Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1997, Side 9
„ÚLFUÓTUR", platti í tilefni alþingishátíðarinnar 1930. Teikn. Thora Friðriksson.
HEILAGUR Georg og drekinn, íslandsfálkinn og hvítabjörn. Þessir fjórir plattar voru
einnig framleiddir og seldir til ágóða fyrir holdsveikraspítalann í Laugarnesi.
VÍGSLA Laugarnesspítaians 1898. Fáni dönsku Oddfellowreglunnar blaktir við hún.
þjáðu). Sá þriðji sýnir foss (Öxarárfoss) með
áletruninni PAVPERUM PROTECTOR
(verndari hinna fátæku).
Allir ofangreindir plattar voru teiknaðir af
danska listamanninum Arnold Krog (1856-
1931).
Afmeelisplatti Oddfellowreglunnar
á islandi
Árið 1922 framleiddi Konunglega danska
postulínsverksmiðjan afmælisplatta í tilefni
af 25 ára afmæli Oddfellowreglunnar á ís-
landi. Á hann er letrað 1897 IOOF ISLAND
1922. CONCORDIA PARVÆ RES CRESC-
UNT (með samheldni vex það smáa). Einnig
eru festarhringirnir þrír, sem eru einkenni
reglunnar sitt hvorum megin við ártölin. IOOF
er skammstöfun Oddfellowreglunnar (Intern-
ational Order of Oddfellows). Plattann skreyt-
ir víkingaskip á siglingu. í bakgrunn eru eyj-
ar og snævi þökin ijöll. Plattinn er teiknaður
af danska listamanninum Oluf Jensen. Stærð
23 cm í þvermál.
Myndin á plattanum minnir óneitanlega
mikið á merki fyrstu íslensku Oddfellowstúk-
unnar, stúku nr. 1 Ingólfs, sem stofnuð var
1897. Merki stúkunnar teiknaði Þórarinn B.
Þorláksson listmálari en hann var einn stúku-
bræðranna. Það sýnir víkingaskip Ingólfs Arn-
arsonar á Sundunum við Reykjavík með Eng-
ey og Kjalarnes í baksýn ásamt Akrafjalli,
Skarðsheiði og Esju. Það fer ekki milli mála
að Oluf Jensen hefur haft teikningu Þórarins
sem fyrirmynd.
Plattar Frimúrarareglunnar
Frímúrarareglan á íslandi hefur látið Kon-
unglegu dönsku postulínsverksmiðjuna fram-
leiða þrjá postulínsskildi í fjáröflunarskyni til
húsnæðis reglunnar.
Fyrsta plattann gaf St. Jóhannesarstúkan
Edda í Reykjavík út árið 1922. Plattinn sýnir
skip í mynni Reykjavíkurhafnar með Esjuna
í baksýn og er letrað á hann: IN CORDE ET
ANIMO UNUM (hugur og hjarta er eitt).
Efst fyrir miðju er stjarna frímúrarareglunnar
og í hana er áletraður stofndagur stúkunnarrl-
6-5919 þ.e. 6.1.1919. Plattinn var seldur í
fjáröflunarskyni til að innrétta húsnæði stú-
kunnar, sem þá var í Austurstræti 16. Upplag
plattans var 300 stk. Stærð 18 cm.
Árið 1932 lét St. Jóhannesarstúkan Rún á
Akureyri framieiða fyrir sig annan platta í
sama stíl og með íslensku myndefni í tilefni
af stofnun stúkunnar þar. Á plattanum er
mynd af Hraundranga í Öxnadal. Á hann er
letrað:UT OMNES UNUM SINT (allir erum
vér einn). Efst í miðju er stjarna frímúrararegl-
unnar með áletruninni 5931 (1931). Þennan
platta málaði Oluf Jensen. Stærð 18 cm. Upp-
lag aðeins um 100 eintök.
Þriðji plattinn kom á markað árið 1971.
Hann er í sama stíl og hinir tveir. Myndin er
af anddyri Frímúrarahússins við Borgartún.
Áletrunin er sú sama og á plattanum frá 1922:
IN CORDE ET ANIMO UNUM (hugur og
hjarta er eitt). í stjörnunni er áletrunin 5971
(1971). Greinarhöfundi er ekki kunnugt um
upplag né listamann.
