Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1997, Blaðsíða 7
á verðlaunabókina um þjófótta risann og
skyrfjallið. Myndlistarmaðurinn Guðrún
Hannesdóttir á sér mjög persónulegan stíl
og notar liti og form á vel úthugsaðan máta.
Anna Cynthia Leplar hefur myndskreytt tvær
myndabækur, Fyrstu jólin við texta Georgie
Adams og Fríið hennar Fríðu þar sem hún
á bæði myndir og texta. Myndir Önnu eru í
mildum en um leið skýrum litum. Þær eru
raunverulegar og andlit persónanna lýsa
skapbrigðum og innra manni svo vel að þær
ættu að falla yngstu kynslóðinni vel í geð.
Brian Pilkington myndskreytir enn eina bók-
ina í ritröðinni um Ragga litla. Myndir Brians
eru fullar af lífi og kímni og auka mjög gildi
þeirra bóka sem hann skreytir. Ragnheiður
Gestsdóttir endursegir og myndskreytir ævin-
týrið um Hlina kóngsson. Myndir hennar eru
rómantískar og stílhreinar og hæfa sögunni
vel. Sagan um Stafakarlana með myndum
Jóns H. Marinóssonar og texta eftir Berg-
ljótu Arnalds varð ein af vinsælustu bókum
ársins enda bráðskemmtilegar og líflegar
myndir. Ásrún Haraldsdóttir sendi á markað
sína fyrstu bók um litla grísinn góða og samdi
hún bæði myndir og texta. Helst má finna
að þessari bók að textinn er fullmikill og
þéttur til þess að höfða til þess lesendahóps
sem bókin er ætluð. Söguna hefði mátt stytta
með góðu móti og fjölga myndum. Þá hefði
sagan um litla munaðariausa grísinn orðið
aðgengilegri ungum lesendum. Efnið höfðar
til lítilla barna sem eru sér mjög meðvitandi
um ranglæti heimsins. Kristín Marti hefur
samið texta og myndskreytt bók um Lúlla
litla lunda. Myndirnar eru mjög raunsæjar
og í raun virðast þær vera málaðar eftir ljós-
myndum. Það má telja til tíðinda að íslensk-
ar fyrirmyndar verði erlendum barnabókahöf-
undum að yrkisefni og er það altént jákvætt
ef íslensk börn njóta góðs af. Af erlendum
myndabókum má nefna tvær sem verðskulda
sérstaka athygli. Annars vegar er bók Jo-
stein Gaarder sem ber heitið Halló, er nokk-
ur þarna? Bókin er myndskreytt af Reidar
Kjelsen og eru myndirnar ævintýralegar og
framandi. Hin bókin er eftir kanadíska höf-
undin William D. Valgardson og heitir Thor.
Þar segir frá ævintýri lítils drengs á
Winnipeg-vatni.
Nýir höfundar
Á hverju ári koma fram á ritvöllinn nokkr-
ir nýir höfundar sem reyna fýrir sér. Sumir
þeirra hafa spreytt sig á því að skrifa fyrir
fullorðna og það gerist æ oftar að þeir sem
hafa öðlast talsverða reynslu á bókmenntaa-
krinum reyni sig við að skrifa barnabækur.
Eitt sérlega vel heppnað dæmi hér um er
bók Vigdísar Grímsdóttur, Gauti vinur minn,
sem er ákaflega vel skrifuð bók og sýnir af
mikilli næmni samband lítils drengs og
ókunnrar konu. Kristinn R. Ólafsson sem við
þekkjum best úr fréttum Ríkisútvarpsins frá
Spáni skrifaði barnabókina Fjölmóðssaga
föðurbetrungs. Sagan er kynngimögnuð
tólftualdarsaga og er málfar hennar svo
mergjað að á hverri síðu eru langar orðaskýr-
ingar. Einnig má nefna til sögunnar Úlfar
Harra Elíasson og bók hans Sól yfir Dimmu-
björgum. Hann er bráðungur rithöfundur sem
á alla framtíðina fyrir sér. Hann er hug-
myndaríkur en á eftir að hemja söguefni sitt
í betri og samfelldari sögu. Þórður Helgason
hefur áður sent frá sér bækur á vegum Náms-
gagnastofnunar en skrifar nú söguna Geta
englar talað dönsku? þar sem tekið er á lífi
og umhverfi íslenskra nútímaunglinga. Þetta
er greinilega umhverfi sem Þórður þekkir vel
og skapar skýra en fremur dapra mynd af
þeim heimi sem unglingarnir lifa í.
