Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1997, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1997, Blaðsíða 17
4 Ef menn eru ánægðir með sig komast þeir áreiðanlega ekki lengra, þá staðna þeir og stöðnun í málaralist er dauði. Listin er leit. Maður nær aldrei takmarkinu, sama hve langt lífið er.“ Þad málar held ég enginn eins og ég Sveinn segir að málaralistin hafi verið sér *’ eins konar fíkn í gegnum tíðina. „Ég bara get ekki hætt að mála. Það er alltaf eitt- hvað sem rekur mann áfram. Stundum hef- ur þetta verið erfitt. Maður var með heimili og annað, þurfti að láta enda ná saman og koma sonunum til mennta. Ég eyddi því stórum hluta ævinnar í að vinna hjá rann- sóknarlögreglunni. Sjálfur fór ég ekki í skóla að ráði. Er nánast sjálflærður í listinni. Ég var eitt ár í akademíunni í Kaupmannahöfn. Byijaði reyndar á því að fara í Sjómanna- skólann og lærði að vera skipstjóri. Var svo til sjós í mörg ár. Hef sjálfsagt lært af því. Að minnsta kosti málaði ég mikið af sjávar- v. myndum. Síðan fór ég að mála fantasíur, örugglega í tuttugu ár. En svo sá ég að þetta þýddi ekki lengur, ég yrði að fara að móta mér einhvern stíl, persónulegan stíl. Það skiptir öllu núna að skera sig úr. Og ég held að það hafi tekist; það málar held ég enginn eins og ég.“ - Hvað varð af fantasíunni? „Ja, hún hvarf. Hún kemur stundum fram þegar ég teikna. Annars fór hún bara.“ - Og þú saknar hennar ekkert? „Nei, ekki neitt. Er glaður yfir því að hafa farið út í eitthvað nýtt.“ Sannleikurinn er i listinni Sveinn agnúast mikið út í nýlistinaj seg- ist ekki hafa mikið álit á henni. „Ég er ^ málari og hef lítið gaman af þessari hug- myndalist og mínimalisma og hvað það heit- ir nú. Ég er að vona að málaralistin sé að ná sér á strik núna; mér finnst ég hafa séð nokkur merki þess að undanförnu. Annars sleppa ungir myndlistarmenn alveg við mál- verkið nú til dags, það er ekki litið svo á að menn þurfi að kynna sér málun til að verða myndlistarmenn. Ég skrifaði einhvern tímann um þetta og það féll í vondan jarðveg. Maður má ekki segja meiningu sína hér á íslandi. Maður þarf helst alltaf að vera að ljúga. Það er ^ furðulegt. Það er alls staðar verið að ljúga. En kannski er þetta bara eitthvað í mér, kannski er það bara arfur úr lögreglunni að vera upptekinn af sannleikanum.“ - En þú leitar sannleikans í listinni líka eins og menn hafa gert í gegnum tíðina. Kannski er hann hvergi annars staðar? „Hann gæti verið þar.“ - Menn geta ekki logið í listinni. „Nei, þar veigra menn sér að minnsta kosti við því. í listinni sýna menn sig líka opinberlega. Jú, sennilega er sannleikun'nn í listinni og hvergi annars staðar.“ SVEINM Bjömsson Morgunblaði4/RAX LISTIN ER LEIT í dag veróur opnuó sýnincj á nýjum verkum Sveins Björnssonar listmálara í Listasafni Kópavogs, Geróarsafni. í samtali vió ÞRÖST HELGASON seg- ist Sveinn alltaf hafa verió leitandi í listinni. Hann segist raunar aldrei hafa verió ánægóur meó þaó sem hann hafi verió aó gera enda sé sá sem þaó sé dauóur úr öllum æðum. Listin er leit. ÉG HEF verið að móta nýjan stíl með þess- um strokum, grófu láréttu strokum. Ég er mjög grófur, vil ekki hafa þetta mjög fínt,“ segir Sveinn Björnsson þegar ég spyr hann um áberandi einkenni á myndum sýningar- innar í Gerðarsafni. Og hann heldur áfram. „Þessar strokur eru einhver della, eitthvað sem maður kemur sér upp. Þær eru ekki svona vegna þess að ég vilji vera láréttur sjálfur, mér þykir þær bara þægilegri og skemmtilegri en hinar lóðréttu." - Það er líka mikið af sterkum litum í myndunum? „Ég elska liti, sterka liti. Ég er þannig maður; vil lifa sterkt í öllu sem ég geri.