Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1997, Síða 16
AÐUR en birta tekur af degi
hefur útigangsmaður upp
raust sína fyrir íbúa
fimmta hverfis. Röddin er
merkilega góð, einkum ef
mið er tekið af því að
hann hefur eytt nóttinni
á köldum kirkjutröppun-
um. A efnisskránni eru sem endranær helstu
lög Frank Sinatra og bútar úr þekktum
óperuaríum. Hann hefur vart lokið söng sín-
um þegar morgunmessa hefst og orgeltónar
og kórsöngur taka að berast úr ævafornri
kirkjunni. Þegar kirkjugestir tínast út á
götu er róninn á bak og burt - tónleikar
hans voru aðeins forieikur að degi sem ann-
ars fer ekki í annað en að verða sér úti um
næstu rauðvínsflösku. í stað sálmasöngsins
hljómar nú balkönsk þjóðlagatónlist frá hin-
um fjölmörgu grísku veitingastöðum sem
verið er að opna hvem á fætur öðmm. Zorba
er að sjálfsögðu sívinsælt og brátt má heyra
lagið leikið samtímis í minnst þremur ólíkum
útgáfum meðan þjónarnir keppast við að
bijóta diska á gangstéttinni í takt við tónlist-
ina. Þegar „Zorba-súpan“ hefur kraumað
vel fram yfir hádegi er hins vegar orðið
freistandi að breyta til og fá sér göngutúr
yfir í annað hverfi. Á leiðinni yfir Pont des
Arts („Listabrúna") býður norður-amerískur
hippi á sextugsaldri upp á rafmagnaða tre-
gatónlist en suður-amerísk indíánahljóm-
sveit skemmtir viðskiptavinum Galeries
Lafayette-stórverslunarinnar handan árinn-
ar. Við innganginn í næstu neðanjarðarlest
hefur svo snyrtileg kona komið sér fyrir og
leikur einleikshlutverk fiðlunnar úr Árstíð-
unum eftir Vivaldi. Það er hentugt verk,
hugsar maður, Sumarið má leika um sum-
ar, Haustið um haust, Veturinn...
o.s.frv ... En hvernig væri að skella sér í
Picassosafnið? Og hver skyldi vera að troða
upp þar nema aldraði hörpuleikarinn með
síða skeggið? Þama situr hann tímunum
saman og framleiðir stórundarlega nýaldar-
tónlist sem einhvernveginn virðist hvergi
byija og aldrei ætla að enda.
Eftir að hafa fengið nægju sína af kúb-
isma og hörputónum er tilvalið að fá sér
kaffí eða jafnvel snæðing á útiveitingastað
á Eyju Heilags Lúðvíks á Signu. Á mildu
vorkvöldi sér leðurklæddur mótórhjólasnigill
um dinnertónlistina; hann leikur ýmist lög
Edith Piaf í eigin útsetningum fyrir harmón-
íku, nú eða skoska háfjallatónlist ef svo ber
undir ... en þá skiptir hann auðvitað yfir á
sekkjapípuna sem ávallt bíður tilbúin á baki
hans. Kvöldið má svo kóróna með snúningi
á vinsælum tónlistarbar í Pigalle-hverfi, Aux
Noctambules („Hjá nátthröfnunum“). Stað-
urinn ber nafn með rentu því upp úr mið-
nætti safnast þar saman ólíklegasta fólk til
þess að eyða reykmettaðri nóttinni við glasa-
glaum og lifandi tónlist. Stjarna næturinnar
er Pierre Carré, söngvari á áttræðisaldri sem
muna má sinn fífil fegri. Hnarreistur stend-
ur hann á agnarsmáu sviðinu kvöld eftir
kvöld og upplifir forna frægð af takmarka-
lausri innlifun. Pierre Carré er gamall „sjar-
mör“ sem á engan sinn líka: hann klæðist
eldrauðum jakkafötum, með örmjóa leðurs-
laufu um hálsinn og hárgreiðslan, tja, ætli
menn verði ekki að sjá hana með berum
augum til þess að trúa? Hann er í senn eins
og Elvis Presley sjötugur og söngvari hljóm-
sveitarinnar Leningrad Cowboys sem marg-
ir þekkja úr samnefndri kvikmynd Akis
Kaurismakis.
