Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1997, Síða 3
LESBÖK MORGliNBLAÐSINS ~ MENMNG LISTIR
27.tölublað - 72. árgangur
EFNI
Fimmtíu ár
eru síðan Líf Leifs, 17 ára gömul dóttir
Jóns Leifs, drukknaði á sundi við vestur-
strönd Svíþjóðar. Dótturmissirinn var Jóni
ákaflega þungbær, og hann sneri sér þegar
í stað að tónsmíðum til að fá útrás fyrir
sorg sína og reiði. Arni Heimir Ingólfsson
fjallar um þessa sorglegu sögu og tónverk-
in fjögur, sem Jón Leifs samdi í minningu
Lífar, og segir Arni þau meðai fegurstu
og áhrifamestu verka hans og í þeim gefi
hann sínum viðkvæmustu tilfinningum, sem
hann var annars ekki vanur að flíka í tón-
list sinni, lausan tauminn.
Gallerí Suðurgata 7
starfaði í fjögur ár og er þess nú minnzt
með sýningu í Nýlistasafninu. Magnús
Gestsson segir í grein, að syndsamieg þögn
hafi ríkt um félagsskapinn frá því að hann
leið undir lok og húsið varð safngripur á
Arbæjarsafni.
Valsakóngurinn
er heiti sem Björgvin Halldórsson velur
Jóni heitnum Jónssyni frá Hvanná en fyrsta
geislaplatan með lögum hans er komin út.
Töfrablik heitir hún og geymir ellefu lög,
þeirra á meðal eru Selja litla og Capri
Catarina, sem borið hafa hróður hans víða.
Saga Flóka
Vilgerðarsonar heitir sýning á málverkum
Kathe Oien sem nú eru sýnd í tengsium
við víkingahátíðina í Hafnarfirði. Kristín
Ástgeirsdóttir var fengin til að opna sýn-
ingu á þessum myndum í Noregi og hún
segir þær hafa haft sterk áhrif á sig og
leitt hugann til þess hve mikinn fjársjóð
við eigum í öllum okkar sögum, kvæðum
og goðsögnum, sjóði speki og frásagna um
mannleg örlög sem eiga erindi til allra á
öllum timum.
Jóhannes Geir
listmálari er nýorðinn sjötugur og í dag
verður opnuð sýning á sögulegum stemmn-
ingsmyndum hans sem byggðar eru á at-
burðum úr Sturlungu. „Meðan ég var að
mála upplifði ég atburðina úr Sturlungu
svo sterkt að mig dreymdi suma þeirra á
nóttunni," segir listamaðurinn m.a. í sam-
tali við Hildi Einarsdóttur. í þessu samtali
rifjar Jóhannes Geir upp ýmislegt frá liðn-
um dögum, segir samtimanum til synd-
anna, en horfir líka fram á veg, því hann
er ekkert á þeim buxunum að hætta; sjötug-
ur gengur hann óhræddur til þess sem
hann væntir að verði hans beztu verk.
Á forsíðunni er hluti af málverki Jóhannesar Geirs, Sturla á hlaði Miklabæjar.
CARL SANDBURG
GRAS
STEINN STEINARR ÞÝDDI
Ég er gras. Og ég græ yfír spor ykkar.
Skreytið hendur og eyru
með glitrandi gimsteinum.
Haldið dansleiki og veizlur
undir vorbláum himni.
Hrópið afreksverk ykkar og hetjudáðir
af húsaþökunum.
Ég er gras. Og ég græ yfír spor ykkar.
Byggið hallir og musteri
úr drifhvítum marmara.
Leggið götur og stræti
úr gulum og rauðum sandsteini.
Reisið tuma og vígi,
sem enginn kemst yfir
nema fuglar himinsins.
Ég er gras. Og ég græ yfír spor ykkar.
Sendið milljónir manna
út á vígvöllinn hjá Verdun og Ypres.
Hlaðið líkum hinna föllnu
í fjallháa hlaða:
10 ár, 50 ár, 100 ár.
Og einhver vegfarandi horfir
með ólundarsvip
út um gluggann á járnbrautarklefanum
og spyr:
Hvar erum við nú?
