Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1997, Síða 12
ALLEN GINSBERG
TIL RÓSU FRÆNKU
PJETUR ST. ARASON ÞÝDDI
Rósa frænka — núna — Þegar ég sé þig
horað andlit og augntanna bros, kvalin
af gigt — háir svartir þungir skór
á beinaberum vinstri fæti þínum
haltrar um langa ganga í Newark á lausu teppinu
framhjá svörtum flygiinum
í dagstofunni
þar sem veislurnar voru
og ég söng spænska konungssöngva
hárri skærri röddu
(móðursjúk) nefndin hlustaði
meðan þú haltraðir um herbergið
safnaðir aurum —
Elsku frænka, Sam frændi, ókunnugur með ermishendina
í vasanum
og stórt sköllótt höfuð
Abraham Lincoln herdeildarinnar
— langt dapurlegt andlit
tár þinna kynferðislegu vonbrigða
(kæft snökt beinaberra mjaðma
undir koddum á Osborne terrance)
— ég stóð nakin á klósettsetunni
og þú barst smyrsl á læri mín
gegn Brenninettlunum — ung
og blygðunarfull fyrstu svörtu krulluðu hár mín
hvað hugsaðirðu þá í leynum hjarta þíns
vissir að ég var orðinn að karlmanni
og ég óupplýst stúlka fjölskyldu þagnar á stalli
fóta minna á baðherberginu — safninu í Newark
Rósa frænka
Hitler er dauður, Hitler er í eilífiðinni; Hitler er hjá
Tamburlane og Emily Bronté.
Þó ég sjái þig enn ganga um vofa á Osborne Terrance
niður langa ganginn að útidyrum
haltrar örlítið með klemmt bros
í því sem hlýtur að hafa verið silki
blóma kjóll
tekur á móti föður mínum, skáldinu, í heimsókn hans til Newark
— sé þig koma inní stofuna
dansandi á bækluðum fætinum
og klappar saman höndum bókin hans
hafði verið samþykkt af Liveright
Hitler er dauður og Liveright farið á hausinn
Háaloft fortíðar og Mínúta í eilífðinni löngu uppseldar
Harry frændi hefur selt síðasta silki sokk sinn
Clair hætt í dans tjáningu
Buba situr hrukkótt minnismerki á elli kvenna —
heimili, blikkar nú ný börn
síðast sá ég þig á spítala
föl höfuðkúpan stóð úr úr grárri húðinni
bláar æðar meðvitundarlaus stúlka
í súrefnistjaldi
Stríðinu á Spáni er löngu lokið
Rósa frænka
Paris, júní 1958.
Allen Ginsberg, f. 1926, er bandaríslct Ijóóskáld og fremsta skáld beat-kynslóóarinnar.
Þýóandinn er kennari.
NEÐST é Hverfisgötu 1907. Friðrik konungur VIII og Hannes Hafstein ráðherra íslands
koma ríðandi niður á Lækjartorg. I baksýn sést Safnahúsið í byggingu.
HVERFISGATA
EFTIR PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON
Til austurs úr nafla alheims
rís hún í lágri brekku
undir stalli Ingólfs
þessi langa gata
sem er rótgrónum bæjarbúum
tákn óendanleikans
enda býr fjarskinn einn handan hennar.
Þaðan eiga fáir afturkvæmt.
ALLT fram á fjórða áratuginn var aðeins
stijál byggð austan Snorrabrautar, sem á
þeim árum var raunar hluti Hringbrautar.
Þótt íbúar Reykjavíkur væru rúmlega 28.000
talsins, eða 25,82% landsmanna, alþingishá-
tíðarárið 1930, þá var bærinn í reynd tæp-
ast meira en stór húsaþyrping, sem öll mið-
aðist við einn stað, þ.e.a.s. höfnina. Þess
verður að gæta, að á þeim tímum þjuggu
menn þrengra en nú. Því hefur Reykjavík
undanfarna áratugi þanist yfir m'un víðari
völl en fjölgun íbúa segir til um, þótt ærin sé.
En þó að bærinn væri ekki stór, var hon-
um þó skipt í hverfi. Eitt þeirra var Skugga-
hverfi. Það er umdeilt hvort miða eigi austur-
mörk hverfisins við Vitastíg eða Rauðarár-
stíg. Einnig má um það deila, sé vilji fyrir
hendi, hvort suðurmörkin liggi um Laugaveg
eða Hverfisgötu. Hinu verður ekki neitað,
að í vestri byrjar Skuggahverfíð á Amar-
hóli og í norðri nær það til sjávar.
Skuggahverfi stendur á hinu forna landi
Arnarhólsbýlis. Það var konungsjörð og
langt frameftir síðustu öld utan bæjar-
marka Reykjavíkur. Þeir sem bænum réðu,
en flestir þeirra voru kaupmenn, voru lítt
hrifnir af örum flutningum fátæks fólks til
bæjarins.
