Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1996, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1996, Qupperneq 15
ARKITEKTUR HUÓÐLÁTT SAMRÆMI EFTIR SIGURÐ PÁLMA ÁSBERGSSON Um Dómhús Hæstaréttar. Arkitektar: Studio Granda, Margrét Haróardóttir, Steve Christer. Verkfræói- stofur: Línuhönnun, Almenna verkfræóistofan, Rgf- teikning, Önn. TÆP FIMM ár eru liðin síðan ákveðið var að reisa nýja bygg- ingu undir starfsemi Hæstarétt- ar íslands, á lóð sem þá var ófrágengið og óhijálegt bíla- stæði við Arnarhól. Það kom fljótlega í ljós að ekki voru allir sáttir við fyrirhugaða staðsetn- ingu hins nýja Hæstarréttarhúss. Margir álitu að ný bygging á þessum stað myndi þrengja að eldri byggingum á svæðinu og um leið raska jafnvægi hins byggða umhverfis við Amarhól. Mikil og nokkuð heit umræða var um þetta mál á sínum tíma og menn skipuðu sér í fylk- ingar með eða á móti Hæstaréttarhúsinu. Nú er húsið risið og var það formlega tekið í notk- un í byijun september í haust. Menn eru að mestu hættir að diskútera umhverfisspjöll af þess völdum, enda lætur hin nýja bygging lít- ið yfír sér á ytra borði, yfírbragð hennar er fremur hlédrægt en látlaust og virðulegt. Göt- ulínum og stefnum i umhverfinu er haldið og þær styfktar og þótt efnisnotkun sé nýstárleg er andinn klassískur og formmál hússins allt í hljóðlátu samspili við byggingamar i kring. Þetta samræmi er sérlega áberandi þegar horft er til hússins með Þjóðleikhúsið í bakgrunni, til dæmis neðan frá Reykjavíkurhöfn eða Lækj- artorgi. Aðalinngangur Dómhússins er staðsettur í suðvesturhorni þess og tekur upp stefnu göngustígs sem liggur beint að styttu Ingólfs landnámsmanns á Arnarhóli. Ingólfur, ættfað- ir allsheijargoðanna sem til forna helguðu æðsta dómstað landsins, stýrir hér stefnum og efnisvali. Anddyri hússins er þröngt og einkennilegt rými, hátt og bjart en alveg „blint“ því jöfn og mild birta fellur gegnum sandblásið gler en ekkert sést út. Hér þarf að hugsa sig um tvisvar því rýmið gefur sig ekki áreynslulaust. Gesturinn nálgast nú bústað hins æðsta rétt- lætis laganna en það réttlæti er einmitt blint og krefst sérstakrar umhugsunar allra sem að því koma. Inn af anddyri tekur við hár salur sem þjón- ustar aðkomu gesta, þaðan er síðan gengið upp langan stíg til dómsala á annarri hæð. I dómsölunum tveimur ríkir nákvæmni og einfaldleiki í allri formgjöf. Þeir eru hannaðir með sérstöku tilliti til hljómburðar, eru í sjálfu sér eins konar hljóðfæri til að magna orð þeirra sem hér taka til máls. Orðin koma eins og töluð inn í eyra þess sem á þau hlýðir utan úr salnum, næstum áþreifanleg og er það vel við hæfi hér í sölum blindrar gyðju sem hlust- ar og dæmir. Almenningur hefur ekki aðgang að þriðju hæð hússins en þar er vinnuaðstaða dómara og starfsfólks Hæstaréttar til húsa, ásamt Kristinn bókasafni Hæstaréttar og fundaherbergi. Hið nýja Dómhús Hæstaréttar er glæsileg bygging og leggst allt á eitt til að auka á sannfæringarkraft hennar. Af fullkomnu ör- yggi hefur upprunalegum hugmyndum verið fylgt eftir með hönnun og handverki sem vissu- lega er á heimsmælikvarða. Þetta hljóta að teljast góð skipti fyrir drullupollabílastæði, sem nóg er til af hér í regnbarðri Reykjavík. Þeir sem áhuga hafa á nútíma byggingar- . list ættu eindregið að gera sér ferð til að skoða nýja húsið við Arnarhól, það er vel þess virði. Höfundurinn er arkitekt. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. DESEMBER 1996 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.