Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Síða 9
Sýnu merkilegri en þessi nýja lýsing á
hrundum Babelturni er sú upprunatilgáta
Lyotards að pm-isminn sé viðbragð við timb-
urmönnum módernismans: þeirri uppgötvun
að allar allsheijarkenningarnar eða frum-
sagnirnar („grands récits“) sem heilluðu
módernista voru göróttar. Tími kínalífselixíra
er liðinn að dómi Lyotards: darwinisminn,
marxisminn, freudisminn og allir „stóru“
ismarnir fallnir fyrir ofurborð og nú sé runn-
in upp tíð smáskammtalækninga og „míkró“-
isma. Pm-isminn sé þannig umfram allt ismi
gegn ismum.
Síðasti (en jafnframt ,,villtasti“) forsprakki
pm-ismans sem hér verður greint frá er Jean
Baudrillard (f. 1929), prófessor í félagsfræði
við Université de Paris. Baudrillard mælir
eins og Derrida og Lyotard flest í ráðgátu
og skuggsjá en virðist hafa enn ríkari til-
hneigingu til að ganga fram af fólki en þeir.
Samkvæmt „kenningum" Baudrillards hafa
allar efnahagslegar skýringar á samfélaginu
gengið sér til húðar, þar á meðal marxismi,
vegna þess að vörur og vöruskipti séu ekki
lengur til. í stað vörunnar hafi komið ímynd-
in; heimurinn sé ekki lengur samfellt mark-
aðstorg, eins og fyrr á hinu kapítalíska skeiði,
heldur leikvangur þar sem ímyndir og tákn
veltist um í stjórnlausum tryllingi.8 Bandarík-
in eru til dæmis, að sögn Baudrillards, einn
stór sjónvarpsskjár og hlutverk Disneylands
umfram allt að breiða yfir þá nöturlegu stað-
reynd að Bandaríkin séu sjálf allshetjar
Disneyland.9 Lykilhugtak Baudrillards er
samlíki (,,simulacrum“): samheiti yfír frumrit
og afrit. I nútímanum sé engin leið að greina
á milli þessa tvenns lengur enda ekkert
„ekta“: frumleiki og stæling eitt; ímynd fjöl-
miðlanna af veruleikanum og veruleikinn
sjálfur óaðgreinanleg. Þetta skýrir margívitn-
uð ummæli Baudrillards um að Persaflóa-
stríðið hafí aldrei átt sér stað, aðeins „sam-
líki“ þess í beinni útsendingu á sjónvarpsskj-
ánum.
Nýnasistar hafa meðal annars hent þessa
síðastnefndu staðhæfingu á lofti sem rök
fyrir sannfæringu sinni um að helförin á
hendur Gyðingum sé tóm blekking. Það -
og sú kalda kveðja sem mörgum aðstandend-
um fórnarlamba Persaflóastríðsins þykir
Baudrillard hafa sent sér - væri fljótt á lit-
ið ágætur efniviður í árás á pm-ismann. En
hér er vert að huga að einu: í Frakklandi
er ríkjandi löng hefð fyrir ávanadjarfmælum
og galsaöfgum í umræðu um menningu og
listir. Hún stafar meðal annars af því að
Frakkar gera einatt lítinn greinarmun á
bókmenntum og gagnrýni: líta á gagnrýnina
sem eina tegund bókmennta. Skáldaleyfin
og orðaleikirnir sem einkenna bókmenn-
taumræðuna hafa síðan sjálfkrafa ratað inn
í menningarheimspekina. Það er ekki ástæða
til að ætla að Baudrillard meini yfirleitt
bókstaflega nokkuð af því sem hann segir;
hann er - eða var að minnsta kosti í upp-
hafi - að leika sér með orð og hugmyndir
að frönskum hætti. Sama máli gegnir um
Derrida og jafnvel Lyotard. Meinið er að
stílbrögð þessara höfunda skuli hafa verið
þýdd á enska tungu og átt innangengt í
háskóla og listhús „rökmiðju-þjóða“ á borð
við Breta og Bandaríkjamenn. Þar hefur
fólk ekki minnstu tilfinningu fyrir frönskum
húmor og hefðum og tekur öllu sem stendur
á prenti og kennt er við heimspeki af harð-
lífri alvöru. Mér er nær að halda að pm-ism-
inn kunni, sem heimspekistefna, meðal ann-
ars að vera afleiðing af slíku skopgreindar-
leysi.
