Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Síða 3
LESBÖK MORGUNBLVÐSINS - MENNINGIISIIB 37.tölublað - 72.órgangur EFNI GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON Jarðhiti hefur gífurleg áhrif á líf okkar hitaveitu- fólks, sem borðar gróðurhúsaafurðir og baðar sig í heitum pottum. Snorri dýfði sér að vísu í Snorralaug, en í stórum drátt- um má segja að allt frá landnámi og fram á þessa öld gátu landsmenn ekki nýtt sér jarðhitann og á sumum jörðum var hann jafnvel taljnn til ókosta. Um notkun jarð- hita á Islandi í 1100 ár skrifar Ingvar Birgir Friðleifsson. Forsprakkar 13. grein sinni um tiðaranda í aldarlok ræðir Kristján Kristjánsson um for- sprakka postmódernismans, en eins og áður hefur komið fram, lýsir hann nútím- anum sem öld kjaftastéttanna. Hér ræðir hann m.a. valdskenningu Foucaults sem rúmast í þeirri fornu, rómversku speki, að hver maður sé öðrum úlfur. Einnig útlistar Kristján skoðanir Jacques Derrida og Lyotards, sem segir alla stóru ismana fallna fyrir borð. Islensk birta og íslenskt myrkur eru yrkisefni Vilhjálms Bergssonar myndlistarmanns á sýningu sem hann opnar í Norræna hús- inu í dag. Er þar að finn verk í nýjum stíl sem listamaðurinn kýs að kalla „Tak- markalaust orkuljósrými" og líka i gamla stílnum, „Samlífrænum víddum“, en Vil- hjálmur kveðst vera kominn aftur að rótunum. Régis Boyer er franskur miðaldafræðingur sem hefur verið einn ötulasti sendiherra íslenskrar menningar á erlendri grund, hefur hann þýtt ógrynni af íslenskum bókmenntum á frönsku, bæði fornum og nýjum. Þröstur Helgason ræddi við hann um íslenskar bókmenntir í tilefni af þvíað í dag verður haldið málþing í Háskóla Islands honum til heiðurs. LYNGHEIÐIN RAUÐ Lyngbrekku ljóði andar angan-megn ómvana þeyr um grænar hlíðarrætur. Sólskinin fjöllin ilma eftir regn, upprisin sæl úr faðmi djúprar nætur. Blágullnar hæðir baðast Ijósi og yl. Blessaða líf, sem við mér hlær og grætur! Lyng, lyng og aftur lyng um drag og gil, lifandi feldur vefst um mína fætur. Lynghrísla smá við kleif og klettaþil, kyrrlát við sól og átök frosts og snjóa, - hvaðan ert þú, og hvers vegna ertu til? hvert er það afl, sem knýr þig til að gróa? Systir mín ung, sem ert svo hugstæð mér, alin á rústum löngu dauðra skóga, - hvaðan er ég, og hvers vegna er ég hér? hvers vegna er ég að yrkja í þínum móa? Andvörp hins liðna að eyrum mínum ber, ókomnir dagar birtast sjónum mínum. Ráðgáta heilla heima felst í þér, hvísla þú að mér leyndardómi þínum. Guómundur Böðvorsson, 1904-1974, vor bóndi ó Kirkjubóli í Hvítórsíóu og Ijóðskóld. Eftir hann liggja margar Ijóóabaekur, sú fyrsto fró 1936, en auk þess skrifaði hann skóldsögu og þýddi Tólf kviður Dantes. Forsiðumyndina tók Kristinn Ingvarsson. AÐ FA AÐ FAÐMA BÖRNIN SÍN RABB GETUM við virkilega sem sjálfstæð og full- valda þjóð, sem nýtur virðingar og velvildar á alþjóðavettvangi, iátið það viðgangast að Sophia Hansen fái hugsanlega þá fyrst að sjá dætur sínar, að Halím Al, hefur gift þær einhveijum Halím Ölum af hans eigin sauðahúsi? Fyrirgefði, mér finnst það ekki. Mér datt þetta í hug nýlega er ég kom í bæinn eftir nokkra fjarveru