Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1997, Síða 15
Mynd: Sverrir Már Bjarnason, Árbæjarskóla.
ÁLAGASVANURINN
BÍLLINN rennur hljóðlaust eftir
malbikuðum veginum. Rign-
ingin, sem veðurfræðingurinn
spáði um morguninn, lemur
rúðumar. En áfram heldur
hann. Kílómetra eftir kíló-
metra og ber hana æ lengra.
Hún er á leið Vestur. Vestur
þar sem jökullinn bíður þess að taka á móti
henni - tilkomumikill og óhagganlegur sem
fyrr. í tuttugu ár hefur hún horft út á flóann
þar sem hann ber við loft sem ókrýndur konung-
ur fjallanna. í öll þessi ár hefur hún þráð það
heitast af öllu að fara aftur heim; vitja æsku-
stöðvanna. En hann var því mótfallinn. „Hvaða
tilgang hefur það að fara þangað? Gleymdu
þessum hræðilega stað,“ sagði maðurinn sem
hún elskaði og fékk hana til að gleyma minning-
unum - um stund. „Það færir þér enga gleði
að rifj'a upp löngu liðna atburði, ástin mín -
fyrir utan að þar er ekkert Iengur að sjá; bær-
inn löngu hruninn og allt komið í eyði.“
Og svo liðu árin. Af og til leitaði hugurinn
Vestur en hann var laginn við að eyða um-
ræðuefninu þegar hún bar það upp að fara.
En nú er hann horfinn á braut og enginn
getur lengur stöðvað hana.
Umferðarskiltin renna hjá og og einstaka
ær hrökklast frá vegkantinum. í huga stúlk-
unnar bærist í senn tilhlökkun og kvíði. Hvern-
ig skildi aðkoman verða? Er bærinn alveg
hruninn? Eru álftirnar á tjörninni horfnar?
Finndi hún krossinn á leiðinu hans Blesa og
búið sem hún byggði í hrauninu? Kannski.
Hún kveikir á útvarpinu til að drepa hugsun-
um sínum á dreif en slekkur strax aftur þeg-
ar hávær ljósvíkingurinn hamast við að kynna
iagið í 17. sæti breska vinsældarlistans.
Hugurinn reikar aftur til fortíðar. í hugan-
um kviknar mynd af sjö ára stelpu í röndóttri
peysu, popplínbuxum og gúmmískóm, sem
faðir hennar hafði keypt af farandsala. Hún
stendur við hraunjaðarinn og lýtur höfði með
spenntar greipar. Við fætur hennar er lítill
kross. Hún hefur þegar lokið við að lesa Faðir-
vorið og þá tekur söngurinn við. „Heimsu-
ból/helgerujól/signimær/songusól“ syngur
hún með sinni skæru barnsrödd og vatnar
músum yfir hátíðleika stundarinnar. Hún er
að kveðja Blesa, vin sinn, hinstu kveðju og
kann aðeins þennan eina sálm. Blesa hafði
faðir hennar gefið henni sem nýköstuðu fol-
aldi. Hann átti að verða reiðhesturinn hennar
en bar þess í stað beinin, tveggja vetra, í skurði
sem vondir menn höfðu grafið. Mikið hafði
hún hatað þessa menn. Sárt hafði hún grátið
vin sinn. Seinna, þegar kettlingarnir hennar
Klódhildar „fundust" drukknaðir í tjörninni
af einhveijum óskiljanlegum ástæðum, naut
hún góðs af þeirri lífsreynslu. Þá var hún orð-
in átta ára og hafði lært bænir sem hún fór
með við útför þeirra. Þá voru krossarnir á
grafreitnum fimm að tölu - allir í röð. Þá
________SMÁSAGA EFTIR______________
RAGNHEIÐI DAVÍÐSDÓTTUR
kunni hún líka „Afram krissmenn kossmenn"
sem hún heyrði sungið í barnatímanum hjá
Skeggja. Svo signdi hún yfir hina fimmföldu
gröf og skildi eftir fífla og vönd af sóleyjum.
Stúlkan hverfur frá endurminningum berns-
kunnar og lítur á kílómetramælinn sem sýnir
hundruðfimmtíuogfimm. Hún stoppar stutta
stund, ieggur hendurnar fram á stýrið og
hvílir sig. Hvaða erindi á hún annars vestur?
