Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1997, Side 7
1
Myndlistarskólans í Reykjavfk í Víðishúsinu við Laugaveg 166.
ÞORVALDUR Skúlason listmálari leiðbeinir nemanda í Víðishúsinu á fyrri hluta sjötta
áratugarins. Kennarar skólans hafa alltaf verið starfandi myndlistamenn á hverjum tíma.
menningsfræðslu í myndlist fyrir borgarbúa, önn voru á þriðja hundrað, flestir í teiknun
endurmenntun fagfólks og býður áfanga í og málun en einnig í myndasögugerð, form-
myndlist fyrir nemendur á framhaldsskóla- fræði, keramik og skúlptúr. Módelmálun,
stigi. Nemendur í almenningsfræðslu, endur- teiknun og mótun í leir eftir fyrirsætu er í
menntun og á framhaldsskólastigi nú á vor- fyrirrúmi á vorsýningunni.
BOÐSKORT og kynning afmælissýningar Myndlistaskólans í Reykjavík er myndskreytt
gamalli Ijósmynd úr myndasafni skólans en hún var tekin í kennslustund í módelstúdíu
hjá Ásmundi Sveinssyni en módel er Ásta Sigurðardóttir sem síðar varð þekktust fyrir
Reykjavíkursögur sínar. Myndin er tekin um 1950.
„ Velgengni skólans og
vinsœldir má pakka
kennurum hans. Og
kannski hefurþað ekki
síður komið listamönn-
unum sjálfum vel að
kenna héma en nem-
endunum. Listamenn-
imir hafa hér komist
í hein oggóð tengsl við
almenningy hér hafa
þeirgetað horið hug-
myndir sínar heint
undir fólkið sem nýtur
listar þeirra. “
Valgerður segir að börn og fullorðnir vinni
að hluta til saman í skólanum. „Börnin eru
með fullorðnum seinni partinn. Bömin líta á
þennan skóla sem alvöru myndlistarskóla og
taka til dæmis akademíska námsþætti eins
og módelteikningu sem sjálfsögðum hlut í
námi sínu. Það að þau kynnist þessum þáttum
svo ung gerir það vitanlega að verkum að
þau standa seinna meir jafnöldrum sínum,
sem ekki hafa verið hér við nám, miklu fram-
ar, bæði í tækni, beitingu á áhöldum og öðru.“
Mikil tengsl við starfandi
myndlistarmenn
Valgerður segir að einn af meginkostum
skólans séu tengsl hans við starfandi lista-
menn á hverjum tíma. Kennarar við skólann
hafa alltaf verið starfandi myndlistarmenn.
Meðal kennara frá fyrstu starfsárum skólans
voru Asmundur Sveinsson, en hann var alla
tíð mikill velunnari skólans og kennari um
tuttugu ára skeið, Ragnar Kjartansson sem
var fyrst sem nemandi Ásmundar og síðan
kennari og í stjórn skólans til um 1988, Þor-
valdur Skúlason, Hörður Ágústsson, Karl
Kvaran, Hringur Jóhannesson, Jóhannes Jó-
hannesson, Jón Gunnar Árnason, Unnur Bri-
em, Guðmunda Andrésdóttir, Hafsteinn Aust-
mann, Valtýr Pétursson og Kjartan Guðjóns-
son.
„Að mínu mati,“ segir Valgerður, „má
þakka velgengni skólans og vinsældir kenn-
urum hans. Og kannski hefur það ekki síður
komið listamönnunum sjálfum vel að kenna
hérna en nemendunum. Listamennirnir hafa
hér komist í bein og góð tengsl við almenn-
ing, hér hafa þeir getað borið hugmyndir
sínar beint undir fólkið sem nýtur listar
þeirra."
Kviði ekki f ramtiðinni
Myndlistarskólinn í Reykjavik hefur gengið
í gegnum þónokkrar sviptingar í húsnæðis-
málum allt frá stofnun og kannski aldrei átt
neitt öruggt heimili. Skólinn var fyrstu tíu
árin á efstu hæðunum að Laugavegi 166, í
Víðishúsi. Húsið brann árið 1957 og þar með
allar eigur skólans. Ásmundur Sveinsson, sem
eins og áður sagði var mikill velunnari skól-
ans, skaut þá skjólshúsi yfir hann. Skólinn
starfaði því næstu tuttugu árin í Ásmund-
arsal eða til ársins 1977 að skólinn, vegna
uppsögn húsnæðis, var fluttur að Laugavegi
118. Þar var skólinn í mun stærra húsnæði
enda var stækkun þess orðin brýn vegna
aukins nemendafjölda. Skólastarf tók þá á
sig núverandi mynd að mestu þar sem byggt
er á námskeiðsáföngum og skólaárinu skipt
í haustönn og vorönn. En Myndlistaskólinn
í Reykjavík þurfti að flytja aftur við uppsögn
húsnæðis í árslok 1980. Snemma árs 1981
var kennsla hafin að nýju og nú að Tryggva-
götu 15 þar sem skólinn hefur haft aðsetur
í 16 ár.
„Og enn horfum við fram á breytingar í
húsnæðismálum," segir Valgerður, „okkur
hefur verið sagt upp hér á Tryggvagötunni
en það húsnæði hefur verið í endurbyggingu
og er enn. Við höfðum lengi vel trú á því að
við fengjum að vera hérna til langframa enda
hentar þetta húsnæði okkur afar vel. En nú
er orðið ljóst að við verðum að fara héðan
út annaðhvort á miðjum næsta vetri eða
næsta sumri. Þetta kemur sér vitanlega af-
skaplega illa en við höfum vilyrði frá borg-
aryfirvöldum um að þau fínni fyrir okkur
annað húsnæði. Eg vona bara að í kjölfar
þessara breytinga komi skóli sem er jafn
góður og sá sem nú er.
Skólinn stendur að mínu mati á tímamót-
um; ekki aðeins vegna breytinga í húsnæðis-
málum heldur einnig vegna þess að nú er
að koma inn í skólann ný kynslóð ungra
kennara. Það hefur lengi verið mikið til fólk
af sömu kynslóð sem starfað hefur við skól-
ann. Hringur Jóhannesson listmálari var
lengst kennara samfellt í starfi við skólann
eða frá 1962 til 1996 að hann lést fyrir ald-
ur fram. Hann var enn við kennslu meðal
yngri myndlistarmanna sem nú eru að taka
við. Það eiga eftir að koma nýir og ferskir
straumar inn með þessu unga fólki og ég
kvíði því engan veginn framtíð skólans.
Að auki eru að verða til nýjar áherslur í
þjóðfélaginu hvað varðar menntun; það er
talað um símenntun og endurmenntun. Skól-
ar, eins og sá sem hér er rekinn, verða því
sífellt mikilvægari og fjölsóttari."
Afmælissýningin verður opnuð í dag kl. 14
í húsnæði skólans við Tryggvagötu 15. Á
sýningunni verða sýnd nemendaverk unnin í
skólanum í vetur. Á henni verður lögð áhersla
á bakgrunn skólans og fortíð með myndum
úr sögu hans, bæði af verkum nemenda, af
kennslu og úr félagslífí. Skólinn á mjög gott
heimildasafn um íslenska myndlist allt frá
1930. Á sýningunni eru dæmi úr úrklippu-
safni Axels Helgasonar sem var einn af stofn-
endum skólans og fyrsti skólastjóri og úr
úrklippusafni Ragnars Kjartanssonar og auk
þess ljósmyndir frá fyrstu kennsluárunum í
Víðishúsi.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. MAÍ1997 7