frá sonum mín- um, og fann hversu óumræðilega gott var að fá að faðma þá og spyija spjörunum úr um hvað á daga þeirra hefði drifið. Þegar ég settist niður og blaðaði gegnum gamla Mogga sá ég mér til hugarangurs, að Halím A1 og menn af sama sauðahúsi í tyrknesku réttarkerfi, ef réttarkerfi skyldi kalla, höfðu enn einu sinni haft íslendinga að háði og spotti, enn einu sinni auðmýkt íslensku móðurina og sýnt fyrirlitningu með því að setja á svið einhvern veinleik, áreiðan- lega fyrirfram ákveðið í samráði við dómar- ann, sem síðan frestaði öllu saman enn einu sinni í nokkra mánuði. Og hvað svo, jú, hann sendi þær bara til fjallaþorps til afa og ömmu, er hann átti að afhenda þær Sop- hiu samkvæmt dómsúrskurði. Og hvað ger- ist svo, jú í ágústlok, skrifa og segi ágúst- lok, er umgengnistímanum er að ljúka, senda íslensk stjórnvöld einhvern aumkunarverðan erindreka til að sækja telpurnar, en hann kemur til baka með buxur íslenska lýðveldis- ins á hælunum. Hvað er eiginlega að gerast? Eftir situr móðirin með kramið hjarta og gamli Moggablaðamaðurinnj Ólafur Egilsson sendiherra, kann engin ráð. I Morgunblaðinu 10. júlí stóð að Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra, staddur á leiðtogafundi NATO í Madríd þar sem Davíð Oddsson forsætisráð- herra var líka, hefði afhent nýja tyrkneska utanríkisráðherranum, Ismail Cem, bréf þar sem hann er beðinn um að beita sér, innan þeirra marka sem honum væru sett, fyrir því að Sophia fengi umgengnisrétt við dætur sínar. Fram kom að Halldór hefði áður rætt þessi mál við þáverandi utanríkisráðherra, Tönsu Ciller. Og áður hafði Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi utanríkisráðherra, haft samband við þáverandi utanríkisráðherra o.s.frv. Og hvað hefur gerst? Nákvæmlega ekki neitt og það er einfaldlega ekki hægt að tala um að einhveiju hafi miðað í einhveija rétta átt, meðan Sophia fær ekki fyrir hönd ís- lensku þjóðarinnar að faðma þær Dagbjörtu og Rúnu að sér. í millitíðinni reynir Sophia að bjarga sér úr fjárhagslegum rústum og almenningur lofar reglulega einhveijum þúsundköllum í útvarpssöfnunum og svo stendur ekki nema hluti við að borga, er á reynir. Vegna hvers? Jú, þessi samstæða kröftuga þjóð, er að stór- um hluta orðin hundleið á þijóskunni og seiglunni í móðurinni, sem þráir það eitt að fá að faðma dætur sínar að sér. Getur það annars verið að þjóðin og æðstu embættis- menn hennar séu orðin leið á því að styðja íslenska móður í viðleitni hennar að fá að fijðma börnin sín sem eru í gíslingu i útlönd- um? í minni bók er bara einn maður sem get- ur greitt úr þessum harmleik og hann heitir Davíð Oddsson. Hann hefur sýnt það í öllum alvarlegum málum, sem upp hafa komið í 6 ára forsætisráðherratíð hans, að þegar að úrslitum dregur, er hann maðurinn með lausnina. Hann er maðurinn, sem situr keik- ur meðal erlendra jafningja, hvort sem þeir heita Kohl, Clinton, Blair eða Chirac og hann nýtur verðskuldaðrar virðingar þeirra, maðurinn sem kemur úr flokki Bjarna Bene- diktssonar og Geirs Hallgrímssonar. Davíð fylgir ákveðið þeirri stefnu að láta ráðherra hvers málaflokks ráða honum, en það geta