Þýóingar
Ekki verður svo fjallað um íslenska barna-
bókaútgáfu að ekki sé minnst á þýðingar en
nokkrar úrvalsbækur litu dagsins ljós til við-
bótar við þær sem áður eru
nefndar þótt þær hefðu
sannarlega mátt
vera fleiri. Þar
má fyrst
nefna
járn fengu viðurkenningu Rithöfundasjóðs
Ríkisútvarpsins sem veitt var í 41. sinn í
árslok. Á undanförnum árum hafa þau verið
iðin við að auka fjölbreytni lesefnis íslenskra
barna með mikilli hugmyndaauðgi og fögru
máli. Mér telst til að þau systkinin hafi sam-
ið nálægt tvo tugi bóka fyrir börn, annað-
hvort saman eða sitt í hvoru lagi.
Má því segja að bamabókahöfundar hafi
á síðastliðnu ári fengið meiri upphefð en oft-
ast áður og er það vel. Ég held að það sé
ekki ofmælt að barnabókahöfundar séu þeir
sem ieggja grunninn að bókmenntaiðkun ís-
lendinga. Börn sem kynnast skemmtilegum
og vel skrifuðum bókmenntum eru líklegri
til að viðhalda menningararfinum en þau sem
aldrei njóta bóka.
Barnabækur eru síður en svo ómerkilegri
bókmenntir en aðrar sem á markaðinn koma
en erfiðlega gengur að láta þær njóta jafn-
réttis við annað bókmenntaform. Þetta er
ekki neitt séríslenskt fyrirbrigði og má sem
dæmi nefna að Astrid Lindgren hefur aldrei
verið talin verðug Nóbelsverðlauna í bók-
menntum þótt bækur hennar hafi náð til
barna heims betur en verk nokkurs annars
höfundar.
Það er sérstaklega mikils virði fyrir fram-
tíð íslenskrar bókmenningar að þessari list-
grein sé sinnt af alúð og athygli vakin á því
besta sern þarna er á ferðinni. Nú vantar
aðeins að íslensku bókmenntaverðlaunin eða
Menningarverðlaun DV falli barnabókahöf-
undi í skaut.
Buróarvirkió i barnabókaútgáfunni
Það er mikils virði fýrir barnabókamark-
aðinn að geta treyst á nokkuð stóran kjarna
höfunda sem senda frá sér bækur með vissu
millibili og eiga sér fastan hóp lesenda. Þó
eru þessar bækur heldur færri en undanfar-
ið. Úm leið og nýir koma fram heltast aðrir
úr lestinni eða taka sér frí. Til dæmis áttu
þau Kristín Steinsdóttir, Andrés Indriðason
og Þorgrímur Þráinsson enga bók fyrir þessi
jól og hafa lesendur þeirra eflaust saknað
vinar í stað.
Af þeim sem skapað hafa sér fastan sess
á barnabókamarkaðnum má nokkra til nefna
umfram þá sem áður hafa verið til greindir.
Iðunn Steinsdóttir sendi frá sér bókina Þoku-
galdur þar sem efni er sótt í útilegumanna-
sögu en um leið er sagan rótföst í íslenskum
samtíma. Mjög haganlega gerð saga. Gunn-
hildur Hrólfsdóttir skrifar um unga stúlku
sem þroskast á einu sumri við átök við yfirn-
áttúrulega hluti jafnt sem sjálfa sig í bókinni
Hér á reiki. Verðlaunahöfundurinn Guðrún
Eiríksdóttir hefur samið söguna Saltfiskar á
strigaskóm um dvöl íslenskra barna í Portúg-
al og ævintýri sem þau lenda í þar. Þorsteinn
Marelsson skyggnist inn í hugskot fermingar-
barna í sögunni Ég get svarið það. Aðal-
steinn Ásberg Sigurðsson sækir efniviðinn í
sína sögu í hulduheima. í bókinni Furðulegt
ferðalag þarf að bjarga nokkrum stórum
tijám frá tortímingu og eru aðfarirnar
óvenjulegar. Helga Möller segir frá smá-
prakkarastrikum í bók sinni Prakkarakrakk-
ar og Illugi Jökulsson fer inn á nýjar brautir
í sögu sinni Silfurkrossinumn, en áður hafði
hann samið Kanínusögu og Ævintýri litla
skógarbjarnarins. Silfurkrossinn er vel upp-
byggð saga en sýnir ákaflega dapurlega
mynd af íslensku samfélagi.
