Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1997, Blaðsíða 9
Ljósm. Þorsteinn Jósefsson/Reykjavík - sögustaóur vió Sund.
FÓLK viö heyskap í „Björkinni" um 1940.
Ljósm. Sigríóur Zöega.
Á SKÍÐUM á Hellisheiði 1938: Frá vinstri: Geir Hallgrímsson, Haraldur
og Leifur Sveinssynir. Geir átti heima í Tjarnargötu 35 til 1929.
gatan kennd við. En ekki voru allir jafn hrifn-
ir af fótboltaiðkunum okkar þarna í Björk-
inni, t.d. Agner Francisco Koefoed-Hansen
skógræktarstjóri. Óttuðumst við hann mjög,
er hann kom í eftirlitsferðir sínar og átti þá
hver fótum sínum fjör að launa. Eitt sinn
varð ég nokkuð seinn fyrir að flýja undan
Hansen, henti mér yfir girðinguna, en sat
fastur á einum píláranum. Bjóst ég nú við
hinu versta, en þar fór á annan veg, því
Hansen reyndist hinn ljúfasti, hjálpaði mér
úr festunni og bað mig vel að lifa, en hætta
að sparka í Björkinni. Fluttum við okkur því
á Melavöllinn og nærliggjandi völl fyrir vest-
an hann, sem oft var kallaður 3. flokks völl-
urinn, skammt frá þar sem nú er Þjóðarbók-
hlaðan. Áhafnir erlendra skipa fengu stund-
um að keppa á þessum 3. fl. velli og er mér
minnisstæðastur kappleikur milli áhafnanna
á danska varðskipinu Hvidbjömen og
spánsks skips, sem hér hafði komið með
salt, en átti að taka saltfisk út til Spánar.
Héldum við strákarnir með þeim spönsku,
því hér var ójafn leikur, Danirnir á fótboltas-
kóm, en Spánveijarnir á inniskóm. Auk þess
bagaði þorsti þá spönsku og þurftu þeir oft
að bregða sér á bak við markið til þess að
súpa á rauðvíni, sem þeir geymdu þar í leður-
flöskum. Lögðust varðskipsmenn þá á það
lúalag að salla á þá mörkum. Unnu Danir 7:0.
VII.
Rígur var mikill milli Vesturbæinga og
Austurbæinga, sem endaði með því, að við
lá, að allur þingheimur berðist. Mjög var í
tízku á þessum tímum að smíða sér sverð
og skildi úr tré, líkjast þannig hetjum fslend-
ingasagnanna. Varð það að samkomulagi,
að fylkingarnar berðust í Hljómskálagarðin-
um, en lögreglan mun hafa frétt af þessum
vopnatilbúnaði, svo um leið og flokkkunum
var að lenda saman, birtist „Óreglufjandinn"
og afvopnaði allan strákaskarann, svo ekki
fékkst úr því skorið, hvor væri sigursælli í
orustum, Vesturbær eða Austurbær. Vopn
voru öll flutt brott í „Salatfatinu“, R-1166,
en svo var aðallögreglubifreið þeirra tíma
kölluð.
VIII.
Nokkuð sérstæð keppni var háð einu sinni
á ári á veggjum Herkastalans. Sá sigraði í
keppni þessari, sem pissað gat hæst upp á
vegginn, látið bununa væta vegg lengst frá
jörðu. Ég man bara eftir einum sigurvegara
úr þessari keppni, það var ráðherrasonur úr
Tjarnargötu 32. Kunningi minn rengdi þessa
fullyrðingu mína í fyrra og taldi a.m.k. eitt
árið hefði það verið lögmannssonur úr Tjam-
argötu 33, sem sigraði. En við smápollamir
höfðum ekkert að gera í þessi ofurmenni,
því þeir sigruðu með 152 cm. Á þessum tím-
um (ca 1931-2) hefur greinilega verið lítil
umferð um nyrsta hluta Tjarnargötu.
IX.
Æskuárin líða, börn verða unglingar, sem
síðan þroskast í menn. En alltaf lifir minning-
in frá hinum glöðu dögum bernskunnar. Þó
leiðir skilji óhjákvæmilega, kemur það ávallt
við viðkvæma strengi, þegar æskufélagamir
lenda í slysum eða miklum háska. Þannig
var það þann 10. nóv. 1944, er fréttir bár-
ust til Reykjavíkur, að Goðafossi hefði verið
sökkt út af Vatnsleysuströnd, að ég óttaðist
mjög, að Agnar vinur minn Kristjánsson
hefði verið meðal þeirra sem fórust. Mikill
var fögnuður minn, er ég frétti, að hann
hefði bjargast.
Ég var að leika tennis suður á Melum
þann 19. sept. 1950, þegar hljómlistin var
skyndilega rofin, sem ávallt glumdi úr hátal-
ara í búningsklefum Melavallar „Loftskeyta-
maðurinn á varðskipinu Ægi, Kristján Júlíus-
son, hefur náð neyðarmerki frá áhöfninni á
Geysi, skipið þá statt út af Skálum á Langa-
nesi. Aðeins heyrðust þessi orð: Stað-
arákvörðun ókunn, allir á lífi.“
Vinur minn Dagfínnur Stefánsson flug-
maður var þá á lífí, þótt talinn hefði verið
af. Það fór fagnaðarbylgja um Reykjavík,
þegar þessi fregn barst eins og eldur í sinu,
mann frá manni, hús úr húsi. Fjörutíu árum
síðar var ég í heimsókn í Póst- og simaminja-
safninu að Austurgötu 11 í Hafnarfirði. Þar
varð mér starsýnt á tæki eitt, sem reyndist
vera loftskeytatæki það, sem hið örlagaríka
neyðarmerki heyrðist í úr Ægi. Tækið var
til reynslu um borð í Ægi í þessum túr...