komið þeir tímar, að þeir þurfi að þiggja hjálparhönd oddvita ríkisstjórnarinnar. Að mínu mati er sú stund runnin upp, sérstak- lega eftir að í ljós kom að Halím A1 hefur í samvinnu við tyrknesk dómsmála- og lög- regluyfirvöld tekist að hundsa algerlega umgengnisréttarúrskurðinn og gert Halldór Ásgrímsson sem táknmynd íslensks sjálf- stæðis að athlægi meðal landa sinna. Utanríkisþjónustan okkar hefur sl. 6 ár áreiðanlega gert það sem hún taldi i sínu valdi til að hjálpa Sophiu, en hver er árangur- inn, jú, hún hefur fengið að sjá þær einu sinni eða tvisvar í nokkrar klukkustundir og síðan er okkur bara sagt að telpurnar vilji ekkert með móður sína hafa. Hversu lengi getum við tekið þátt í þessum farsa? Hveru lengi enn ætla menn að láta Halím A1 hafa íslendinga að fíflum? Ég geng út frá því að í utanríkisþjónustunni séu menn orðnir æði langleitir og greinilega ráðalausir. Ég veit ekki við hvaða menn Olafur Egils- son sendiherra hefur talað, ég veit ekki við hveija Jón Baldvin talaði á sínum tímaog ég veit örugglega ekki um alla þá sem Hall- dór Ásgrímsson hefur talað við um þetta mál. Það skiptir hins vegar nákvæmlega engu því árangurinn hefur nákvæmlega ver- ið enginn og því annaðhvort ekki talað við rétta aðila, eða rangt að verki staðið. Ég er búinn að leggja stund á blaðamennsku í rúm 30 ár og hef BA-próf í stjórnmála- fræði, með alþjóðastjórnmáls em aðalgrein, þannig að ég er ekki að þusa um eitthvað sem ég hef ekki hundsvit á. Nú liggur það fyrir að í Tyrklandi, þar sem lýðræði á að ríkja, eru réttarkerfið og framkvæmdavaldið aðskilin þannig að ein- hveijir ráðherrar, geta ekki skipað dómurum fyrir um hvernig þeir eigi að dæma í málum. Þegar hins vegar dómsúrskurðir eru virtir að vettugi, eiga yfirvöld að geta gripið inn í. Það virðist hins vegar ekki vera að gerast og ég hef það á tilfinningunni að það skipti ekki neinu máli, hve mörg bréf Jón Baldvin eða Halldór Ásgrímssonar senda, það muni ekkert gerast fyrr en forsætisráðherra lands- ins lætur málið til sín taka áæðsta vett- vangi. Ég hygg að fátt yrði íslendingum kærari gjöf, en að frétta að Sophia fengi að faðma dætur sínar. Ekki bara það, held- ur líka vitneskjan um að við séum ekki, þegar á öllu er á botninn hvolft, einskis nýt þjóð norður í hafi, sem hægt er að niður- lægja og gefa langt nef árum saman. Mér líður þannig núna, eins og blettur sé á þjóðar- sóma okkar og verði þar til Sophia hefur fengið að faðma dætur sínar. Ég skora á ykkur, er þið lesið þetta rabb, að grípa fyrsta tækifæri sem gefst til að ganga til barna ykkar og faðma þau að ykkur og beini því sérstaklega til Davíðs Oddssonar og Hall- dórs Ásgrímssonar og hugsa um leið hvern- ig ykkur myndi líða ef þið fengjuð ekki að njóta svo sjálfsagðra réttinda árum saman, vegna þess að börnin væru í gíslingu í útlönd- um. Ég fæ einfaldlega sting fyrir hjartað við tilhugsunina og ég veit að sama tilfínning grípur ykkur hvort sem þið heitið, Jón, Guð- rún, Sigurður eða Anna. Við Sophiu Hansen segi ég: „Ég harma hvern dag sem þú færð ekki að faðma dætur þínar.“ INGVI HRAFN JONSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.