Tilvísanir:
1 Aðgengilegustu kynninguna á valdskenningu Fouc-
aults er að finna í ritgerðaglefsum hans, „The Subject
and Power", I Art Afier Modemism: Rethinking Repres-
entation, ritstj. Wallis, B. (New York/Boston: The New
Museum of Contemporary Art/David R. Godine, 1984).
Pm-istar hafa annars mest uppáhald á tveim bókum
hans: The Archeology of Knowledge (New York: Pant-
heon Books, 1972) og Discipline and Punish: The Birth
of the Prison (New York: Vintage Books, 1979),
2 Sjá t.d. Lukes, S., Power: A Radical View (London:
Macmillan, 1974).
3 Sjá Þröstur Helgason, „í völundarhúsi Michels Fouc-
aults“, Lesbók Morgunblaðsins, 3. júní (1995).
4 Matthias Viðar Sæmundsson gerir þessu efni nokkur
skil í „Orð og hlutir: Um hugsunarkerfi Michels Fouc-
aults“, í Myndir & sandi: Greinar um bókmenntir og
menningarástand (Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun
Háskóla íslands, 1991).
5 Flestar þessar eldri og nýrri hugmyndir Derridas
má finna ! bókum hans, Of Grammatology (Balti-
more/London: Johns Hopkins University Press, 1976)
og Writing and Difference (Chicago: University of
Chicago Press, 1978).
6 Sjá bók Saussures, Course in General Linguistics
(Glasgow: Fontana/Collins, 1974).
7 The Postmodern Condition: A Report on Knowledge
(Minneapolis: University of Minnesota Press, 1984).
8 Sjá bók Baudrillards, For a Critique of the Political
Economyofthe Sign (St. Louis, Mo.: Telos Press, 1981).
9 Sjá hina sérkennilegu bók hans, America(London:
Verso, 1986).
Höfundur er doktor í heimspeki og dósent við
Hóskólann ó Akureyri.
TAKN TIMANS
Norska skáldió Sigmund
Mjelve taldi þaó mein-
semd í vestrænni menn-
ingu, aó fólk væri ævin-
lega aó reyna aó skilja
hlutina. ÖRN OLAFS-
SON fjallar um þetta
skáld sem sagóistfylgja
fornri kínverskri aóferó
vióaóyrkia.
SIGMUND Mjelve var meðal
kunnustu ljóðskálda Norð-
manna, og dó á árinu 1995,
eins og flest helstu ljóðskáld
þarlend. Hann var þá um
sjötugt, en skáldferill hans
varð stuttur, hálfur annar
áratugur, því fyrsta bók
hans birtist 1978, þegar hann var rúmlega
fimmtugur. Sjálfur skýrði hann það svo (í
viðtali við Alf van der Hagen í bókinni dialo-
ger II, 1996), að hann hefði einfaldlega
verið seinþroska sem skáld, útgefendur
höfnuðu öllu sem hann skrifaði ungur, svo
hann hætti að yrkja, og byijaði ekki aftur
fyrr en eftir fimmtugt. Hann náði þó að
senda frá sér ritgerðasafn og ellefu frums-
amdar ljóðabækur, og nýlega birtist heildar-
útgáfa þeirra, 300 þéttprentaðar síður.