Var hún ekki guðslifandifegin að komast það-
an? Hversu oft hafði hún ekki mænt suður
yfir jökul þar sem hún vissi af Fyrirheitna
landinu; höfuðborginni sjálfri þar sem strætis-
vagnar liðu um göturnar og allir gátu farið í
bíó og keypt sér alvöruís í brauðformi. Þar
gengu stelpur í nælonúlpum og streddsbuxum
og áttu tyggjó í vasanum. Og þar voru engir
gúmmískór til. Þar þurftu stelpur aldrei að
gefa kálfum eða raka slægjur. Þar var lífið
stórkostlegt ævintýri.
Snæfellsrútan. Aðeins nafnið hafði yfir sér
ævintýrabiæ. Þetta rauða og hvíta ferlíki bara
hana til Fyrirheitna landsins. Þá fékk hún
spánýja strigaskó úr Kaupfélaginu með hvítum
reimum. Þá fékk hún líka tíkall til að kaupa
sér Sínalkó og krembrauð þegar rútan stopp-
aði í Borgarnesi. Hún valdi sér sæti við
gluggann og naut hverrar mínútu sem bar
hana lengra í átt að ævintýrunum. Mikið var
hann lánsamur, rútubílstjórinn, sem naut
þeirra forréttinda að fá að aka til Reykjavíkur
tvisvar í viku. Hann var kallaður Baddi og var
í köflóttri vinnuskyrtu með uppbrettar ermar
svo skein í myndir af berum konum á hand-
leggjum hans. Hann var með gula putta og
reykti Kamel eins og pabbi.
Eins og pabbi sem sat löngum stundum í
eldhúsinu með hendur undir kinn og reykti á
meðan kaffið kólnaði í fantinum. Pabbi sem
lyfti henni hátt á loft með sterkum örmum
sínu og sagði: „Mikið er stelpan mín orðin
stór.“ Pabbi sem gaf henni spenvolga, freyð-
andi nýmjólk úr kókflösku þar sem hún sat á
skammeli í fjósinu og beið þess að hann lyki
mjöltum. Undir miðnætti hvern dag og skildi
ekki af hverju stelpan möglaði. „Þú verður
stór og sterk af mjólkinni," sagði hann rétt
eins og þegar hann otaði að henni lýsinu á
morgnana. Þetta var pabbi sem dvaldi löngum
stundum í kjallaranum og sýslaði við aukabú-
greinina sem lyktaði eins og rúgbrauð. Alltaf
var karlinn jafn kátur þegar hann kom upp
aftur. Pabbi sem sendi hana suður í girðingu
til að tína hagalagða í strigapoka; ull sem
varð að aurum í Kaupfélaginu. Aurum sem
hún mátti eiga. Mikið var hún kát þegar hún
fór í kaupstaðinn og gat keypt sér malt og
Prins póló og hvað súkkulaðið var lengi að
bráðna uppí henni. Það var líka pabbi sem las
með henni söguna af litlu stelpunni sem týnd-
ist í höfuðborginni og lögregluþjóninum sem
hjálpaði henni aftur heim. Hún var í „Gagn
og gaman“ bókinni með skrýtnu lyktinni; sömu
lykt og var af Alfinni álfakóngi sem amma í
Reykjavík sendi henni í pakkanum sem kom
með rútunni. Það var amma sem bjó um hana
í stofunni þegar hún kom til höfuðborgarinn-
ar; amma sem átti eldhús þar sem alltaf var
sérstök kaffilykt. Hún gekk í Hagkaupsslopp
með rósamynstri og leiddi hana eftir hádegi
uppí Njálsgötu-Gunnarsbrautarstrætóinn sem
bar þær á Roy Rogersbíóið. Þetta var amma
sem bjó handan við jökulinn í suðrinu þar sem
fyrirheitna landið var.
Jökullinn. Frá Reykjavík blasti hann við frá
öðru sjónarhorni. Dældin á sínum stað. Ein-
hver sagði henni að tröllskessa hefði sest á
toppinn en það var líklega bara plat. Því komst
hún að seinna þegar hún hafði búið í mörg ár
í höfuðborginni. En nú var hún á leið Vestur
þar sem jökulinn ber við loft.
