Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1997, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1997, Blaðsíða 16
ANGIST EÐA HETJUDAÐ Söngsveitin Fílharmónía flytur Nelson-messu Haydns í dag og ó morgun kl 17 í Langholtskirkju undir stjórn Bernharós Wilkinson. ÁSGEIR FRIÐGEIRSSON fjallar hér um verkið og höfundinn en ó efnisskró tónleikanna er einnig Gloria eftir Vivaldi. STRÍÐ og átök eru kveikjan að Nelson- messu Haydns, sem er talin ein helsta perla tón- skáldsins. Tónlistin endur- speglar í senn ótta og hetjud- áð og minnir á hversu stutt er á milli angistar og dirfsku í tilfinningalífi mannsins. Það fer tvennum sögum af hinu rétta heiti þeirrar messu Josephs Haydns (1732- 1809) sem í dag er kennd við Nelson flota- foringja í breska sjóhemum. Af sömu rót er óvissan um hvað það var sem blés tón- skáldinu sköpunarkraftinn í bijóst þegar hann samdi þessa messu sumarið 1798. Á nótnablöðum Haydns sjáifs var þessi messa aldrei kennd við Horace Nelson, flota- foringja. Hún hét bara „Missa in angustiis", sem þýða má sem Messa á tímum angistar. Það var skömmu eftir að Nelson flotafor- ingi hlýddi á þessa D-moll messu Haydns árið 1800, að farið var að kenna hana við hann. í framhaldi af því varð til sú kenning að tónskáldið hefði haft Englendinginn og hina fræknu sigra hans í huga þegar hann samdi tónverkið. Einkum þykir Benedictus- kafli messunnar sæma stríðshetju hafsins vel, en þaninn lúðrablæstri er sá kafli kröft- ugur hetjuóður. Því hefur verið trúað að frækilegur sigur Nelsons yfir franska flotan- um við Aboukir, nærri árósum Nílar við Miðjarðarhaf, hafi veitt tónskáldinu inn- blásturinn. Sú orusta var háð 3. ágúst 1798 en vitað er að Haydn glímdi við messuna frá 10. júlí til 31. ágúst sama sumar en þá dvaldi hann í höll prinsins Nikulásar II von Esterházy í Austurríki, þar sem hann var hirðskáld síðustu æviár sín. Joseph Haydn Hef ðin er ekki alltaf sönn Það er orðin hefð að kalla þetta tónverk Nelson-messuna og það er einnig að verða tveggja alda hefð að tengja tónsmíðina af- rekum flotaforingja breska heimsveldisins. Fróðir menn um tónlistarsögu eru þó þeirrar skoðunar að í raun og sannleik hafi þessi messa ekkert með Nelson að gera. Það er hald þeirra að tenging tónverksins við bresku þjóðhetjuna sé til komin eftir að smíði þess lauk. Frægðarsól Nelsons flotaforingja reis sí- fellt á þessum árum og skein skært löngu eftir dauða hans 1805. Má ætla að eftir að þessi misskilningur varð til hafi tónverkið flogið um tónleikasali evrópska aðalsins á vængjum goðsagnarinnar um Nelson. Þegar svo var komið hefur ugglaust reynst erfitt að leiðrétta misskilninginn og vafalaust fáir fundið hjá sér þörf til þess. Englendingar hafa hvað sem öðru líður mikið dálæti á þessu tónverki og þar í landi er messan stundum nefnd heimsveldismess- an eða krýningarmessan og er hún að sjálf- sögðu leikin við slík tækifæri. Hefð misskilningsins er viðhaldið því al- gengt er enn í dag að skreyta umslög geisla- diska með upptöku af Nelson-messunni með portrettum af þessari mestu stríðshetju Breta fyrr og síðar. Angistarfullir timar Það fer ekki á milli mála að í Nelson-mess- unni eru vísanir til stríða og