Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1996, Side 12
IGLFIRSKAR þjóðsögur og
sagnir eftir Þ. Ragnar Jónas-
son eru komnar út hjá Vöku-
Helgafelli.
Álög huldukonunnar
s
Þ. Ragnar Jónasson skráði
eftirfarandi sögu eftir Jóni
Oddssyni (f. 1903, d. 1994) frá Siglunesi árið
1976.
„Yngstur af níu bömum Þorvaldar ríka Sig-
fússonar á Dalabæ í Úlfsdölum var Sigfús.
Hann dó 19. september 1866, aðeins 21 árs
að aldri, og stendur þá í kirkjubókunum að
hann hafi verið „aumingi á Dalabæ".
Í ætt hans, Úlfsdalaættinni, lifir sú sögn
að Sigfús hafi verið mikill efnismaður og
hraustur eins og hann átti kyn til. En svo vildi
til að hann sem unglingur, milli fermingar og
tvítugs, hafi farið frá Dalabæ í erindum heimil-
isins yfir fjallið til Siglufjarðar. Fer ekki sögum
af því hvaða leið hann fór en sagan segir að
hans hafi verið saknað er hann kom ekki til
baka sama daginn til Dalabæjar. Var þá hafin
leit að honum og fannst hann alveg ósjálf-
bjarga vegna máttleysis og mállaus. Eftir það
lifði hann í skjóli foreldra sinna til dauðadags
heilsulaus.
Nú fer öðrum sögum af þessu heilsuleysi
hans. Anna Kristjánsdóttir, kona Jóns Þorláks-
sonar bónda á Siglunesi, sem var margfróð,
SIGLFIRSKAR ÞJOÐ-
• •
SOGUR OG SAGNIR
og ýmsir aðrir, héldu því fram að Sigfús hafi
fengið málið stuttu áður en hann dó og ætt-
menn hans viðurkenndu að svo hefði verið.
Sagði hann þá frá atvikum þeim sem ollu
heilsuleysinu.
Á för sinni yfir íjallið mætti hann ungri
stúlku sem hann þekkti ekki fyrr. Hún biður
hann að koma með sér heim til sín en hann
var tregur til. Gekk þó með henni áleiðis. Þó
kom að því að hann vildi ekki fara með henni
lengra þar sem hann þyrfti að Ijúka erindum
sínum í kauptúninu. Var hún ekki ánægð með
þetta og gekk eftir honum að koma með sér.
En þá harðneitaði hann. Brá hún þá litum og
varð hin reiðasta. Lagði hún þá á hann að
hann yrði aumingi alla sína ævi upp frá þessu
og gæti ekki einu sinni sagt frá þeirra viðskipt-
um fyrr en á sínu endadægri. Skildu síðan
leiðir. Hún hvarf inn í bergið en hann lá eftir
ósjálfbjarga.
Sigfús fannst svo daginn eftir undir kletti
á fjallinu og var þá búinn að liggja úti rúman
sólarhring. Engin ummerki sáust þess að hann
hefði hrapað því ekkert sást á honum og ekki
var hann beinbrotinn.
Ættmenn hans reyndu að þagga þessa sögu
niður og töldu að hér væri um óráðshjal sjúks
manns að ræða og myndi hann hafa fengið
slag og lamast af afleiðingum þess. Hins veg-
ar þótti það haria undarlegt að eftir margra
ára málleysi skyldi hann geta talað við heima-
fólk sitt þegar að dauðastundinni kom.“
Hver var i bátnum?
Söguna sem hér fer á eftir skráði Þ. Ragn-
ar Jónasson eftir Soffíu Jónsdóttur árið 1986:
„Þetta var síðla hausts 1939. Ég var stödd
í Siglufjarðarkaupstað og hafði farið yfir fjörð-
inn með mjólkina frá Staðarhóli. Það var aust-
anátt, ljótur bakki úti fyrir firðinum og tölu-
vert þung undiralda, en ég ákvað nú samt að
fara til baka á bátnum. Eg hafði þurft að ná
í síldarmjölspoka, sem var 200 pund, og lét
hann í botninn á bátnum.
Maður sem hét Vigfús hafði ætlað með
mér. Ég beið eftir honum en hann fann ekki
bátinn og kom síðar í ljós að hann hafði farið
gangandi fyrir fjarðarbotninn.
