Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1997, Blaðsíða 2
• • OFSOTTIR RITHOFUNDAR SAMEINAST í STRASSBORG SUÐUR-AFRISKt rithöfundurinn Breyten Breytenbach heilsar Salman Rushdie í upphafi fundarins í Strassborg. Ginsberq dauðvona New York. Reuter. BANDARÍSKA ljóðskáldið Allen Gins- berg er með ólæknandi krabbamein í lifur og segja læknar hann eiga frá fjórum mánuðum, upp í eitt ár ólifað. Ginsberg öðl- aðist frægð á 6. og 7. ára- tugnum fyrir ádrepuljóð sín sem samin voru í anda beat-kynslóð- arinnar en hann er nú á 71. aldursári. Ginsberg þjáðist um árabil af lifrarbólgu af C-stofni sem leiddi til þess að hann fékk skorpulifur. Tals- maður Ginsbergs segir að skáldið dvelji lengstum á heimili sínu við rit- störf og reyni að fara sér hægt. Daga- munur sé á líðan Ginsbergs, suma daga sé hann býsna hress en aðra daga örmagna. Arið 1956 kom út fyrsta Ijóðabók hans, „Howl and Other Poems“, sem er talið eitt höfuðverka beat-kynslóð- arinnar. Bókin olli hneykslan margra, vegna opinskárra kynlífslýsinga og var höfðað mál á hendur útgefandan- um, sem hann vann. Ginsberg varð, ásamt höfundum á borð við Jack Kerouac, Gregory Corso og Willam Burroughs eitt af höfuð- skáldum beat-kynslóðarinnar, sem réðist á kerfið og hið viðtekna, og neytti ofskynjunarlyfja óspart til að víkka hugann. Á sjöunda áratugnum var Ginsberg ötull baráttumaður gegn Víetnam- stríðinu og barðist fyrir réttindum samkynhneigðra. Hann kenndi lengi ensku við Brooklyn-menntaskólann og hefur sent frá sér um 40 ljóðabækur. Bók hans „Fall of America" hlaut bandarísku bókmenntaverðlaunin árið 1972. Alheimsþing rithöfunda var haldió í Strassborg í síóustu viku og ÞÓRUNN ÞÓRS~ DÓTTIR fylgdist með því. Salman Rushdie hefur verið forseti samtakanna og nób- elsskóldið Wole Soyinka tekur við af honum. Höfund- arnir ræddu kynþáttahatur og heftingu tjáningarfrelsis í Ijósi flokksfundar Front National í borginni. SALMAN Rushdie var meðal þeirra sem sátu þriðja alheimsþing rithöfunda í Strassborg um síðustu helgi. Hann lætur nú af for- mennsku samtakanna og við tekur nóbels- skáldið Wole Soyinka frá Nígeríu. Edúard Glissant frá Martíník er varaforseti samtak- anna, sem hafa það markmið að aðstoða höfunda sem hafa verið ofsóttir eða gerðir burtrækir úr heimalandinu vegna skrifa sinna. Um tveggja ára skeið hafa „flótta- mannaborgir" verið meginatriði í starfi sam- takanna, en griðastaðir fyrir höfunda eru nú orðnir 25 í Evrópu. Lokafundur höfundaþingsins var haldinn kvöldið fýrir mikil mótmæli í Strassborg vegna samkomu öfgaflokksins Front Nati- onal og Glissant sagði þetta viðeigandi tilvilj- un. Harkalega var veist að FN á fundinum, „flokkurinn er andhverfa þess sem við beij- umst fyrir; tjáningarfrelsis og bræðralags sem ekki verður heft af landamærum,“ sagði Soyinka. Rushdie sagði fyrir lokafundinn að ,jafn- vel Le Pen, formaður FN, yrði að fá að tjá skoðanir sínar“. Tjáningarfrelsi fæli einnig í sér að menn yrðu að þola það óviðunanlega. Og þeir hefðu rétt til að gagnrýna það. Fas- ismi myndi því miður ekki gufa upp þótt einn stjórnmálaflokkur væri bannaður. Christian Salmon, framkvæmdastjóri rit- höfundaþingsins, stjórnaði umræðum höf- unda frá fimm heimsálfum í Operunni í Strassborg. Hann hafði verið smeykur við að fundurinn beitti sér gegn öfgamönnum, en Soyinka tók af skarið í gagnrýni á FN og Le Pen. Hert innflytjendalög í Frakklandi komu líka til tals á fundinum og Rushdie kvaðst treysta því að almenningur í Frakk- landi og hvarvetna héldi vöku sinni og herti