Á fímmta tímanum halda nátthrafnar
heim á leið. Þegar hinstu tónar Monsieur
Carré hafa fjarað út í næturkyrrðinni er
þögnin skyndilega rofin af undarlegri hrynj-
andi: hópur fólks hefur safnast saman í
kringum opinn eld á Signubökkum og ákveð-
ið að eyða því sem eftir er nætur við bumbu-
slátt að hætti Afríkubúa. Og það er einmitt
þessi bumbusláttur sem að lokum vekur
útigangsmanninn í fímmta hverfi. . .hann
er farinn að rumska og ræskja sig og innan
tíðar tekur hann fyrsta lagið: „Strangers in
the Night...“
Já, sannarlega má fara „á eyrunum11 um
Parísarborg allan sólarhringinn því auk ótal
tónlistarviðburða götunnar eins og Iýst er
Ljósm. Þórdís Ágústsdóttir.
„CH AMPS-Élysées-leikhúsið hefur hýst margan stórviðburðinn í gegnum tíðina.“
Tónlistarlíf Parísar er margslungió, hefst aó morgni
meó raust útigangsmannsins og gengur daginn meó
margvíslegum hætti allt til kvöldtónleikg í húsakynn-
um frgnska ríkisútvarpsins. PÉTUR JÓNASSQN fór
tónlistarhringinn í höfuóborg Frakka.
hér að framan er ekki óalgengt að auglýst-
ir séu á fjórða tug áhugaverðra tónleika
víðs vegar um borgina á degi hveijum. Borg-
arstjórinn bauð nýlega upp á tvo miða fyrir
einn og sáum við Hrafnhildur (Hagalín kona
mín) okkur ekki annað fært en að fara hring
um helstu tónleikastaði Parísar.
RússariLouvre
Hringferðin hófst í Carrousel du Louvre
(„Louvre-hringekjunni"), menningar- og
verslunarmiðstöð sem byggð hefur verið
undir hinu eiginlega Louvre-listasafni. Þar
er að fínna Louvre Auditorium, glæsilegan
kammertónlistarsal af fullkomnustu gerð. Á
þessu starfsári hefur m.a. verið boðið upp
á röð níu tónleika þar sem eingöngu eru
flutt píanótríó - þ.á m. öll píanótríó Beetho:
vens með Shlomo Mintz í fararbroddi. í
okkar hlut kom að hlýða á rússneska tón-
list, Tchaikovsky og Shostakovich, í flutn-
ingi heimamannanna Boris Berezovsky á
píanó, fiðluleikarans Vadim Repin og selló-
leikarans Dmitry Yablonsky. Skemmst er
frá því að segja að hér var flutt tónlist í
hæsta gæðaflokki; Rússarnir náðu strax að
hefja sig langt yfir það sem kalla mætti
venjulegan hljóðfæraleik; það var eins og
hugsun þeirra staðnæmdist ekki við hljóð-
færin nema örskotsstund, og svo tóku þeir
flugið . .. Sellóleikarinn, sem jafnframt er
þekktur hljómsveitarstjóri, var fremstur
meðal jafningja. Boldungsmikill og gleiður
sat hann með sellóið eins og leikfang milli
hnjánna og stjómaði tríóinu með boganum
líkt og væri hann með 100 manna hljóm-
sveit fyrir framan sig. En þó að yfirbragð
hljóðfæraleikaranna væri alvarlegt voru þeir
vel með á nótunum þegar glettninni brá
fyrir í tónverkunum - sem var ósjaldan.