Mjelve fæddist í Kína og ólst þar upp
fram yfir fermingaraldur. Hann sagðist
fylgja fornri kínverskri aðferð við að yrkja,
sem sé þeirri, að vera óvirkur, góna út í
loftið og ef hann gætti þess að gera ekki
neitt, þá kæmu setningar og röðuðust sam-
an. T.d. varð hann gripinn af upphafi leið-
ara í dönsku dagblaði; „Þegar næturmyrkrið
brýst fram“ og pijónaði við hana setningar
um vitund milli svefns og vöku, ævinlega
með hugann við tiltekna hrynjandi. Þetta
minnir nokkuð á aðferð súrrealista við að
finna sér hráefni í skáldskap, en þeir voru
þó virkari við að draga alls kyns hugdettur
upp úr dulvitundinni, og samvirkari við að
vinna úr slíku, með einskonar hópefli. En
Mjelve var einfari, eins og flest ljóðskáld.
Hann taldi það ennfremur mikla meinsemd
í vestrænni menningu, að fólk væri ævinlega
að reyna að skilja hlutina. „En þótt ég dá-
ist að fallegu tré, eða sólarlagi, skil ég það?“
Enn væri það að hætti kínverskra ljóða,
sagði Mjelve, að láta sér nægja að lýsa
umhverfinu, taka því eins og það er, en
reyna ekki að lesa úr því. Mér finnst hann
ganga helsti langt í þessu. T.d. hélt hann
því fram að eldforn tveggja orða rúnaáletr-
un, „eka alimarkir“ (sem þýðir: ég kem
annarsstaðar frá) væri ljóð. Og sum ljóð
hans eru samkvæmt þessari óskaplegu
naumhyggju, t.d. þetta úr næstsíðustu bók-
inni (frá 1993):
Vegir
Vegurmn framhjá húsinu mínu, stígar
Sigmund Mjelve
á Harðanguröræfum
og allir vegirnir á kortinu.
Nú munu íslenskir ljóðvinir kannast við
sig, hér er greinilega svipuð naumhyggja og
einkennt hefur svo margar íslenskar
ljóðabækur undanfarin ár, mestmegnis hlut-
læg lýsing umhverfisins í örfáum orðum. Ég
nefni sem dæmi bara nýlegar bækur eftir
Kristján Karlsson, Sigfús Daðason, Hannes
Sigfússon og Gyrði Elíasson. Og sú kalda
hlutlægni sem einkennir ljóð Mjelve almennt,
veldur því að mér finnst ekki hægt að kalla
hann módernista, svo sem Hannes Sigfússon
var í fyrstu bókum sínum og Steinn Steinarr
í Tímanum og vatninu. En þá ortu þeir mynd-
ræn ljóð, þ.e. þau höfða mjög til skynjunar,
en eru að sama skapi erfið fyrir röklegan
skilning. Lítum þó á annars konar ljóð eftir
Mjelve, það heitir „Passasje" á frummálinu
og birtist í síðustu bók hans, 1994. Hér er
skynjað, en samhengi rofið milli sérstæðra
myndrænna lýsinga, sem virðast benda til
einhvers, kalla á túlkun, kreíjast þess að ljóð-
mælandi eða lesandi raði þessu í samhengi
með merkingu. En er það ekki mergurinn
málsins, að það er ekki hægt, við getum aldr-
ei vitað hvað þessu horfna fólki bjó í hug.
Farið hjá
Enginn býr lengur í húsinu, tími
gleymskunnar
er liðinn, brotnar rúður hnignunarinn-
ar,
dyr hangandi skakkar vitna í rökkur-
skímunni um að ekki sé hægt að endur-
reisa
sem samt uppfyllist, næst aftur yfir
eyðilegt túnið, ósigrandi
vex það villt hér þar sem fólk barðist
við sitt,
lifði í sínu þartil ekkert
var lengur til að lifa, fangað af tíman-
um, beindist
gegn, tíminn einn veit hvað.
Svo allt er eins og það verður, á að
vera hér
í þessari myrkari kyrrð.
skjór, rádýr, elgur annað veifið
muna ekki, og heldur ekki
hinir dauðu, bara ég sjálfur af tilviljun
framhjá
sem stansa, sest niður
um stund, án þess að vita hvað eða
hver.
