Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Qupperneq 13
DAGBOKARSLITUR FRA SUÐUR-FRAKKLANDI II
VIÐ STRÖND EÐA GÖTU
Aix-en-Provence og fjallið Sainte-Victoire í baksýn.
EFTIR
SVEIN EINARSSON
Á kaffihúsinu Sól kostar
móltíðin 50 franka eða
minna og ó kaffihúsinu
Vegamótum kostar
bjórinn 1 3 franka. Manni
fer að skiljast hvers-
vegna feróalangar fjöl-
menna ekki til Islands og
reka upp ramakvein
þegar maginn neyðir
þó til aó nærast.
AÐ er merkilegt hvað dagarnir
geta verið ólíkir. Ólíkir dög-
unum heima, ólíkir dögunum
hér um árið, þegar við vorum
hjá henni Betty, dagarnir inn-
byrðis hér í Aix.
Betty, vel á minnst, hún
var nú kapítuli fyrir sig. Við
dvöldumst hjá henni lungann úr tveimur sum-
rum, fjölskyldan, fyrir einum fimmtán árum.
í húsi sínu hafði hún á sumrin gesti og kost-
gangara og ekkert nema listamenn - ólög-
lega að þvi sagt var - en á því var söguleg
skýring. Betty var upphaflega breskur dans-
ari, sem komst svo langt að verða eindansari
í þeim fræga ballettflokki, sem upphaflega
var kenndur við Diaghilef, en seinna hét
Ballets de Monte Carlo og undir stjórn Pól-
veija, sem verið hafði náinn samstarfsmaður
hins fræga Rússa. Hún var engin stjarna, en
góður dansari, skildist okkur, og tók upp
rússneskt nafn, því að ekkert stoðaði í ballett-
heiminum að heita upp á ensku á þeim tím-
um. Hún gerði reyndar gott betur, því að hún
giftist svo einum rússneska dansaranum í
hópnum og ól honum dóttur.
Einu sinni milli stríða eru þau stödd í sam-
kvæmi á stað skammt frá Le Lavandeau -
miðja vega milli St. Tropez og Toulon - þar
heitir réttu nafni La Faviere, en kallað manna
á meðal Rússneska ströndin, af því að svo
margir émigrés - landflótta Rússar höfðu
sest þar að. Segir þá einn veislugestur við
Betty okkar: Þetta hús hérna við hliðina á er
til sölu. Tímarnir eru ótryggir, þú ættir að
kaupa þetta hús til að hafa eitthvað í bakhönd-
inni. „Alveg er það gráupplagt," svarar Betty,
„ég með dansaralaun, gift dansara með dans-
aralaun, sem kemur þeim í lóg í spilavítinu
í Monte Carlo hvenær sem hann kemur því
við.“ En móðir Betty var þarna í heimsókn
og hún sagði: „Þetta eru vísdómsorð, tímarn-
ir eru ótryggir, þú átt eftir að erfa mig og
nú kaupir þú þetta hús fyrir arfínn." Og svo
varð.
Tímarnir voru vissulega ótryggir, árið eftir
skall á heimsstyrjöld og dansflokkurinn var
leystur upp. Betty skildi við sinn rússneska
dansara og fór að reka pensjónat í húsinu.
Reyndar gerði hún sitthvað fleira, því að hún
átti vini í andspyrnuhreyfingunni, eftir að
Frakkland var hernumið, og nú tók hún að
sér að fela þá sem þurftu að fara huldu höfði
í kjallaranum hjá sér. Meðal þeirra var dada-
skáldið Tristan Tzara, eða svo segir sagan,
og einhver nefndi nafn Jeans Gionos, annars
af höfuðskáldum Provence, en það er af ýms-
um ástæðum óstaðfest - insolite - eins og
innfæddir segja. Einhverja nasasjón höfðu
Þjóðvetjar af þessari starfsemi söguhetju okk-
ar, því að einn góðan veðurdag, til að gera
langa sögu stutta, koma til hennar menn úr
/a resistance - andspyrnuhreyfingunni og
segja sisona: Madame Baronova, Þjóðveijar
hafa komist á snoðir um allt, þér og dóttir
yðar eruð í hættu; þér fáið þijá tíma til að
undirbúa yður og takið með yður það eitt sem
þið getið borið í höndum, ailt er skipulagt:
þér farið heim til Englands um Portúgal.
Heim fór hún, gerðist þar fyrst dansgagn-
rýnandi, síðar umboðsmaður fyrir stórstjömur
eins og Margot Fonteyn, Vivien Leigh og
Laurence Olivier, þegar þetta fólk þurfti að
bregða sér hinum megin á hnöttinn til að
sýna Áströlum list sína. Að tala við þessa
konu var eins og að tala við lifandi orðabók
um breska menningarsögu - alla hafði hún
þekkt og af öllum kunni hún fróðleik og sögur.
