Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1997, Side 13
ÞAR týndist Geirhildur dóttir hans í Geirhildarvatni.
Myndir Káthe Öien höfiu sterk áhrif
á mig og mér vard hugsaó tilþess hve
mikinn fjársjód vid eigum í öllum okk-
ar sögum, kvæöum oggoósögnum, sjódi
speki ogfrásagna um mannleg örlög
sem eiga erindi til allra á öllum tímum.
ÞARIMA blótaði Hrafna-Flóki hrafnana þrjá, þarna stóð varðan og þarna
úti á sundinu lá skip hans við festar, hlaðið vistum til ferðarinnar löngu.
VARÐAN.
ins Fartein Valen sem fæddist í Sveio og bjó
þar lengstum, mjög einangraður. Hann er
eins konar Jón Leifs þeirra Norðmanna, lærði
í Þýskalandi og samdi atonaltónlist, en lok-
aði sig inni öll stríðsárin til að komast hjá
því að hitta Þjóðveija sem léku land hans
og þjóð svo grátt meðan á hernámi þeirra
stóð. Tónlist Valens fer nú sigurför um heim-
inn og færir Sveio tekjur, því fólk kemur til
að skoða heimili hans og ættingjar njóta
góðs af útgáfum og flutningi verka hans.
Listamióstöóin á Ryvarden
Við Ryvarden, þar sem mætast Hörðaland
og Rogaland, er ströndin sjávar- og veðurbar-
in. Þar stendur viti sem ætlað er að vísa
sjófarendum leið milli skeija sem löngum
hafa reynst skipum varasöm. Við vitann er
gamalt íbúðarhús sem fyrrum hýsti vitavörð-
inn og rétt hjá annað hús aðstoðarmanns
ásamt tilheyrandi útihúsum. Rétt við húsin
uppi á kletti er nýleg varða, þar sem talið er
að varða Hrafna-Flóka hafi staðið langt fram
á 19. öld er hún var rifin af einhverjum ástæð-
um. Þessi fallegi en eyðilegi staður tilheyrir
Sveio og er í eigu sveitarfélagsins. Þar sem
áður var kynntur viti og horft til hafs eftir
skipum, hefur tæknin tekið völdin og sendir
ljósgeisla út yfir hafflötinn allar nætur án
þess að mannshöndin komi þar nærri. Húsin
eru orðin að listamiðstöð og íbúð listamanns
eða annarra gesta sem gista Sveio. Þar eru
haldnar nokkrar sýningar á ári, en gestir
verða að gjöra svo vel að ganga hátt í klukku-
tíma leið út að vitanum. Svæðið er útivistar-
svæði og friðað fyrir bílum. Norðmenn víla
ekki fyrir sér að skokka svona smáspöl og
mættu á opnunina tugum saman, bæði börn
og fuilorðnir til að skoða sýninguna og hlusta
á hinn íslenska gest sem talaði um arfinn,
sögurnar og lagði út af frásögninni um
Hrafna-Flóka í tengslum við máiverkin. Lista-
konan var mætt með fríðu föruneyti móður
sinnar, frænku og tveggja vinkvenna, önnur
þeirra saxofónleikari sem samdi og frum-
flutti ópus tileinkaðan Hrafna-Flóka og ferð-
um hans.
Fornnorræn og egypsk minni
Það var afraksturinn af þriggja mánaða
dvöl Kathe Öien á Ryvarden sem þarna kom
fyrir annarra sjónir. Káthe Öien er fædd árið
1952, býr í Osló og er vel þekkt listakona í
Noregi. Árið áður hafði hún dvalið um nokk-
urra mánaða skeið í Egyptalandi og má sjá
áhrif frá þeirri dvöl í myndunum sem hún
vann á Ryvarden. Þegar Káthe kom til vestur-
strandarinnar hafði hún lítt velt fyrir sér
sögunni um Hrafna-Flóka. Sagan, umhverfið
og ekki síst birtan veitti henni mikinn inn-
blástur og hún ákvað að reyna að túlka í
myndum dulúðina í kringum blótið og hrafn-
ana og þá dramatík sem einkennir söguna
um Flóka. Hún hugsar sér að varðan búi
yfir söng sögunnar, söng um drauminn sem
bæði gaf og tók, eins og segir í kvæði henn-
ar sem er á auglýsingaspjaldi sýningarinnar.