átaka. Nú er það álitið að stríð Frakka og Austurríkis- manna sem stóð yfir í lok 18. aldar hafi örvað Haydn til þessara tónsmíða. Eins og áður segir var hann hirðskáld hjá prinsinum von Esterházy í Eisenstadt, skammt frá Vínarborg. Þau átök hafa ugglaust staðið honum nærri. Upphaflegt heiti verksins, Messa á tímum angistar, gefur til kynna persónulega og tregafulla upplifun af stríði. Þetta heiti gef- ur alltént ekki til kynna þá upphafningu stríðs og hetjudáða sem tengd er nafni Nelsons flotaforingja. Nelson-messan er í senn tignarleg og angistarfull. Á þann hátt snertir hún strengi tilfinninga sem eru í senn andstæður og hliðstæður. Dirfska og ótti, hetjudáð og angist, gleði og sorg eru ólíkar tilfinningar en af sömu rót. í ljósi þess hvernig ólík heiti messunnar eru til komin er það athygl- isvert að heitin endurspegla andstæðar til- finningar til stríðs, - tilfinningar sem þó búa í tónverkinu sjálfu. Þar liggur snilli Haydns því tónverkið endurspeglar stórkost- lega þær gagnstæðu tilfinningar sem stríð vekja í bijóstum fólks. Því má segja að heitin tvö, burtséð frá því hvort sé rétt og hvort sé rangt, vísi til tveggja hliða á þeim pening sem er stríð. Haydn samdi Nelson-messuna milli þess sem hann samdi óratóríurnar Sköpunin og Árstíðirnar og er hún af mörgum talin ein af hans glæsilegustu perlum. Faóir sinfóniunnar Þó svo að Haydn hafi verið virtur og eftir- sóttur við ýmsar hirðir í Evrópu var allt fram á miðja þessa öld ýmist litið á hann sem sporgöngumann Handels eða einskonar upptakt að Mozart og Beethoven, sem einn- ig var nemandi hans. Hann var einskonar millibil og lifði því og starfaði á margan hátt í skugga hinna miklu meistara. Tónlistarsagnfræðingar eftirstríðsáranna hafa á hinn bóginn viljað auka veg og virð- ingu Haydns. Þeir vilja meina að hlutverk hans sem tengiliðar hinnar klassísku tón- listarstefnu sem ruddi sér til rúms um miðja 18. öld og þeirrar barok-hefðar sem fyrir var, hafi verið vanmetið. Haydn hefur verið kallaður faðir sinfó- níunnar og það í tvennum skilningi. Honum er eignað jafnt form sinfóníunnar og hljóm- sveitarskipan hennar. Hann ku auk þess hafa lagt sitt af mörkum við þróun og mót- un kammertónlistar og hljóðfæratónlistar almennt og víst er að hann er skapari vinsæl- asta forms kammertónlistar sem er strengja- kvartettinn. Hér á landi hefur Nelson-messan lengi staðið í skugga annarra verka Haydns eins og t.d. óratóríanna tveggja, Sköpunarinnar og Árstíðanna. Snilli tónskáldsins, eins og hún birtist í Nelson-messunni, er því fá- heyrð hér á íslandi. Síðast var hún flutt árið 1991 og þá af Söngsveitinni Fílharmón- íu undir stjórn Úlriks Ólasonar. Höfundur er félagi í Söngsveitínni Fílharmóníu. Er bókmenntafræDi á villigotum? Fræðileg greining skáld- verka eins og lýsing á humri X Nýlega sótti franski rithöfundurinn Daniele Sallenave ísland heim, og fræddi íslenzkt bók- menntaáhugafólk um kenningar sínar um bókmennt- ir og bókmenntakennslu, auk þess aó kynna nýjustu skáldverk sín. en síðan hefur hún sent frá sér alls fjórtán frumsamin verk, skáldsögur, smásögur, leik- rit, ferðabækur og ritgerðir. Hún hefur einn- ig fengizt við þýðingar á ítölskum skáldverk- um yfir á frönsku. Auk þess hefur hún um árabil skrifað greinar og bókmenntagagnrýni í Le Monde. Hin nýútkomna skáldsaga hennar, „Nauðgun", fjallar um konu, sem tekið er útvarpsviðtal við. Hún er eiginkona manns, sem hefur nauðgað bæði dóttur og fósturdótt- ur konunnar. Spurningunni um það, hvort hún hati manninn, svarar konan neitandi í útvarpsviðtalinu, þar sem „hann hefði ekki gert henni neitt.