A nítjándu öld tilheyrðu flestir fátæklingar
bæjarins stétt tómthúsmanna. Tómthúsmenn
höfðu ekki fasta atvinnu og heldur ekki gras-
nyt, a.m.k. ekki svo neinu næmi. Þeir rem
til fiskjar þegar gæftir leyfðu en urðu þess
utan að treysta á íhlaupaverk hjá kaupmönn-
um eða öðm umstangsfólki. Þeir vom braut-
ryðjendur verkalýðs líðandi stundar.
Segir nú frá Krieger nokkmm. Hann var
stiftamtmaður á íslandi á árunum 1829 til
1836. Heldur þótti hann velviljaður tómthús-
mönnum. Gekk sú góðvild svo langt, að
hann úthlutaði þeim spildum undir hús, á
embættisjörð sinni, Arnarhóli. Þar eð jörðin
var utan bæjarmarka Reykjavíkur sluppu
tómthúsmennirnir við að greiða gjöld í bæj-
arsjóð og var þeim því mikill akkur í góð-
vild stiftamtmanns. Þetta var upphaf
Skuggahverfís. Gild rök má því færa að
því, að.hverfi þetta sé fyrsta fortakslausa
og ómengaða alþýðuhverfi Reykjavíkur og
þar með landsins. Það fer því vel á því, að
á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis skuli
alþýðuhreyfingin hafa reist sér hús, Alþýðu-
húsið. Skemmtileg tilviljun réð því, að húsið
var tekið í notkun réttri öld eftir að stiftamt-
mannsferli Kriegers lauk og hálfri annarri
öld eftir að Reykjavík öðlaðist kaupstaðar-
rétt.
Þar sem Hverfísgata er nú hófst byggð
upp úr miðri síðustu öld. Það var þó ekki
fyrr en um aldamótin, sem leyfi fékkst til
að lengja götuna til vesturs, þannig.að hún
næði yfir Arnarhólstúnið og niður að
Lækjargötu og Kalkofnsvegi. Gatan ber vit-
anlega nafn sitt af Skuggahverfi, enda
nefndist hún upphaflega Skuggahverflsgata.
Meðal merkra bygginga sem við hana standa
má nefna Safnahúsið og Þjóðleikhúsið,
danska sendiráðið, (nr. 29), en það er elsta
sendiráðið á íslandi og loks Bjarnaborgina
við Vitatorg, (Hverfisgötu 83).
Það hús reisti Bjarni Jónsson „snikkari",
þ.e. smiður með meiru á árunum 1901 og
1902. Húsið er fyrir þær sakir merkilegt,
að það er fyrsta fjölbýlishús Reykjavíkur.
LEIÐRÉTTING
í 47. tbl. Lesbókar 1996 er ljóð og með-
fylgjandi grein eftir mig, þar sem fjallað er
um Skólavörðustíg. í greininni er því haldið
fram, að Kjaftaklöpp hafi staðið við suðvest-
urhom Bergstaðastrætis og Skólavörðu-
stígs. Þetta er rangt. Hið rétta er, að klöpp-
in stóð við austanvert horn Skólavörðustígs
og Smiðjuvegs, við hlið múrsins utan um
fangelsið á Skólavörðustíg 9.
Þessar upplýsingar fékk ég hjá Steinari
Guðmundssyni golfbónda og hafa ýmsir
aðrir fróðleiksmenn um mannlífið í Reykja-
vík staðfest þær. Náttúrufræðikennari
Steinars í Miðbæjarskólanum fór með nem-
endur sína að klöppinni, sem var sorfin eft-
ir skriðjökul. Vildi hann þannig fræða þá
um jarðfræði, en í leiðinni sagði hann þeim
sögu klapparinnar og það með, að þetta
væri sú fræga Kjaftaklöpp.
Arið 1949 reisti Steinar hús við vestan-
vert horn Bergstaðastrætis og Skólavörðu-
stígs, ofan við Bergshús, þar sem hann síð-
an rak sælgætisbúðina „Gosa“ fram til árs-
ins 1962. Gróf hann sjálfur fyrir grunninum
og var þar enga klöpp að finna. Fyrri stað-
setning mín á Kjaftaklöpp dæmist því að
engu hafandi, eins þótt ekki muni þar nema
fáum fetum.
Á bls. 83 í 1. bindi ritsafns Páls Líndals,
„Reykjavík, sögustaður við Sund“, stendur:
„Kjaftaklöpp var á homi Skólavörðustígs
og Bergstaðastrætis, ofan við Bergshús“.
Þetta er sú heimild sem ég nýtti mér, en
hún er sem sagt því miður á misskilningi
byggð.
Til gamans má geta þess, að Kjaftaklöpp
hefur líklega ekki verið sprengd og er því
enn á sínum stað, en þó neðanjarðar.
Lesendur Lesbókar Morgunblaðsins bið
ég afsökunar á þessum leiðu mistökum.
Höfundurinn er skóld í Reykjavík.
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. MAÍ 1997