Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1997, Blaðsíða 5
SJÓBÚÐ í Reykjavík á dögum Jóns Thorstensen landlæknis. Það má ímynda sér að húsakynni af þessu tagi hafi ekki verið heilsufari manna hagstæð, enda algengt að hjón misstu helming barna sinna. en Oddur, Ari Arason á Flugumýri og Eyjólfur Guðmundsson sem var herlæknir hjá danska sjóhernum. Ekkert bendir þó til að íslendingur hafi verið æskilegri kostur og Danir áttu jafn- an greiðan aðgang að læknisembættum hér á landi eins og Islendingar í Danmörku. Á árun- um 1817 og 1818 luku þrír Danir prófi frá Kírúrgíinu og komu hingað til starfa um lengri eða skemmri tíma. Þeirra á meðal var Jörgen Kjerulf (1793-1831) fjórðungslæknir í Aust- firðingafjórðungi og forfaðir íslenskra Kjerulfa. Hvað sem hefur valdið þá var Oddur einungis settur í stöðuna þar til að völ var á öðrum betri. Jón var skipaður landlæknir um hálfu ári eftir að hann hafði lokið námi en um haust- ið sama ár lauk einnig Ólafur Thorarensen, sonur Stefáns amtmanns á Möðruvöllum, prófi. Jón hafði ekki á bak við sig auð og ættarveldi eins og Ólafur en góðar gáfur og atorku og það hefur vafalaust ráðið úrslitum. Eins og embættisveitingum var háttað á þessum tíma er augljóst að Jón hefur verið afburðamaður að öðrum kosti hefði hann ekki fengið þetta stóra embætti í samkeppni við íslenska og danska lækna. Einungis 26 ára gamall var sonur hjónanna í Holti orðinn landlæki.ir á íslandi, yngstur allra sem gegnt hefur þeim starfa og sá þeirra sem setið hefur lengst. Þegar Jón tók við landlæknisembættinu voru læknishéruðin sex að tölu. I Vestfirðingafjórð- ungi voru tveir læknar annar á Vesturíandi en hinn á Vestfjörðum, Norðlendingar, Aust- firðingar og Sunnlendingar höfðu einn lækni hver en læknishérað landlæknis var Gull- bringu-, Kjósar- og Borgarfjarðarsýsla auk Reykjavíkur. Hlutverk landlæknis var æði við- amikið þótt heilbrigðiskerfið, ef hægt er að nota svo stórt orð, væri ekki upp á marga fiska. Hann átti auk þess að sinna lækningum í eig- in héraði, kenna ungum mönnum læknisfræði og ungum konum yfirsetukvennafræði, hafa eftirlit með embættislæknum, skottulæknum, bólusetningum, holdsveikrahælum, farsóttum og nær öllu því lifandi og dauðu sem gæti haft áhrif á heilsu manna. Landlæknir átti að semja skýrslur um störf sín, heilbrigðisskýrsl- ur, og senda yfirvöldum og hann átti einnig að uppfræða almenning með útgáfu rita. Jón skrifaði fjölda greina um ýmis heilbrigðismál í innlend tímarit og gaf út bæklinga, t.d. „Hug- vekja um meðferð á ungbörnum, samantekin handa mæðrum og barnfóstrum á íslandi" og „Hugvekja um skaðsemi áfengra drykkja“. Hann ritað fjórar greinar í danska læknablað- ið, eina í franska læknablaðið og árið 1834 gaf Jón út í samvinnu við Svein Pálsson lækni og náttúrufræðing í Vík lækningabók Jóns Péturssonar fjórðungslæknis í Viðvík (1733- 1801), Lækningabók fyrír almúga, sem að hluta til hafði birst í riti Lærdómslistafélagsins 1791-1793. Ljóst er af Bréfabók landlæknis að Jón hefur verið vel að sér í sögu læknisfræð- innar og fylgst vel með öllum nýjungum erlend- is. Líklega hefur hann ráðgert að gefa út lækn- ingabók þar sem lýst er sjúkdómum og ráðum við þeim en frumdrög þess verks er að finna í síðustu Bréfabók hans. Jóni entist ekki aldur til að koma lækningabók sinni frá sér og bók Jóns Péturssonar var eina bók sinnar tegundar fyrir almenning þar til bók Jónasar Jónassen landlæknis (þá héraðslæknis) Lækningabók handa alþýðu á íslandi kom út árið 1884. Þekking lækna á sjúkdómum og kunnátta í læknisaðgerðum var ekki upp á marga fiska á fyrri hluta 19. aldar í samanburði við það sem er í dag. Þeir gerðu sitt besta og fólk leitaði til þeirra í von um að þeir kynnu