Konungskoman 1907
Árið 1907 var gefinn út postulínsplatti í
tilefni af komu Friðriks VIII Danakonungs til
íslands. í för með konungi voru ríkisþingmenn
ásamt fríðu föruneyti. Þijú skip fluttu hina
tignu gesti á norðlægar slóðir. Á plattanum
sést konungsskipið Birma, fánum prýtt, á sigl-
ingu og Snæfellsjökull í bakgrunni. Fyrir-
myndin að jöklinum er sennilega teikning úr
Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Páls-
sonar. Austur-Asíufélagið danska hafði lánað
Birmu og Atlanta til ferðarinnar. Atlanta flutti
ríkisþingmennina. Forstjóri Austur-Asíufé-
lagsins var boðinn með í ferðina sem einn af
gestum konungs. Á plattann er letrað DROT
OG KAARNE MÆND MOD ISLAND
STÆVNER (konungur og þingmenn stefna
til íslands). Framleiðandi var Bing & Gröndahl.
Um upplag og listamann er ekki vitað. Stærð
23 cm.
Þess má geta hér, að í umræddri ferð Frið-
riks VIII var Laugarnesspítalinn heimsóttur.
í bók Svenns Poulsens, Islandsferðin 1907,
segir: „En þegar vér litum þessa vesalings
sjúklinga, svona tærða og alveg aðfram-
komna, þá minntumst vér og jafnframt, með
sannri þakklætistilfinningu hins mikla og
blessunarríka starfs, er hér hafði verið innt
af höndum fyrir íslendinga á vegum oddfé-
lagareglunnar dönsku að tilstuðlan Ehlers
prófessors."
Alþingishálidin 1930
í tilefni af Alþingishátíðinni 1930 kom til
mála að láta gera veggskjöld úr postulíni og
var auglýst eftir tillögum um það, hvað vera
ætti á honum. Magnús Jónsson prófessor seg-
ir í bók sinni um Alþingishátíðina 1930, að
lítill árangur hafi orðið af þessu, „enda lítil
hrifning fyrir því, og var horfið frá málinu".
Á hinn bóginn var framleiddur postulíns-
platti hjá Bing & Gröndahl í Danmörku eftir
uppdrætti frk. Thoru Friðriksson. Sá vegg-
skjöldur var ekki á vegum Alþingishátíðar-
nefndarinnar. Gengur plattinn undir nafninu
Úlfljótur. Sýnir hann Úlfljót klæddan forn-
mannabúningi með atgeir í hægri hendi.
Stendur fornkappinn á Lögbergi með útrétta
hönd eins og til að leggja áherslu á mál sitt.
Fyrir neðan fellur Öxará fram í Þingvalla-
vatn. Plattinn er 20 cm í þvermál. Áletrun:
ALÞINGI VAS SETT AT RÁÞI ÚLFLJÓTS
OC ALLRA LANDSMANNA. CMXXX AL-
ÞINGI ÍSLENDINGA MCMXXX.
Þrátt fyrir það sem áður er sagt um tilraun-
ir Alþingishátíðamefndar til útgáfu sérstaks
postulínsplatta lét nefndin setja Alþingishátíð-
armerkið sem Tryggvi Magnússon listmálari
hannaði á veggskjöld úr postulíni. Ekki var
sá veggskjöldur gerður til sölu, heldur vom
tekin af honum fremur fá eintök og hann
hafður til gjafa.
Allir eru þessir plattar eftirsóttir af söfnur-
um og sumir afar fágætir. Ganga flestir þeirra
á háu verði og þykja kjörgripir.
Heimildin
Den Kongelige Porcelainsfabriks Platter.. Kbh.: Gyld-
endalske boghandel 1970.
Eggert Ólafsson og Bjami Pálsson: Ferðabók 1. Rv. 1943
Guðjón Friðriksson: Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar.
1870-1940. Síðari hluti. Rv.: Iðunn 1994.
Halldór Halldórsson: íslenzku jólaplattamir frá Bing &
Gröndahl. Lesbók Morgunblaðsins 21. des. 1994.
Magnús Jónsson: Alþingishátíðin 1930. Rv.: Leiftur 1943.
Páll Líndal: Reykjavík. Sögustaður við Sund. I-V. Rv.:
Öm og Örlygur 1986-1989.
Poulsen, Svenn: íslandsferðin 1907. Rv.: ísafold 1958.
Vilmundur Jónsson: Sjúkrahús og sjúkraskýli á íslandi
í hundrað ár. Rv.: ísafold 1970.
Höfundur hefur háskólapróf í tungumálum og
sagnfræði.