“ Sveinn Björnsson á fjörutíu ára feril að baki sem málari og segist hafa gengið í gegnum ýmsa stíla og stílbrigði. Aðspurður segist hann líta á listina sem leit, leit að aðfet’ð og sannleika. „Ég hef alltaf verið leitandi í listinni. Hef eiginlega aldrei verið ánægður. Ég álít að ef málari er ánægður með það sem hann er að gera sé hann dauður úr öllum æðum. GRÉTA Mjöll Bjarnadóttir ingar á búsetu og samfélagi þjóðarinnar, flutning af mold á möl. Kveikjan að ættartölumyndunum voru reflar á Þjóðminjasafni með myndum úr Iífi fyrirmanna. Ættartölurnar eru hins vegar sagnfræði almennings og með því að setja þær fram í myndrænu formi túlka ég líf almennings á þessum tíma sem svo lítil skil eru gerð í eldri mynd- list þótt skrifaðar heimildir um það séu miklar.“ Þetta er fimmta einkasýning Grétu Mjallar. Hún útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans árið 1987. Sýningunni lýkur sunnudaginn 27. apríl. Hún er opin alla daga nema mánudaga frá 12-18. almennings GRÉTA Mjöll Bjarnadóttir myndlistar- kona opnar sýningu í Listasafni Kópa- vogs, Gerðarsafni, í dag á sex stórum koparætingum sem allar eru unnar á þessu ári. Ættartölur eru viðfangsefni listakonunnar að þessu sinni. Líta má á þær sem framhald af fyrri verkum sem unnin voru út frá æviminningum gamals fólks og minningargreinum. „Ég hef fengist við að skrifa lífssögur fólks, safna heimildum um sagnfræði al- mennings. Þetta verkefni kemur í fram- haldi af þeirri vinnu en ég er að vinna með ættartölur mínar. Þetta er leit. Það er lítið til af myndmáli um sögu almenn- ings og þetta er kannski tilraun til að bæta úr því. Úr ættartölum má lesa breyt- HELGA Egilsdóttir Horft inn í IDAG verður opnuð sýning á verkum Helgu Egilsdóttur listmálara í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. A henni eru tólf stór olíumálverk unnin á síðasta ári. Þótt Helga máli abstrakt eru verkin á sýningunni undir sterkum áhrifum frá íslenskri náttúru þar sem veturinn ríkir og vindarnir blása. Þessar vetrarstemmn- ingar túlkar listakonan með köldum litum sem leika á mildum og djúpum undirtón- um. Yfirskrift sýningarinnar er „Horft inn í“ og heiti sumra verkanna benda þó jafnframt til að samspil forma og lita i myndfletinum endurspegli umbrot og átök í innra og ytra lífi. Þetta er áttunda einkasýning Helgu. Hún stundaði nám hér heima og í Dan- mörku en lauk myndlistarmenntun sinni við listaskóla í San Fancisco. Sýningin stendur til sunnudagsins 27. apríl og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 12-18. „Portmyndir“ MYNDLISTARSÝNING „Portmyndir" við Laugaveg og Bankastræti hefst í dag. Markmið sýningarinnar er að fara út úr hefðbundnum sýningarsölum og tengja listina annríki dagsins. Staðsetn- ing verkanna verður í undirgöngum og stundum við Laugaveg og Bankastræti. Um er að ræða sýningu á innsetningum, listaverkum sem eru unnin sérstaklega inn í ákveðin valin port. 12 myndlistarmenn taka þátt í sýning- unni, sem styrkt er af Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneyti. Uppistaðan í hópnum eru myndlistarmenn sem hafa < verið virkir á þessum vettvangi síðastlið- in tíu ár. Þátttakendur verða: Alda Sig- urðardóttir, Arnfinnur Einarsson, Asta Ólafsdóttir, Elsa D. Gísladóttir, Eygló Harðardóttir, Hlynur Helgason, Krist- bergur Ó. Pétursson, Kristín Reynisdótt- ir, Magnús S. Guðmundsson, Pétur Örn Friðriksson, Ragnhildur Stefánsdóttir og Þóra Sigurðardóttir. Leiðarkort um sýninguna fær fólk í hendurnar í verslunum við Laugaveginn. Meðan á sýningunni stendur kemur út sýningarskrá sem liggja mun frammi á kaffihúsum og á listasöfnum. Sigurður Þórir - framlengir MÁLVERK ASÝNIN GAR Sigurðar Þóris í Norræna húsinu og í Galleríi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, verða frainlengdar til sunnudagsins 13. apríl. Sýningin í Nor- ræna húsinu er opin daglega frá kl. 14.00 til 19.00 en hjá Ófeigi á afgreiðslutíma verslunar. Sigurður Þórir er fæddur og uppalinn í Reykjavík og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands 1968 til 1970, en eftir það fór hann til náms » við Konunglegu listakademíuna í Kaup- mannahöfn 1974 og var þar við nám tii 1978. Sigurður Þórir hefur haldið fjölda einkasýninga hér heima og erlendis og tekið þátt í fjölda samsýninga. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. APRÍL 1997 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.