Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1997, Side 19
FRÁ BÚÐARDAL
TIL BERLÍNAR
Hanna Dórg Sturludóttir sópransöngkona efnir tii
einsöngstónleikg í Listasafni Kópavogs-Geróar-
safni á morgun, sunnuc lag. ORRI RÁLL ORMARSSON
kom að máli við söngl< :onuna sem starfað hefur við
óperuna í Bonn í Þýskalandi í vetur meó nómi sínu
í Berlín sem hún lýkur í sumar.
ISLENSKA söngvara er víða að finna.
Eitt sterkasta vígi þeirra er þó tví-
mælalaust Þýskaland, þar sem þeir eru
„svo sannarlega komnir á blað“, eins
og einn þeirra, Hanna Dóra Sturludótt-
ir sópransöngkona, kemst að orði. Hún
er ein af þessum ungu söngvurum sem
klífa nú um stundir metorðastigann
þar um slóðir en íslendingar hafa fengið fá
tækifæri til að kynnast. Úr því verður bætt á
einsöngstónleikum í Listasafni Kópavogs-
Gerðarsafni annað kvöld kl. 20.30.
Á tónleikunum, sem ber upp á afmælisdag
Kópavogs, mun Hanna Dóra frumflytja þrjú
ný lög eftir einn af íbúum bæjarins, Þorkel
Sigurbjörnsson, sem samin eru við ljóð séra
Jóns Bjarmans en auk þess eru á efnisskránni
sönglög eftir annan Kópavogsbúa, Fjölni Stef-
ánsson, Grieg, Sibelius og Verdi í bland við
aríur úr óperum og óperettum á borð við La
Boheme og Kátu ekkjuna.
Tónleikamir eru skipulagðir af Jónasi Ingi-
mundarsyni sem jafnframt leikur með á píanó.
„Jónas er mjög mikilvægur í íslensku tónlistar-
lífi enda er hann jafnan boðinn og búinn að
hjálpa ungum og efnilegum söngvurum við að
koma sér á framfæri. Ég kynntist honum í
fyrra og komum við þá fram saman á tvennum
tónleikum, í Borgarleikhúsinu ásamt þremur
öðrum einsöngvurum, og í Búðardal. Þessir
tónleikar heppnuðust vel og því gaman að fá
tækifæri til að vinna með Jónasi aftur núna.“
Dalamaóur i húó og húr
Hanna Dóra er Dalamaður í húð og hár,
borin og barnfædd í Búðardal, og steig sín
fyrstu spor á tónlistarsviðinu í Tónlistarskóla
Dalasýslu. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur,
nánar tiltekið í Menntaskólann við Sund, þar
sem hún ákvað, öilum að óvörum, að leggja
sönginn fyrir sig. „Fjölskylda mín varð mjög
hissa þegar ég ákvað að fara í söngnám enda
hafði ég ekki sungið mikið í æsku, auk þess
sem ég var frekar óframfærin. Þegar ég fór
að syngja með Kór Menntaskólans við Sund
varð hins vegar breyting þar á. Fljótlega upp
frá því byijaði ég í söngnámi og hef ekki séð
eftir því.“
i víking til Berlínar
Við tók nám í Söngskólanum í Reykjavík
hjá Kristni Sigmundssyni og Snæbjörgu Snæ-
bjarnar en þaðan brautskráðist Hanna Dóra
vorið 1992. Síðan hélt hún í víking eins og
sveitungi hennar, Eiríkur rauði, forðum daga.
Munurinn var aftur á móti sá að Hanna Dóra
fór ekki tilneydd, heldur af fúsum og fijálsum
vilja. Markmiðið var að leggja stund á fram-
haldsnám í söng, ákvörðunarstaðurinn heims-
borgin sjálf, Berlín.
Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar en
Hanna Dóra mun ljúka prófi frá Listaháskólan-
um í Berlín í sumar. Með náminu hefur hún
komið fram á fjölmörgum tónleikum í Þýska-
landi, Póllandi og Austurríki, sungið í útvarpi
og sjónvarpi og inn á geisíaplötur. Haustið
1995 varð söngkonan hlutskörpust í Ijóða-
keppni í Berlín og tvö síðustu sumur hefur
hún sungið stór hlutverk á óperuhátíðum í
Þýskalandi, meðal annars Fiordiligi í Cosi fan
tutte eftir Mozart.
Þar með er ekki öll sagan sögð því frá síð-
asta hausti hefur Hanna Dóra verið lausráðin
við óperuna í Bonn, þar sem hún hefur sungið
í Töfraflautunni eftir Mozart. „Ég hef öðlast
ómetanlega reynslu í vetur með því að taka
þátt í þeim sýningum," segir söngkonan sem
ferðast hefur með lest frá Berlín til Bonn.
„Vissulega hefur þetta verið strembið á köfl-
um, sérstaklega fyrst um sinn þegar Töfra-
flautan var sýnd mjög ört. Ég gat hins vegar
ekki látið þetta tækifæri mér úr greipum
ganga."
Hanna Dóra kveðst í raun vera í draumaað-
stöðu um þessar mundir, hún sé i senn að
þjálfa og slípa röddina og kynnast leikhúsinu,
þangað sem hugurinn leiti. Þá veiti samningur-
inn við óperuna í Bonn henni fjárhagslega
Morgunblaðið/Kristinn
„ÉG GET ekki kvartað - mér hefur vegnað vel til þessa. Fyrir það er ég þakklát," seg
ir Hanna Dóra Sturludóttir sópransöngkona.
tryggingu, sem sé mikill akkur fyrir söngvara
sem sé að reyna að koma sér á framfæri. „Ég
get því ekki kvartað - mér hefur vegnað vel
til þessa. Fyrir það er ég þakklát."
Engu að síður blandast Hönnu Dóru ekki
hugur um að mikil rimma sé framundan -
enda ekki heiglum hent að hasla sér völl í
heimi óperunnar. „Þegar ég leiði hugann að
öllum söngvurunum sem eru að reyna að koma
sér á framfæri veit ég að samkeppnin verður
hörð en ef maður ætlar sér út á þessa braut
þýðir ekkert annað en að standa sig.“
Leikárinu í Bonn lýkur 19. júní en þá verða
þrír tugir sýninga á Töfraflautunni að baki.
Gerir Hanna Dóra fastlega ráð fyrir að sýning-
in verði tekin upp í haust og látin ganga til
áramóta. En hvað tekur þá við? „Ég hef verið
að prufusyngja víða um Þýskaland undanfarið
og vonandi kemur eitthvað út úr því. Þá er
ég komin með umboðsmann sem er að vinna
í mínum málum, auk þess sem ekki er útilok-
að að mér bjóðist eitthvað meira í Bonn þegar
sýningum á Töfraflautunni lýkur. Verði vetur-
inn á hinn bóginn rólegur kæmi vel til greina
að halda til Lubeck í frekara nám í nokkra
mánuði, sem er alls ekki slæmur kostur. Fram-
haldið leggst því vel í mig.“
Gott aó vera i Þýskalandi
En hvar dreymir Hönnu Dóru um að geta
starfað í framtíðinni? „Meðan vel gengur er
gott að vera í Þýskalandi - annars er ég opin
fyrir öllu. Ég geri ráð fyrir að sækjast eftir
fastráðningu við eitthvert hús en myndi gjarn-
an vilja syngja áfram ljóðatónlist, kirkjutónlist
og sitthvað fleira með óperunni."
En hvað með ísland? „Vitaskuld stefni ég
að því að koma heim, að minnsta kosti annað
hvert ár, til að syngja. Það er nauðsynlegt.