Ég er gras. Og ég græ yfír spor ykkar.
Carl Sandburg, 1878-1967; bandariskt skáld af sænskum ættum.
EINOKUN -
HVERJUM
TIL GÓÐS?
RABB
ISLENDINGAR bjuggu lengi við
verslunareinokun og undu því illa.
Því var verslunarfrelsinu fagnað
sem merkum áfanga í sjálfstæðis-
baráttu þjóðarinnar. Enn búum við
samt við ástæðulausa einokun á
ýnysum sviðum.
Ótrúlega margir, jafnvel heilir
stjórnmálaflokkar, hafa haft þá skoðun að
frelsi til dæmis í innflutnings- og gjaldeyris-
málum gæti verið varasamt, ef ekki beinlín-
is þjóðhættulegt. Þess vegna bjuggum við
við höft og hömlur lengur en allar grannþjóð-
ir okkar. Með viðreisnarstjórninni fór þessu
að linna og allt stefnir þetta í rétta átt.
Margt af því sem áður var hömlum háð
þykir beinlínis broslegt núna. Þeir sem
komnir eru yfir miðjan aldur muna eftir
Viðtækjaverslun ríkisins. Ríkiseinokun á
innflutningi útvarpstækja! Yngra fólk man,
að enginn mátti selja síma nema Póstur
og sími. Gott ef símkerfið átti ekki að bíða
verulegt tjón, jafnvel hrynja ef öðrum yrði
leyfður innflutningur á símtækjum. Það var
leyft. Hvað gerðist? Ekki neitt nema senni-
lega hefur fjölgun símtækja fjölgað sím-
tölum og þar með aukið tekjur Pósts og
síma. Mig minnir líka að allt hafi átt að
fara til fjandans á landsbyggðinni þegar
Skipaútgerð ríkisins var lögð niður. En það
gerðist ekki neitt.
Var það ekki líka svo að aukið frelsi í
gjaldeyrismálum átti að tæma gjaldeyris-
sjóði ríkisins? Líklega er ekki nema rúmlega
hálfur annar áratugur síðan undirritaður fór
fram á það við viðskiptabanka sinn að fá
greiðslukort til nota á ferðalögum erlendis.
Jú, það var hægt, en með semingi þó og
skrifa þurfti sérstakt bónarbréf til Seðla-
banka sem allra náðarsamlegast veitti leyfið.
Hvað gerðist með auknu frelsi í gjaldeyr-
ismálum? Ekkert, nema fólki varð lífið held-
ur auðveldara. Aukið frelsi í þessum efnum
hefur nefnilega aldrei verið fólki til bölvun-
ar heldur til blessunar.
En einokunin lifir enn góðu lífi á íslandi
með öllu því illa sem einokun fylgi: Við-
skiptavinurinn skiptir ekki miklu máli.
„Hann verður hvort sem er að versla við
okkur. Getur ekki farið annað. Þess vegna
getum við sett honum kosti, jafnvel afar-
kosti, ef okkur býður svo við að horfa.“
Svo bar til hér á dögunum, að brúðkaups-
veisla stóð fyrir dyrum í fjölskyldunni og
rabbritari var sendisveinn í fáeina daga.
Tveimur dögum fyrir veisluna þurfti að
gera þrennt, fara í þtjú fyrirtæki sem öll
voru nánast á sama blettinum. í fyrsta lagi
kaupa 60 dósir af sýrðum ijóma, í öðru lagi
töluvert magn gosdrykkja og síðan freyði-
vín. Undirritaður sá í hendi sér að best
væri að fara í Mjólkursamsöluna til að þurfa
ekki að elta uppi 60 dósir í mörgum búðum,
í nánd voru svo Vífilfell og ÁTVR.