ERLENDAR
BÆKUR
HEINE
HEINRICH Heine: Mit scharfer
Zunge. 999 Apercus und Bonmots
- Ausgewahlt von Jan-Christoph
Hauschild. Deutscher Tasc-
henbuch Verlag 1997.
Níu hundruð nítíu og níu hnytti-
yrði og snjallar hugdettur úr
verkum Heines hafa ekki
komið út í því formi sem hér birtist,
fyrr en nú. Heine var hittinn og oft
ónotalegur í athugunum sínum,
hæðnin var bitrasta vopn hans, satír-
an eða háðsádeilan. Hann var það sem
nefnt er meinfyndinn og kunni manna
best að draga upp kátlegar myndir
af fordild, hræsni og hátimbruðu inn-
antómu orðagjálfri velferðar- og for-
sjárhyggjupostula.
Heinrich Heine fæddist 1797 í
Dússeldorf og lést í París 1856. Fjöl-
skylda hans hvatti hann til kaup-
sýslu, sem hann var ekki hneigður
fyrir og svo fór að hann hóf nám í
lögum í Göttingen, síðar lagði hann
stund á bókmenntir í Bonn og Berlin.
í Berlin kynntist hann Alexander von
Humboldt, Bettinu von Amim, L.
Ranke, A. von Chamisso o.fl. í salon
Rahel Vemhagen von Ense. Hann tók
lokapróf í Göttingen 1825 og lét skí-
rast til kristni. Hann dvaldi á Eng-
landi 1827 og sama ár kom út kunn-
asta ljóðabók hans „Búch der Lied-
er“. Hann ferðaðist um Ítalíu og loks
flutti hann til Parísar 1831, þar sem
hann dvaldi til dauðadags. Júlíbylt-
ingin 1830 vakti upp hugmyndir um
hina fögm nýju veröld framtíðarinnar
í hugum öjálslyndra manna um alla
Evrópu. Heine var einn þessara
manna, hann lifði mesta byltinga-
tímabil Evrópu. Upplýsingin, franska
stjórnarbyltingin og efnahagsbreyt-
ingar samfara iðnbyltingunni umt-
urnaði hugmyndum manna um stjórn-
arfar og ófriðurinn í Evrópu fyrstu
fimmtán ár aldarinnar kynti undir
þjóðemiskennd og sjálfræðishug-
myndir. Heine skynjaðitíðarandann
skýrar en almennt gerist, ekki síst
varaði hann Frakka mjög við vaxandi
þjóðemiskennd þýskra þjóða og taldi
að þar myndi skpast jarðvegur fyrir
kenningum, sem yrðu ógnvaldur vest-
ur-evrópskrar menningar þegar frá
liði. Heine skildi manna best áhrif
hugmyndafræðanna, hann skyldi
hveiju hugmyndafræði Fichtes og
Herders myndi orka, eins og hann
sá hverju hugmyndir Rousseaus
höfðu orkað í verkum Robespierre,
„hinar blóði drifnu hugmyndir Ro-
usseaus voru framkvæmdar í fjölda-
aftökum terrorsins“.
Heine var starfandi blaðamaður í
París fyrir Allgemeine Zeitung.
Greinar hans og ritgerðir vom gefnar
út í heild á ámnum 1833-40 ogeft-
ir það. Kunnastur er Heine fyrir ljóð
síns og „Reisebildar", en þar nær
hann hæst í glitrandi stílsnilld.
Af fyrri verkum Heines eru „Buch
der Lieder“ og „Die Harzreise" kunn-
ust. Eftir að hann settist að í Frakk-
landi kom fram í verkum hans tví-
skinnungur í afstöðunni til hefða og
byltingar, það kom aldrei til endan-
legs uppgjörs. Einmitt vegna þessa,
era skrif Heines um stjórnmál í
Frakklandi mjög marktæk. Hann sá
báðar hliðar og bast aldrei ákveðinni
hugmyndafræði. Draumar og róman-
tík ásamt oft tilgerðu þunglyndi telja
ýmsir einkenna fyrri ljóð hans en í
síðustu kvæðum hans kennir meiri
formfestu og sársauka, þau vom gef-
in út að honum látnum. Heildarútfáfa
verka Heines í 16 bindum kom út
1973 og nú í ár er væntanleg dtv
útgáfa „Sámtliche Schriften“ gefin
út af Klaus Briegleb í sjö bindum.
SI6LAUGUR BRYNLEIFSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. MAÍ 1997 9