Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1997, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1997, Blaðsíða 4
EFTIR ÞORGUNNI SNÆDAL Sagg Yngvars víóförla var skráð á íslandi á 1 3. öld og sænskir rúnasteinar staðfesta söguna um þenn- an metnaðargjarna, unga mann, sem vildi verða konungur og hélt með skip sín og fjölmennt lið í austurveg til þess að finna sér ríki. Þaðan átti Yngvar og lið hans hinsvegar ekki afturkvæmt. MÁNUDAGURINN 9. apríl 1990 er mér minnisstæður í starfí mínu sem rúnafræð- ingur. Vegavinnu- menn sem voru að breikka veginn rétt sunnan við Arlanda, flugvöll Stokkhólmsborgar og nágrennis, höfðu kvatt mig á vettvang til að líta á stóran rúnastein, sem þeir höfðu fundið nokkrum dögum áður. Við kantinn á nýja veginum lá stór steinhnullungur og annar minni rétt hjá. Sá stóri var neðri hlutinn og sá minni brot úr efri hlutanum af feiknastórum rúnasteini, sem upphaflega hefur verið nærri tveir og hálfur metri á hæð og allt að tveggja metra breiður. Rúnaristan var djúp og vel varðveitt og virtist lítið veðruð. Steinninn hefur líklega oltið um koll snemma á miðöldum og rúnirnar ekki litið dagsins Ijós síðan fyrren jarðýtan sneri hnullungunum við. Rúnirnar voru, eins og í flestum sænskum rúnaristum, ristar í tvo ianga dreka og útteigður líkami þeirra mynd- aði þær línur sem afmörkuðu rúnaletrið. Drekahausamir með mjórri tijónu og einkenni- lega úteygðir komu mér kunnuglega fyrir sjón- ir. Svona drekar á rúnasteini á þessum slóðum beindu huga mínum í vissa átt. Eg snaraði mér í að lesa rúnirnar, sem ekki var lengi gert því þær voru vel varðveittar, og fékk þegar vissu fyrir því sem mig grunaði: þetta var Yngvarssteinn. Textinn var að vísu ekki alveg heill, en það var auðvelt að geta í eyðurn- ar. Á steininum stóð (allar rúnaristur eru hér færðar til íslenskrar stafsetningar): Gunnarr ok Bjöm ok Þorgrímr reistu stein þenna at Þorstein bróður sinn. Es vas austr dauðr með Ingvari. Ok gerðu brú þisi. Vegagerðarmennirnir og þeir fréttamenn sem komnir voru á vettvang, horfðu undrandi á mig þar sem ég hringsólaði kringum stein- ana og tuldraði aftur og aftur: „Þetta er Yng- varssteinn!" Og ég var svo sannarlega í sjöunda himni. Enginn slíkur steinn hafði fundist síðan 1903; þetta var sá fyrsti á hinu forna Áttundalandi og um leið sá austlægasti af þeim öllum. Eitt nafn í viðbót hafði bæst á listann yfir fylgdar- menn Yngvars víðförla til Serklands. Sem rúnafræðingur og íslendingur hef ég að sjálf- sögðu alltaf haft sérstakan áhuga á Yngvari vegna sögunnar um hann sem skrifuð var á íslandi á þrettándu öld. Svíþjóð hefur þá sérstöðu meðal Norður- landanna að eiga sama og engar eigin heimild- ir um fornsögulega atburði og persónur. Svíar áttu aldrei, svo vitað sé, neinn Snorra, Saxo, Þjóðrik munk eða annálahöfunda, sem skráðu sögu þeirra á miðöldum. Vitneskju um sænska þjóðfélagið fyrir miðbik 13. aldar verða þeir að mestu að sækja í þær glefsur um sænska atburði sem er að finna í heimildum frá öðrum Norðurlöndum. En Svíþjóð hefur líka þá sérstöðu meðal Norðurlandanna að vera þeirra ríkust af rúna- steinum. Um 2.500 steinar eru þekktir, flestir reistir á tímabilinu 980-1120. Þeir eru dreifð- ir um landið frá Smálöndum í suðri til Jamta- lands í Norður-Svíþjóð, en langflestir, eða um 1300, voru reistir í hinum fornu Fólklöndum norðan við Malaren, sem svo voru kölluð, Fjað- ryndalandi, Áttundalandi og Tíundalandi, nú nefnd einu nafni Upplönd. Sunnan Málarens í hinu forna ríki Granmars konungs, Suður- mannalandi, eru skráðir um 400 steinar. Ekki eru þó allir þessir steinar til staðar í dag, sumir eru í brotum og sumir eru nú kunnir eingöngu af gömlum teikningum. Rúnaristurnar eru flestar hveijar