Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1997, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1997, Síða 15
FRUMFLYTJA MEXÍKANSKT ORGELVERK Morgunbladið/Arnaldur „MEXÍKANSKT tónlistarlíf var með miklum blóma á barokktímanum og var engin eftiröpun eins og sýnt var fram á um miðja þessa öld.“ Hjónin Ofelia og Gustavo sem eru með fjölbreytta efnisskrá í pokahorninu og leika meðal annars fjórhent á orgelið. MEXÍKÖNSKU hjónin Ofelia Gomes Ca- stellanos og Gustavo Delgada Parra setj- ast við orgelið í Hall- grímskirkju annað kvöld, sunnudags- kvöld, en þau munu þá flytja fjölbreytta efnisskrá í tónleikaröð- inni Sumarkvöld við orgelið. Að loknum tón- leikunum hér halda þau til Evrópu til frekara tónleikahalds. Þau lýsa hrifningu sinni á org- eli Haligrímskirkju og segja að hljóðfæri af þvílíkum gæðum bjóði upp á marga mögu- leika. „Við getum nú leikið efnisskrá sem spannar ijórar aldir, en víða er okkur þröngt sniðinn stakkurinn í því tilliti,“ segja þau. Meðal verka á efnisskránni eru mexíkönsk orgelverk frá barokktímanum, en þau hjónin láta sér afar annt um að hlúa að aldagam- alli orgelmenningu Mexíkó. „Það var mjög mikið trúarlíf í Mexíkó áður en Spánvetjar yfirtóku landið á sextándu öld og þrátt fyr- ir að þeir snéru innfæddum fljótt til kristni minnkaði ekki trúarlífið þrátt fyrir ný trúar- brögð,“ útskýrir Gustavo. „Þar sem trúin var fyrirferðamikil í daglegu lífi fólks var skiljanlega mikil þörf fyrir tónlist og á þessu höfðu nýlenduherrarnir skilning, einkanlega vegna þess að tónlistin efldi samstöðu fólks- ins og varð því ágætt stjórntæki þeirra.“ Þær lara á hausinn! Feikimargar kirkjur voru reistar og þótti Mexíkönum sjálfsögð réttindi að setja orgel inn í þær og þótti Spánarkonungum stundum nóg um fjárútlát kirkna til tónlistarmála. „Þær fara á hausinn af þessu,“ heyrðist í áhyggjufullu™ konungum á stundum. Evr- ópsk menningaráhrif féllu því í góðan jarðveg og öðluðust sjálfstæði þótt borið hafi á því viðhorfi að mexíkönsk barokktónlist hafi ekki verið annað en eftiröpun. „Á fjórða áratugn- um var gerð rannsókn sem leiddi það í ljós að hugmyndir um eftiröpun væru frekar í hugum fólks," segir Gustavo. Ofelia mun frumflytja verk eftir bónda sinn á tónleikunum og segir hann að hug- myndin um bjartar sumarnætur, spúandi eldfjöll og fagra náttúru hafi veitt sér inn- blástur. „Verkið nefnist Frá sólarupprás til sólarlags og finnst mér það vel við hæfi að frumflytja það á íslandi því ýmislegt tengir saman Mexíkó og ísland," segir Gustavo. „Fyrri hluti verksins er kraftmikil tokkata, sem túlkar kraft sólargeislanna en síðari hlutinn er rólegur og túlkar hægt og rólegt sólsetrið og myrkrið.“ Þó að mexíkönsk tónlist sé fyrirferðar- mikil á tónleikunum annaðkvöld munu Bach og Buxtehude eiga sinn stað að ógleymdum Robert Schumann því leikin verða verk eft- ir þá. Af mexíkanskri tónlist má heyra mismunandi útfærslur á „glosado", eða söngvakvæði eftir Lopez Capillas, Manuel de Sumaya og Hernando Franco. Þá leika þau hjón Tiento de Lleno de 7 Tono eftir Herra Joseph de Torres auk tveggja verka Gustavos sjálfs. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. UTVALDIR OG KALLAÐIR TÓNLIST Sígildir diskar HÁNDEL G. F. Hándel: Agrippina. Alastair Miles, Della Jones, Derek Lee Ragin, Donna Brown, Mich- ael Chance o.fl.; English Baroque Soloists u. stj. Johns Eliots Gardiners. Philips 438 009-2. Upptaka: DDD, London 11/1991, 3/1992. Útgáfuár: 1997. Lengd (3 diskar): 3.37:37. Verð (Skífan): 4.999 kr. BAROKKÓPERUR eiga sjaldan erindi upp á svið nú á tímurn; til þess þykir fram- vindan yfirleitt of hæg. Þó kemur fyrir að óperur Hándels eru sviðsettar, en varla nema lítið brot af þeim 46 sem hann samdi áður en brautargengi ítalskrar óperu hrundi í London og hann sneri sér alfarið að óratóríugreininni. Hins vegar hefur hin seinni ár fjölgað æ hljómdiskaupptökum, og virðast óperur Hándels eiga sér meiri viðreisnar von á þeim vettvangi, enda nýt- ur stórkostleg tónlistin sín iðulega betur í næði hægindastólsins en á leiksviði, mið- að við nútímasmekk. Agrippína er þó ein þeirra ópera sem stöku sinnum sjást uppfærðar. Hún er meðal elztu óperuverka Hándels (1709), var einhverra hluta vegna aldrei flutt aft- ur meðan hann lifði og fyrst endurvakin 1943 í Halle. Verkið ætti að höfða sérstak- lega til íslendinga nú þegar verið er að endursýna BBC-sjónvarpsþáttaröðina frá 1976 um Kládíus eftir skáldsögu Roberts Graves, með því að í óperunni koma nokkrar sömu persónur við sögu, þ.e. Kládíus sjálfur (þá orðinn rómverskur keisari), Agrippína seinni kona hans og bróðurdóttir, yngissveinninn Neró (sonur hennar af fyrra hjónabandi) og grísku leysingjarnir Pallas og Narcissus, ráðherr- ar keisarans; allt sannsögulegar persónur og getið í fornaldarheimildum Suetóníusar og Tacitusar. Agrippína var fyrsta ópera Hándels sem sló almennilega í gegn, samin á meðan á Ítalíudvöl hans stóð (1706-10) og frumflutt í Feneyjum. Líbrettistinn Grimani kardináli var meðal velunnara Hándels þar syðra og átti Grimani-fjöl- skyldan leikhús í kjötkveðju-síkjaborg- inni. Miðað við margþvælda óperutexta samtímans verður líbrettó Grimanis að teljast meðal hinna skárri, og hefur það greinilega verið Hándel hvatning, því víða skín í gegnum tónlistina leiftrandi hug- myndaflug og slyng persónulýsing sem seinna átti eftir að gera hann að ókrýnd- um konungi brezka óperuheimsins í meira en aldarfjórðung. Fyrir klækjakvendinu Agrippínu vakir það eitt að koma Neró syni sínum til valda, hvort heldur með smjaðri, prettum, morð- um eða lygaburði. Hefðarmærin Poppea er henni lítill eftirbátur, þótt hún hugsi annars eingöngu um sjálfa sig, sjálfhverf daðurdrós í anda seinni Hándel-persóna eins og Kleópötru og Semele, en þó hvorki huglaus né skaplaus. í höndum beggja verður Kládíus keisari nánast leiksoppur einn, þrátt fyrir ábúðarmikið fas, og tæki- færissinnuðu ginningarfíflin Pallas og Narcissus birtast við og við líkt og Litli og Stóri, bera boð á milli fyrirmanna og kitla hláturtaugar áheyrandans. Aðeins hershöfðinginn Ottó kemur til dyra eins og hann er klæddur, enda tapar hann flestu áður en refskákin er úti. Oll eiga þau sér þó manneskjulega hlið, og má það kalla afrek hjá ekki eldri tónhöfundi að koma því til skila, en að vísu var Hándel þá þegar búinn að semja um 60 kantötur fyrir ítala og því í allgóðri æfingu. Aríurnar eru margar furðu frumlegar og áhrifamiklar og slaga sumar upp í það bezta úr seinni óperum og óratóríum „Sax- ans mikla“, eins og ítalir uppnefndu Hánd- el í aðdáunarskyni. Nefna mætti hinar svipmiklu aríur Agrippínu, „Ho un non so le cor,“ „Non ho cor che per amarti" og „Pensieri, voi mi tormentate!" Poppea er baldnasta íjörkvíga í „E un foco quel d’amore," „Se giunge un dispetto“ og hinni sópandi rytmísku „Bel piacer“. Einnig gustar af aríu Nerós, „Come nube che fugge dal vento,“ og hin litla gosbrunnaar- ía Ottós, „Vaghe fonti“, leiðir hugann að hirðingjasælu Bachs í Schafe können sic- her weiden með rödduðum blokkflautum; eitt af mörgum dæmum um stemningsauk- andi orkestrun. Söngvaraliðið er sem vænta má af Gardiners-teymi í úrvalsflokki með hríf- andi velska sópraninn Della Jones í titil- hlutverki. Hin kattliðuga Donna Brown syngur Poppeu, Alastair Miles basso pro- fondu-rullu Kládíusar af hlýju og virðu- leik (þó að hann eigi til að lafa örlítið) og Michael Chance vekur samúð sem hinn ólánsami Ottó. Sérkennilega björt kontr- atenórsrödd Ragins syngur vandsungið hlutverk Nerós (samið fyrir geldingssópr- an!) með glans - hann var reyndar karl- helmingur tvíeykisins sem „bjó til“ rödd Farinellis í samnefndri kvikmynd um geld- inginn nafntogaða - og meðal smærri hlutverka syngja George Mosley, Jonat- han Peter Kenny og Anne Sofie von Ott- er Pallas, Narcissus og gyðjuna Júnó - síðasttalið nær raunar aðeins yfir eitt söngles og aríu í bláenda. Hljómsveitar- leikur er ekkert minna en framúrskar- andi, og upptakan er sízt lakari. JENKINS O. FL. The Glory ofthe Human Voice. Ymsir höfundar. Florence Foster Jenkins (S) Cosme McMoon, píanó; Jenny Williams (S), Thomas Burns (Bar.). RCA Victor Gold Seal GD61175. Upptaka: ADD, [?]. Útgáfuár: 1992. Lengd: 53:20. Verð (Skífan): 1.499 kr. AÐEINS EITT er sammerkt með þess- ari plötu og hinum fyrrtöldu - byijunartón- arnir. Upphaf fyrsta númers á Dýrð mannsraddarinnar, aríu Næturdrottningar úr Töfraflautu Mozarts, „Der Hölle Rac- he,“ minnir nefnilega mjög á stef Hándels í fyrrj hluta franska forleiksins að Agripp- ínu. í meira lagi írónísk tilviljun, því að öllu öðru leyti munar á milli sem nótt hjá degi, og engu líkara en að annarleg hefnd úr neðra sé að verki hvað frammistöðu túlkenda á þessari skífu varðar. í heimi þar sem gífurlegt framboð og eitilhörð samkeppni hefur ekki aðeins haf- ið fullkomnunaráráttu til skýja, heldur einnig gert lýtalausan tónflutning að nán- ast föstum viðmiðunarstaðli, er stundum hætt við að almennur áheyrandi haldi, að það að syngja hreint og halda takti sé sjálf- sagt mál. Umræddur diskur afsannar þá hégilju rækilega. Bandaríska bankastjóradóttirin Florence Foster Jenkins hélt hvorki lagi né takti - en náði samt „kúlt“-stöðu á millistríðsárunum með sjaldgæfum en eft- irsóttum tónleikum sínum vestanhafs fyrir útvalda áheyrendur; stöðu sem aðeins jafn- ast á við frægð Mrs Millers 40 árum síð- ar. En ekki nóg með það. Hún þótti miðla svo ósvikinni sönggleði, að gagnrýnendur - þá sjaldan þeir komust að - settu upp silkihanzkana og breiddu yfir sem mest þeir máttu. Enginn vildi spilla þessu fá- gæta fyrirbæri með ótímabæru niðurrifi. Um Jenny Williams og Thomas Burns er ekkert tilgreint í bæklingi (né heldur líklegt að svo sé víðar), en þó að Jenkins beri vissulega af sem blý af eiri, gildir hið sama um þau, að hlustandinn öðlast þar viðmiðun sem fer að verða sjaldheyrð. Að ógleymdum krampaköstum í kviðarholi. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. JÚLÍ 1997 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.