Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Page 19
ERLENPAR BÆKUR
S STENDUR FYRIR SPENNULEYSI
Sue Grafton: M stendur fyr-
ir misgjörðir „M is for
Malice“. Ballantine/Fawc-
ett 1997. 337 síður.
ÞAÐ er auðvitað misjafnt
hvernig afþreyingarrithöf-
undar skapa sér sérstöðu en
fáir gera það með svo einföld-
um hætti að nefna bækurnar
sínar á auðkennandi hátt líkt
og Sue Grafton. Hún er vin-
sæll bandarískur spennu-
sagnahöfundur sem raðar
bókum sínum um einkaspæj-
arann Kinsey Millhone í staf-
rófsröð. Þannig hét fyrsta
sagan „A is for Alibi“, sem í
beinni íslenskri þýðingu kæmi
nokkru neðar í stafrófsröðina
eða sem F stendur fyrir fjar-
vistarsönnun. Næsta bók
hennar hét „B is for Burglar"
eða I stendur fyrir innbrot og
þannig koll af kolli, C, D, E
o.s.frv. Grafton hefur skrifað
13 Millhone-sögur og er kom-
in að m-inu en nýjasta sagan
hennar heitir „M is for
Malice" eða M stendur fyrir misgjörðir.
Heiti næstu bókar mun mjög væntanlega
byija á bókstafnum N svo að því leyti
hafa lesendur hennar að einhverju öruggu
að ganga.
Einkaspæjarinn Kinsey
Það er einnig öruggt að þeir finni einka-
spæjarann Kinsey að fást við dularfull
glæpamál. Hún er aðalpersónan í stafrófs-
sögum Grafton, þrjátíu og fimm ára fyrrum
lögreglukona sem býr ein í smábænum
Santa Teresa í Suður-Kaliforníu. Hún ekur
um á gömlum Fólksvagni og
tekur ákaflega vel eftir hlutun-
um; einkanlega klæðaburði og
innanstokksmunum. í M-sög-
unni kemur gamall kærasti
aftur til skjalanna, Dietz, og
gamlar kenndir vakna um hríð.
Hann kom aftur inn í líf henn-
ar 8. janúar og hún mundi það
svo vel vegna þess að það er
fæðingardagur Elvis og það
voru ekkert nema angurvær
Elvislög í útvarpinu. „Suma
daga sé ég sjálfa mig í baráttu
gegn illum öflum svo halda
megi uppi lögum og reglum.
Suma daga sýnist mér að hin
illu öfl séu að vinna á,“ segir
hún þenkjandi á einum stað.
Og það má vel vera að hún
hafi rétt fyrir sér. Hin illu öfl
eru sannarlega að verki á heim-
ili Malek-fjölskyldunnar. Fjöl-
skyldufaðirinn er látinn og þrír
bræður vilja skipta með sér
arfinum sem er umtalsverður.
En fjórði bróðirinn er til staðar
þótt ekki sé hann heimilisfast-
ur. Hann hvarf fyrir mörgum árum, vand-
ræðagepill mikill og ættarósómi, dópisti
og afbrotamaður. Bræðurnir þrír geta ekki
skipt arfinum fyrr en fjórði bróðirinn er
fundinn, dauður eða lifandi, og þeir ráða
Kinsey til þess að finna hann. Hún fer
létt með það en litli bróðir hefur aldeilis
breytt lifnaðarháttum sínum, tekið upp
kristna trú, vill komast aftur í sátt við fjöl-
skyldu sína og það sem verst er, hefur
fengið þá flugu í höfuðið að söfnuður hans
hafi eitthvað með hans hluta af arfinum
að gera. Jebb, hann týnir lífi.
Vinsæll höfundur
Því miður er maður næstum því alfarið
búinn að missa tengslin við söguna þegar
það gerist. Sjálft glæpamálið hefst sumsé
ekki fyrr en þegar tæplega tveir þriðju hlut-
ar sögunnar eru að baki og það er einfald-
lega of seint í einfaldri spæjarasögu sem
þessari. Það gerist ekkert fram að því. Svo
spennuþátturinn er aldrei mikill og atburða-
rásin langt frá því að vera hröð og áhuga-
vekjandi. Grafton er talsvert langorð í lýs-
ingum sínum á umhverfi og híbýlum og
ökuleiðum og samskiptum Kinsey við fólk,
sem kemur sögunni harla lítið við svo hún
verður langdregin. Frásögnin er mjög ná-
kvæm en það er á kostnað spennunnar.