“ I sögunni er rakið, hvernig þetta svar konunnar endurspeglaði aðeins sjálfsblekkingu hennar. NÚ í vikunni kemur út hjá GaWimard-forlag- inu í París nýjasta skáldsaga Daniele Sal- lenave, sem ber titilinn Viole, eða „Nauðg- un“. Aðalumræðuefni skáldkonunnar á með- an á heimsókn hennar hérlendis var þó ekki eigin ritverk, heldur hélt hún m.a. fyrirlestur í Háskóla íslands um „völd og hlutverk bók- menntanna", hitti íslenzka rithöfunda og sat fyrir svörum um bókmenntir eina kvöldstund hjá Alliance Francaise. Daniele Sallenave hefur kennt bókmenntir og leiklist við Nanterre-háskóla í París frá árinu 1968. Hún var á tímabili einn ritstjóra tímaritsins Le messager européen og síðar Les temps modemes, tímaritsins sem Jean- Paul Sartre stofnaði á sínum tíma. Fyrsta bók Sallenave kom út árið 1975, Morgunblaðió/Kristinn Ingvarsson DANIELE Sallenave, með Rauða penna sér að baki. í fyrirlestri sínum í Háskólanum fjallaði Sallenave um gildi þess að kenna börnum að lesa bókmenntir, en gagnrýndi jafnframt hvernig bókmenntafræðikennslu hefur verið háttað í háskólum, og kynnti eigin hugmynd- ir á því sviði, sem sumum áheyrendum sýnd- ust æði nýstárlegar. Hún skýrði þar frá hugmyndum sínum meðal annars með því að líkja ríkjandi aðferð- um bókmenntafræðikennslu við vísindalega lýsingu á humri. Humrinum er lýst í smáatriðum, en það er aldrei smakkað á hnossgætinu. Þannig kemst fólk aldrei á bragðið, lærir ekki að njóta. Bókmenntarýni líkist fornleifarannsóknum „Eg held að þær aðferðir, sem beitt er við bókmenntakennslu skipti miklu máli,“ sagði Sallenave í samtali við Morgunblaðið. „Sendi- herrann lýsti þessu skemmtilega í samtali við mig,“ segir hún. „Hann benti á, að bók- menntafræðingar gengju að sínu verki líkt og fornleifafræðingar; þeir flokkuðu öll minnstu atriði viðfangsefnisins, númeruðu og settu upp í vísindalegt kerfi. Þetta finnst mér lýsa ástandinu vel; bók- menntafræðistúdentar ganga að sínu við- fangsefni af mikilli nákvæmni, þeir beita regl- um málfræðinnar og mælistikum fræðanna af stökustu samvizkusemi. Allt er sett í röð og reglu. Gott og vel. Það tilheyrir faginu að kryfja texta til mergjar einnig á þennan hátt,“ segir Sallenave og bætir við, að hún noti gjaman líkinguna við humar til að lýsa þessu nánar. „Það er hægt að taka humar, rannsaka hann í smáatriðum, gefa hverri einustu ein- ingu í skel hans nafn, greina fálmarana, líf- færin og svo framvegis. En með slíkri grein- ingu missa menn sjónar á kjarna málsins, rétt eins og bókmenntafræðingar falla oft í þá gryfju að lýsa skáldverki ýtarlega án þess að ná að greina það sem raunverulega gefur viðkomandi skáldverki gildi,“ sagði Daniele Sallenave. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. APRÍL1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.