Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1997, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1997, Side 11
BABELSTURNAR HINUM MEGIN Á HNETTINUM Hæstu byggingar heimsins hafa mestalla öldina verið í Bandaríkjunum. Það er til marks um framvinduna í A-Asíu og Astral- íu að þar seilist hver turninn ó fætur öórum hærra en áóur hefur verió byggt. FRÁSÖGN 1. Mósebókar Gamla testamentisins af Babelsturnin- um (Babyloníuturninum)greinir frá því, að mennirnir, sem þá töluðu allir sama tungumál, vildu reisa sér turn sem skyldi nátil himins. Að sjálfsögðu refs- aði Guð þeim fyrir slíkan hroka með því að rugla tungumái þeirra, þannig að enginn skildi lengur annars mál og varð því að hætta við bygginguna. Babyloníu- ‘menn voru um þær mundir meiri bygginga- menn en flestir eða allir aðrir og fræg bygg- ing, Ziggúratið í Babýlon, er talin kveikja hugmyndarinnar um Babelsturninn. Það var svo löngu síðar, árið 1546, að flæmski málar- inn Pieter Bruegel, eldri, festi á léreft hug- mynd sína og kannski annarra 16. aldar manna um útlit Bablestumsins. Að visu læt- ur Breugel turninn ná ofar skýjum, en skýin eru svo sem á móts við 12. hæð og flestum þætti nú ámóta bygging og þessi minna meira á dávæna mauraþúfu en turn sem teyg- ist til himins. Raunar er þess að gæta, að Breugel málar tuminn að öllum líkindum á því stigi þar sem mennirnir urðu að hætta við hann, þegar enginn skildi lengur annars manns mál, enda ber útlitið að ofanverðu það með sér að hér er allt í smíðum. Um langan aldur voru pýramídarnir í sEgyptalandi hæstu byggingar veraldar. Það ier eftirtektarvert að slíkir byggingamenn ;sem Rómveijar voru, reyndu þeir ekki á iþolrif hins mögulega að þessu leyti; aftur á 'móti byggðu þeir Pantheon, sem var lang- stærsta sjálfberandi hvolfþak veraldar. Rómveijar voru praktískir menn með báða fætur á jörðinni og guðadýrkun þeirra virð- ist ekki hafa gert kröfu til þess að teygja byggingar til himins. Slíkar teygingar til himins voru á næstu öldum í nafni trúar; þar á meðal moskan Hagia Sophia í Mikla- EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON BABELSTURNINN, málverk eftir Pieter Breugel eldri, 1546. Af Babelsturninum segir í I.Mósebók, en þeim hroka að byggja uppfyr- ir skýin lét Guð ekki órefsað. garði og á miðöldum varð það guði og kirkj- unni þóknanlegt að hinn gotneski stíll teygði turnspírur sínar sem hæst. íbúðarhús voru ekki háreist af þeirri einföldu staðreynd að fólk fékkst ekki til að þramma upp stiga ofar en svo sem á 6. hæð. En hæð íbúðar- húsa breyttist þegar lyftutæknin kom til sögunnar. Tæknileg forsenda fyrir hæstu bygging- um þessarar aldar er einskonar beinagrind eða burðargrind úr stáli. Þar tóku Banda- ríkjamenn afgerandi forystu, bæði í Chicago og New York, þar sem Empire State-bygg- ingin átti um tíma heimsmetið og nú um hríð Sears-turninn í Chicago. Einn merkasti arkitekt aldarinnar, Frank Lloyd Wright, teiknaði 1956 skýjakljúf, gerólíkan öllum þeim sem áður voru byggðir og þar að auki ' átti hann að gnæfa yfir þá alla með sínar 528 hæðir. Þessari byggingu var stefnt gegn skókassastílnum í flestum hæstu byggingunum, en af framkvæmdum varð aldrei. Evrópa hefur að þessu leyti farið sér hægt og í borg eins og París, þar sem byggt hef- ur verið af miklum list- rænum metnaði, hafa menn ekki lagt áherzlu á hæðina. Því hefur verið spáð að þungamiðja heimsviðskiptanna eigi eft- ir að færast á Austur-Ásíusvæðið, þar sem hagvöxtur er nú hvað mestur í heiminum. Stórbísnisinn heiminum er sem óðast að koma sér fyrir í löndum eins og Tælandi, Kína, Suður-Kóreu og Tævan. Þangað streymir ijármagn- ið og þá fylgir með, að menn byggja og byggja stórt. Nú er að minnsta kosti einn turn langt kominn sem skák- ar öllu í Ameríku og annar á teikni- borðinu, eða rúmlega það, sem yfir- gnæfa skal allt annað. Kuala Lumpur og Melbourne Borgríkið Singapore hefur verið mikið hagvaxtarhreiður, en næsti nágranni þess er Malaysia, neðst á Malakka- skaganum og raunar er annar hluti þess lands í mikill fjarlægð á norður- hluta Borneo. í Malaysiu virðist mik- ill uppgangur, svo