Maður er einhvem veginn alltaf að leggja
þessa bók frá sér og koma að henni aftur
án þess að flýta sér sérstaklega. Grafton
getur verið bæði fyndin og skemmtileg í
lýsingum sínum á aðstæðum Kinsey og
þessi vinsæla aðalpersóna hennar er athygl-
isverð og athuganir hennar snjallar og hún
er sannarlega einn af kostunum við söguna.
Á móti kemur að aukapersónur bókarinnar
eru fremur litlausar og jafnvel klénar.
Sue Grafton mun vera mjög vinsæll rit-
höfundur. Bækur hennar hafa selst í 18
milljónum eintaka og verið þýddar á fjölda-
mörg tungumál, m.a. íslensku, ef marka
má heimasíðu skáldkonunnar á netinu.
Einnig á finnsku og pólsku og hebresku.
Þar segir einnig að ungbörn séu nefnd eftir
sögupersónu hennar, Kinsey Millhone. Graf-
ton hafði unnið í um 15 ára skeið sem hand-
ritshöfundur í Hollywood áður en hún sneri
sér að glæpasagnaritun og fékkst við margs
konar sjónvarpsþætti og myndir sem þekkj-
ast trauðla hér á landi.
Arnaldur Indriðason
BANDARÍSKI
spennusagnahöf-
undurinn Sue Graf-
ton raðar bókunum
sínum upp í staf-
rófsröð og segir frá
kvenspæjaranum
Kinsey Millhone og
glæparannsóknum
hennar.
ANDREAS
SCHMIDT
ÁLEIÐTIL .
ÍSLANDS
VÆNTANLEGUR er til landsins hinn
heimskunni barítonsöngvari, Andreas
Schmidt, í tengslum við Schubert-helgi sem
Styrktarfélag ís-
lensku óperunnar
mun gangast fyrir
dagana 26.-28. sept-
ember.
í kynningu segir:
„Það er mikill við-
burður að fá lista-
mann af þessari
gráðu til íslands en
Schmidt er einn fárra
söngvara þessarar
kynslóðar sem er
jafnvígur á óperu-
og ljóðasöng. Hann
syngur reglulega í
öllum helstu óperuhúsum heims og eftir
hann liggja margar hljómplötur, m.a. út-
gefnar af Deutsche Grammophon, sem hann
er samningsbundmn. Sem dæmi um hljóm-
sveitarstjóra, sem Andreas Schmidt hefur
unnið og vinnur reglulega með, má nefna,
Abbado, Ashkenazy, Barenboim, Bernstein,
Colin Davis, Gardiner, Haitink og Levine." --
Schmidt mun halda námskeið fyrir söngv-
ara í æfingasæl íslensku óperunnar föstu-
daginn 26. september. Þar mun hann leið-
beina söngvurum en áheyrn á námskeiðinu
er öllum opin. Námskeiðið er tvískipt, kl.
10-13 og 14-16 og er skráning á námskeið-
ið hafin.“
ANDREAS
Schmidt
KIRSUBER OG
ÞEYTTUR RJÓMI
TONLIST
Sígildir diskar
ÝMIS TÓNSKÁLD
TheAtoZof Classical Music. 22 verk/þættir
eftir jafnmargatónhöfunda. Ýmsir flytjendur.
Naxos 8.550537-2. Upptökur: DDD, 1987-95.
Útgáfuár: 1995. Lengd (2 diskar): 149:22. Verð
(Japis): 1.199 kr.
UPPSVEIFLA sígildra hljómplatna eftir
sögulega lægð á 8. áratug hefur verið veru-
leg, ekki sízt meðal yngri hlustenda, og skyldi
kannski engan undra á þessari laglausu rapp-
öld. Um 1960 kváðu gömlu meistararnir
hafa numið fjórðaparti markaðarins erlendis,
en eftir það lá leiðin niður á við. Einhvers
staðar sá maður á prenti, að fagurtónlistin
hefði verið komin niður í innan við 5% af
heildarplötusölu ytra þegar verst lét (líklega
upp úr 1970), en skv. innanbúðarupplýsing-
um mun klassíkin hér á landi nú hafa fikað
sig upp í námunda við 15% af heildarsölu -
m.a.s. að tölvuleikjum(I) meðtöldum.