Fiðluleikarinn og sellóleikarinn höfðu auk
þess undirbúið „aukanúmer" í lok tónleik-
anna: píanóleikarinn var óafvitandi sendur
fyrstur fram í dynjandi lófatakið og hneigði
sig því aleinn á sviðinu meðan félagar hans
biðu skellihlæjandi í vængnum ...
Síðustu tríótónleikar vetrarins verða 4.
júní en þá eru á dagskrá þijú tríó eftir
Brahms og verður sellóleikarinn Truls Mörk
meðal flytjenda.
Sungió ■ simann
Næsti viðkomustaður okkar var hið sögu-
fræga tónlistar- og leikhús Théatre des
Champs-Élysées, gamall og gróinn salur sem
hýst hefur margan stórviðburðinn í gegnum
Ljósm. Roger Picard - Radio Fronce.
„ÍTALSKA tónskáldið Luciano
Berio í sviðsljósinu.'1
tíðina. Hér hneykslaði Stravinsky Parísare-
lítuna með Vorblótinu árið 1913 og átta
árum síðar endurtók sagan sig með ballettin-
um Les mariés de la Tour Eiffel („Brúðhjón-
um Eiffeltumsins"), en tónlistin úr þeim
ballett var einmitt á efnisskrá kvöldsins nú
76 árum síðar. Verkið er í tíu þáttum og
samið af Georges Auric, Arthur Honegger,
Darius Milhaud, Francis Poulenc og Germa-
ine Tailleferre, hópi tónskálda sem starfaði
saman á millistríðsárunum undir nafninu
Le Groupe des Six („Sexmenningamir").
Eins og sjá má af framangreindri upptaln-
ingu virðist sjötti meðlimurinn einhverra
hluta vegna hafa verið fjarri góðu gamni í
það sinnið. Markmið hópsins var að hleypa
nýju blóði í franska tónlist, breyta til og
fjarlægjast stefnu Debussys, Ravels og
Faurés, og ekki síður að endurvekja þá gleði
og bjartsýni sem heimsstyijöldin fyrri hafði
rænt Parísarbúa. Það var Orchestre Nati-
onal de France - Sinfóníuhljómsveit Frakk-
lands - sem lék undir stjórn Charles Dutoit
og ekki var annað að sjá en að sexmenning-
unum hefði tekist ætlunarverk sitt nú, slík
voru fagnaðarlæti viðstaddra. Eftir brúð-
hjónaballettinn innsiglaði hljómsveitin hina
sönnu frönsku stemmningu með því að flytja
„A EYRUNUM"
tvö verk eftir Poulenc og kom þá til liðs við
sveitina söngkona sem heitir því bráð-
skemmtilega nafni Felicity Lott. Bæði voru
verkin við texta eftir Jean Cocteau, hið fyrra
lag við ljóðið La dame de Monte Carlo („Frú-
in frá Monte Carlo“) og hið síðara La voík
humaine („Mannsröddin"). Það er n.k. ópera
fyrir eina söngkonu.. . og síma. Felicity
vakti mikla kátínu(!) áheyrenda með því að
flytja verkið í viðeigandi umgjörð: hún sat
í djúpum hægindastól íklædd bleikum morg-
unsloppi og söng alla óperuna inn í gamalt
símtól. Að frú Lott undanskilinni var stjarna
kvöldsins xýlófónleikari hljómsveitarinnar
sem hafði nóg að gera við að leika símhring-
ingarnar á hljóðfæri sitt nær án afláts í
heilar 45 mínútur.
í Théatre des Champs-Élysées er auk
þess nýlokið tónleikum tenórsöngvarans
Roberto Alagna en hann er af flestum hér
talinn líklegasti arftaki Pavarottis. Útilokað
var að fá miða þar sem uppselt var á tón-
leika hans áður en efnisskrá vetrarins fór í
prentun. Af komandi tónleikum Orchestre
National de France má nefna glæsilega
Brahms-dagskrá 15. maí þar sem Joshua
Bell og Stephen Isserlis leika konsert fyrir
fíðlu og selló í a-moll ásamt þessari frábæru
hljómsveit.