einhver ráð. Þótt árangur af læknisráðunum eða aðgerðinni væri oft á tíðum enginn var ekkert við því að gera en ef sjúklingnum batnaði, hvort sem það var lækninum að þakka eða ekki, hlaut læknir- inn yfírleitt lof og prís. Ein elsta heimild um lækningar Jóns eru í bréfi Ingibjargar Jónsdótt- ur á Bessastöðum, móður Gríms Thomsens, til Gríms amtmanns bróður hennar frá 1. október 1820. Hún segir þar frá því að bamasjúkdómur hafí geisað undanfarið ár og mörg böm dáið. í september „hjó nú skarð í mína litlu barna- hjörð um morguninn — og tók í burt minn efni- lega Jón, eftir hann hafði sjúkur verið einn dag. Þessi veikindi drepa annars böm og ungl- inga á mikið stuttum tíma. Þau byija með þrengslum í hálsinum. Mikla þjáningu leið minn litli Jón sína stuttu banalegu. Vor nýi landfysik- us kom til hans, en hann safnaðist stuttu síðar til feðra sinna. Þijú eru enn eftir“. Þótt Jón kunni engin ráð við bamaveiki og fyrstu kynni þeirra Ingibjargar væru ekki sem ákjósanlegust varð hann í miklu dálæti hjá henni síðar erida átti hún oft eftir að leita til hans. Ágætt dæmi um lyflækningar hans er þegar Bjami Thorar- ensen amtmaður fékk kvefpest og leitaði lyfja hjá Jóni. Mixtúran varð til þess að Bjami varð allt sumarið „verulega sídrukkin — og fullkom- lega minnislaus — án þess þó að vera rænu- skertur". Bjama batnaði og þakkaði hann það mixtúmnni en líklega hefur hún ekki haft nein áhrif á veikindi hans. Jafnvel þótt læknar á þessum tíma hafí greint suma sjúkdóma í sund- ur og gefíð þeim nafn var þekkingin oft lítið meira en nafnið. Raunveruleg rökvís sjúkdóms- greining og meðferð eins og tíðkast í dag var ekki til staðar enda vísindaleg þekking af skorn- um skammti. Maðurinn var háður duttlungum umhverfísins eins og há dánartíðni, mikill ung- barandauði og fjöldi banvænna farsótta bar vitni um. Drottinn gaf og drottinn tók og við því var ekkert að gera en smátt og smátt fara læknarn- ir að taka að sér sum hlutverk sem eingöngu hafði verið almættisins. Fjölskyldan Þegar Jón tók við landlæknisembættinu fluttist hann inn í Nesstofu á Seltjamarnesi sem var embættisbústaður landlæknis og lyf- sala. Hann var ókvæntur og hefur því vafalít- ið þurft að ráða til sín ráðskonu og jafnvel fleira fólk. Konulaus þraukaði hann fram á næsta sumar en 26. júní 1821 kvæntist hann Elínu dóttur Stefáns amtmanns (Ólafssonar) Stephensens á Hvítárvöllum og mægðist þá helstu áhrifa- og valdamönnum landsins. Sagan segir að Elín Stephensen hafí áður verið lofuð Bjarna Thorarensen, skáldi og yfírdómara, síð- ar amtmanni. Faðir hennar mun hafa sagt Bjarna að ef hann giftist inn í Stephensenætt- ina yrðu fjölskyldubönd of náin í yfirréttinum og þess vegna yrði hann að hætta þar ef hann vildi fá konunnar (þetta er eitt elsta dæmi um hugsanlegt vanhæfi vegna_ fjölskyldutengsla í íslenska stjórnkerfinu!). í ástarvímu sagði Bjarni upp starfinu og fékk veitingu fyrir Ár- nessýslu en amtmaðurinn á Hvítárvöllum stóð ekki við sitt og uppsagði honum konuna. Ástæðan fyrir þessu „plotti" var víst sú að Stefánungar, og þó sérstaklega Magnús Steph- ensen yfírdómari, áttu ekki skap saman við Bjama. Hugsanlega má merkja áhrif þessarar „aðgerðar“ í samskiptum Bjarna og Stef- ánunga síðar sem og ljóðagerð Bjarna um tíma en hann lét Jón Thorstensen ekki gjalda fyrir þetta enda honum óviðkomandi. Jón og Elín eignuðust átta börn og komust fimm þeirra til fullorðinsára. Elst var Ragn- heiður sem giftist Kristjáni Christiansson sýslu- manni, þau voru barnlaus. Næstur í röðinni var Jónas „stór og vel vaxinn, ekki alveg ólík- ur föður sínum, en stærri og fríðari, ekki mjög sterkur, en fjörmikill og fyrirferðarmikiU“, sagði vinur hans Benedikt Gröndal. Jónas varð sýslumaður