum vonum að komast ofan. Snjórinn varð grynnri eftir því sem neðar dró, og loks gátum við Þorsteinn rennt okkur á íslensku skónum og haldið í tauminn á Glasgow sem einnig rann. Skeifun- ar voru orðnar slitnar og svo sléttar að hann gat varla stöðvað sig. Þegar við komum allt í einu úr þokunni og sáum að ísinn var ósprunginn slepptum við öllu lausu og eftir langt rennsli og nokkrar veltur lentum við allir þrír fram af klettahrygg sem rís upp úr jöklinum og liggur ofan í Hvannadalinn. Við sukkum djúpt í lausamjöl- lina, og var það sérstaklega erfitt fyrir Glasgow sem lá oftast á kviði og varð að bijótast áfram í þrem til fjórum stökkum í einu, með hvíldum á milli. Oft kastaði hann sér á hlið, og urðum við Þorsteinn þá að halda við hann svo að hann ylti ekki niður brattan hliðarhallann, ella hefði hann óhjákvæmilega fallið í einhverja gapandi jökulgjána sem alls staðar ógnuðu okkur. Það versta við lausamjöllina var að hún hélst svo illa yfir gjánum og var tafsamt að leita að höftum til að komast yfir þær. Tveimur tímum eftir að við lögðum af stað komumst við að neðri enda klettahryggjarins, og nú vissi ég eftir lýsingu Jóns að við ættum að vera nálægt Hvannadalnum. Án þess að sinna nokkuð um áttir héldum við undan hall- anum. Eftir nokkrar fallegar fótskriður og veltur ofan rennislétta en bratta snjóbreiðu komumst við niður að jökulgarðinum við enda skriðjökulsins. Erfiðleikunum var þá lokið, við vissum hvar við vorum, og veðrið var bjart og gott. Eftir nokkurra klukkustunda dvöl á Svína- felli, þar sem kvenfólkið þurrkaði fötin okkar og saumaði okkur nýja skó í stað þeirra gömlu sem ekki höfðu þolað fótskriðuna, fórum við til baka upp í tjaldbúðina um kvöldið. Kuldinn hafði hert snjóinn svo að við stóðum nu vel í sporunum okkar frá ofangöngunni, þrátt fyrir brattann. Eftir fimm tíma komum v|ð að Hvannadalshnúki og hálftíma seinna í tjaldið. Klukkan tvö um nóttina 27. júní héldum við að norðan upp á Hvannadalshnúk til mælinga. Var uppgangan svo erfið að við urðum að höggva okkur spor í ísinn þar sem brattast var. Það hlýtur að vera stórkostleg útsýn af tindinum í allar áttir þegar þokan hylur ekki sýn. Við fengum heiðskírt veður og sólskin á jöklinum, en langt fyrir neðan okkur lá ógagnsæ skýjahula eins og öldótt landslag þar sem skuggar af hvelfdum hæðum og hólum féllu yfir ljósgrátt undirlendið. I vestri og austri gnæfðu háir ijallatindar upp úr þokunni, en í norðri blöstu við snjóhvítar breiður Vatnajök- uls, skomar af dökkum rindum sem upp úr stóðu. Hvannadalshnúkur hefur frá fyrstu tíð verið talinn hæsti tindur íslands og var okkur mikið í mun að mæla hæð hans sem nákvæmast. Nú mældi Leisted hnúkinn frá tveimur punkt- um sem áður höfðu verið hæðarmældir með þríhyrningum. Punktarnir voru Knappi, 1859 m, og Þumall, 1279 m, og reyndist hnúkurinn 2119 metrar, eða 6737 fet. Mældist hann því 500 fetum hærri en áður hafði verið gefið upp, en það var 6241 fet eða 1936 m. Óvíst er að Hvannadalshnúkur sé hæsti tind- ur íslands, en ég held samt að svo sé. Við miðuðum á hæstu tinda er gnæfðu yfir í norðri - Kverkfjöll og Grendil - og reyndust báðir tindarnir lægri en staðurinn sem við stóðum á. Að lokinni mælingu á Hvannadalshnúki héldum við tii annarrar stöðvar í suðaustri. Þar skall yfir okkur þoka og snjókoma svo að við urðum að halda til tjalds. Næstu daga var snjókoma og óvinnandi vegna veðurs. Við vorum veðurtepptir í litla tjaldinu, lásum gömul blöð, spiluðum tveggjamannavist eða tókum okkur tíma í íslenskunámi hjá Þor- steini. Svona ástand var í raun afar leiðinlegt en verra var þó að vistir voru á þrotum. Þegar við sannfærðumst um það 1. júlí að aðeins væru til vistir til tveggja daga ákvað ég, þrátt fyrir þoku og byl, að gera tilraun til að finna næstu birgðastöð. Hún var 35 km í burtu, og vonuðumst við til að geta farið þá leið á einum degi. Fyrri hluta dagsins lögðum við Þorsteinn af stað með sleðann. Bylnum hafði létt, en dimm þoka lá yfir jöklinum. Við höfðum búist við góðu sleðarennsli niður hlíðar Öræfajökuls, sem eru um 700 m á lengd ofan í Hermanna- skarð, en við urðum fyrir vonbrigðum. Sleðinn stóð alls staðar fastur í nýfallinni mjöllinni sem klesstist svo við skíðin að við urðum stöðugt að