Ég fór um borð í bátinn um eittleytið og
reri af stað. Þá var orðið býsna hvasst. Þegar
ég kom fyrir hornið á Hafnarbryggjunni var
kallað til mín. Það var Guðmundur heitinn
Hafliðason sem sagði: „Þú skalt ekki vera að
fara þó að þú sért ekki ein.“ Mér fannst þetta
dálítið skrítið en ansaði því ekki og hélt áfram
austur á fjörðinn. Þá var komið rok og ég
sneri bátnum svo ég fengi ekki hliðarskelling,
en það voru þarna í firðinum gamlir barkar,
skipsflök sem vont var að lenda á.
Eg ætlaði að lenda í Skútufjöru en þegar
ég var komin uppundir fjöruna stöðvaði ég
bátinn vegna kvikunnar. Svo kom góð fylling
sem bar bátinn langleiðina upp í sandinn og
ég gat kippt honum betur upp til að losna við
útsogið sem var nokkuð mikið.
Vigfús, maðurinn sem ætlaði með mér, var
nú kominn þarna yfir og ég var undrandi á
að hann skyldi ekki koma og hjálpa mér við
bátinn. Ég sá líka að pabbi var að koma heim-
anað en hann hélt ekkert áfram frekar en hinn.
Loks kom þó Vigfús niður í fjöruna og seg-
ir strax við mig: „Hvað er þetta, hvar er maður-
inn sem var með þér?“ „Það var enginn með
mér, ég var alein í bátnum," svara ég. „Það
var nú skrítið, ég sá hann alltaf með þér,“
segir Vigfús. Svo kom pabbi líka og spurði
mig um manninn sem hefði verið með mér.
Ég fór daginn eftir yfir til bæjarins og þar
fékk ég hálfgerðar skammir fyrir glannaskap
„þó þessi strákur hefði verið með í för.“ Ég
mótmælti ennþá og sagðist hafa verið ein. En
hver var í bátnum?
Rétt er að geta þess að þessi litli bátur
hafði verið lánaður til flutninga á líki frá Úlfsd-
öium til Siglufjarðar eftir sjóslysið er Þengill
fórst.“
Tef It ó tæpasta vaó
Eftirfarandi sögu skráði Þ. Ragnar Jónasson
eftir Þórhöllu Hjálmarsdóttur frá Dalabæ á
Úlfsdölum árið 1986:
„Vorið 1859 bjuggu á Hvanndölum í Hvan-
neyrarhreppi hjónin Einar Ásgrímsson og Guð-
rún Þórarinsdóttir. Þetta var fimmta búskapar-
ár þeirra og það síðasta á Hvanndölum. Einar
hafði fengið ábúð á Ámá í Héðinsfirði á næstu
fardögum hjá ekkju Jóns Sigfússonar, Aðal-
björgu Þorsteinsdóttur. Heimilisfólk á Hvannd-
ölum voru hjónin og þrjú börn, stúlka, Hólm-
fríður níu ára, tökubarn, Ástríður sjö ára og
Guðlaug á öðru ári, dætur hjónanna.
Einar fór á hákarlaskip á útmánuðum eins
og þá var títt og varð þá Guðrún að hirða
allar skepnur og mun hún jafnan hafa haft
bömin með sér þegar veður leyfði. En þegar
vont var veður skildi hún eldri stúlkurnar eftir
í bænum en tók Guðlaugu með sér og geymdi
hana í fjárhúsgarða eða kýrjötu á meðan hún
sinnti skepnunum.
Konur gengu þá oftast í tveimur eða þrem-
ur pilsum. Guðrún bretti upp ysta pilsinu og
vafði því um Guðlaugu litlu svo ekki næddi
um hana hríð eða stormur er hún bar hana á
milli húsa og bæjar.
Matur mun hafa verið nógur til á Hvanndöl-
um en eldiviður var lítill og lélegur og alltaf
gekk Guðrúnu verr og verr að halda eldinum
lifandi. Og svo fór að einn morguninn var
engan neista að finna í öskunni.
Guðrún vissi að ekki þýddi að örvænta. Hér
var aðeins eitt til bjargar og það var að sækja
eld inn í Vík í Héðinsfirði. En þangað var
ekki auðhlaupið eins og á stóð. Guðrún hafði
oft gengið yfir Víkurbyrðu þessi fimm ár sem
hún var búin að eiga heima á Hvanndölum.
Hún horfði til fjallsins og fann að hún var
ekki manneskja til þess að ganga svo brattan
veg og bera tvö börn, annað í fanginu og hitt
undir beltinu. Guðrún hafði, er hér var komið
sögu, hálfgengið með sitt þriðja bam.