Þetta sýnir væntanlega, að æ fleiri - og
yngri - hlustendur eru farnir að hallast á
sveif með endingarbeztu tónlistinni. Hvað
veldur því væri einkar forvitnilegt að vita
og félagsfræðingum Háskólans verðugt rann-
sóknarverkefni. En þó að margt komi sjálf-
sagt til, má ekki undanskilja eina ljósgeisla
ljósvakans að næturþeli innan um þlýþungt
dynkjaskólp einkastöðvanna, Klassík FM,
sem manni skilst að hangi því miður á blá-
þræði um þessar mundir. Húrra fyrir henni
- og vonandi lifir hún af.
Maður verður iðulega þess áskynja, að
marga langi að gefa sig nægtarhorni sígildr-
ar tónlistar á vald, en vita ekki hvar þeir
eiga að byrja, og bera við fáfræði. Við því
hafa sumir plötuútgefendur brugðizt með
sýnishornasöfnum á við þessa tveggja diska
samloku frá Naxos, „Sígild tónlist frá A til
Ö,“ og þætti sumum stórt upp í sig tekið á
ekki nema tíu kortéra plássi, meðan t.d.
óperugeirinn einn telur yfir 20.000 verk (að
vísu fæstar til á plötum). En auðvitað er öll
viðleitni lofsverð, og óhætt er að fullyrða,
að flest ef ekki öll númer tilheyra ekki að-
eins perluflokknum, heldur virðast þau vel
fallin til að vekja og örva forvitni og löngun
í meira, enda flutningur víðast hvar mjög
góður og stundum jafnvel ljómandi svo.
Viðbrögð kaupenda hljóta enda að hafa
verið jákvæð, því samlokan frá 1995 gat af
sér fylgifisk ári síðar hjá sama útgefanda,
Discover the Classics (Naxos 8.550035-6),
þar sem farið er í tímaröð frá Gregorssöng
til Carmina Burana e. Orff, sömuleiðis á 2
diskum en með styttri dæmum, eða heilum
33 talsins, ásamt tónsögubæklingi með íð-
orðalista - m.a.s. án þess nokkurs staðar
að skarast við þáttavalið í fyrra settinu.
Hérumrætt safn hefur eitt fram yfir Disco-
ver the Classics: 269 síðna risabækling eftir
Keith Anderson aðalskríbent Naxos-Marco
Polo samsteypunnar um h.u.b. 225 tónskáld
og helztu verk þeirra, auk íðorðasafns. Nær
tónskáldayfirlitið til fjölmargra smámeistara,
að vísu með smávegis brezkri yfirvikt að
hætti engilsaxneskra ritara, en á móti ekki
bundið eingöngu við útgáfulista Naxos-Marco
Polos, þó að allar „recommended" upptökur
(skárra væri það nú!) séu innanhússdæmi.
Agætlega hnitmiðuð bók, þó að undirrituðum
þyki persónulega ekki venjuleg bæklinga-
skrif Andersons ýkja skemmtileg. En hér
virðist hann hafa vandað sig.
Svo má auðvitað alltaf deila um kosti þess
og galla að hraðskima ódáinsvöllinn með því
að vinza úr staka þætti úr heilum tónverkum,
og ekki laust við að minna á „highlights"-
áráttu fyrri ára - „Wagner’s greatest hits“
og fleira í þeim dúr. Hætt er við, að sumum
nýgræðingum fallist hendur þegar þeir upp-
götva seinna meir, að fleira er til í tertunni
en kirsuber og þeyttur ijómi, því vitanlega
eru fæstir þættir í margþátta verki samdir
með það í huga að geta staðið einir sér. En
vonandi kemur framtakið einhveijum á
bragðið - og þá er tilganginum náð.
BAX
Arnold Bax: Nonetta; Óbókvintett; Elegískt
tríó f. flautu, víólu & hörpu; Sónata f. klarí-
nett & píanó; Hörpukvintett. Nash-hljómlist-
arhópurinn u. stj. Ians Browns (í Nonettu).