En hvað um það. Árið 1946 bregður hún
sér yfir Ermarsund og suður að Cote d’Azur
eins og Frakkar nefna þessa gullnu strand-
lengju þar syðra, og stendur þar yfir rústum
síns gamla húss, því að Þjóðveijar höfðu gert
sér lítið fyrir og sprengt það í loft upp viku
eftir að hún fór. Sem hún nú stendur þar og
lætur hugann reika með tár í augnkrók, vind-
ur sér að henni maður í rykfrakka með upp-
brettan kragann, líkt og skroppinn út úr þeirri
frægu mynd Þriðji maðurinn og segir: „Eruð
þér Madame Baronova?" Henni verður hveift
við og spyr eitthvað sem svo, hvort verið sé
að fylgjast með ferðum hennar. „Ja, það má
nú eiginlega orða það sem svo,“ segir maður-
inn í frakkanum. „Þannig er mái með vexti,
að ríkisstjórn Frakklands hefur ákveðið í
þakklætisskyni fyrir það sem þér gerðuð fyr-
ir okkur á stríðsárunum að reisa aftur hús
yðar endurgjaldslaust.11 Og svo hófust bygg-
ingaframkvæmdir og síðan rak Betty á hveiju
ári gististað sinn án þess að þurfa til þess
nein sérstök leyfi. Hún auglýsti aldrei, en orð
barst og til okkar, kom það frá vinkonu okk-
ar, breska leikstjóranum Jill Brooke.
Betty var orðin öldruð og við náðum að
upplifa tvö síðustu sumrin hennar dans le
Midi. Dóttir hennar, sem gift er breska leikar-
anum Ian Richardsson sem leikur höfuðskúrk-
inn í öllum háðþáttunum, sem Bretar gera
um skriffinnskuna og bræðravígin í Brussel,
hafði ekki áhuga á að halda starfseminni
áfram. Enda þurfti mikið til. Þegar við komum
fyrst til Betty vorum við með bíl á okkar
vegum og með Guide Michelin í höndum,
ákveðin í að kynnast öllum sögufrægum veit-
ingastöðum í þessu gósenlandi matarmenn-
ingarinnar. Eftir fyrsta kvöldið hjá Betty fór-
um við hvergi. Maturinn hjá henni var slík
veisla fyrir skilningarvitin og viðræðurnar svo
skemmtilegar, að við áttum ekki erindi annað.
Hér í Aix er ekki farið á markaðinn á
morgnana með Betty eða heim til vínbóndans
að smakka guðaveigarnar - sans appellation
controlée - hinn opinbera merkimiða - áður
en sest er við skriftir á veröndinni eða farið
á ströndina og í sjóinn. Dagurinn hefst á því
að fara út í brauðbúð til að verða sér úti um
glóðheitt mini-baguette eða dökkbrúnt banine
og auðvitað croissant eða pain de chocolade.
Og svo náttúrlega blaðið, La Provencale, til
að fylgjast með. Gatan okkar heitir Rue d’It-
alie og gengur út frá þeirri frægu götu Co-
urs Mirabeau, þar sem heimurinn spókar sig
fyrir framan tveggja alda kaffihúsin eins og
Les deux Garcons. (Strákarnir tveir). íslensk
stúlka sat þar milli tveggja presta. Annar,
sem var kaþólskur, var spurður að því hvort
það væri ekki erfitt að lifa einlífi. Hann sagð-
ist halda, að það væri miklu vandasamara
að vera giftur. Hinn, sem var mótmælendatrú-
ar, lýsti yfir því að Cours Mirabeau væri full-
komnasta gata í heimi og að sitja þar í sól-
inni væri sín mesta sæla. Engin kirkja er þar
í augsýn, en gosbrunnar, tré og fólk og göm-
ul falleg hús.
En okkar gata heitir sem sagt Rue d’It-
alie. Slátrarinn er orðinn vinur minn og ekki
aðeins farinn að segja mér til um það hvað
ég eigi að hafa í matinn, heldur leggur hann
einnig á ráðin um það, hvernig ég eigi að
matreiða. Og ef það er eitthvað sem próven-
salar kunna, þá er það matargerðarkúnstin.
Kona mín og dóttir fara á námskeið eitt kvöld-
ið og koma heim sprenglærðar í því að búa
til Soupe a Poisson avec son rouille et crout-
ons, sem er fiskisúpa með brauðskorpu og
bragðbæti, og Aubergine farcie, sem eru eg-
galdin steikt í ólífuolíu með tómatmauki og
osti. Frúin í Bouchon leggur á ráðin um for-
réttina, tapanede, margs kyns smárétti, sem
miðjarðarhafsmenn hafa fundið upp á, eða
patés, kæfurnar góðu. Handan við götuna fær
maður svo fyrirlestur um osta, allt frá munst-
er með kúmen og Sauternes-vím til Rebloc-
hon, St. Albey eða blessuðum Tomme de
Savoie., sem réttrúaðir telja mesta ost í heimi.
Og vínsalinn heitir svo hvorki meira né minna
en Bacchus og slær auðvitað gjörsamlega út
áfengisútsölur mörlandans hvað úrval snertir.