Til öryggis hringdi undirritaður í
Mjólkursamsöluna til að kanna málið. -
Nei, því miður Mjólkursamsalan selur ekki
til einstaklinga. Fyrirtækið bauðst hinsveg-
ar eftir nokkurt þref til að senda 60 dósir
af sýrðum ijóma í þá verslun sem ég til-
nefndi. Ekki var um annað að ræða en una
því. Samdi svo við hverfiskaupmanninn um
að hann tæki við þessu. Síðdegis þegar ég
sótti til hans 60 dósir af sýrðum íjóma
sagði hann að þeir hefðu nú reyndar orðið
að koma tvisvar frá Mjólkursamsölunni því
þeir hefðu talið vitlaust í fyrra skiptið! En
hversvegna í ósköpunum fékkstu þetta ekki
í fjögurra lítra fötum, spurði hann? Ég
varð að játa, að mér hafði ekki hugkvæmst
að spyija um stærri umbúðir ogtveimur
viðmælendum mínum hjá MS hafði ekki
dottið í hug að segja frá þessum mögu-
leika. Einfaldara hefði verið bæði fyrir mig
og MS ef ég hefði fengið að sækja þetta
til þeirra. Að maður tali nú ekki um um-
búðasparnað, eldsneytissparnað og vinnu-
sparnað. Slíkt skiptir einokunarfyrirtæki
auðvitað ekki máli.
Þá hringdi ég í Vífilfell. Gjörðu svo vel.
Þú getur ekið upp að dyrum og sett gosið
í bílinn. Vertu velkominn. í gosdrykkjasölu
er nefnilega ekki einokun.
Þá var bara ÁTVR eftir. Þangað var
óþarft að hringja. En þegar kom að því að
borga upphæðina, sem verslað var fyrir,
rúmlega fimmtíu þúsund krónur þá kom
babb í bátinn. - Því miður tökum við ekki
avísanir sem eru hærri en tíu þúsund krón-
ur. Ég veifaði íslensku VISA-korti, debet-
korti og VISA-korti frá norskum banka,
en allt kom fyrir ekki. Mér var bent á hrað-
banka úti í horni. Þá varð ég að viðurkenna
að ég nota hraðbanka svo sjaldan að ég
mundi ekki leyninúmerið og auðvitað hlýði
ég þeirri aðvörun bankans að geyma númer-
ið ekki í veskinu með bankakortinu. Ég
spurði hvort ég gæti ekki fengið að tala
við forstjórann uppi á næstu hæð, ég væri
næsta viss um að hann treysti mér til að
vera borgunarmaður fyrir umræddri upp-
hæð. Því var fálega tekið. Loks var mér
boðið að skilja eftir óútfyllta, undirritaða
ávísun. Því hafnaði ég. Þá var í lagi að ég
skildi eftir ávísun útfyllta á rétta upphæð,
en kæmi síðan og skilaði því víni sem af-
gangs yrði. Leikar fóru þannig að ekki
þurfti að skila víni og ávísunin gleymdist
uns ég sá á bankareikningnum að ÁTVR
hafði innleyst hana.
Vera kann að einhveijum þyki þetta
heldur ómerkilegt nöldur. Þetta snýst um
úrelta viðskiptahætti og vonda þjónustu.
Þessu er einfalt að kippa í liðinn. Það er
hægt með því að afnema einkarétt Mjólk-
ursamsölunnar og knýja hana til að laga
sig að viðskiptafrelsi nútímans þar sem
samkeppnin kemur viðskiptavininum til
góða. Þá væri rétt í leiðinni að afnema ein-
okun ÁTVR. Hún þjónar engum tilgangi.
Ríkið getur tryggt sér sömu tekjur af sölu
áfengis án einokunar.
Það gilda ekkert önnur hagfræðilögmál
á Islandi en annars staðar. Samkeppni er
af hinu góða. Þegar einokun rikissímans í
Noregi á útlandasímtölum var afnumin
tókst íslenska sendiráðinu í Ósló að spara
verulegar fjárhæðir í símkostnaði með þvi
að gera samning við sænskt símafyrirtæki
sem bauð langtum betri kjör á útlandasím-
tölum en norski ríkissíminn og alveg jafn-
góða þjónustu.
Það væri verðugt markmið að hrista af
okkur þær einokunarleifar sem enn eru við
lýði í landinu áður en við stígum inn í
næstu öld. Það væri öllum til góðs.
EIÐUR GUÐNASON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1 2. JÚLÍ 1997 3