Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Page 2
 Morgunblaðið/Golli STEINUNN Birna og Þorsteinn Gauti segja flutning á verkum fyrir tvö píanó reyna á „samspilstaugina' GETUM ANDAÐ SAMAN PÍANÓLEIKARARNIR Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Þorsteinn Gauti Sigurðs- son halda tónleika í Hafnarborg á morgun, sunnudag, kl. 20. Leikin verða verk fyrir tvö píanó eftir Debussy, Milhaud og Brahms. Steinunn Birna og Þorsteinn Gauti léku efnisskrá fyrir tvo flygla á tónleikum í ís- lensku óperunni í fyrra. Þá höfðu slíkir tón- Ieikar ekki verið haldnir hér á landi í tæpa tvo áratugi en Halldór Haraldsson og Gísli Magnússon munu hafa verið síðasta starf- andi píanódúóið. Tónleikana í íslensku óper- unni varð að endurtaka nokkrum sinnum vegna mikillar aðsóknar. En hvað varð til þess að Steinunn Bima ogÞorsteinn Gauti ákváðu að setja píanódúó á laggirnar? „Það kom eiginlega af sjálfu sér,“ segir Steinunn Birna. „Það er svo mikið til af skemmtilegri tónlist fyrir tvo flygla að við stóðumst ekki freistinguna.“ Og Þorsteinn Gauti tekur í sama streng: „Það er í raun merkilegt hve mikið er til af þessari tónlist, bæði af verkum sem sam- in hafa verið fyrir tvö píanó og verkum sem útsett hafa verið fyrir tvö píanó.“ Steinunn Birna og Þorsteinn Gauti hafa einbeitt sér að því að leika á tvö píanó í stað þess að leika fjórhent á eitt píanó fyr- ir þær sakir að „það hljómar betur og okk- ur líður betur,“ eins og Steinunn Birna tek- ur til orða. Eru þau á einu máli um að sam- starf af þessu tagi reyni tvímælalaust meira á „samspilstaugina“ en samstarf hljóðfæra- leikara í hefðbundnum kammerhópi fyrir þær sakir að verkaskiptingin sé ekki eins afdráttarlaus. „Til allrar hamingju er þessi „samspilstaug“ til staðar hjá okkur - við getum andað saman. Annars værum við örugglega löngu hætt þessu,“ segir Steinunn Birna. Píanóleikararnir segja að efnisskráin sé samsett af áheyrilegu og vinsælu efni og muni án efa höfða til breiðs hóps áheyrenda - „af þeirri einföldu ástæðu að það er skemmtilegt," bætir Steinunn Birna við. Johannesar Brahms verður sérstaklega minnst á tónleikunum, í tilefni af hundrað ára dánarafmæli hans, en leiknir verða hin- ir nafnkunnu Ungversku dansar. Þá munu tvö verk eftir Claude Debussy, Tunglskin og Lítil svíta, og eitt verk eftir franska tón- skáldið Darius Milhaud, svítan Les Songes, hljóma í Hafnarborg annað kvöld. Mun þetta vera frumflutningur síðastnefnda verksins hérlendis en eins og Steinunn Birna bendir á er tiltölulega auðvelt að finna verk fyrir tvö píanó sem ekki hafa verið flutt á ís- landi áður. Steinunn Birna og Þorsteinn Gauti hafa fullan hug á að halda samstarfinu áfram og segja það verðugt markmið að gera tón- leika með þessu sniði að árvissum viðburði. „Við erum með fleiri verk í vinnslu - verk sem þurfa langan undirbúning. Þá sendum við væntanlega frá okkur geislaplötu á næsta ári með efni fyrir tvo flygla." Aðalfundur Sögufélagsins BÖÐVAR FJALLAR UM VESTURFARA- SÖGURNAR BÖÐVAR Guðmundsson rithöfundur heldur fyrirlestur á aðalfundi Sögufé- lagsins í Þjóðarbókhlöðunni í dag kl. 14 um ritun skáld- sagna sinna Hýbýli vindanna og Lífsins tré sem hlaut ís- lensku bókmennta- verðlaunin í febrúar síðastliðnum. Böð- var fjallar sérstak- lega um heimilda- notkun sína við skrif skáldsagnanna. Hann studdist að miklu leyti við bréf vesturfara frá sfð- ustu öld en sögurnar fjalla um íslenska fjölskyldu sem fór vestur um haf og settist að í Nýja-íslandi. Fyrirlesturinn nefnist Að ljúga til víða. Böðvar Guðmundsson LEIRKER Rögnu Ingimundardóttur eru meðal listaverka sem sýnd eru íGerðarsafni. Síðasta sýningarhelgi í Geróarsafni NÚ UM helgina lýkur þremur einkasýning- um í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. í austursal sýnir Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá pappírsverk með íslenskum örnefnum og þrivíð verk (skúlptúra) úr ull og plexigleri og fleiri efnum þar sem áhersla er Iögð á ullina í sögu landsins. í vestursal sýnir Málfríður Aðalsteins- dóttir stór, litrík myndverk þar sem hún stílfærir form úr islensku landslagi sem leitað hefur á hug hennar í fjarlægð en Málfríður hefur verið búsett í Noregi um árabil. Ragna Ingimundardóttir sýnir á neðri hæð safnsins stór og voldug leirker sem hún skreytir og málar í mörgum litum og Iögum. A sýningu Rögnu eru einnig mósa- íkborð sem eru nýjung í list hennar. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Þjóðminjasafn Islands Sýningin Kirkja og kirkjuskrúð, miðalda- kirkjan í Noregi og á íslandi. Listasafn íslands ON ICELAND til 28. sept. Salir 1 og 2: Svissnesk samtímalist; Peter Fischli/David Weiss, Thomas Huber. Úr eigu safnsins, salur 3: íslenskir frumheij- ar. Salur 4: íslensk abstraktlist. Fyrirlestra- salur: Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guð- mundsson, Sigurður Guðmundsson. Listasafn ASI, Freyjugötu 41 - Ásmundarsalur „Blár“ samsýning. Verk úr eigu safnsins. Til 5. október. Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar. Árbæjarsafn í sumar verða sýndar Ijósmyndir frá Reykja- vík, ásamt ljóðum skálda. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Kristján Davíðsson í austursal, Sigurður Guðmundsson í miðsal og Samtímalist frá Litháen í vestursal. Safn Ásgríms Jónssonar . Kyrralífs- og blómamyndir ásamt myndum úr Reykjavík og nágrenni. Til febrúarloka. Norræna húsið - við Hringbraut Anddyri: Auglýsingaspjöld eftir Tryggva Magnússon og Jón Kristinsson -Jónda. Til 2. nóvember. Stofnun Árna Magnússonar, Arnagarði v/Suðurgötu Handritasýning opin þriðjud., miðv. og fimm. kl. 14-16 til 19. des. Hafnarborg Handverkssýning í Sverrissal, Egill Ólafur Strange módelsmiður og ljósmyndasýning Clare Langan. Sýningar til 22. september. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b í neðri sölum sýna Olga Bergmann og Anna Hallin. Hafdís Helgadóttir sýnir í Bjarta og Svarta sal og í Súmsal sýna Nikolaj Pavlov og Júrí Spiridonov frá Jakútíu. Arnar Her- bertsson er gestur safnsins í setustofunni. Ráðhús Reykjavíkur, Nýlistasafnið og MÍR-salurinn Sýning sex íslenskra og jakútskra iista- manna: Nikolaj Pavlov, Júrí Spiridonov, Kju- regej Alexandra, Jón Magnússon, Ragnar Axelsson, Ari Alexander Ergis Magnússon. Gallerí Hornið Inga Elín Kristinsdóttir sýnir til 1. október. Gallerí Fold Lu Hong og Ólöf Kjaran sýna til 21. sept. Galleríkeðjan Sýnirými Sýnibox: Elsa D. Gísladóttir Gallerí Barmur: Finnur Arnar Arnarson. Listasafn Siguijóns - Laugarnestanga 70 Sumarsýning á völdum verkum Siguijóns. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Sýning á málverkum Lore Bert. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Málfriður Aðalsteinsdóttir, Ragna Ingimund- ardóttir og Kristin Jónsdóttir sýna til 21. sept. Gallerí Stöðlakot Fríða S. Kristinsdóttir sýnir veflist til 28. september. Gallerí Listakot Dröfn Guðmundsdóttir sýnir til 5. okt. Ráðhús Reykjavíkur Gyða Ölvisdóttir sýnir til 30. september. Myndás ljósmyndamiðstöð, Skólavörðustíg 41 Wout Berger sýnir til 26. september. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9 Aðalheiður Skarphéðinsdóttir sýnir til 3. október. Sjóminjasafn Islands við Vesturgötu i Hf. Almenn sýning og sýning á olíumyndum Bjarna Jónssonar. Listaskálinn í Hveragerði Björgvin Sigurgeir Haraldsson, Gunnar Karlsson, Jóhanna Bogadóttir, Kjartan Gunnarsson, Pétur Gautur, Soffía Sæmunds- dóttir og Valgarður Gunnarsson. Byggðasafn Hafnarfjarðar Undir Hamrinum - Af lífi hafnfirskrar al- þýðu til 30. sept. Gerðuberg Listsköpun barna frá Norðurlöndum. Sunnudagur 21. september Hafnarborg: Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Þorsteinn Gauti Sigurðsson halda tónl. kl. 20. Hallgrímskirkja: Norskur aðventistakór heldur tónleika kl. 17. Fimmtudagur 25. september Sinfóníuhljómsveit íslands: Tónl., UNM, í Langholtskirkju. Hljómsveitarstjóri: Guð- mundur ÓIi Gunnarsson.________________________ LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Þrjár systur lau. 20., sun. 21., fim. 25. sept. Fiðlarinn á þakinu fös. 26. sept. Listaverkið fös. 26. sept. Borgarleikhúsið Hár og hitt lau. 20., fös. 26. sept. Hið ljúfa líf fim. 25. sept. Ástarsaga sun. 21. sept. Loftkastalinn: Bein útsending sun. 21. sept. Á sama tíma að ári mið. 24., fös. 26. sept. Veðmálið lau. 20. sept. íslenska óperan: Evíta lau. 20. sept. Skemmtihúsið Ormstunga sun. 28. sept. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.