stuttar, enda komu efnið og verkfærin í veg fyrir óþarfa mælgi. Fiestir steinanna eru reistir til minningar um einn eða fleiri menn, feður, syni eða eiginmenn. Flestir þeirra virðast hafa verið friðsamir bændur, sem stunduðu bú sín, ruddu brautir gegnum skóga og lögðu vegi yfir mýrar og flóa heimasveitar sinnar. Stein- arnir voru reistir við þjóðvegi, á þingstað, eða í ættargrafreitnum heima við bæinn. Margir standa enn á sínum upprunalega stað og bera vitni um fornar byggðir og samgönguleiðir. Að sjálfsögðu eru þessar ristur ómetanlegar heimildir um lífið í Svíaríki á 11. öld, ekki síst þeir steinar sem eru reistir eftir menn, sem fóru í víking í vesturveg og tóku dana- gjöld á Englandi, eða voru væringjar i austur- vegi. En ef frá eru skildir nokkrir steinar reist- ir eftir menn, sem tóku Knúts gjald á Eng- landi eru mjög fáir af þessum mönnum þekkt- ir úr öðrum heimildum. Helsta undantekningin frá þessari reglu er einmitt þeir um það bil 30 steinar, sem reistir voru til minningar um menn sem fórust með Yngvari víðförla í leiðangri hans til Serklands laust fyrir miðja 11. öld. Varla þarf að draga í efa að Ingvar í rúnaristunum er sá hinn sami og hetjan í Yngvars sögu víðförla, sem rituð var á íslandi á 13. öld og mun ég víkja að sögunni síðar en kynna fyrst nokkra af steinunum. Frægasti Yngvarssteinninn fannst árið 1827 í kjallargólfi hinnar fögru og þunglama- legu hallar Vasaættarinnar, Gripsholm, sem stendur á dálitlu nesi við Málaren u.þ.b. 50 kílómetra vestan við Stokkhólmsborg, nálægt smábænum Mariefred. Steinninn stendur nú, ásamt öðrum rúnasteini, við göngustíginn heim að höllinni. Textinn hljóðar svo: Tola lét reisa stein þenna at son sinn Harald, bróður Ingvars. Þeir fóru drengila Qarri at gulli ., ok austarla erni gáfu. Dóu sunnarla á Serklandi Textinn er að mestu stuðlaður í bragarhátt sem mjög líkist fornyrðislagi, þó ekki sé hann eins reglubundinn og tíðkaðist í íslensku. Skáldamálið er líka mjög áþekkt og í t.d. eddu- kvæðum, þar sem myndhverfingar á borð við að gefa erni, þ.e.a.s. fella óvini, eru algengar. í Höfuðlausn (10. vísu) kallar Egill þá sem Eiríkur Blóðöx hefur fellt í valinn náttverð ara. Það er algengt að málið í rúnaristunum sé stuðlað á þennan hátt, oftast í einn helming í fornyrðislagi eins og Yngvarssteininn við Stóra Lundby á Suðurmannalandi, u.þ.b. 20 kílómetra norðan við borgina Nyköping: Spjuti, Halfdan, þeir reistu stein þenna eftir Skarða, bróður sinn. Fór austr héðan með Ingvari. Á Serklandi liggr sonr Eyvindar Ánægjan með að hafa gert son sinn vel úr garði er auðsæ í ristunni á rúnasteininum í Svinnegarns kirkju, skammt sunnan við Enköpingsborg: Þjálfí ok Hólmlaug létu reisa steina þessa alla at Banka, son sinn. Es átti einn sér skip ok austr stýrði i Ingvars liði. Guð hjálpi and Banka. Áskell risti. Þó virðast það ekki aðallega hafa verið ungu mennirnir sem fóru með Yngvari. Af þeim 21 steini sem eru nógu vel varðveittir til að gefa öruggar upplýsingar um þá ætt- ingja sem reistu steininn eru 11 reistir af son- um eða dætrum eftir föður þeirra. Sex eru reistir af bræðrum hins látna og fjórir af for- eldrum. Líklega hefur Yngvari þótt betra að hafa reynda menn með sér og sennilega hafa þeir orðið að leggja til eigin skip í ferðina. Synirnir máttu sitja heima og gæta búsins meðan faðirinn sigldi úr höfn með Yngvari. Við Varpsundið, um 20 kílómetra austan við Enköping, stendur þriggja metra hár og mjór rúnasteinn, sem synirnir fímm: And- vettr, Kárr, Kiddi, Blesi og Djarfr reistu föður sínum es vas austr með Ingvari drepinn. Neð- arlega á steininum, undir aðalristunni stend- ur: Es kunni vel knerri stýra Stundum lítur út fyrir að sonunum hafi verið farið að leiðast biðin eftir