Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1997, Blaðsíða 6
Þegar bátarnir höfðu verið smíðaðir varð að hleypa þeim af stokkunum á hlunnum því að dráttarbraut eða slippur var enginn. Slík vinna var harla erfið. HJÁ Einari Sigurðssyni unnu verklagnir og dug- legir menn, bæði að- komnir og þeir sem heima áttu á Búðum. Hverjum var skipað í það verk sem honum hæfði best og þegar dró úr bátasmíðinni var þeim, sem mesta reynsl- una höfðu og Einar treysti best, falin húsa- smíði í öðrum héruðum, á Djúpavogi, Eski- firði, Reyðarfirði og uppi á Héraði. Nokkra lærlinga í trésmíði tók Einar en ekki munu menn hafa lokið þar prófi í skipasmíði. Þeim sem unnu hjá Einari og til hefur náðst liggur mjög vel orð til hans. Hann hafi verið sérstakur maður, mannkosta- maður að öllu leyti, áreiðanlegur og traust- ur fram í fingurgóma og ekki hafi þurft skriflegan verksamning því að orð stóðu. Samvinnan við mannskapinn var til fyrir- myndar svo að enginn bar kala til hans, enda var hann heppinn með fólk. Þegar hann sagði mönnum til í vinnunni eða fyr- ir verkum hafði hann ekkert fest á blað, né endurtók það sem hann var búinn að segja. Því varð athygli manna að vera í lagi. Dagfarslega var hann fumlaus og ákveðinn, rólegur og lipur í allri umgengni og til hans fór enginn bónleiður til búðar, hvort sem var á nóttu eða degi. Einar var gestrisinn og örlátur og sagt er að hann hafi umbunað fátækum í viðskiptum. Hann fylgdist vel með á sínu sviði og las í því skyni tæknibækur um grein sína. Bróðir Einars, Guðlaugur, gekk næstur honum í forystuhlutverkinu á verkstæðinu. Ekki voru þeir ávallt sammála bræðurnir en ef eitthvað bar á milli var ótvírætt hvor réð. Tækninýjungum og hvers konar framför- um fagnaði Einar, bæði í sinni grein og öðru, mun hann fyrstur hafa eignast jeppa í plássinu og beitt honum fyrir sláttuvél í stað hesta. Einar var harðsnúinn mála- fylgjumaður og ræðumaður þegar til þurfti að taka og koma fram sérstöku máli. Hvasst augnaráðið hafði sefjandi áhrif á tilheyrendur svo að honum veittist létt að vinna menn á sitt band. í samfélagi Ein- ars giltu hefðir og formfesta. Svo var til dæmis þegar einhver úr plássinu dó, þá var öllu samkomuhaldi aflýst. Einar hafði líka sínar venjur. Þegar hann fór burt og bjóst til að vera fjarri um nokkurt skeið kvaddi hann alla starfsmenn sína með handabandi og heilsaði þeim á sama hátt þegar heim kom. Prýði og ræktun lands var honum hugleikin og fyrir tilverknað hans voru plöntur gróðursettar í Kirkju- bólslandi í Fáskrúðsfirði. Nóg hefur sá sér nægja lætur. Sýndi það sig í hófsemi Ein- ars sem var slík að jaðra þótti við mein- læti. Hann neytti hvorki víns né tóbaks. Árið 1929 gekk Einar að eiga Þórhildi Þorsteinsdóttur frá Löndum í Stöðvarfirði, dótturdóttur séra Guttorms Vigfússonar í Stöð. Tókust með þeim kynni þegar Einar var að reisa hús fyrir Kristján bróður henn- ar. Þau eignuðust sex börn. Þrjú þeirra komust upp: Guðrún húsmóðir og kennari, Sigurður byggingafræðingur og Guðlaugur skipasmíðameistari. Hinn 13. mars 1940 dó Þórhildur af barnsförum. Sár harmutr var þá kveðinn að Einari og börnum hans og við sjálft lá að hann leysti upp heimilið. Hinn duli maður bar ekki sorg sína á torg en gaf Stöðvarhreppi peninga til minningar um konu sína. Var þeim varið til skógrækt- ar þar sem heitir Þórhildarlundur. Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst og seig eru sifjaböndin. Laufey hálfsystir hans og Kristín stjúpmóðir hans tóku að sér heimil- ið og við búsforráðum. Snerist þá hagur Einars og barna hans mjög til hins betra. Síðar réðst til hans ráðskona, Unnur Péturs- dóttir frá Rannveigarstöðum í Álftafirði. Gengu þau síðan í hjónaband. Einar lést 3. febrúar 1984. Árið 1972 var Einar sæmdur riddara- krossi fálkaorðunnar og 1977 varð hann heiðursborgari Búðakauptúns. í sumar reis- ir Verkalýðs- og sjómannafélag Fáskrúðs- fjarðar honum varða og heiðrar minningu stórbrotins velgjörðarmanns og máttar- stólpa byggðarlagsins. Heimildir: Smári Geirsson: Iðnsaga Austurlands s. hl. 1995. Starfsmenn Oddaverkstæðisins: Benedikt Jónas- son, Bergsteinn Ólason, Christen Sörensen. Höfundur er rslenzkufræðingur Morgunblaðið/Arnaldur VOCES Thules á æfingu. (F.v) Sturla Kaspersen, Sverrir Guðjónsson, Jóhannes Þorleiksson, Oliver Kentish, Kirstín Erna Blöndal, Skarphéðinn Þór Hjartarson, Loftur Erlingsson, Kjartan Óskarsson og Kjartan Guðnason. Á myndina vantar Guðbjörtu Gylfadóttur. MESSAN MÁ Sumartónleikar í Skál- holtskirkju hefjast í dag og veróur meóal annars frumflutt Messa vorra daga eftir Oliver Kentish sem sagói aó hlutverk sitt væri ekki aó seója fólk. ÖRLYGUR STEINN SIGURJÓNSSON innti hann eftir þessu og ræddi einnig vió Sverri Guójónsson kontratenór og Rut Ingólfsdóttur fiðluleikara. FYRSTA tónleikahelgi sumarsins í Skálholti er framundan og hefst hún með leik Rutar Ingólfsdótt- ur kl. 15, að loknu erindi Kára Bjarnasonar um Einar Sigurðs- son í Eydölum. Á efnisskrá hennar eru einleiksverk eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Leifs, færeyska tónskáldið Kristian Blak og nýtt einleiksverk, Adagio eftir Tryggva M. Bald- ursson. Rut er nýkomin úr tónleikaferð frá Færeyjum þar sem hún lék öll verkin en það síðastnefnda frumflutti hún. „Tryggvi samdi verkið handa mér í fyrra og í því hittast þijár persónur, sem í fyrstu eru mjög ósammála en sættast undir lokin,“ segir Rut. í Færeyjum lék hún á þrennum tónleik- um, þar á meðal í 900 ára gamalli reyk- stofu sem mikil helgi hvílir yfir. „Þetta er elsta húsið í Færeyjum og rúmar rétt um tuttugu manns. Þarna inni er mikill raki og heldur kalt, þannig að ég varð að stilla fiðl- una með reglulegu millibili meðan á tónleik- unum stóð. Það þykir samt mikill heiður að fá að spila þarna inni þótt það sé ólíkt betra að spila í Skálholtskirkju." Rut segir að þó að íslensku einleiksverkin séu ólík að ýmsu leyti eigi þau samt nokkuð sameiginlegt. „Það er mikill tregi og fegurð í öllum verkun- um og í þeim öllum æsist leikurinn og endar í innileika." Þess má geta að Rut mun hljóð- rita verkin í næstu viku á Kálfafellsstað í Staðarsveit og mun íslensk tónverkamiðstöð gefa upptökuna út á geislaplötu. Stökkpallur fyrir mig Að leik Rutar loknum frumfiytur Voces Thules Messu vorra daga eftir Oliver Kent- ish kl. 17, undir stjórn Kjartans Óskarsson- ar . „Það er mikill fengur að Kjartani," seg- ir Oliver Kentish tónskáld og bætir því við að hann hafi ekki viljað stjórna sjálfur held- ur fá til þess hæfan mann. „Mér finnst ég gera betri grein fyrir tónverkinu með því að stjórna því ekki sjálfur.“ Tónskáldið samdi messuna sérstaklega fyrir Voces Thu- les og hefur hún verið nokkuð lengi í smíð- um að sögn Olivers. Textinn er samkvæmt hefðbundinni kaþólskri messugerð sem not- uð var hér á landi fyrir siðaskipti. „Þegar á leið við samningu messunnar fannst mér eitthvað vanta á svo ég bætti inn efstu rödd- inni auk slagverks og orgels." Oliver segir ekki nauðsynlegt að vera trúaður til að semja messu enda hangir meira á spýtunni. „Lat- neski textinn sem tákn kirkjunnar er í mín- um huga eins konar stökkpallur fyrir mig til að reyna tjá mig um heiminn eins og ég skil hann núna.“ Oliver segist leggja áherslu á að hann sem listamaður taki afstöðu til ýmissa mála utan veggja fagurrar Skálholts- kirkju og því mun hann láta lesa fréttatengt efni fyrir upphaf hvers messuþáttar. „Þetta snýst ekki eingöngu um það að hlýða á messu í þægilegheitum í Skálholti því hlut- EKKISTAÐNA 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚLÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.