Myndabækur
Á hverju ári koma út nokkrar gullfallegar
myndabækur fyrir börn og finnst mér þetta
vera mjög dýrmætt framlag til íslenskrar
bókmenningar og um leið myndlistar. Mynd-
list er mjög blómleg á íslandi í dag og því
er mjög ánægjulegt ef ungir listamenn fá
að koma list sinni á framfæri með því að
myndskreyta barnabækur. Um leið fá íslensk
börn að njóta innlendrar mynd-
listar og kynnast þar
með tveim listgrein-
um.
Áður hefur
verið minnst
bókina Ungfrú Nóra eftir hollenska verð-
launahöfundinn Annie M. G. Schmidt. Þessi
kona fékk H.C. Andersen verðlaun IBBY
samtakanna árið 1985 og var þá orðin háöldr-
uð. Gillian Cross á söguna, Nýr heimur, sem
er saga um tölvuleik sem er mjög svo áhrifa-
mikill í lífi sögupersónanna. Höfundur er vel
þekktur í heimalandi sínu fyrir að taka á
félagslegum viðfangsefnum og flytja erfið
vandamál inn í barnabækur til að efla skiln-
ing barna á málum. Af fyrri bókum hennar
má nefna Úlfur, úlfur sem fjallaði um IRA
og baráttuaðferðir þeirra á mjög næman
hátt. Sagan um Blæjuna eftir Inger Bratts-
tröm fjallar um unga stúlku í Kasmír og líf
hennar og framtíðarmöguleika sem sannar-
lega er frábrugðið því lífi sem íslensk börn
búa við. Tvær bækur eftir Roald Dahl komu
út hjá Máli og menningu. Annars vegar
Danni heimsmeistari og hins vegar Jói og
risaferskjan. Danni heimsmeistari segir frá
litlum dreng og samskiptum hans við heim
þeirra fullorðnu þar sem hann verður oftar
en einu sinni að koma til bjargar. Sagan um
Jóa og ferskjuna er öfgafull og myndrík saga
um ákaflega ótrúlega hluti. Nokkrar sígildar
sögur komu einnig út svo sem ævintýri H.C.
Andersen og endursagnir Walt Disney en
bækur þeirra eru löngu óteljandi á íslenskum
markaði.
Lokaoró
Þegar bókaútgáfa fyrir börn árið 1996 er
skoðuð má segja að við megum þokkalega
vel við una. Bamabókin virðist halda velli
og fjölbreytnin er meiri en búast mætti við
í ljósi þess hve markaðurinn fyrir íslenskar
bækur er í raun ógnarsmár. En eins og venju-
lega eru það ákveðnir bókaflokkar sem lítið
er um á markaði og er einkum lítið um fræði-
rit sem fjalla um íslenskan veruleika á
skemmtilegan hátt og eru samin fyrir börn.
Á síðastliðnu ári kom upp nokkur ritdeila
þar sem spurningin snerist um aðgengi barna
að fræðsluefni og alfræðiritum. Þar hélt
Siglaugur Brynleifsson því fram í grein að:
„Staðhæfingar forstöðumanna Skólasafnam-
iðstöðvar og Námsgagnastofnunar um skort
á ítarefni og alfræðiritum eru alrangar og
mjög villandi." (Mbl. 10.4. 1996). Ekki getur
höfundur þessa pistils verið sammála fyrrver-
andi kennara sínum um að það sé alrangt
að skortur sé á fræðsluefni fyrir börn. Eg
tel einmitt að það sé til vandræða að íslensk
börn skuli ekki hafa greiðan aðgang að hvers
kyns þekkingu á sínu móðurmáli. Allir vita
að leikni í að skilja erlend tungumál auðveld-
ar fólki að afla sér þekkingar. Það breytir
hins vegar ekki þeirri staðreynd að ef íslensk
börn skynja það að fræðsla og skemmtun á
því formi sem heillar mest nú til dags sé nær
eingöngu á enskri tungu, er hætt við að þau
hafi minni áhuga á að rækta íslenskuna.