Hyperion CDA66807. Upptaka: DDD, London
6/1995. Útgáfuár: 1996. Lengd: 73:25. Verð
(Japis): 1.499 kr.
ARNOLD Bax (1883-1953) var ekki að-
eins tónskáld. Hann var líka ljóðskáld, og
eitt af þeim betri, orti undir skáldnefninu
Dermot O’Byrne og kvað „keltann" í sér
hafa vaknað á unglingsárum við lestur fyrstu
ljóða Yeats. Sá kelti birtist raunar einnig í
tónlistinni, því Bax varð fyrir miklum áhrifum
af þjóðlegri tónmennt íra á tíðum ferðum
sínum um eyjuna grænu. Eitt merki þess var
hversu oft hann notaði þjóðarhljóðfæri henn-
ar, hörpuna, í hljómsveitar- jafnt sem kam-
merverkum sínum, annað hið seiðandi írska
jig-hljóðfall i lokaþætti óbókvintettsins.
Stíll brezka tónskáldsins er persónuleg og
aðlaðandi blanda af síðrómantík, impressjón-
isma og nýklassík. Þó að Bax sé kunnastur
fyrir hljómsveitarverk sín (um 80 að tölu,
þar af 7 sinfóníur og fjöldi tónaljóða), njóta
orkestrunarhæfileikar hans sín ekki síður á
kammerverkum þessa disks, sem spanna allt
frá hinni ægifögru draumkenndu sveitasælu
Elegíska tríósins yfir í iðandi humalsflugu-
orku lokaþáttar Klarínettsónötunnar, enda
þótt brosandi náttúra sunnanverðra Bret-
landseyja svífi hlutfallslega mest yfir vötnum,
svo við liggur að minni á ljóðrænu hlið
Fjónbúans Carls Nielsens.
Einn lykillinn að hlustvænleika tónskálds-
ins kann að vera fólginn í því, að hann hafði
að sögn ekki áhuga á litablæbrigðum sjálfra
þeirra vegna, eins og svo títt er um tónskáld
okkar aldar, heldur vegna tilfinningalegs
gildis þeirra, en sem kunnugt er varð sá
þáttur nokkuð útundan síðar meir, ekki sízt
þegar „konseptið“ reið sem mest búsum hjá
framsæknum tónskáldum.
Kammerverkin á þessum diski eru öll frá
hátindi sköpunarferilsins á árunum milli 1916
og 1934. Nonettan (1928-30) fyrir flautu,
óbó, klarínett, hörpu, strengjakvartett og
kontrabassa (hin kunna Nonetta Spohrs var
einni fiðlu færri, án hörpu, en með horn og
fagott) ber svolítinn keim af Debussy, RaveL
og Stravinsky; undurblítt og fagurt tónverk
og aldeilis frábærlega vel flutt af Nash-hópn-
um.
En sama gegnir um báða kvintettana, tríó-
ið og sónötuna; spilamennskan er hvarvetna
í toppklassa og greinilega valinn maður í
hveiju rúmi, t.a.m. Gareth Hulse á óbó, Mich-
ael Collins á klarínett, hin rósfingraða Skaila
Kanga á hörpu (hvílíkur spilari!) og Nonettu-
stjómandinn, Ian Brown, á píanó í Klarínett-
sónötunni, líklega „framsæknasta" verkinu,
enda yngst (1934). Hörpukvintettinn (1919)
ber aftur á móti nokkurn svip af Brahms, og
er tiltölulega hefðbundnasta framlag disksins,
en engu að síður einkar ljúft áheyrnar.
Bæklingaskrif Lewisar Foremans skara
fram úr tylftarmoði þeirrar þrautpíndu rit-
greinar af markvissu og lipurð, og hljóðritun*.
in skartar nánast fullkomnu jafnvægi milli
nálægs skýrleika og óskasamblöndunar góðs
kammersalar í hnífjöfnu jafnvægi milli radda,
svo til fyrirmyndar má telja. M.ö.o.; svona
eiga kammerdiskar að vera!
Ríkarður Ö. Pálsson
£(mdöin&
meá la úriml
afsígildri
tánliát
LAUGAVEGUR 26 k
opið alla dagatil kl. 22.
Síml 525 5040
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 1997 19