Hvanndalaskriður voru ófærar en það var
hægt á stórstraumsfjöru og dauðum sjó að
ganga neðanundir þeim og þá leið ákvað Guð-
rún að fara ef tækifæri gæfist. Hún leit til
lofts og hafs. Það var norðansvelja og kvikus-
lampandi. Nei, þarna yrði ekki fært í dag eða
á morgun. Guðrún hafði ekki þekkt hafið fyrr
en hún kom hingað til dvalar. 0, hve hún
hataði þessa síkviku úthafsöldu sem stundum
lék sér eins og unglingur á gelgjuskeiði en gat
svo á svipstundu breyst í öskrandi óvætt sem
engu þyrmdi, hvorki lifandi né dauðu.
Tveir d’agar liðu. Þá gekk hann til sunnanátt-
ar og Guðrún sá að nú myndi tækifærið kom-
ið að komast inneftir með morgunfjörunni.
Hún stóð upp seinni hluta nætur og vakti
Hólmfríði og sagði henni hvert hún væri að
fara. Bað hana að gæta Ástríðar vel. Hún
sagðist ekki verða lengi í burtu og þegar hún
kæmi heim skyldi hún bæði baka brauð og
sjóða kjöt handa þeim. Barnið gladdist við lo-
forðið um dýrðlega veislu og hét því að vera
dugleg. Guðrún bjó sig svo til ferðar að hún
batt bandi aftan í pilsfaldinn og brá endum
fram yfir axlirnar og batt þeim í faldinn að
framan. Þannig bjó hún sér til poka úr ysta
pilsinu sem hún stakk svo Guðlaugu í. Með
þessu móti létti hún sér burðinn. Síðan tók
hún langa stöng til að hafa í hendi og gekk
af _stað.
Á Hvanndölum eru brattir bakkar að sjónum
og einstígi að ganga niður í fjöruna. Guðrúnu
gekk vel niður bakkann og eftir fjörunni uns
hún kom að aðal forvaðanum. Þá leist henni
ekki á blikuna. Sjórinn skall alveg að berginu
en hún sá að nú þýddi ekki að hika. Hún varð
að tefla á tæpasta vaðið. Guðrún batt pilsið
upp ennþá meira til þess að barnið vöknaði
ekki og hugði sig bera það þannig. En sjálf
yrði hún að vaða í mitti. Hún studdi sig við
stöngina og tók sjór henni í beltisstað. En allt
í einu lyfti lognaldan sér og færði bæði móður
og bam í kaf. Guðrún neytti ýtrustu krafta
til að standa af sér ölduna og hélt ótrauð áfram.
Og þegar aldan lyfti sér næst hafði hún náð
á grynnra vatn og var nú sloppin. En drjúg
varð gangan heim að Vík svo vot sem hún var.
í Vík var henni tekið tveim höndum. Hús-
freyjan, Helga Hallgrímsdóttir, var fljót að
hlúa að Guðlaugu litlu, gefa henni volga mjólk
í pela og stinga henni undir sæng. Meðan
Guðrún fékk þurr föt og hressingu bar Björn
Skúlason bóndi mópoka á bátinn, síðan tók
hann járnpott og setti eld í hann og bjó svo
um að lifði til Hvanndala.
Þegar Guðrún ætlaði að taka Guðlaugu litlu
með sér sagði Helga: „Ég ætla að geyma hana
fyrir þig þangað til þú flytur að Ámá. Ég vil
ekki eiga það á hættu að þú þurfir að bera
hana í annað sinn milli Víkur og Hvanndala."
Og svo varð að vera sem húsfreyja vildi.
Björn bóndi lagðist fast á árar því hann
skildi kvíða Guðrúnar yfir börnunum sem
heima biðu þó ekki segði hún neitt.
Allt var í góðu lagi þegar heim kom. En
vart munum við nútímakonur geta gert okkur
í hugarlund gleði Guðrúnar er hún stóð aftur
yfir logandi eldi í hlóðunum sínurn."