Eftirfarandi ljóð kom í sjöundu ljóðabók
Mjelve, Gjallandi ljósið, 1987. Mér finnst það
dæmigert fýrir meginstraum ljóða Mjelve,
einföld tíðindalaus mynd umhverfisins, sem
vekur ljóðmælanda heimspekilegar vanga-
veltur.
Stór steinn í ám
Stór steinn í ám
brýtur strauminn,
skapar hringiðu
Hvað skapar hringiðu?
Er það steinninn,
áin eða sólin,
jörðin, hafið
eða skýin?
Glundroði form
streymandi
kraftur er það,
glundroði, form
órjúfanlegt er það.
Einnig sjáum við mynd borgarumhverfis.
Það er skapað af margskonar fólki í ýmiss
konar tilgangi, er semsagt í eðli sínu glundr-
oði, a.m.k. á yfirborðinu. Þeim mun merki-
legra hlýtur það að vera, ef eitthvert mynst-
ur birtist í þessari heildarmynd undir yfir-
borðinu:
Allsstaðar í borginni
Allsstaðar í borginni eru tákn tímans,
slitin gatan, rifrildi af
íspinnabréfi á ferð í vindinum,
konur og menn, augnatillit
um leið og farið er hjá, barn sem hopp-
ar
í parís með tungubroddinn
í vinstra munnviki andartak.
Og fatabúðir, útsala á mat
og bílar, tími til sölu að klæðast í,
borða og aka í, fornmunir
gegn streymandi framtíð, tímans
fylling og líkaminn mettur af dögum
eða fjarri því mettur, og tíminn
ósnortinn heldur áfram annars staðar.
ÆFINGAR HAFNAR Á
GALDRAKARLINUM í OZ
HJÁ Leikfélagi Reykjavíkur eru hafnar
æfingar á barnasöngleiknum Galdrakarlin-
um í Oz. Ævintýrið um Galdrakarlinn í
Oz er í tölu útbreiddustu barnabóka heims.
Sagan er skrifuð um aldamótin 1900 og
fékk strax feiknagóðar undirtektir ungra
lesenda. Höfundurinn Lyman Frank Baum
fæddist 1856 í bænum Chittenago í New
York-fylki. Hann gerðist starfsmaður við
leikhús nokkurt í Chicago og hóf að skrifa
ævintýri og leikrit. Helsta viðfangsefni
hans var Undralandið Oz og skrifaði hann
samtals 13 ævintýrabækur um það og íbúa
þess. Baum lést í Hollywood 1919 og það
jók enn á frægð Galdrakarlsins í Oz að
árið 1939 var gerð eftir sögunni ein fyrsta
litkvikmyndin.
Söngleikurinn um Galdarkarlinn í Oz
var sýndur i Þjóðleikhúsinu 1967 i þýðingu
Huldu Valtýsdóttur.
í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur fer
Sóley Elíasdóttir með hlutverk Dóróteu en
aðrir leikarar í sýningunni eru Ari Matthí-
asson, Björn Ingi Hilmarsson, Ellert A.
Ingimundarson, Guðlaug Elísabet Ólafs-
dóttir, Kjaidan Guðjónsson, Margrét Helga
Jóhannsdóttir og Theodór Júlíusson. Auk
þess tekur fjöldi barna og dansara þátt í
sýningunni. Leikgerð gerði John Kane.
Þýðinguna gerði Karl Agúst Úlfsson, Iýs-
ingu hannaði Ögmundur Þór Jóhannesson,
búninga Elín Edda Árnadóttir, leikmynd
Finnur Arnar Arnarson, danshöfundur og
leikstjóri er Kenn Oldfield.
SÓLEY Elíasdóttir, sem fer með hlut-
verk Dóróteu, ásamt leikstjóranum,
Kenn Oldfield.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 1997 9