Á horninu á móti er verslun sem selur ein-
göngu Calissons d’Aix, sælgæti, sem Aix er
fræg fyrir, möndlumassa með ávaxtahjúp.
Og þar við hliðina á er verslun sem sérhæfir
sig í hinni sérgrein bæjarbúa, Santons, sem
eru litlar leirstyttur af fólki og fé. Þar er að
baki gömul hefð og í safninu, sem helgar sig
sögu bæjarins (Musée de vieil Aix) má sjá
að forðum var þetta leirfólk notað í brúðuleik-
húsi. Vinsælt þema er fæðing Jesú með jötu
og dýrasafnaði.
Örfá tískuhús skjóta þarna upp kollinum,
en meira ber á matvörubúðunum. Þarna er
til dæmis Casino, angi af stórri verslunar-
keðju, sem vekur hjá okkur minningar um
það þegar við gistum hjá vinafólki okkar,
hljómsveitarstjóranum Jean-Pierre Jacquillat
og konu hans Cecile í myllu, sem var orðin
að gestahúsi, skömmu áður en Jean-Pierre
lést í bílsiysi. Þetta var uppi í Ardeche-fjöU-
um, í Chambon-sur-Lignon og þarna var
Edda Jónsdóttir myndlistarmaður með
skemmtilega sýningu. Ymsum sveitabæjum
þarna um kring hafði verið breytt í sveitaset-
ur og ekki af vanefnum. Við vorum boðin á
nokkur þeirra, en minnisstæðast var hjá for-
stjóra Casino géant. Eldhúsið var stórt og
klætt viðarveggjum, nema einn veggurinn var
gler einn. Þar sást beint í hesthúsið og hægt
að horfast í augu við reiðskjóta fjölskyldunn-
ar.
En nú erum við í Aix og í Rue d’Italie, sem
er kannski ekkert merkileg gata, en ótrúlega
íjölbreytt og yfir henni þokki, sem gerir það
að verkum að auðvelt er að taka við hana
ástfóstri. Og það er ekki bara út af veitinga- ~
húsunum og kránum, þó aðjiau setji auðvitað
líka svip sinn á götuna. A kaffihúsinu Sól
kostar máltíðin 50 franka eða minna og á
kaffihúsinu Vegamót kostar bjórinn 13
franka. Manni fer að skiljast, hvers vegna
ferðalangar fjölmenna ekki til íslands og reka
upp ramakvein, þegar maginn neyðir þá til
að nærast. Á kaffihúsinu sem kennir sig við
Vitringana þijá er svo kaffi og te og bakkelsi
í ómældum fjölbreytileik, þó að annað sé
kannski ekki sérlega biblíulegt við þann stað
en nafnið eitt. Hins vegar sér í gaflinn á kirkj-
unni St. Jean de Malte, sem minnir bæði á
postulann Jóhannes og Mölturiddara og til
þess að ganga í hana þarf að bregða sér fyr-
ir horn á lítið snoturt torg (með gosbrunni
auðvitað); við það torg stendur líka listasafn
borgarinnar, Musée Granet, sem heldur Céz-
anne-sýningar án þess að eiga Cézanne-
myndir; en meira um það síðar.
En einn sunnudagsmorguninn förum við í
kirkju. Söngurinn í þessari kirkju er rómaður
og stóð undir nafni. En minnisstæðust varð
þó predikunin. Þemað úr Brekkukotsannál
um þann hreina tón, um það sem er ekta.
Predikarinn byijaði á því að segja að allir
væru í frí og það ætti líka við um þá tvo
presta, sem venjulega þjónuðu söfnuðinum.
Hann væri staðgengill. Ef hann nú tæki upp
á því að líkja eftir þeim, væri hætta á að
falskur tónn læddist inn í lagið. Hann yrði
að kvaka með sínu nefi. Það bað hann okkur
hin að gera líka. Sagðist vita, að mörg okkar
væru ferðamenn, og í því væri svosem ekk-
ert ljótt. En það væri eins og með hreina
tóninn, menn þyrftu að huga að hinni sönnu -
ferðamennsku. Til dæmis stoðaði lítið að koma
í þessa kirkju og láta eins og hún væri ein-
hver hátrimbruð dómkirkja. Á túristamáli
fengi hún varla nema eina eða tvær stjörnur.
Enda ekki það sem máli skipti. Hin sanna
ferðamennska væri ganga pílagrímsins, leit
hans að hinum sönnu verðmætum.
Hann stóð með guðsorðabókina í vinstri
hendi og sveiflaði þeirri hægri eins og róm-
verskur ræðusnillingur eða leikari í Comédie
Francaise. En samt var enginn upphafinn eða
óekta tónn í þeirri framsetningu. Hann var
nefnilega ekki að tala yfir okkur, heldur við
okkur.
Niðurlag í næstu Lesbók. '
Höfundur er rithöfundur og fyrrverandi
Þjóóleikhússtjóri.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 1997 I 3