gamla mann- inum og reist steininn áður en full vitneskja um afdrif hans hafði borist. Norðlægasti Yng- varssteinninn stendur við Tierps kirkju norðar- lega á hinu forna Tíundalandi. Steinninn er nú mjög illa farinn en textinn er varðveittur á teikningu frá 17. öld: „Klintr ok Bleikr reistu stein þinsi eftir Gunnvið, föður sinn. Hann fór burt með Ingvari..." Dreifing Yngvarssteinanna sýnir, að þótt menn bæði frá Vesturmannalandi og Austur- Gautlandi hafi tekið þátt í leiðangrinum virð- ast flestir hafa verið úr héruðunum við Málar- en. Allar risturnar segja sömu sögu: Leiðang- ursmenn fórust austarla með Ingvari, eða voru austr með Yngvari drepnir. Þetta kemur vel heim við efni sögunnar, sem er varðveitt í mörgum handritum frá því um 1400. En sagan er venjulega gefín út eftir handritinu AM 343 a, kallað A-handritið. Næstbesta handritið er Gks 2845, B-handritið, sem þó er miklu verr farið. Munurinn á þessum handritum er lítill, en þó nokkur og vík ég að því aftur. Vegna þess hvað sagan er frábrugð- in öðrum sögum hefur hún yfirleitt ekki verið höfð með í heildarútgáfum af forníslenskum bókmenntum. En í þriðja bindi af Fornaldarsög- um Norðurlanda, sem Guðni Jónsson og Bjarni Vilhjálmsson gáfu út 1944, er sagan þó tekin með. Tilvitnanir úr sögunni eru sóttar í þá út- gáfu. Efni sögunnar er í stuttu máli þetta: Eymundur, faðir Yngvars var Ákason og móðir hans er sögð hafa verið dóttir Eiríks konungs sigursæla. Samkvæmt því á Yngvar að hafa verið dóttursonarsonur Eiríks sigur- sæla. Áki þessi rændi dótturinni frá Eiríki, sem ekki undi því heldur réðst til atlögu við hann, hafði dóttur sína og dótturson á brott með sér og sló eign sinni á jarðir og lausafé Áka. Eymundur ólst upp hjá afa sínum og var í góðri frændsemi við Ingigerði frænku sína, dóttur Ólafs konungs Eríkssonar. Um tíma var hann hjá henni og Jarizleifi konungi í Garðríki og ávann sér þar mikla sæmd og mikið fé. Hann sneri síðan aftur til Svíþjóðar, settist í ríki það er faðir hans hafði átt og skipar því og stýrir, sem konungar eru vanir. Um móður Yngvars er ekkert sagt nema að hún hafi verið ríks mans dóttir. Þegar Yngvar er níu vetra vill hann fara á fund konungs og var síðan með Ólafí Eiriks- syni, sem Svíar kalla Skötkonung, en íslend- ingar Ólaf sænska, sem tók miklu ástfóstri við hann. Y' NGVARI er lýst svo að hann var mikill maðr vexti, vænn ok sterkr ok bjartlitaðr, vitr ok málsnjallr, mildr ok stórgjöfull við sína vini, en grimmr við sína óvini, kurteiss ok hin hraðligsti í öllu viðbragði, svá sem vitrir menn hafa honum til jafnat um atgervi við Styrbjörn, frænda sinn, eða Óláf konung Tryggvason, sem fræg- astr maðr hefir verit ok mun vera á Norðrlönd- um um aldr ok ævi... Þegar Yngvar var tvítugur að aldri bað hann konung að gefa sér konungs nafn ok tign. Konungur neitaði þeirri bón. Þá bjóst Yngvarr ór landi at leita sér útlends ríkis ok valdi sér lið ór iandi ok þijá tigi skipa, öll alskipuð ... ok lögðu eigi fyrr seglin en þeir kómu í Garðaríki, ok tók Jarizleifr konungr við honum með mikilli sæmd. Þar var Yng- varr þijá vetr ok nam þar margar tungur at tala. Hann heyrði umræðu á því, at þijár ár fellu austan um Garðaríki ok var sú mest, sem í miðit var. Þá fór Yngvarr víða um Austrríki ok frétti, ef nokurr maðr vissi, hvaðan sú á felli, en engi kunni þat at segja. Þá bjó Yngvarr ferð sína ór Garðaríki ok ætlaði at reyna ok kanna lengd ár þessar- ar... Fjórir menn eru nefndir með Yngvari til ferðar: Hjálmvígi, ok Sóti, Ketill, er kallaðr var Garða-Ketill, hann var íslenzkr, ok Valdi- marr. Eptir þat heldu þeir í ána með þrjátigi 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. APRÍL1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.