Markaðurinn er aftur á móti lítill hér heima,
þannig að ég sé mér ekki fært að búa á ís-
landi. Auk þess virðist sem Sinfóníuhljómsveit
íslands og íslenska óperan hafa ekki tök á
að gefa ungu fólki tækifæri í jafnríkum mæli
og æskilegt væri.“
Ríkisútvarpið er þriðji „risinn" í íslensku
tónlistarlífi sem Hanna Dóra gerir að umtals-
efni. „Lengi vel safnaði Ríkisútvarpið upptök-
um með söng helstu söngvara landsins, mikl-
um gersemum. Af einhveijum orsökum virðist
þetta hafa minnkað, sem er slæmt, ekki síst
með framtíðina í huga - upptökur af þessu
tagi geta verið ómetanlegar heimildir."
Annars eru þessi mál ekki Hönnu Dóru efst
í huga þessa dagana. Á mánudag heldur hún
nefnilega utan til að ljúka náminu og taka
þátt í síðustu sýningunum á Töfraflautunni
að sinni. Síðan ætlar hún að veija sumarfríinu
á heimaslóð. „Ég hef ekki verið á íslandi að
sumri til í nokkur ár, þannig að ég er farin
að hlakka mikið til. Það verður gaman að
endurnýja kynnin við landið."
Morgunblaóió/Kristinn
Undir
grænni torfu
SIGURJÓN Jóhannsson, leikmyndahöf-
undur og myndlistamaður, heldur sýn-
ingu í Asmundarsal dagana 10. til 25.
maí. Að sögn Sigurjóns er þetta temasýn-
ing um arfinn, bæði hlutlægan og huglæg-
an. „Sýningin er byggð á hugmyndum
sem urðu til við sviðssetningu á ballett-
sýningunni Jörfagleðinni eftir Auði
Bjarnadóttur og Hákon Leifsson um ís-
lensk örlög. Við þróun myndmáls sýning-
arinnar var torfan valin til að gera lífsok-
ið sýnilegt á leiðinni að Jörfa þar sem
huglæg lífsfylling kom í stað hennar og
menn gerðu nú að hvílu sinni.“
Sigurjón segir að sýningin beri andblæ
ballettsýningarinnar og tengist þeim leik-
húsum sem landsmenn áttu og skemmtu
sér við fyrr á öldum. „Þrátt fyrir allt
áttu landsmenn leikhús þó einfalt væri
að allri gerð, þetta voru gervi sem menn
brugðu sér í þegar dans var stiginn og
gleði haldin. Það má lesa um það hjá
Ölafi Davíðssyni í Víkivökum ogdönsum
að menn áttu sér gervi sem þeir klædd-
ust og sköpuðu þannig stemmningar til
að koma sér á tilfinningalegt flug. Þessi
gervi túlkuðu ýmist ótta eða uppnám.
Kirkjan reyndi að breyta merkingu þess-
ara gerva og athafna, eins og til dæmis
hjartarins sem kallaður var. Hann var
sennilega fijósemistákn úr heiðnum sið
en kirkjan reyndi að gera hann að kristnu
tákni, ljósahirtinum.“
Siguijón segir að annað leikhús hafi
svo verið til og öllu jarðbundnara. „Þetta
voru opinberar aftökur - hin hliðin á
torfunni - útfærðar á mismunandi vegu
eftir eðli brotsins sem þær komu fyrir;
konum var drekkt fyrir hórdómsbrot,
eldur kom fyrir galdur, snara fyrir þjófn-
að en öxin fyrir morð. Aftakan hreinsaði
vitundina en torfan kyssti náinn.“
Meginumfjöllunarefni sýningarinnar
segir Siguijón vera torfuna eða jörðina.
„Jörðin er byrði mannsins, af jörðu er
hann kominn og að jörðu mun hann verða.
Við getum sagt að þessi sýning sé ganga
mannsins í 1000 ár hér á landi; þetta
hefur verið eilítið þung ganga. Jarðnæði
var einasti arfurinn sem menn hlutu hér
á landi. Það var eina fasteignin og oft
var hún ekki stærri en ein torfa.“
Á sýningunni eru vatnslitamyndir
ásamt samsettum verkum.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. MAÍ 1997 1 9