baráttu gegn kynþáttafordómum. Þeir væru af sama meiði og heft tjáningarfrelsi og kúgun. Ritskoðun á bókasöfnum þar sem öfga- menn til hægri stjóma var rædd sérstaklega á rithöfundaþinginu 26. til 28. mars. Hún var sögð hættulegt form ofsókna í Frakk- landi því frelsi höfundar til að skrifa væri um leið frelsi allra til að lesa. Í Barcelona var nýverið sett á stofn rannsóknarstofa sam- takanna á ritbanni og ritskoðun og í Caen í Frakklandi rannsóknarstofa um útrýmingu tungumála. „Sums staðar sitja rithöfundar í fangelsi, annars staðar eru þeir stöðugt í lífshættu. Þetta eru aðrar hliðar á sama hlut,“ sagði Rachid Boudjedra frá Alsír. „Morð á rithöf- undum eru ein tegund hryðjuverka í heimin- um, í mínu heimalandi getur þekktur rithöf- undur aldrei verið viss um að lifa daginn, hann er talinn hættulegur og svartir listar bókstafstrúarmanna eru langir." Flóttamannaborgirnar hafa frá árslokum 1994 veitt hátt í tuttugu höfundum og fjöl- skyldum þeirra hæli í neyðartilvikum, eitt ár í senn í mesta lagi. „Ekki til að loka okkur áfram af,“ segir í yfirlýsingu rithöfundanna, „heldur til að veita okkur tækifæri til að skrifa og hafa samskipti við lesendur og starfssystkin." Meðal griðastaða í 10 Evrópu- löndum eru Strassborg, Berlín, Gautaborg, Helsinki, Vín, Feneyjar, Bonn, Stavariger, Barcelona og Amsterdam. Búist er við að netið nái brátt yfir Atlantshaf til New York, Montreal og Québec. MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar Kjarvalsstaðir - Flókagötu Sýn. á verkum eftir Larry Bell, einnig sýn. á verkum eftir Kjarval til 11. maí. ASI - Ásmundarsalur - Freyjugöt.u 41 Kristján Steingrímur sýn. til 13. apríl Listasafn íslands - Fríkirkjuvegi 7 Sýn. Ný aðföng til 6. apríl. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaðastræti 74 Sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ásgrím til loka maímánaðar. Gallerí Önnur hæð - Laugavegi 37 Sýn. á verkum Eyborgar Guðmundsd. á miðvd. út mars. Gallerí Listakot - Laugavegi 70 Dröfn Guðmundsdóttir sýn. til 14. apríl. Gallerí Hornið Elín P. Kolka og Sigríður Einarsdóttir sýn. til 16. apríl. Snegla listhús Ema Guðmarsdóttir sýn. til 12. apríl. Skruggusteinn - Hamraborg 20a Rannveig Jónsdóttir sýnir til 25. apríl. Mokka - Skólavörðustíg Maður með mönnum: Þrjátíu sjálfboðaliðar á aldrinum milli tvítugs og sextugs sýna. Gerðuberg - Gerðubergi 3-5 Magnús Tómass. sýn. frá 6. apríl til 25. maí. Sjónarhóll - Hverfisgötu 12 Magnús Tómasson sýnir til 27. apríl. 20m2 - Vesturgötu lOa Guðrún Hjartardóttir sýn. til 26. apríl. Galleríkeðjan - Sýnirými Sýningar í apríl: Gallerí sýnibox: Morten Kilde- væld Larsen. Gallerí Barmur: Stefán Jónsson, berandi er Yean Fee Quay. Gallerí Hlust: Flutt verk eftir Halldór Björn Runólfsson. Gallerí Smíðar og skart - Skólavörðust. 16a S. Anna E. Nikulásdóttir, Kristín Pálmadóttir og Þórdís Eiín Jóelsdóttir sýna til 4. apríl. Gerðarsafn - Hamraborg 4, Kóp. Sveinn Bjömsson, Helga Egilsdóttir og Gréta Mjöll Bjarnadóttir sýn. til 27. apríl. Listhús 39 - Strandgötu 39, Hf. Guðrún Benedikta Elíasdóttir sýn. til 7. apríl. Hafnarborg - Strandgötu 34 Hf. Sæmundur Valdimarsson sýn. í aðalsal. Sigrún MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU Harðardóttir sýn. í Sverrissal. Elías B. Halldórs- son sýn. í kaffistofunni. Allar sýningarnar eru til 7. apríl. Gallerí Sævars Karls - Bankastræti 9 Páll á Húsafelli sýn. til 16. apríl. Gallerí List - Skipholti 50b Þóra Sigurþórsdóttir sýn. til 1. apríl. Listasafn Siguiýóns - Laugarnestanga 70 Skólasýn. á völdum verkum Siguijóns. Hlaðvarpinn - Vesturgötu 3 Ragnhildur Stefánsdóttir sýn. til 20. apríl. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b „Tiltekt". Sýning á verkum í eigu Nýlistasafns- ins stendur til 26. mars. Listþjónustan - Hverfisgötu 105 Bragi Ásgeirsson sýn. til 5. apríl. Norræna húsið - við Hringbraut. Sigurður Þórir Sigurðsson sýn. til 13. apríl. Gallerí Ófeigs - Skólavörðustíg 5 Sigurður Þórir Sigurðsson sýn. til 13. apríl. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Þorvaldur Þorsteinsson sýn. til 27. apríl. Gallerí Stöðlakot - Bókhlöðustíg 6 Kristín Schmidhauser Jónsd. sýn. til 23. mars. Undir pari - Smiðjustíg 3 íris Ósk Albertsdóttir sýn. til 23. mars. Úrbanía - Laugavegi 37 Steingrímur Eyfiörð sýn. til 5. apríl. Þjóðmiivjasafn Islands - Hringbraut Sýn. í Bogasal „Fyrmm átti ég falleg gull“. Gallerí Fold - við Rauðarárstíg Daði Guðbjörnsson sýn. til 20. apríl. Klaus Krets- er sýn. Ijósmyndir í kynningarhorni. Hallgrímskirkja - Skólavörðuholti Magnús Tómasson sýn. til 11. maí. TÓNLIST Laugardagur 5. apríl. Langholtskirkja: Söngsveitin Fílharmónía kl. 17. Laugarneskirkja: Drengjakór Crosfields skólans í Reading í Englandi kl. 16. Sunnudagur 6. apríl. Langholtskirkja: Söngsveitin Fílharmónía kl. 17. Norræna húsið: Kammertríó Þórshafnar kl. 20.30. Þriðjudagur 8. apríl. Langholtskirkja: Karlakórinn Fóstbræður kl. 20.30. Miðvikudagur 9. apríl. Langholtskirkja: Karlakórinn Fóstbræður kl. 20.30. Fimmtudagur 10. apríl. Langholtskirkja: Karlakórinn Fóstbræður kl. 20.30. Listasafn Islands: Burtfararpróf Gunnars Benediktssonar óbóleikara LEIKLIST Þjóðleikhúsið Leitt hún skyldi vera skækja lau. 5. apríl. Köttur á heitu blikkþaki, sun. 6. og fim. 10. apríl. Litli Kláus og Stóri Kláus, sun. 6. apríl. Villiöndin lau. 5. apríl. Þrek og tár fös. 11. apríl. Borgarleikhúsið Völundarhús lau. 5. og fös. 11. apríl. BarPar lau. 5. apríl. Dómínó sun. 6. og fím. 10. apríl. Svanurinn fim. 10. aprfl. Krókar & kimar, ævintýraferð um leikhús- geymsluna frá kl. 13-18 alla daga og til kl. 22 sýningardaga. íslenska óperan Káta ekkjan lau. 5. aprfl. Loftkastalinn Áfram Latibær sun. 6. apríl, tvær sýn. Skemmtihúsið Ormstunga mið. 9. apríl. Kaffileikhúsið Vinnukonurnar frums. fim. 10. apríl, fös. 11. apríl. Tjarnarbíó Embættismannahvörfin lau. 5. og sun. 6. apríl. Möguleikhúsið Snillingar í Snotraskógi lau. 5. apríl tvær sýn., sun. 6. apríl. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringl- unni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691181. John Sveinbjörg Sveinbjörg og John í New York JOHN Speight, söngvari og tónskáld, og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir Speight píanó- leikari koma fram á tónleikum á vegum The American Scandinavian Foundation í Norsku sjómannakirkjunni í New York 23. apríl næstkomandi. Á tónleikunum verður nýr lagaflokkur Johns, The Lady in White, frumfluttur en hann er saminn við ljóð eftir Emily Dickinson. Aukinheld- ur verða á efnisskránni lög eftir Svein- björn Sveinbjörnsson, Þórarin Guðmunds- son og Edvard Grieg, auk breskra þjóð- laga í útsetningum Brittens. Sveinbjörg og John dveljast um þessar mundir í nágrenni Princeton, New Jers- ey, en Sveinbjörg er gestakennari við Westminster Choir College. Hefur John, sem er á listamannalaunum frá íslenska ríkinu, lokið við Þriðju sinfóníu sína og fyrrnefndan lagaflokk meðan á dvöl þeirra hefur staðið. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. APRÍL1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.