Aðeins með því að efla áhuga barna á móður-
málinu getum við búist við því að íslenskan
varðveitist og tungumál unga fólksins verði
ekki frekar enskuskotið en nú er.
En þegar rætt er um skort á fræðiefni
fyrir íslensk börn er vert að vekja athygli á
íslenskri alfræðibók sem kom út fyrir nokkr-
um árum og ætti að vera sjálfsögð á öllum
heimilum þar sem börn eru. Það er Alfræði
unga fólksins sem kom út hjá Erni og Örlygi
árið 1994. Ritið er þýðing og aðlögun á hinu
fræga riti: The Dorling Kindersley Children’s
Illustrated Encyclopedia. Dorling Kindersley
fot'lagið er vel þekkt um allan heim fyrir
fræðslurit á öllum sviðum í hæsta gæða-
flokki. Alfræði unga fólksins er hafsjór af
upplýsingum um allt milli himins og jarðar
og meðal annars hefur verið lagður mikill
metnaður í að staðfæra ritið þar sem það
er hægt. Mín ósk er sú að þessi bók komi nú
út á geisladisk því það er einmitt svona fjöl-
fræðiefni sem ætti að koma út fyrir styrk
hins opinbera. Hér er mjög þarft verk fyrir
menntamálaráðuneytið til að tryggja að ís-
lensk börn eigi aðgang að fjölfræði á sínu
móðurmáli og á þeim miðli sem mest heillar
í dag, geisladisk, þar sem hægt er að láta
tölvuna fletta upp á þekkingarmolum þeim
sem þar má finna.
Þeir tveir miðlar sem mest heilla eru ann-
ars vegar alnetið og hins vegar gagnasöfn á
geisladiskum. Alnetið er einmitt kjörinn vett-
vangur til að koma á framfæri íslensku efni
þar sem útgáfukostnaður allur er hverfandi
og þeir sem gætu nýtt sér efnið eru þeir sem
talandi eru á íslenska tungu. Ef því er ekki
sinnt að hafa fróðleik og skemmtan aðgengi-
lega fyrir ungu kynslóðina á þeim miðlum
sem algengastir eru í dag tel ég að enn komi
til með að halla á íslenskuna sem það tungu-
mál sem við notum til þekkingarmiðlunar inn
í næstu öld.
ÚR RISANUM þjófótta.
Guðrún Hannesdóttir myndskreytti.
JÓN VALUR JENSSON
APRÍLLJÓÐ
Það er indælis veður að arka um
bæinn
og orð færa’ á blað,
er lífgeislum stafar sól á sæinn
og sumar fer að.
Þá þyrpast á strætin konur og
karlar
með krílin smá
og stúlkurnar: glaðlegar eru þær
allar
- svona á að sjá.
En margur angrast af atvinnu-
leysi
eða aumlegum hag,
þótt harki hann af sér og höfuðið
reisi
hærra í dag.
Enn langar þig mest að lifa og
duga
því landi’, er þig ól,
og þungi vetrarins hverfur úr
huga
með hækkandi sól.
Æ, allt er svo fagurt á ungu vori
og upphiminn blár!
og Ijúfurnar viðra sig léttar í spori
- með leyndar þrár...
Höfundur er guðfræðingur og
forstöðumaður Ættfræðiþjónustunnar.
ÞÓRDÍS
GUÐJÓNSDÓTTIR
VAKNAÐU
Vaknaðu þegar blærinn hvíslar
komdu með mér
út í vorið
Sjáðu
hvernig sumartunglið
deplar til þín
brosandi auga
Hlustaðu
á kyrrðina
kveða ilmljóð
í ungu brumi
Vaknaðu
þegar vorblærinn hvíslar:
Komdu.
í GARÐI
BAKKUSAR
Hvíldarlaust leitar þú
í villuskógi
þar sem skuggarnir
glotta gulum tönnum
að óttanum
sem skimar úr augum þínum
þú veist ég er fangi ímyrkviðnum
og heyri ekki
þótt þú hrópir nafn mitt
því að guð garðsins
rennir vaxi í eyru mín.
Utan úr fjarskanum
finn ég titrandi geisla
hvísla niður til þín
gegnum þykknið:
haltu áfram að leita
að hrópa.
Höfundur starfar hjó
Nómsgagnastofnun.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. APRÍL 1997 7