í Múlasýslu og kvæntist Þórdísi yngstu dóttur Páls amtmanns Melsted. Börn þeirra voru Elín kona Magnúsar Steþhensen landshöfðingja og Jón prestur á Þingvöllum. Jónas var sá eini af börnum Jóns sem eignað- ist afkomendur en hann lést í blóma lífsins aðeins 35 ára gamall. Eftir lát hans fluttist Þórdís til Reykjavíkur og bjó lengi með bömum sínum í húsinu númer þijú við Skólastræti. Bræðumir Stefán Þorvarður og Hans Theo- dór dóu báðir í blóma lífsins ókvæntir og barn- lausir. Theodór lést úr taugaveiki við námslok í prestaskólanum en Stefán fórst við Vatnsnes með briggskipinu Valborgu. Gröndal lýsir þeim bræðrum þannig; „Þeir voru báðir nokkuð líkir föður sínum, samt brá Theodór meira til móður- ættarinnar, hann var minni vexti og allur mild- ari, Stefán var stór og vel vaxinn og sjálfsagt sterkastur allra íslendinga, þeirra er þá voru í Höfn. - Báðir voru þeir ærlegir piltar og ekki kenndir við neina pretti." Yngsta bamið og augasteinn föður síns enda lík honum í útliti og skapi var Margrét Guðrún sem giftist Jóni A. Hjaltalín skólastjóra. Þau voru bamlaus og kjördóttir þeirra lést ung en uppeldissonur þeirra var Ásgeir Sigurðsson kaupmaður, bróðursonur Jóns. Auk bama sinna ólu Jón og Elín upp systurson Jóns, Jakob Sveinsson trésmíðameist- ara, en systir hans var Guðrún, fyrri kona Geirs Zoéga. Jakob var einn af kunnustu borgurum Reykjavíkur á seinni hluta 19. aldar og kom víða við í menningar- og athafnalífí bæjarins. Jón og Elín bjuggu fyrst í Nesi og þar fædd- ust öll þeirra börn. Árið 1834 fluttu þau til Reykjavíkur í nýtt hús sem hann hafði látið byggja í túni Hlíðarhúsa. Húsið var auðvitað nefnt Doktorshús og nokkram áram síðar þeg- ar Rosenörn stiftamtmaður lét gefa öllum göt- um bæjarins nafn og númer fékk gamli Hlíðar- húsastígurinn heitið Læknisgata. Það nafn festist ekki í máli fólks og síðar þegar byggð- in óx og götum fjölgaði fékk Læknisgatan nafnið Vesturgata. Ný gata lá framhjá Dokt- orshúsinu, Ránargata, og húsið varð númer 13. Nú er ekkert sem minnir lengur á þetta merka hús því auðvitað varð að rífa það til að rýma fyrir nýtísku byggingu. Afrek og endalok Jón Thorstensen var landlæknir og héraðs- læknir í 35 ár og hefur enginn gegnt embætti landlæknis svo lengi. Samhliða þessum störfum hélt hann uppi læknakennslu, stundaði veðurat- huganir og ýmsa náttúraskoðun í samvinnu við erlenda vísindamenn en hann var félagi í nokkr- um erlendum vísindafélögum. Hann sat í fyrstu bæjarstjóm Reykjavíkur (1836) og ýmsum neftidum á vegum bæjarins og var konungkjör- inn alþingismaður 1847-1849 og þjóðlgörinn 1853. Fyrir embættisstörf var Jón gerður að jústizráði árið 1842 og fimm áram síðar var hann kjörinn heiðursdoktor við háskólann í Marburg í Þýskalandi fyrir vísindastörf sín. Páll Eggert Olason segir um Jón í íslenzkum æviskrám að hann hafí „náði miklum frama, síst umfram verðleika" og era það orð að sönnu. í Dægradvöl Benedikts Gröndals kemur Jón nokkram sinnum við sögu og hann lýsir Jóni þannig að hann hafí verið, „meðalmaður á hæð og vel þrekinn og sterklegur, ekki feitur, sköll- óttur snemma, með mikið kinnskegg; hann var margfróðastur manna um allt, sem fram fór í heiminum, og lagði sig mest eftir ensku - Jón átti margar góðar bækur, einkum um lækning- ar og náttúruvísindi, en einnig söguleg verk, og var hann vel að sér í hvívetna, þótt ekki væri hann beinlínis vísindamaður. Hann var sá ótrauðasti og ötulasti læknir, sem hugsazt getur og vitjaði sjúklinganna hvað sem það kostaði, enda var hann sterkur og ákaflega heilsuhraustur, hófsmaður mesti, skemmtinn og glaðvær ogjafnlyndur". Benedikt segir sögu sem lýsir Jóni vel. Einu sinni hafí komið mað- ur utan af Seltjamarnesi til að sækja Jón, sem