sem fram kemur í Kuala Lumpur, þar sem menn eru nú að leggja síðustu hönd á þá bygg- ingu sem verður í bili hæst í heimi. Til þess að teikna hana var fenginn stjörnuarkitektinn Cesar Pelli, en tímaritið Architectural Review, sem fjallað hefur um bygginguna, er ekki ýkja hrifið. Ekki þarf að kvarta yfir skókassalaginu hér. Turnarnir tveir (því miður sést aðeins rúmur helm- ingur þeirra á myndinni) eru sam- tengdir með brú sem hér sést, en gagnrýnandi tímaritsins segir Pelli hafa hrifsað eitt og annað úr fornum musterisbyggingum nálægra landa, búddamusterum í Burma þar á með- al, til þess að finna stíl sem hann álíti við hæfi á þessum slóðum. Melbourne skákar öllum Það er hinsvegar í Melbourne í Ástralíu sem skýjakljúfi skýjakljúf- anna er ætlað að rísa og hefur arki- tektinn Denton Corker Marshall þegar teiknað hann. Eins og sést á myndinni er álitlegur klasi miðl- ungs skýjakljúfa fyrir í borginni, en þeir verða æði lágreistir eftir að sá nýi rís uppí 680 m hæð. Bygg- ingin er eins einföld og turnarnir í Kuala Lumpur eru margbrotnir. Turninn öfgf ;| ■ ■. -■ f| II ii »■ : í er ferhyrndur, en fjögur pör af uppistöðum úr stáli mynda megin burðarvirkið, sem gengur að sér svo turninn mjókkar að ofan. Burðarvirkið myndar einskonar fætur sem turninn stendur á og það er dtjúgur spölur upp á 1. hæð, en hæðirnar eru samtals 137. Neðantil í turninum munu stórfyrir- tæki fá rými til afnota, ofar er gert ráð fyrir hóteli, en efst er glerklæddur, lllm hár toppur, sem eingöngu verður fyrir fjar- skiptabúnað. En hvað segja íbúar Melbourne? Fer þeim eins og Reykvíkingum, sem yfirleitt rísa upp með heilagri vandlætingu ef byggja á nýtt hús í miðbænum, jafnvel þótt það sé lægra en húsin í kring? Nei, hugsunarhátturinn er eitthvað öðru- vísi hinum megin á hnettinum. Skoðanak- annanir í Melbourne sýna að 80?4> borgarbúa líta nýja turninn með velþóknun. Hann verður táknmynd borgar- innar á sama hátt og óperuhúsið í Sydney er táknmynd þeirrar borgar. Grœn gildi ■ Shanghai Sunnantil í Kína er um þessar mundir meiri uppgangur en ann- arsstaðar í veröldinni. Meðal þess sem senn mun rísa þar er turnhýsi í Shanghai, reyndar aðeins uppá 36 hæðir, svo þetta verður dvergur í samanburði við turninn í Melbourne. Arkitekt- arnir heita Norindar, Hamzah og Kennedt Yeang, sem þekktur er fyrir umhverfisvænar til- raunir. í tuminum í Shanghai verða hin grænu gildi í fyrir- rúmi. Einn af brautryðjendum módemismans sagði einhveiju sinni, að hús væri vél til að búa í. Frá sumum sjónarhornum minnir turninn í Shanghai meira á einhverskonar vél en venjulegt hús og helgast það af því að sólarrafhlöður eru gerðar áberandi og einnig hitt, að utan á húsinu og utan við útveggina er einskonar hlífð- arkápa. í Shanghai getur orðið kalt á vetram og að sama skapi heitt á sumrum og kælibúnað- ur er þá jafn nauðsynlegur og upphitun þegar kaldast er. Hlutverk kápunnar er bæði að skýla fyrir köldum vindi og draga úr hitunaráhrifum sólar. Með því er bæði dregið úr mengun og orkunotkun. Ofugt við turninn í Melbo- urne, er hótel neðantil, en skrifstofur ofantil. Þar á milli, á 17. og 18. hæð er 300 manna ráðstefnusalur og önnur aðstaða fyrir ráð- stefnuhald. í turni hinna grænu gilda er gert ráð fyrir tijágróðri víða um bygginguna. Hér er ekki beint verið að leita eftir frumleika -eða gera kúnstir eða stílrænar eftir- líkingar eins og í Kuala Lumpur, heldur ræðst útlit- ið af þeirri fyrirætlun, að byggja þægilegt og vist- vænt umhverfí. TVÍBURATURNINN í Kuata Lumpur í Malaysiu, þar sem arkitektinn Cesar Pelli þykir hafa tekið frjálslega að láni ýmislegt úr musterisbyggingum Austurlanda. GRÆNT og vænt í Shanghai: Kápuklæddi turninn mun fá rafmagn frá sólarrafhlöðum en kápan á að draga úr rekstrarkostnaði, bæði við upphitun og kælibúnað. ÞANNIG mun miðborg Melbourne Ifta út eftir að turninn rís, 680 m hár. Hann verður þá hæsta bygging heims. sx ^ÍfiL ARKITEKTÚR 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. MAÍ 1997 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. MAÍ 1997 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.