í afmæli hjá Schubert
Vart þarf að tilkynna tónlistaráhugafólki
að í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu róman-
tíska meistarans Franz Schuberts. Við héld-
um upp á sjálfan afmælisdaginn með því
að hlýða á Orchestre Philharmonique de
Radio France - Fílharmóníuhljómsveit
franska ríkisútvarpsins - í Salle Pleyel, ein-
um besta tónlistarsal borgarinnar sem stað-
settur er nálægt Sigurboganum. í tilefni
afmælisins hafði hljómsveitin fengið góðfús-
legt leyfí hins heimsþekkta þýska tónskálds
Hans Werner Henze til þess að frumflytja
hluta úr ballett sem væntanlegur er á fjalirn-
ar í Þýskalandi 25. maí nk. Við hlýddum á
stuttan kafla sem nefnist „Erlkönig", sinfón-
íska fantasíu byggða á samnefndu „ljóði“
(Lied) Schuberts. Erlkönig er kraftmikill
þáttur og var vel fluttur undir öruggri stjórn
Marek Janowski. Skiptar skoðanir voru þó
um ágæti verksins meðal skandínavískra
blaðamanna sem ræddust við í hléi. Þegar
Henze hafði minnst Schuberts var komið
að afmælisbarninu sjálfu; fyrst var flutt
Sinfónía nr. 4 („Hin harmþrungna") og viti
menn, í kjölfarið fylgdi enn meiri balletttónl-
ist: Tvö millispil og tveir ballettar úr „Rósa-
mundu frá Kýpur“. Hér var augljóslega ver-
ið að tefla saman tveimur ólíkum hliðum á
tónskáldinu og var það vel til fundið á þess-
um merku tímamótum í. .. getum við
sagt.. . lífi hans?
Afmælisveislunni lauk með fiðlukonsert
Albans Berg, „í minningu engils“. Það var
ungur þýskur fiðluleikari, Christian Tetzlaff
að nafni, sem fór með einleikshlutverkið.
Hann lét lítið yfir sér þegar hann gekk á
svið með Stradivarius fiðlu frá árinu 1713
undir hendinni en í ljós kom að hann kunni
sannarlega með hana að fara. Frá fyrstu
hendingu gæddi hann tónverkið undraverðu
lífí og var leikur hans í alla staði frábær.
Stjórnendur útvarpsfílharmóníunnar fá rós
í hnappagatið fyrir verkefnaval þetta kvöld
þar sem efnisskráin hafði greinilega verið
þaulhugsuð til þess að gera minningu Schu-
berts hin veglegustu skil. Sérstaklega fannst
okkur vel til takast með val á lokaverkinu:
fiðlukonsertinn var síðasta verkið sem Alban
Berg náði að ljúka við, n.k. lokaorð tón-
skáldsins, samin í minningu stúlku sem dó
ung; hér eru tilvitnanir í kantötu eftir Bach
(„0 Ewigkeit du Donnerwort“) sem gefur
verkinu trúarlegt og jafnframt sársaukafullt
yfírbragð og kannski hefur það verið tilvilj-
un og kannski ekki að valinn var 31 árs
fíðluleikari til þess að fara með einleikshlut-
verkið ... en var ekki Schubert einmitt 31
árs þegar hann dó?
Þann 22. maí nk. mun sópransöngkonan
Julia Varady syngja „ljóð“ (Lieder) eftir
Strauss ásamt útvarpshljómsveitinni góðu
og píanóleikarinn Maurizio Pollini lýkur
hringferð sinni um píanósónötur Beethovens
með tónleikum 15. maí og 10. júní. Allir
þessir tónleikar verða í Salle Pleyel.
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. MAÍ 1997