þá var fluttur til Reykjavíkur og bjó í hinu svokallaða Doktorshúsi, til sjúklings að nóttu til í vetrarhörku. Beið maðurinn eftir Jóni utan- húss og hélt að hann væri að hafa sig til en skömmu síðar kemur Jón úr vitjuninni utan af Nesinu. Af sögum og ummælum samferða- manna um Jón er ljóst að hann hefur ekki verið neinn meðalmaður. „Þar fór gamli Kusi,“ segir Jón Guðmunds- son ritstjóri í bréfi til nafna síns Sigurðssonar þegar Jón Thorstensen lést í febrúar 1855 en þetta gælunafn var dregið af endingu orðsins landphysicus. f Annál nítjándualdar segir svo frá aðdraganda og dauða Jóns „um vorið (29/5 1854) var Jón Thorstensen landlæknir að vitja sjúklings. Datt hann þá ofan í fímm álna djúp- an kjallara því hlerinn var opinn og brotnuðu í honum eitt eða tvö rif. Var ætlun manna að hann hafí aldrei jafngóður orðið“. Síðar er sagt frá dauða hans með þessum hætti: „Hann var hinn mesti atgervis- og fjörmaður, bæði til sálar og líkama, reglumaður og iðjumaður og rækti embætti sitt með einstakri árvekni og alúð. Daginn sem hann dó kom hann heim til sín um miðaftanbil frá sjúklingum og sett- ist niður en þegar að var komið drykklangri stund síðar var hann örendur. Hann hafði aldr- ei orðið hinn sami aftur eftir byltuna um vorið ofan um kjallarann og kona hans mátti skilja það af ýmsum ráðstöfum hans heima fyrir að hann bjóst sjálfur við að dauða sinn mundi bera brátt og óvöram að.“ Útför Jón fór fram frá Dómkirkjunni 6. mars 1855 að viðstöddu miklu fjölmenni og var hann jarðaður í Hólavallakirkjugarði. Hús- kveðju flutti biskupinn Helgi G. Thordersen en útfararpredikun dr. Pétur Pétursson pró- fessor og nokkur skáld ortu um hann erfiljóð. Þekktasta ljóðið og það sem oft er vitnað til er eftir Gröndal og þar segir m.a: þú byggðir sjálfur sjálfum þér til handa hinn megineflda, trausta minnisvarða, sem standa mun þó stormar eyði því, sem grafið er á gull og harða steina; Að Jóni látnum var safnað fé til að reisa honum minnisvarða en hann var hvorki stór né gylltur. Marmaraplata á litlum sandsteini frá Borgundarhólmi þar sem í er greipt „Þenn- an minnisvarða settu hinum framliðna þakklát- ir landsmenn“. Þótt minnisvarðinn væri reistur í fátækt „og svo ólíkur því sem aðrar þjóðir og aðrir tímar reistu til minningar um sína frægustu syni“, eins og Björn Th. Björnsson komst að orði, þá ber hann vott um þann hug sem menn báru til Jóns. Þessi minnisvarði hæfir minningu hans vel því um hann eins og aðra góða menn eru það fyrst og fremst verk- in sem bera merkin. Höfundur er sagnfræðingur. LEIÐRÉTTING Gestur Ólafsson arkitekt hefur komið á framfæri þeirri leiðréttingu, að þegar hann greiddi atkvæði og fyllti út listann um 10 fegurstu hús á íslandi, hafi hann í fljót- færni skrifað Árnagarður, þar sem átti að standa Oddi, hugvísindahús Háskóla ís- lands. Þessvegna stóð einnig ranglega, að Maggi Jónsson væri arkitekt Árnagarðs. Maggi hefur teiknað Odda, en Hörður Bjarnason, þá húsameistari ríkisins, teiknaði Árnagarð. Þá leiðréttist einnig, að Guðmundur Kr. Guðmundsson er ranglega talinn arkitekt húsanna Suðurlandsbraut 34 og 18. Það rétta er að Guðmundur Kr. Kristinsson er einn arkitekt Suðurlandsbrautar 34 og hann hefur einnig teiknað Suðurlandsbraut 18 ásamt með Ferndinand Alfreðssyni. í fyrri hluta, 22. febrúar, kom réttilega fram, að Skeggjastaðakirkja er í Bakka- firði. En í síðari hluta stóð hinsvegar rang- lega að hún væri á Vopnafirði. Til viðbótar má geta þess, að Bjarni Ólafsson, sem les- endum sunnudagsblaðs Morgunblaðsins er vel kunnur, hefur teiknað og smíðað við- bygginguna við Skeggjastaðakirkju. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. MARZ 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.