Var það tilviljun eða voru örlagadísirnar að
spinna sinn sérstæða vef? Lýkur hér með
að segja frá hinu sérstæða samfélagi „Horn-
inu“, en aðeins hefur verið stiklað á stóru,
en ýmsu merkilegu sleppt, t.d. útgáfu fjölrit-
aðs blaðs, sem að sjálfsögðu hét Hornið.
Kannske meira um það seinna.
LOPE DE VEGA
ÞÚ HIRÐIR
Jón Armann Héðinsson
þýddi úr spænsku
Þú hirðir, með ljúfan orðaóm, vaktir mig af djúphafssvefni.
Þú, sem gjörðir tré að hirðarstað,
það tré, þú festir arma að.
Beinir að minni barnatrú, augnaljóma,
og kærleikans eilífa skini.
Þér ég veitti loforð mitt,
að feta hin góðu spor, ó mildi ómur.
Hlýð á hirðir, þú sem deyrð af ást,
og hræðist eigi að bera mína synd,
sem vinur fallinna syndara.
Ó hlýð á hjartans angist, hlýð á.
En hvernig þá? Ég bið þig staldra við.
Þú bíður og fætur þínir negldir.
Lope de Vega, 1562-1635, var eitt af höfuðskáldum Spánverja og samdi
fjölda leikrita og Ijóða. Þýðandinn er fyrrverandi alþingismaður.
JÓHANN GUÐNI EINARSSON
GRÁTBLÓM
Drúpandi blóm, þú sólgeisla saknar og bíður,
sligað af ævinnar þunga um bládimmar nætur.
Þér tókst ekki frelsið að fanga en tíminn hann líður
og þú situr eftir við sárbeiskan svörðinn,
sólgið í blíðu og grátandi jörðin,
uns sólmáni geislanna börn við þér getur.
Glaðleg er æskan og þér líður betur.
En annars staðar á öðrum beði
er annað blóm og það grætur.
Ijóóió birtist í Lesbók 8. marz, sl. en einum bókstaf var ofaukið og breyttist
merkingin vió þaó. Höfundurinn er kennari við framhaldsskólann á Laugum í
Reykjaaal. Eru hann og lesendur beðnir velvirðingar.
ORÐAFORÐI 2
BEKKUR, BANKI
OG RUMPULÝÐUR
EFTIR SÖLVA SVEINSSON
BEKKUR hefur ýmsar merkingar í nútímamáli, til dæmis borð sem
setið er á, bálkur, og frá þeirri merkingu er stutt í legubekk.
Bekkur var líka fjalagólf meðfram veggjum í baðstofu, en þá var
moldargólf í miðju. Stallur í fjalli er kallaður bekkur, og deild í
skóla er bekkur, væntanlega af því að félagar sitja saman á
bekk! Loks má nefna að bekkur merkir rönd á flík.
Færeyingar segja bekkur eða bonkur um trébálk til þess að
sitja á, Svíar bánk, Danir bænk. í gömlu máli þýsku hét sæti þetta bank. Og
þar kemur skyldleikinn við banka.
ítalir voru mesta höndlunarþjóð í Evrópu á miðöldum. Borgirnar á Norður-ítal-
íu blómstruðu og auðguðust stórkostlega, einkum eftir að 4. krossferð lauk laust
eftir 1200. Þeir notuðu krossferðirnar til þess að sölsa undir sig verslunarsam-
bönd Austrómverska ríkisins. Bókhaldsorð eru mörg úr ítölsku, sem og ýmis orð
sem lúta að fjármálum. Eitt þeirra er banki í merkingunni fjármálastofnun. ítal-
ir tóku orðið bekkur úr germönskum málum, væntanlega orðmynd í líkingu við
þá þýsku sem að ofan greinir. Banco eða banca kölluðu ítalir víxlaraborð, en
þau eru forverar nútíma banka. Umsvif ítalskra kaupmanna voru svo mikil að
menn höfðu ekki tök á að greiða með reiðufé. Þess í stað undirrituðu menn
skuldaviðurkenningu, víxil. Þá hafa menn vísað setið við borð, á bekk.
Fyrir kom að bankar urðu gjaldþrota, á Ítalíu sem annars staðar. Banca
rotta heitir það á ítölsku þegar bankar geta ekki staðið í skilum við fólk. Rotta
er dregið af latnesku sögninni rumpere sem þýðir að brjóta, brjótast inn. Það
má því ljóst vera af hveiju ítalskir bankar urðu gjaldþrota í öndverðu. Sam-
kvæmt orðsins hljóðan og latnesku sagnarinnar hefur það verið rumpulýður sem
lagðist svo á fé annarra manna! En hitt er vist að enska orðið bankrupt er sótt
til banca rotta, og nú geta allir orðið gjaldþrota, ekki bara bankar.
Höfundurinn er cand. mag. I íslensku.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. APRÍL 1997 9