Hún nálgast tjörnina; tjörnina þar sem álft-
irnar áttu heima. Þar renndi hún sér á skautun-
um sem foreldrar hennar höfðu gefið henni í
jólagjöf. Skautana sem keyptir voru við vöxt
og kröfðust fernra ullarleista. „Þeir verða að
endast," hafði pabbi sagt þegar hún mátaði
þá á stofugólfinu framan við jólatréð. Þeir
dugðu í þijú ár.
Tjörnin. Hvar var hún? Var þessi litli pollur
virkilega tjörnin hennar? Hvar voru álftirnar?
Hvar var skjannahvíti, hálslangi svanurinn
sem hún lokkaði að tjarnarbakkanum undir
tindrandi norðurljósunum? Svanurinn sem hún
náði aldrei að kyssa og breyttist því aldrei í
prins eins og í ævintýrinu?
Áfram líður farkosturinn eftir hólóttum veg-
inum. Það er tekið að skyggja. Við vegarbrún-
ina sér hún þúst. Var þetta gamli Fergusoninn
sem pabbi hennar hafði keypt af karlinum fyr-
ir sunnan? Karlinum sem fékk jarpskjóttan fjög-
urra vetra fola í skiptum? Þarna tijónir hann
í túnfætinum sem minnismerki um löngu liðna
tíð. Ekki lengur fagurgrænn eins og forðum
þegar hann dró rakstrarvélina. Fergusoninn er
liðin tíð. Rétt eins og tjörnin hennar og álftirn-
ar. Rétt eins og bæjarrústimar, sem nú blasa
við henni efst á bæjarhólnum. Rétt eins og búið
í hrauninu, inneignin í Kaupfélaginu, kettling-
amir og Blesi. Eins og nýmjólkin í kókflösk-
unni og gúmmískórnir með hvítu röndinni.
Meira að segja litla stelpan, sem söng „Heims
um ból“ er horfín í þoku minninganna. Allt
hefur breyst nema jökullinn. Jökullinn sem
tijónir enn fyrir Vestan - óhagganlegur sem
fyrr. Stúlkan snýr bifreiðinni við á veginum
og heldur aftur suður fyrir jökul til Fyrirheitna
landsins. Þar ætlar hún að halda áfram leitinni
að skjannhvíta, hálslanga svaninum sem bíður
þess enn að verða kysstur.
Höfundurinn starfar hjó VÍS.
KENYA
EMELÍUDÓTTIR
HAFIÐ
Er ég anda að mér sjávarloftinu
og horfi á hafið
finnst mér sem ég horfi á stærsta
demant heims.
Demant vonar, demant ástar og þrár.
Ég ímynda mér
að ef ég kyssi það
muni óskir mínar
rætast.
Með fjaðurmögnuðum hreyfingum
ég beygi mig niður
og kyssi það blítt.
Eg þarf ekkert að finna til lengur,
ekkert að óttast.
Allt er hljótt
ég opna augun.
Tindrandi birtu
leggur yfir allt.
Ég veit hvert ég er komin
þú veist það líka.
Ég vil ei aftur
Eg verð hér alltaf.
Eg fann sjálfa mig hér.
Höfundurinn er ung stúlka í Kópavogi.
ÞÓRIR HAUKUR
EINARSSON
ÖLDRUN
Komstu þar forðum, er klettarið
kögruðu bláan sæ.
Við æskunnar seiðandi öldunið
var ýmsu kastað á glæ.
Skínandi perlur og skarfakál
skörtuðu Ijósum litum,
þar glaðir og reifir
bernskunnar skóm við slitum.
Bak við dali, heiðar og höf
er Höfðinn þinn í dag.
endurfundunum orðin á töf
við ævinnar sólarlag.
Eitt er að slíta átthagabönd,
annað að hnýta þau saman.
Þú veist ekki lengur
hvernig þú ert í framan.
Fokið er löngu í forna slóð,
farin veröld, sem var.
Við hugar þíns kulnandi hlóðaglóð
húkirðu, gamalt skar,
heldur þú eigir afturkvæmt
inn fyrir Höfðatána.
Bíttu á jaxlinn,
gamanið tekur að grána.
Komið er héðra á líf þitt los,
nú liður að ögurstund.
Við skarmánans tvíræða skelmibros
þú skjögrar á forlagafund.
Hvað helst er á dagskrá veistu vart,
á vísan er ekki að róa.
Ef til vill saknarðu
Höfðans við Húnafióa.
Höfundur er fyrrverandi skólastjóri.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. MAÍ 1997 15