Þióómálaþankar
UM BÓKVIT
OG ASKA
ÞEGAR þetta er ritað dynur
yfir okkur skólamálaumræða
af ófxjóustu gerð. Vegna
rannsókna, sem leiða í ljós
slaka stöðu íslenskra grunn-
skólanemenda, þá ætlar allt
af göflunum að ganga. Sum-
ir kenna því um að kennarar
séu ofmenntaðir sem kennarar, en aðrir því
að þeir séu of mikið kvenkyns. Þá er kennt
um agaleysi, metnaðarleysi og blöndun í
bekki. Kennarar veija hendur sínar með því
að benda á kjör sín og úrelt námsgögn en
fáir sjá að börnin stóðu sig vel í náttúru-
fræðum,- miðað við það sem þau höfðu
lært - sem var næstum ekkert. Foreldrar
saka skólana um að kenna ekkert af viti
og að sinna ekki uppeldi svo þeir sjálfir
losni við það. Þingmaður vill nefnd í málið,
sem starfi jafnvel á alþjóðlegu plani við
gagnaöflun, en annar telur, ásamt ráðherra
að allt muni nú batna með tilkomu reglu-
gerða og námskráa.
Öllum fínnst útkoman verri en tap í lands-
leik við Dani. Þó er verst að efst á lista eru
Asíuþjóðir og Austur-Evrópulönd, en við
lendum næstum því í flokki með Suður
Afríku sem er þó samt fyrir neðan sem
betur fer.
Ein lausnin, segir ráðherra, kann að vera
að efla samkeppni milli skóla og jafnvel að
blanda í bekki. Og enn vantar framhalds-
skólakönnunina. Útkoma hennar verður
ekki skýrð með kennurum með of mikið
kennslufræðinám eða áhugaleysi almennra
kennara. Hins vegar getur framhaldsskól-
inn, ef þörf krefur, skellt skuldinni á grunn-
skólann, enda rökin tii þess þegar komin
fram.
Rannsóknir á skólastarfi hafa sýnt að
vissulega þurfa skólar nóg fjármagn,- en
það ræður ekki úrslitum. Fremur þurfa
þeir stöðugleika í fjárveitingum þó en sveifl-
ur eða stöðugan niðurskurð. Þá er gott að
vera í góðu húsi með vandaðar bækur en
það ræður ekki öllu. Loks eru hálaunaðir
og velmenntaðir kennarar mikilvægir en þó
ekki úrslitaatriði. Miklu mikilvægari eru
þættir eins og metnaður sem kynntur er
með góðri stjórnun auk hvata frá stjórnvöld-
um eða eigendum skólanna - samfélaginu.
Hátt hlutfall fjárveitinga til menntamála á
fjárlögum er ekki heldur aðalatriðið en það
hjálpar. í fjölmörgum erlendum rannsókn-
um sést að vissulega geta ofangreindir
rammaþættir haft áhrif, ekki síst ef allt er
neikvætt í þeim. Hins vegar skipta meira
máli skýr markmið skólastarfs, að skólum
væri faglega stjórnað, að kennslan sé fag-
leg og að góður tími sé til samráðs um starf-
ið. En til þess þarf að skapa jákvætt við-
horf til starfans og til þess þurfa stjórnvöld
og kennarar að taka höndum saman. Þar
þarf að vinna mikia vinnu.
Ungum manni var sýndur nýji skólinn
glansandi og flottur. Aðspurður sagði hann:
Þó hann væri úr marmara er hann sami
fjandans skólinn.
Þegar skoðuð eru þau lönd sem eru fyrir
ofan okkur í rannsókninni þá er eitt sem
þau hafa flest fram yfir okkur. Þar er bor-
in virðing fyrir menntun, hún talin eftir-
sóknarverð og menntað fólk metið vegna
menntunar sinnar. Slíkt skortir mjög hér á
landi. Hér er fólki hælt fyrir að vera lítið
menntað og þeir sem ekki míga í saltan
sjó, dífandi höndum í kalt vatn, eru taldir
afætur. Menn átta sig hins vegar ekki á
því t.d. að tæknin sem nú gerir sjávarútveg-
inum fært að mala meira gull en endranær
er ekki byggð á hyggjuviti einu saman. Þar
fara saman hugvit, menntun og framtak.
Og það sama gildir um tölvu- og sjónvarps-
tækni, samskiptatækni, samgöngur og
margt annað.
Bókvitið verður sem sé í askana látið. En
að auki þurfa íslendingar að átta sig á því
að raunverulegur metnaður mun efla
menntun meira en nokkuð annað. Það er
ekki nóg að þykjast. En þannig er líka allt
uppeldi, - ekki satt?
MAGNÚS ÞORKELSSON
12 1ESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/IISTIR 7. DESEMBER 1996