vera að hreinsa þau. Við vorum því orðnir vel þreyttir þegar við komum í birgðatjaldið eftir fimm stunda göngu. Þar fengum við nægan tíma til hvíldar. Skýjafar á jöklinum benti greinilega til þess að þar væri bylur svo að við bjuggum okkur undir að láta fyrirbe- rast. Þegar við höfðum hellt úr stærsta heypok- anum, etið hálfa dós af kjötbúðingi og nokkrar myglaðar skorpur sem voru ætlaðar Glasgow undum við sokkaplögg og brækur og skriðum í heypokann. Það var ekkert þægindaverk því að pokinn var svo þröngur að við gátum okkur ekki hreyft, og urðum við að láta okkur falla samtímis í snjóinn að gefnu merki. Þrátt fyrir regn og blautar buxur sváfum við sæmilega. Að áliðinni nóttu sást að bylnum hafði létt á Öræfajökli þótt þokan grúfði áfram yfir honum. Við skriðum því úr skelinni og eftir ágætan morgunverð, sem var brauðskorpa og hálf dós af kjötbúðingi, héldum við af stað suður yfir. Þrátt fyrir 100 punda hlass heppn- aðist okkur áð draga sleðann á skíðunum meðan hallinn var lítill, en þegar nær dró Ör- æfajökli og brattinn byrjaði urðum við að stíga af skíðunum. Því erfiði sem á eftir fylgdi get- ur sá einn lýst sem í hefur komist að draga sleða í ófæru upp að hnjám. Við urðum að þreifa okkur áfram í blindþoku eftir áttavita og eigin viti því að sporin okkar frá fyrra degi voru horfin. Við hittum þó, sem jafnan, á réttan stað eftir ellefu stunda strit og höfð- um þá lagt að baki heila 15 km. Það er ann- ars undarlegt að maður skuli finna leið með svo frumstæðum tækjum. Jökulheimurinn er stórkostlegur en fábrot- inn, og fábrotið er einnig líf þeirra sem þar dvelja. Hjá okkur sem þátt tókum í leiðangrin- um eru minningamar um erfiðar en oft spaugi- legar ferðir nokkuð sem okkur finnst gaman að tala um og rifja upp. Fyrir aðra hljóma þær frásagnir sem endurtekning á því sem áður hefur verið sagt frá. Við lok skýrslu minnar vil ég aðeins bæta því við að meðan Leisted fór inn á Breiðamerk- urjökul og mældi þaðan hina ófæru falljökla frá Öræfajökli fór Mikkelsen upp að sleðanum sem við skildum eftir. Hann átti um leið að mæla sex fermílur af Vatnajökli norður af Öræfajökli. Í framhaldi af því mældum við Buchwaldt átta fermílna svæði að Breiðamerk- ur- og Vatnajökli í umhverfi Mávabyggða og Esjufjalla. Þar með var lokið því hlutverki sem mælingadeild herforingjaráðsins fól leiðangrin- um sumarið 1904. Höfundurinn var forstjóri Landmælinga íslands til 1976 og stendur nú ó óttræðu. | LESBOK MORGUNBLAÐSINS VALDIMAR LÁRUSSON í ÞOKUNNI Margt býr í þokunni, mörg er búmannsraunin, margt ber að varast, við upphaf ferðalagsins, og eftirþvísjálfsagt að lokum greiðast launin, þó lítið sé vitað um tilurð morg- undagsins. Já, margt býr í þokunni. það ergömul saga, og þess skyldi hver og einn ávallt gætinn minnast á lífsgöngu sinni, og lærdóm af því draga að leiðinni er betra í upphafi að kynnast. Margur á leið sinni fór því villur vegar villtist á göngunni út á hálar brautir, áttirnar réttu, voru í taumi tregar, því tóku við margskonar ófærur og þrautir. Margt býr í þokunni, villur þarf að varast, - verst þó að ráfa marga hringi ogstóra. - Vitsmuni og þekkingu velja, og láta skarast, þá virðist fyrst í réttar áttir glóra. Þá mun á reyna þrek, og trú og vilja. Þá mun og sjást fyrir enda ferðalagsins. Þá munu flestir þekkja bæði og skilja þetta, sem felst að baki morgundagsins. Höfundur er leikari. GUÐMUNDUR HERMANNSSON AF HAFI Þótt hrópað sé út yfir hafið er harla fátt um svör Hávært gnauð í helköldum stormi heyrist í myrkri vör Nokkrar hræður í hnipri standa híma en lítið að sjá Niðdimm élin og enginn bátur og enga von að fá t í bylnum er staðið, beðið og vonað { blínt út í svartnættið Blessuð er trúin, lofuð tryggðin og treyst á almættið Svo rofaði til rétt undir morgun rétt svo grillti í Ijós Aðeins innan við boðana og brimið , er barist um lífið til sjós Fagnaðarfundir, heimtir úr helju frá hafsjó myrkri og byl Menn halda það helst á svona stundum að hamingjan verði til Blautir og kaldir, hraktir og hijáðir heilsast við faðmlög hlý Gæfunni er þakkað, Guði sem stjórnar og gleði tekin á ný Höfundur er fyrrverandi yfirlögreglu- þjónn. f MENNING/LISTIR 7. DESEMBER 1996 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.