Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1997, Page 20
Edward og Nancy Reddin Kienholz: A sýningu (1963 - 77).
GAGNRYNIN RETTLÆTISKENND
EDWARD Kienholz (1927-1994)
gekk að listsköpun sinni með
alvörugefnum dugnaði bænd-
anna í Idaho, þar sem hann
fæddist. Frá því hann hitti
Nancy Reddin 1972 var list-
sköpunin fjölskyldusýsla. Þau
giftu sig og öll verk þeirra báru
verk merki þeirra beggja og þó Kienholz væri
orðinn kunnur listamaður þegar hann hitti
Reddin ákvað hann síðar að verk hans frá því
fyrir kynni þeirra skyldu líka vera merkt þeim
báðum. Þegar börnin þijú bættust við tóku
þau líka þátt í listsköpuninni. Afraksturinn
er gífurlegur, eins og sjá mátti á stórri yfírlits-
sýningu í Martin Gropius-húsinu í Berlín. Og
þar sem verk Kienholz bera merki hugmynda
og hreyfínga sjötta og sjöunda áratugarins
var heimsókn á sýninguna líka eins og ferð
nokkra áratugi aftur í tímann.
Svissnesk alvara
Kienholz fæddist í Fairfield í Idaho inn í
bændasamfélagið þar. Sjálfsbjargarviðleitni
var efst á blaði og það hvarflaði aldrei annað
að Kienholz en að fara að vinna fyrir sér sem
fyrst og aðstoða foreldra sína eftir megni.
Foreldrarnir voru af svissnesku bergi brotnir
og lífsviðhorf þeirra mótaðist af ströngum
heiðarleika og vinnusemi. Kreppan mótaði
æsku Kienholz, en fjölskyldan slapp vel, því
þau áttu landið og gátu því fætt sig og klætt.
Bankaviðskipti þóttu tortryggileg og betra
að skiptast á verkum og afurðum en að nota
reiðufé. Kienholz var mótaður af þessum
hugsunarhætti alla ævi og vildi fremur greiða
fyrir það sem hann vantaði með verkum en
peningum. Og hann bar frekar reiðufé úr
bankanum en að skrifa ávísun.
Faðirinn vildi gjarnan að sonurinn yrði
læknir, en þó hann stæði sig vel í skóla var
það meira af skyldurækni en áhuga og hann
byijaði ungur að teikna. Ferðalöngun greip
hann og hann lagðist í ferðalög um vestur-
strönd Bandaríkjanna og vann fyrir sér, gegn-
sýrður hugarfari „vegabókar" Jacks Kerou-
acs, „On the Road“, sem kom út 1957. List-
rænu áttina tók hann eftir að hafa af tilviljun
séð Rembrandt-sýningu í Minneapolis. Hann
kom til E1 Paso 1953 í leit að vinnu, en kom
sér upp vinnustofu þar og sótti í listamanna-
samfélag í E1 Paso, án þess að fara nokkurn
tímann í listaskóla. Þegar hann sýndi lista-
manninum Tom Lea verk sín, sem á þeim
tíma voru abstraktmálverk, oft með einhverj-
um hlutum límdum á, sagði Lea, eftir drjúga
umhugsun, að verkin bæru með sér mikið
hugrekki, en list hans ætti heima í stórborg
eins og New York eða Los Angeles.
Hvernig er hægt aö búa i borg, þar sent
ekki er haegt aö pissa úti wndir vegg?
New York heillaði Kienholz ekki, sagðist
ekki vilja búa þar sem ekki væri hægt að
OG ELJUSEMI
Yfirþyrmandi stór yfirlits-
sýning á verkum banda-
ríska listamannsins
Edward Kienholzs hefur
sett svip sinn á listalíf
Berlínar, þar sem
SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR
sá sýninguna.
fara út að pissa úti undir vegg. Los Angeles
væri skárri kostur og þar kom hann sér fyrir
í útjaðrinum. Borgin reyndist honum sönn
gullnáma, því þá og æ síðar fór hann að
sanka að sér alls kyns dóti og notaði í verk
sín, sem í fyrstu voru málverk með álímdu
dóti, síðan skúlptúrar úr alls kyns dóti og
að lokum innsetningar, sem á endanum urðu
á stærð við meðal íbúðir.
í Los Angeles leitaði hann eftir húsnæði,
innréttaði kaffihús eins og honum var lagið
og laðaði að sér listafólk. Kaffihús hans urðu
einnig sýningarstaðir fyrir aðra listamann á
útjaðri hins viðurkennda. Kröftugur persónu-
leiki og sterkleg ásjóna gerðu hann að kjörn-
um leiðtoga og þar sem hann var hagsýnn
og duglegur að gera við og búa til hluti voru
þeir margir, sem nutu góðs af þessum eigin-
leikum.
Auk einstakrar eljusemi var hann gæddur
ríkri réttlætiskennd, sem var þó ekki alltaf
eins og þeirra, sem hann átti skipti við. Sem
ungur maður hafði hann eitt sinn verið í New
York og keypt þar forkunnarfagran Tiffany-
lampa, sem eins og aðrir lampar af þeirri
gerð var settur saman úr marglitu gleri.