Myndirnar einkennast af goðsögulegum tákn-
um sem finna má víðar en í fornnorrænum
fræðum og þær eru rúnum ristar. í mynd-
unum notar hún blandaða tækni ekki síst til
að afmarka vörðuna sem er eins konar leiðar-
ljós í myndunum. Þá er greinilegt að litadýrð
himinsins við vesturströndina hefur haft mik-
il áhrif á hana, bjartar nætur og eldrauður
himinn í ljósaskiptunum.
Dauói Geirhildar
Sagan um Hrafna-Flóka er í þjóðsagnastíl
og einkennist af ákveðnum minnum. Talan
þrír er rauður þráður í sögunni. Reyndar ein-
kennist saga landnámsins einnig af sömu tölu
því Flóki var þriðji könnuðurinn sem kom til
Islands og sá sem gaf landinu nafn. Flóki
blótaði þijá hrafna sem áttu að vísa honum
leið (svipaða sögu er að finna í Biblíunni) og
hann kom við á þremur stöðum í ferðinni.
Alls staðar varð hann fyrir missi. Á Hjaltlands-
eyjum drukknaði dóttir hans Geirhildur. í
Færeyjum gifti hann aðra dóttur sína frá sér,
en þar hefur þá þegar verið nokkur byggð. Á
íslandi gætti hann ekki að sér og missti allt
sitt búfé. Þrír skipveijar eru nafngreindir sem
ýmist gáfu stöðum nöfn eða sögðu kost og
löst á landinu er þeir komu aftur til Noregs.
Flóki lét illa yfir ferð sjnni sem von var, en
flutti þó síðar aftur til íslands.
Það er ekki síst dauði og örlög Geirhildar +
sem birtast í myndum Kathe Öien. Eins og
víða í íslendingasögunum er sorgarsaga henn-
ar og föðurins sögð í einni meitlaðri setningu:
þar týndist Geirhiidur dóttir hans í Geirhildar-
vatni. Vildi hún ekki fara lengra? Var hún
að synda í vatninu og drukknaði eða hvað kom
fyrir? Við því fæst ekki svar, en dauðinn og
það sem handan hans er leitar greinilega á
listakonuna í anda Egypskra og norrænna
hugmynda.
Vannýttur f jársjóóur
Myndir Káthe Öien höfðu sterk áhrif á
mig og mér varð hugsað til þess hve mikinn
fjársjóð við eigum í öllum okkar sögum, kvæð-
um og goðsögnum, sjóði speki og frásagna
um mannleg örlög sem eiga erindi til allra á
öllum tímum. Ég minnist þess ekki að hafa "
séð þessum arfi gerð skil á neitt svipaðan
hátt og sjá má í myndum Káthe Öien. Því
miður er heldur fátítt í seinni tíð að íslenskir
myndlistarmenn leiti til fortíðarinnar, nema
til komi verkefni sem tengjast bókaútgáfu,
Kannski verður þar breyting á, hver veit, því
margs er að leita og margt að finna.
Næstu vikurnar gefst íslendingum kostur
á að skoða myndir Káthe Öien því sýning á
þeim hefst sunnudaginn 13. júlí í golfskálan-
um í Hafnarfirði í tengslum við víkingahátíð-
ina sem þar stendur yfir. Hér er þó ekki um
neina „víkingalist" að ræða ef eitthvað slíkt
er til, heldur dæmi um það hvernig sagan -
kemur til iistamanns og hreinlega knýr fram
túlkun á löngu liðnum atburðum, draumum
og sögnum um mannleg örlög, líf og dauða.
Höfundur er þingmaður og sagnfræðingur.
-■
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. JÚLÍ 1997 13