Þegar hann fór til Los Angeles bað hann
starfsfólk Pan Am-flugfélagsins að fá að
hafa lampann sem handfarangur, en var sagt
að það væri óþarfi, þar sem lampinn væri
alveg öruggur í farangrinum. Kienholz lét
sig, en lampinn brotnaði á leiðinni. Kienholz
sagði ekki neitt, en mætti nokkrum dögum
seinna á skrifstofu félagsins og skoðaði af-
greiðsluna. Enn nokkrum dögum seinna
mætti hann með öxi og ljósmyndara og sagð-
ist eftir nákvæma úttekt ætla að eyðileggja
hluta af innréttingunni sem samsvaraði verð-
mæti lampans. Forsvarsmenn flugfélagsins
ákváðu við nánari umhugsun að láta málið
niður falla, því þetta væri kannski ekki góð
Edward Kienholz og Nancy Reddin.
Heimshringekjan.
auglýsing fyrir félagið. Kienholz lét það gott
heita að þurfa að greiða 800 dali í sekt, en
réttlætiskennd hans hafði verið fullnægt.
i hóp meö Picasso
og Dwchamp
I lok sjötta áratugarins var Kienholz farinn
að geta lifað af list sinni og þurfti þá ekki
lengur að vinna með, þó hann lifði engu
kóngalífi. Upp úr þessu fóru sýningartilboðin
að streyma að og 1962 var hann með á sýn-
ingu í Museum of Modem Art í New York
og þar var þessi lítt þekkti listamaður kom-
inn í hóp listamanna eins og Picasso og
Duchamp. Þarna sýndi hann styttuna af herra
og frú John Doe og syni þeirra. Nafnið John
Doe er notað sem Jón Jónsson í Bandaríkjun-
um, hinn venjulegi Bandaríkjamaður og fjöl-
skyldan því túlkun Kienholz á hinni venjulegu
bandarísku fjölskyldu.
Sonurinn er ungur og hatursfullur, þar sem
efri hluti líkamans stendur í ofni, fullum af
klámblöðum og svo hangir á honum dót eins
og gallabuxur, tennisskór, vinnubuxur og
íþróttabuxur. Efri hluti frúarinnar stendur á
saumaborði og í skúffunni er fóstur, brúðar-
kjóll er breiddur yfir borðið og hún er niður-
dregin á svipinn. Fjölskyldan er því ekki beint
í ætt við hefðbundna fjölskylduímynd þessa
tíma. Um svipað leyti gerði Kienholz einnig
stóra innsetningu, Roxy, sem er sambland
af heimili og hóruhúsi og enn annað tilbrigði
hans við bandaríska sjálfsmynd. Konurnar í
verkunum eru oft með lok fyrir andlitinu eins
og hver önnur vara. Sjónvörp eru gegnum-
gangandi fyrirbæri í verkunum.
Þau Kienholz og Reddin hittust í boði til
heiðurs rithöfundinum Irving Stone heima
hjá foreldrum hennar. Það tókust strax með
þeim góð kynni og hann bauð henni að vinna
með sér. Það gerðu þau svo þar til hann lést
1994. Börn þeirra þijú eru líka öll listamenn
og Nancy Reddin Kienholz vinnur áfram að
list sinni. Hún kom inn í sköpunarferli „Lista-
sýningarinnar", „The Art Show“, sem Kien-
holz vann að 1963-1977. Þessi risastóra inn-
setning er listasýning á sýningu, þar sem
áhorfendur eru allir með andlitið ummyndað
í nokkurs konar radarskjá og á bijóstkassan-
um er vélarbox. Einna nýjasta verkið á sýn-
ingunni er „The Merry-Go-World“, kannski
hæðni og ádeila á heim, þar sem allt snýst
upp í skemmtun og gaman, en um leið minnis-
varði um forgengileika og fallvalta lukku.
Kröftwg blanda
Réttlætiskenndin setti svip á list hans, sem
var mörkuð andófi þessa tíma. Hann var á
móti Kóreustríðinu og síðan Víetnamstríðinu.
Kynþáttahatur var einnig mikið til umræðu
í Bandaríkjunum og andófið gegn því og fyr-
ir réttindum blökkumanna setti einnig mark
sitt á list hans, sem varð æ beinskeyttari.
Hvers lags tvískinnungur var honum kær-
komið viðfangsefni og mörg verka hans fjalla
til dæmis um siðferðistvískinnung, afstöðu
til kvenna og til hefðbundinna gilda.
Ahrifin, sem sýningin vekur, færa hugann
aftur til hinnar pólitísku listar sjöunda og
áttunda áratugarins. Hugmyndir í öflugri
útfærslu Kienholz eru kröftug blanda. Kien-
holz gekk ekki erinda neinna flokka eða isma,
heldur hélt sér við eigin skoðun og stefnu,
svo hann er ekki að boða neitt fagnaðarer-
indi. Hinn yfirþyrmandi ákafi hans og alvöru-
gefni, sem skín út úr verkunum, er áhrifamik-
ill. En óneitanlega virtist ádeiluákefðin dvína
með árunum, svo yngri verk eins og „Merry-
Go-World“ virtist meira endurtekning fýrri
verka, en án tilfinningahita eldri verkanna.
Heilt lífsverk markað þessum þáttum er ekki
beint auðmeltanleg og gesturinn reikaði út
eftir heimsóknina örþreyttur eftir þessa
sterku en kannski ögn þungu upplifun, sem
hverfur ekki skjótt úr minni.
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. MAÍ 1997